Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRIL 1980
15
Fyrsti jarðarbúinn á tunglinu, en ef til vill ekki fyrsta
vitsmunaveran.
ekki enn birt opinberlega fremur
en margt annað.
Þegar verið var að æfa lendingu
í „Snoopy", lendingarferju Apollos
10. (án þess þó að lenda), og ferjan
flaug lágt yfir yfirborðinu, flaug
ókunnur hlutur lóðrétt upp á móti
þeim af yfirborðinu. Ahöfninni
tókst að kvikmynda þennan stutta
atburð og taka nokkrar ljósmynd-
ir af hlutnum.
Getur það verið að öllum þeim
þúsundum manna, sem orðið hafa
vitni að þessum tunglfyrirbærum,
skjátlist? Er ekki allt eins líklegt
að viðteknar kenningar séu rangar
og þarfnist endurskoðunar í ljósi
nýrra uppgötvana og athugana?
Voru jarðarbúar í raun og veru
fyrstir til tunglsins? Er máninn
eyðieyja í himingeimnum?
Komið hefur fram kenning um
að svo sé ekki. Tveir virtir sovésk-
ir vísindamenn, Mikhail Vasin og
Alexander Shcherbakov, hafa
komið fram með þá kenningu, að
tunglið okkar sé risastór gervi-
hnöttur eða geimskip, holt að
innan og byggt vitsmunaverum.
Þótt þessi hugmynd vægast sagt
gjörbylti viðteknum skoðunum, er
hún það vel rökstudd, að ýmsir
frjálslyndir, vestrænir vísinda-
menn hafa viðurkennt þennan
möguleika.
Þá má telja næsta furðulegt, að
ekki einu sinni þessi róttæka
kenning er ný. Þessar hugmyndir
má finna í ritum fyrri tíma
manna, þótt í öðru formi sé. I
byrjun tuttugustu aldar samdi
H.G. Wells sögu um verur, sem
búa áttu í iðrum tunglsins, Sel-
enítana. Sögu hans ber saman í
ýmsum atriðum við kenningu Sov-
étmannanna.
Enn fremur töldu margir spek-
ingar fornaldar að tunglið væri
holt innan og búið vitsmunaver-
um. Enskur biskup, John Wilkins,
skrifaði á sautjándu öld bók, er
hann nefndi „Discovery of a New
World", þar sem hann setur fram
sömu hugmynd og styður hana
með ótal tilvitnunum í fornar
bókmenntir. Þetta rit er mjög
vísindalega unnið og skrifað af vel
menntuðum manni. Hélt hann því
fram, að stjörnufræðingarnir
Kepler og Kópernikus, hafi haldið
tunglið byggt lifandi verum og
Kepler meira að segja talið þær
búa innan í tunglinu, en það
kemur einmitt heim við áður-
nefnda kenningu.
Fjölmargir rithöfundar, sem
skrifa um „fljúgandi furðuhluti",
hafa ekki viljað ganga eins langt,
en telja þó að tunglið sé notað sem
bækistöð fljúgandi diska. Þar má
nefna höfunda eins og Brinsley Le
Poer Trench, Donald Keyhoe og
Robert Charroux.
Hér að framan hef ég nefnt
nokkuð það, sem mér þótti á
skorta í blaðagreinina í Morgun-
blaðinu og vona ég að þessi
samantekt gefi nokkuð fyllri
mynd af þeim hugmyndum, er
greinin fjallaði um.
24. mars 1980.
Ólafur St. Pálsson,
n. nr. 6781-4517
Kleppsvegi 88, R.
1. Alan Landsburg:
In Search of Extraterrestrials.
New York 1977.
2. Desmond Leslie & George Adamski:
Flying Saucers have landed.
Knjíland. 1977.
3. Brinsley Le Poer Trench:
Mysterious Visitors.
London. 1973.
4. W. Raymond Drake:
Messengers from the Stars.
London. 1%4,1977.
5. Don Wilson:
Our Mysterious Spaceship Moon.
London. 1976.
6. Don Wilson:
Secrets of our Spaceship Moon.
London, 1980.
7. Mar»aret Sachs & Ernest Jahn:
UFO's & Space Travel.
Bandarikin, 1977.
8. Kenneth F. Weaver:
The Moon.
National Geograpic, Bandarikin. febrúar
1%9.
9. Desmond Ijeslie:
Gerðir Keimfara.
TimaritiÓ Fljúgandi diskar, Rvík, mars/
april 1958.
Hákon Bjarnason:
Alaskaöspin var fyrst flutt
hingað til lands árið 1944. Sendir
voru nokkrir græðlingar frá
stað, sem er 10—15 kílómetrum
sunnan við austurenda Kenai-
vatnsins í Alaska. Upp komu
milli 60 og 70 plöntur í gróðr-
arstöðinni í Múlakoti og voru
þær orðnar mannhæðarhá tré
þegar Hekla gaus í mars 1947.
Þær sakaði ekki neitt þótt vik-
urskaflinn kaffærði þriðjung af
hæð þeirra.
Haustið 1950 kom önnur og
miklu stærri sending græðlinga
til landsins, og voru þeir teknir á
stað, sem er skammt norðan
Kenaivatns. Eftir það var ekki
talin þörf á að afla fleiri græðl-
inga, en þó varð raunin önnur
eins og að verður vikið síðar.
Heimkynni Alaskaasparinnar,
en svo er hún nefnd í daglegu
tali þótt annað nafn væri æski-
legra, eru í strandfjöllum
Norður-Ameríku og á strönd-
Alaskaösp
inni, allar götur sunnan úr
Kaliforníu og langt vestur á
Alaskaskagann. í Alaska vex
hún einkum á áreyrum og í
fjallshlíðum meðfram lækjum
og ám. Vex hún víða upp að
skógamörkum, jafnhátt greni-
skóginum. Á haustin verður lauf
hennar fagurgult og rauðgult og
eru þá margar skógarhlíðar með
rauðgulum röndum upp og niður
hlíðar þar sem lækir falla niður,
en dökkgrænn greniskógur á
báðar hendur. Ofan skógar-
marka er svo breið rönd af
hárauðu bláberjalyngi, og eru
slík litaskipti með eindæmum
falleg.
Alaskaöspin, Populus tricho-
carpa, er stórvöxnust allra asp-
artegunda. Hún er víða um 30
metrar á hæð á ströndum Al-
aska en sunnar nær hún yfir 40
metra hæð og þvermál hennar er
á stundum nærri tveir metrar.
Hún er mjög hraðvaxta þar sem
jarðvegur hentar henni, og viður
hennar því mjúkur og laus í sér.
Þrátt fyrir það er viðurinn tl
margskonar nytja, t.d. er hann
notaður í þiljur í íbúðarhúsum,
krossvið, í pappír og til iðnaðar.
1 aprílhretinu 1963, þegar hit-
inn lækkaði úr 12 stigum ofan í
12 stiga frost á hálfum sólar-
hring stráféll öspin í Múlakoti
að mestu á einu dægri, enda stóð
hún þá í fullu laufskrúði eftir
óvenju hlýindi. Þá skemmdist
hún mjög eða féll um láglendi
Suðurlands og suðvestanvert
landið. Varð þá strax ljóst, að
staðir þeir, sem öspin kom frá,
væru ekki heppilegir söfnunar-
staðir fyrir sunnlenska veðráttu,
enda kom það líka í ljós á
sitkagreni, sem ættað var af
sömu slóðum. Það lét meira á sjá
en sitkagreni ættað frá ýmsum
öðrum stöðum nær sjó.
Var þá strax það ráð tekið að
senda mann vestur um haf til að
útvega fleiri kvæmi af Alaska-
öspinni, og kom hann heim um
um haustið með græðlinga frá 13
stöðum öðrum í Alaska. Þessi
kvæmi hafa verið ræktuð hér
síðan og við samanburð má sjá
nokkurn mun á flestum þeirra
hvað laufgun og lauffalli við-
kemur. Slík yorhret sem 1963
hafa ekki komið aftur, svo að um
samanburð á frostþoli að vori
hefur ekki verið að ræða. En af
líkum má geta sér þess til að
sum hin nýrri kvæmi þoli betur
mikla umhleypinga en þau, sem
fyrst komu til landsins.
í sambandi við hretið 1963 má
geta þess, að á Selfossi biðu
aspir töluvert afhroð, en flestar
lifðu hretið af. En þá kom það
einkennilega fyrir, að þingvíðir,
sem hefur veið ræktaður hér á
landi frá því fyrir síðustu alda-
mót, dó alveg út bæði þar og
víðar um Suðurland. I uppsveit-
um Árnessýslu skemmdist öspin
nokkuð víðast hvar, en einstöku
tré voru óskemmd. í Reykjavík
beið öspin mikið afhroð, en á
fáeinum stöðum voru tré, sem
komust sæmilega af. Með því að
taka græðlinga af slíkum trjám
má vænta þess að af þeim komi
allharðgerir stofnar.
Norðanlands og austan sluppu
allar aspir við vorhretið, og þar
hafa þær vaxið áfallalaust allt
frá 1950, en um það leyti voru
fyrstu aspirnar settar niður á
þeim slóðum. Á Akureyri er
Alaskaöspin nú orðin aðal garð-
tréð í nýrri hverfunum og er svo
mikið um hana, að sumar götur
uppi á brekkunni likjast mest
trjágöngum að sumarlagi. Á
Hallormsstað er Alaskaöspin
komin yfir 15 m hæð á tæpum 30
árum þar sem hún vex í frjórri
jörð. I þurri og fremur magurri
skógarjörð, örskammt frá stóru
öspunum, eru aðrar jafnaldra en
ekki nema helmingur hinna á
hæð. Svo mjög munar um frjó-
semina í jarðveginum.
Þar eð Alaskaöspin er bæði
stórvaxin og hraðvaxta verður
að taka fyllsta tillit til þess
þegar henni er ætlaður staður í
garði. Hún má ekki standa of
nærri byggingum og heldur ekki
á stöðum, þar sem hún síðar
kann að skyggja á suðursólina.
Þá er ekki rúm fyrir mörg tré á
lítilli eða meðalstórri lóð, og hafi
hún verið sett þétt í upphafi
verður miskunnarlaust að grisja
þegar krónurnar fara að berjast
saman að marki. Fá en falleg tré
við hús og híbýli eru meira virði
en trjáflækjur.
Þá er þessu spjalli um Alaska-
öspina senn lokið. Hún hefur
reynst góður fengur fyrir gróð
urríki landsins, ekki aðeins sem
garðtré, heldur mun mega nota
hana síðar við uppgræðslu aura
meðfram ám og lækjardrögum
Hún er mjög auðveld í meðförum
og fjölga má trjánum með
græðlingum á sama hátt og
flestum víðitegundum. Þegar
hún hefur búið vel um sig og er
komin á þroskaaldur fellir hún
urmul fræja á hverju ári og má
búast við að hún finnist víða
sjálfsáin þegar tímar líða.