Morgunblaðið - 19.04.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
19
Jónas H. Haralz
tekur til máls
Þjóðviljinn sinnti þó ósk Ólafs
um að hætta fúkyrðum og ræða
heldur efnislega um bók Hayeks.
18. ágúst 1945 hóf hann að birta
greinaflokkinn Hagkerfi og lýð-
ræði eftir ungan og róttækan
menntamann, sem hafði nýlega
lokið glæsilegum námsferli með
hagfræðiprófi. Hann var Jónas H.
Haralz pol. mag. Jónas taldi í
greinum sínum líkan „klassísku"
hagfræðinganna af hagkerfi full-
kominnar samkeppni óraunhæft
og úrelt, vitnaði til Keyness (án
þess sennilega að vita, hvað Keyn-
es hafði fundizt um bók Hayeks)
og sænska hagfræðingsins Gunn-
ars Myrdals og sagði, að Hayek
væri einn þeirra íhaldssömu hag-
fræðinga, „sem engu virðast hafa
gleymt og ekkert lært“. Hann
notaði gamalkunn rök gegn sér-
eignarkerfinu: að samkeppnin
leiddi til einokunar, að neytandinn
nyti ekki frelsis til neyzluvals
vegna blekkinga framleiðenda, að
frjálst atvinnulíf væri óstöðugt,
þannig að sífelld h.ætta væri á
kreppum og atvinnuleysi og að
skýring Hayeks á þjóðernishreyf-
ingum Hitlers og Mússólínis væri
ekki sannleikanum samkvæmt. Að
lokum benti hann Sjálfstæðis-
flokknum á að velja sér fremur
menn eins og Keynes og Beveridge
að andlegum leiðtogum en Fried-
rich A. Hayek.
Greinar Jónasar voru hófsam-
lega og vel skrifaðar, og sú
gagnrýni hans var réttmæt, að
líkanið af fullkominni samkeppni
var alls ekki nálægt neinum veru-
leika. En þessi gagnrýni hitti alls
ekki Hayek fyrir, því að hann var
eins og aðrir austurrískir hag-
fræðingar — Carl Menger, Eugen
von Böhm-Bawerk og Ludwig von
Mises — mjög gagnrýninn á hug-
myndirnar um fullkomna sam-
keppni og jafnvægi á markaðnum.
Frumhugtak austurrísku hag-
fræðinganna var ófullkomin
þekking einstaklinganna (og af
því drógu þeir þá ályktun, að
valdsmenn, sem hefðu jafnófull-
komna þekkingu og aðrir, gætu
ekki stjórnað atvinnulífinu af
neinu viti), en ekki fullkomin
samkeppni. Jónas skaut fram hjá
markinu, því að hann þekkti ekki
fremur en flestir aðrir hagfræð-
ingar á Vesturlöndum hugmyndir
austurrísku hagfræðinganna í
hinum fróðlega bæklingi The Fall-
acy of the Mixed Economy).
Öðrum rökum Jónasar er flestum
svarað í bók Hayeks.
Ólafur Björnsson
svarar Jónasi
Þjóðviljinn var ekki jafnstilltur
og Jónas. í leiðara 23. ágúst sagði:
Morgunblaðið heldur því fram,
að nauðsynlegt sé að dreifa
valdinu yfir framleiðslutækj-
unum til þess að vernda frelsi
og lýðræði. Nú hefur Þjóðvilj-
inn bent á að tækniþróun leiði
i
George Orwell tók undir viðvar-
anir Hayeks við valdasjúkum
menntamönnum.
Út*-: H.t Arvakur, Eeykjavlk.
Pramkvkt}.: Sigtúk Jónsson.
Ritstiórar: Jón Kjartansaon.
Valtýr Stafinsson (áby rgCarm.)
FTjettaritstjóri: lvar GuSmundsson.
Auglýsingar: Ámi Öla.
Rilstjóm. augiýsingsr 0« aJgioHlsU.
AusturstlKti 8. — Simi 1800.
Askriftargjald: kr. AOO k mánuSi innanlanda.
kr. 10 00 ulanlands.
! ,___on„ 50 aura rintakið, 60 aura mn6 U»bðk
til afturhalds
hur prófessor hrekar Hayek
lew Yori Tlraes" um bék Hemanns Fluen
* .... ...i rtfin 1 Uin T
„Leiðin til ánauðar
<
,,”1R cjALFSTÆÐISMENN hala nú um alllangt
UNGIR hJAtrm/uu blaftinu, sem birst
ske.ö haft til “ ^orlega annast og borið
hfrfá°gÞVað ef S ^mbfnds ungra Sjálfstseð.s-
abyrgð a. Þa6 er■* J j hessu máli, sem nu er
'komið i’það ftt kerfi, að lambandssíðan birtist að jafn-
a“e^ur Sambands ungra fif“"aWut-
hiot.ðverðskuldaða athyg ^en^fni ^ ^ ,ó,kið vartÞ
verk. að ræða sjerstak b Sambandssíðunni komið
fram Í^lmargál* raddir ungra Sjálfstæðismanna víðs-
vegar af landinu. „huuli að Sambandssiðan hefir
Það hefir vakú^ mjkla a gl. ^ ^
upp a siókastio bnt p>on^ ® . ru miög
efUr erlenda fræðimenn um 1»U1vkrt*.oem eru rn^g
bókarkaflar^m.
maniirjettinda^ svo^s, ^ a„sherJar skipulagn-
írelsts * hálfu hins opinbera (economic
ánauðugra þræLÆig*
‘>arflokknr,
^ vuftar4’- *
íst
að r he,ur
sturrmlaft-
skenr bók-
<y«-‘r r eða
yfirl* .«
hljoi %
tím ,4 ,yr*
á > iilnnl
h’ / ’.ttiim
auft-
, / (Z
\
e |„,n undan nnflvaldssVipuUg*
•A:era h""’rr- 'nF,vek „
nátti í riiccrðinni <*f últar jok ..v-rfis. 1’cstRt, hcldar að rik.ð prn þsð.
T« J.,»R«0Ur « Tc^.Unn. L“ta». er ***»*-
.Crnrral Throry" h.f. »« "•»„vinnnlovdnn. yf- i-nt.ns. Finrr syn.r fr.m *■ *»
viðtirkri viðurkrninp. '’R»' J „Arrn Mu.vW.ý. «u 1.1 »«» kon"
mcðnl ví-‘mdnm»nnn oir stjor 1 ... hlul-i iftnníHrhn. Uósiaksmn o* nO .
m„«„r "kriMi !•'* ■"TÚWtu Hnyek grtnr okki Utf «
..jómmál. Xciðin. ’■> Rnyrk, Scm d*«vLkipn,.»»>»«« ^
(slur
ót.t
| llæfni hans til l’r'vl
I ckki mcð Rgætnm h*
h.-isfm-ði nc stjór.:
rrtlcitu nr.yc. gv,... -... ■ .
ittyr%*.an»
4™ '■e;ru.,:,:-:v::nfR« r,ðþ»».Ur ek« m
c.n.lncfna "» 1 -tn, s„mli.rt, ,» f.MStar h.f.
>rki
AÍ r
þeim
fösti 1
við reg >
að áhe;
ast inn ..
leikunu i
settust,í-i
lega. Þf^j
blessaði,.;j
til þcss
að nú vj
I ITltt. 8„mp«r^ • * 1
naggað mcð e'ms konnr «».»!-
isma. Fincr sýnir !»•> ■• f
þ«» cr cinkum sknrtnr Jfoycks
í siVg.iskiIningi, srm knýr hcnn
il nS lcyt» stuðnmp í rcttvr-
rcKlunum (Rnlc of L»«)-
Þnð xtti R» vcrn skyld. »«<».
*cm lcggjn vtiin.l ú
írxði. »« l»« h"B scm „
.rgir nm rétt*rreglum«r. JUnn
Lvnir fram á, a8 H.y*
c'kki cfm rétt.rrcgl.nn., og »0
llöngun hnns til n» tnVm.rk.
vnld mcirihhlt.ns st.t.r »!
1----------- hrxðslu við lýðrxð'ð og m.s-
jem Bjarat ittt »# nota Lkilningi á cðli þc«».
LlUyek-bókli. v»r etn »f hækjon • [ sluUr; ritfrrgn er þvl miánr
“ f b<eJw^tjóraarkosnlngun>1,’n. 1 kki hRgt »8 gcm »*»« »<<>”
. . . . i,é v.fns.mt. hvort nokkurr. f . vr,sari skcmmtilcgn bók.
Íincr Jf f sSi Uin. Loinínrmikilli uppc«tv»>> h.f. , no£r,,m ki'.nuns « ™km
£!u.:» „rgi» nðjnokkurntimn vcnð úuug.ílund 1*«» fnsism.us og; sýnllh» *.
cr annao nvori mSsiahsmtnnjiUj^cnga^^a^j
alveg óhjákvæmilega til þess
gagnstæða... Auðvitað þýðir
þessi þróun þverrandi lýðræði.
Vinnuveitendurnir verða færri
og stærri, launþegarnir fleiri
og launþegarnir eiga atvinnu
sína og afkomu að öllu leyti
undir geðþótta vinnuveitend-
anna. Það þarf heimsviðundur
eins og Hayek, til að mótmæla
þessu, eða kannski það nægi
lands-viðundur eins og Ólaf
Björnsson ... Það eru sinustrá
frá gömlum tímum sem rit-
stjórarnir reyna að bjarga sér
á, því ekki dettur þeim í hug
það snjaliræði að fleygja Hay-
ek og Olafi fyrir borð. Þeir um
það.
Ólafur svaraði rökum Þjóðvilj-
ans og Jónasar í greininni Leiðir
samkeppnin til einokúnar? í
Morgunblaðinu 25. og 31. ágúst.
Hann benti á það, að það væri
síður en svo algilt, að tækniþróun
leiddi til einokunar og tók sam-
göngumál til dæmis: Bifreiðar,
sem hver maður gat keypt, leystu
af hólmi járnbrautir, sem voru í
eign stórfyrirtækja. (Annað dæmi
nýlegra er, að segulbönd og
myndsegulbönd, sem hver maður
ólafur Björnsson íslenzkaði út-
drátt úr bók Hayeks og var
kallaður fyrir „landsviðundur“
í leiðara Þjóðviljans.
getur keypt, taka við af útvarps-
stöðvum stærsta einokunarfyrir-
tækis þjóðanna, ríkisins,) Ólafur
sagði og, að engin rök væru til
gegn þeirri hættu, sem væri fyrir
menn að vera í stjórnarandstöðu í
landi, þar sem stjórnin ætti öll
framleiðslutækin, enda blasti
hættan við. Þjóðviljanum gramd-
ist mjög við Ólaf, og í leiðara hans
30. ágúst sagði:
Landsviðundrið Ólafur hefur
nú viðurkennt að heimsvið-
'íindrið Hayek hafi ekki skrifað
bók sína um þessi efni sem
vísindalegt hagfræðirit heldur
sem „áróðursrit" fyrir stjórn-
málastefnu íhaldsmanna,
þeirra manna sem á íslandi
kalla sig sjálfstæðismenn. Með
því að þýða þessa bók og skrifa
hverja greinina af annarri um
hana í Morgunblaðið, hefur
Ólafur gert alþjóð ljóst, að
hann lítur ekki á starf sitt við
Háskólann sem vísindastarf,
heldur sem pólitískt áróðurs-
starf. Er slíkt satt að segja
furðulegt.
Ólafur svaraði sem eðlilegt var í
Morgunblaðinu 1. september, að
hann hlyti að mega hafa sínar
Jónas H. Haralz skrifaði 1945
gegn bók Hayeks, enda var
hann þá ungur og róttækur
menntamaður, en er nú mælsk-
ur og áhrifamikill talsmaður
frjálshyggju.
stjórnmálaskoðanir, þótt hann
kenndi hagfræði í háskólanum, en
hann léti ósagt um, hvort illgirni
eða vanþekking yllu skrifum Þjóð-
viljans.
Jónas svaraði grein Ólafs í
Þjóðviljanum 22. september. í
þeim skrifum hans bregður fyrir
sömu hugsuninni og í ritum Ósk-
ars Langes: að unnt sé að nýta
kosti samkeppninnar í sameign-
arskipulagi með því að dreifa
valdi til stjórnenda framleiðslu-
fyrirtækjanna, sem væru „starfs-
menn þjóðarinnar“, en kepptu
hver við annan. (Þá hugmynd, sem
felur að vísu í sér nokkra viður-
kenningu samhyggjumanna á rök-
unum gegn hreinu miðstjórnar-
kerfi, gagnrýndi Hayek rækilega í
ritgerðasafninu Individualism
and Economic Order.) Jónas
skildi í grein sinni sósíalisma sem
rekstur þjóðarbúsins „með al-
menningsheill fyrir augum“. En
það hlýtur alltaf að verða tilefni
til að spyrja, hver viti og með
hvaða rökum, hvað „almennings-
heill“ sé. Og því svara sósíalistar
sjaldan, því að þeir kunna ekki við
að segja sem satt er, að þeir eigi
við sjálfa sig.
Litið til baka
Hálfur fjórði áratugur er liðinn
frá því, að bók Hayeks kom út.
Henni hefur verið snúið á allar
höfuðtungur heimsins, og hún er
orðin sígild r sögu stjórnmálahug-
mynda á tuttugustu öld. Það var
því ekki seinna vænna, að hún
kæmi út á íslenzku í heild sinni, en
útdrátturinn, sem birtist í Morg-
unblaðinu 1945 og gefinn var út í
bæklingi 1946, var ekki nema lítill
hluti bókarinnar. Viðbrögð ís-
lenzkra róttæklinga við henni eru
líkari viðbrögðum bandarískra
róttæklinga en brezkra, þótt mun-
urinn á skrifum Jónasar og Þjóð-
viljans væri vitanlega mjög mikill.
Bókin varð ekki tilefni til alvar-
legra rökræðna méð íslenzkum
samhyggjumönnum um vanda
skipulagningar í lýðræðisríki, þótt
örlað hafi nú síðustu árin á
skilningi hans (t.d. hjá Árna
Bergmann).
Það er kaldhæðni sögunnar, að
einn mælskasti og áhrifamesti
talsmaður frjálshyggju nú skyldi
þá hafa skrifað hverja greinina af
annarri gegn merkasta frjáls-
hyggjuhugsuði aldarinnar. Þjóð-
viljinn reyndi fyrir nokkru að
hæðast að Jónasi Haralz fyrir
skoðanaskipti hans, og stundum er
það lagt honum til lasts af öðrum.
En fátt er óviturlegra. Er ekkert
að þeirri skoðun — sósíalismanum
— sem hver gáfumaðurinn af
öðrum hefur horfið frá — dr.
Benjamín Eiríksson, Jónas, Steinn
Steinarr, dr. Arnór Hannibalsson,
Halldór Laxness og margir fleiri?
Leiða má einnig rök að því, að
fyrrverandi sósíalistar skilji sósí-
alismann betur en venjulegir
borgarar. Þéir hafa komizt að
kjarna málsins, horft dýpra niður.
Af þessum tveimur ástæðum sagði
Hayek mönnum á íslandi, að
sennilega væri einn fyrrverandi
sósíalisti meira virði en tíu aðrir.
Og í þriðja lagi mega menn ekki
gleyma, hver aldarandinn var,
þegar Jónas skrifaði þetta. Keynes
hafði sannfært bæði fræðimenn
og stjórnmálamenn um það, að
ríkisstjórnir gætu ráðið við krepp-
ur og skipuleggja yrði atvinnulífið
frekar, menn voru bjartsýnir og í
lok styrjaldarinnar, sigurreifir
eftir tæknileg afrek og ótrúlegan
vöxt atvinnulífsins næstu hundrað
árin á undan, þeir höfðu beizlað
náttúruöflin og héldu, að þeir
gætu einnig stjórnað mannlífinu
eins og vél, skildu ekki takmark-
anir einstakra mannshuga —
þetta var tími ofmetnaðarins.
Ekki má gleyma því, þegar litið
er til baka, hver hlutur Ólafs
Björnssonar er í sögu íslenzkra
stjórnmálahugmynda. Hann hefur
í fjörutíu ár ótrauður barist fyrir
atvinnufrelsi, séreign og einka-
framtaki, en notið takmarkaðs
skilnings. Nú er þetta að breytast,
æskan á Islandi er frjálslynd eins
og á öðrum Vesturlöndum, hún
kærir sig ekki um frekari ríkis-
afskipti, heldur krefst aukins
frelsis til orða og athafna. Nú fá
menn eins og Hayek erlendis og
Ólafur Björnsson g Jónas Haralz
hérlendis miklu betri áheyrn hjá
æskunni en þeim, sem eldri eru og
fastir í tjóðri vanans. Æskan veit,
að samhyggjumenn hafa ekki gert
annað en stika út leiðina til
ánauðar.
H.H.G.