Morgunblaðið - 19.04.1980, Side 20

Morgunblaðið - 19.04.1980, Side 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980 við innflutt timbur því viður til skipasmíða hefur aldrei vaxið hérlendis. Til þess að halda skipastólnum við þurfti að flytja inn timbur til skipasmíða eða flytja inn full- smíðuð skip. En hvorugt var gert. Hvers vegna? Goðarir hafa metið varning kaupmanna það lágt að ekki hefur myndast nægur hagn- aður til þess að endurnýja kaup- skipaflotann. í stað þess að mæta erfiðleikun- um af hækkandi verðlagi erlendis var fundin „Patentlausn" verð- lagshöft. íslenzku kaupmennirnir voru veikir fyrir og höfðu ekki bolmagn til timbur- né skipa- kaupa. Erlendir kaupmenn héldu lengur út en gáfust smám saman upp, enda hafa þeir séð þegar leið á sturlungaöldina að goðar mis- notuðu sér verðlagningarvald sitt til þess að draga úr efnahagsleg- um áhrifum innanlandsófriðarins. Smám saman drógu höfðingj- arnir allan mátt úr þjóðinni og megum við þakka fyrir að ekki fór fyrir okkur eins og íslendingum á Grænlandi. Hliðstæðurnar í dag eru sláandi. Höfðingjar 20. aldar- innar ákveða verðlag og álagningu Jóhann J. Ólafsson: Höfðingjar 20. aldarinnar Þegar Tómas Árnason, við- skiptaráðherra, kom á aðalfund Félags ísl. stórkaupmanna í síðasta mánuði hélt hann ræðu og sagðist hafa lesið kvöldið áður í Islandssögunni að verðlagshöft hefðu verið við lýði á 13. öld. Höfðingjarnir (goðarnir) hefðu séð um verðlagshöft þess tíma. I Islenzkri menningu eftir Sig- urð Nordal segir: „að goðar hafi haft eftirlit með erlendum kaup- mönnum og verðlagi á varningi". (bls. 124). Þegar kaupskip komu af hafi var það réttur goðans af fara fyrstur til skips og kaupa á undan öðrum landsmönnum og „leggja lag á varninginn" þ.e. ákveða verð hans. Þarna mættust andstæðir hagsmunir, kaupmenn miðuðu verð sitt við verðlag erlendis, þaðan sem þeir komu að viðbættri kostnaðar- og áhættusamri út- hafssiglingu til Islands. Goðar miðuðu við efnahagsástand inn- anlands, og þörf á að halda vinsældum meðal þingmanna sinna. Afleiðingin? Kaupmenn töpuðu á verzluninni og hættu henni smám saman. Sigurður Nordal ritar um mögu- leika á því að Islendingar tækju alfraið verzlunina í sínar hendur á 13. öld, en telur þá hafa verið þeirri hugmynd nærri afhuga. Hann segir: „Olli því vafalaust mjög timburleysið í landinu. Þeir kunnu ekki að smíða skip og á tímabilinu 1200—1264 er enginn Islendingur nefndur, sem færi kaupferðir á eigin skipi“. Með timburleysi á Sigurður sjálfsagt Jóhann J. ólafsson af pólitískri hentisemi án nokk- urrar stoðar í raunveruleikanum. Verzlunin verður að borga her- kostnað þeirra alveg eins og fyrr á öldum. I dag verður vart annað séð en að saga 13. aldar sé að endurtaka sig. íslenzk verzlun færist í ríkari mæli úr landi. Ekki þykir nóg að gert og verða erlendir kaupmenn sjálfsagt gerðir óstarfhæfir einn- ig- Verðlagseftirlit til forna var mun virkara. Strjálar skipakomur fóru ekki fram hjá neinum og goðar höfðu vopnavald. Hörmu- legar afleiðingar voru óumflýjan- legar. Nú er mun erfiðara að ná svipuðum kverkatökum á verzlun- inni en þó mikið reynt. Vonandi verður íslenzka þjóðin gæfusam- ari í þetta skiptið. Sigurður Júl. Grétarsson: Má sálarfræði ekki vera til? Þorsteinn Gylfason birti grein í Morgunblaðinu 12. apríl, sem heit- ir: „Hvers vegna í dauðanum?" Hann telur, að hnignun móður- málskennslu og skeytingarleysi um málfar megi aðallega rekja til þess, að félagsvísindi séu til. Drýgstum hluta greinarinnar er varið í að sýna fram á, að félagsfræði, sálarfræði og uppeld- isfræði séu „agalaust kjaftæði", „alheimsplága", sem hreiðri um sig í skólum og muni að lokum eiga drjúgan þátt í að eyða byggð í landinu. Mest ber á tveimur sönnunar- gögnum með ákærunni auk um- fjöllunar um Skírnisgrein eftir Gísla Pálsson, sem Gísli hlýtur sjálfur að fjalla um. Annars vegar er greinargérð um greindarmæl- ingar og hins vegar ómerkt til- vitnun í fjölritað kennsluhefti í uppeldisfræði. Greindarmælingar eru að mati Þorsteins taldar virðulegasta sérgrein félagsfræði, uppeldis- og sálarfræði. Það er líklega þess vegna sem hann velur þá grein til umfjöllunar, því hvað má ekki álykta um fræðin í heild, ef virðulegasta sérgreinin er mark- laus? Þorsteinn getur þess ekki, að greindarkenningar, og þó einkan- lega greindarmælingar, séu mjög umdeildar innan sálarfræðinnar. Nafnbótin, sem Þorsteinn sæmir greinina „ein virðulegasta sér- grein þeirra fræða“, orkar því tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Því fer þess vegna fjarri, að ályktanir um greindarmælingar gildi um alla sálarfræði. Ekki svo að skilja, að Þorsteinn hafi gagnrýnt greindarmælingar af mikilli skarpskyggni. Fyrst getur hann upphafsmanns víð- tækra mælinga á séreinkennum fólks. Sá hét Francis Galton og var áhugamaður um mannbóta- fræði. í þágu þessa áhugamáls tók hann upp á því að mæla mun á einstaklingum með ýmsum hætti og er því í vissum skilningi forfaðir greindarprófa. Vegna þess, að mannbótafræðin gekk sér til húðar, telur Þorsteinn sjálfgef; ið, að greindarpróf séu della. í þágu mannbóta var Galton líka brautryðjandi í tölfræði, og sú grein hefur eflaust verið misnotuð margvíslega eins og flest fræði. Samt stendur ekki til að leggja hana niður. Efnafræði var upp- runnin í alkemíu og er undirstaða eiturefnahernaðar; stjörnufræði er eitthvað skyld stjörnuspeki, og svo ég vitni í fræðimann, sem ég vissulega ber virðingu fyrir, þá má segja, „að vísindarit Newtons, sem við köllum svo, hafi nánast verið safn spássíugreina í ritum um allt önnur efni, um gullgerðarlist og hvers konar dulspeki, en einkum þó og sér í lagi um eðli heilagrar þrenningar." (Þorsteinn Gylfason, T. M. & M. 36. árg. bls. 257-258) Ef við vildum gagnrýna aflfræði Newtons skiptir uppruni hennar engu máli. I framhjáhlaupi í mannbóta- umræðunni auglýsir Þorstéinn, að íslenskir sálfræðingar hafi átt sína mannbótameistara, sem m.a. skrifuðu „sálfræðiritið Mannbæt- ur“, eins og Þorsteinn kallar það. Hann reynir þarna með órök- studdri staðhæfingu að tengja mannbætur og sálarfræði, eins og mannbætur hafi verið sérstakt fjöregg sálarfræði, en öðrum fræðigreinum óviðkomandi. Á sama hátt mætti segja, að sálar- fræði hafi aldrei komið mannbót- um neitt við, af því að t.a.m. Sigurjón Björnsson hafi aldrei verið mannbótasinni. Að mannbótaumræðu lokinni skýrir Þorsteinn ónákvæmt frá umdeildustu sálfræðirannsókn eftir stríð, en lesandinn á líklega að halda að sú athugun sé dæmi- gerð fyrir fræðin og allir sál-, félags- og uppeldisfræðingar séu sammála niðurstöðunum. Því næst er sagt frá Cyril Burt, nafnkunnum falsara. Eigum við nú að álykta, að hann sé dæmi- gerður félagsvísindamaður eðá hvað? Það má líka spyrja Þor- stein, hvort fræði, sem eru fals og fum frá upphafi geti þó verið fölskvalaus í einhverjum skiln- ingi. I lok umræðu sinnar um greind nálgast Þorsteinn réttmæta gagn- rýni með umræðu um mælinga- raunir, en hann nefnir ekki, að sú umræða hafi lengi átt sér stað innan sálarfræðinnar. Enda þótt sumir sálfræðingar, skriffinnar, kennarar o.fl. hafi hneigst til barnalegrar oftrúar á próf, þá er slík afstaða engan veginn dæmi- gerð fyrir alla sálarfræði. Sál- fræðingar hafa bæði gagnrýnt greindarhugtak prófanna og þá herfilegu misnotkun og mistúlkun, sem orðið hefur hlutskipti greind- arprófa og reyndar allra prófa. Áreiðanleiki, réttmæti og beiting prófa eru alltaf vandasöm úr- lausnarefni og því fer fjarri að sá vandi sé bundinn við sálarfræði eina saman. Þó að ég efist stórlega um réttmæti þess að nota próf í jafnríkum mæli og nú er gert, mótmæli ég rangfærslum Þor- steins, af því að umræða eins og hans er alls ekki fullnægjandi til þess að komast að vitlegri niður- stöðu. Síðara sönnunargagn Þorsteins með ákæru hans á hendur félags- vísindum er skárra, en samt ófull- nægjandi. Það er tilvitnun í ekki beint skýrt plagg, sem Þorsteinn Athugasemd við morgun- blaðsgrein Þorsteins Gylfasonar Bjór leyfð- ur um borð Washington 15. apríl — AP. í FYRSTA skipti í sextíu og sex ár hefur bjórdrykkja nú verið leyfð um borð í skipi í bandaríska flotanum. Það var flotamálaráðherra Bandaríkj- anna, Edward Hidalgo, sem ákvað að leyfa bjórdrykkju um borð í flugvélamóðurskip- inu Nimitz sem hefur verið á eftirlitssiglingu um arabíska hafið og eru um borð fimm þúsund menn. Fær hver skip- verji tvær dósir af bjór á laugardögum og sunnudögum um ótiltekinn tíma. Öll neyzla áfengra drykkja og öls hefur verið bönnuð hjá bandaríska flotanum síðan árið 1914. Skráður „almennur þvargarf í símaskránni Cherokee, Iowa 14. april. AP. ERWIN Rode er væntanlega eini maðurinn sem er skráð- ur í nýja símaskránni í Cer- okke undir þeim orðum sem hann lýsir sjálfum sér með „almennur þvargari“ (public nuisance) á undan nafni sínu. Rhode er sem sagt ekki skráður undirR-inu heldur undir PN — Rhode Erwin Rhode hefur fyrir æði löngu látið merkja allan póst og opin ber plögg með þessum titli sínum. Rhode hefur undanfarin tíu ár ótæpilega haft uppi gagn- rýni á það sem honum finnst mega betur fara í heimabæ sínum og gefið í skyn að þar viðgangist hið versta svínarí í opinberri stjórnun. segir, að sé kennt í uppeldisfræði í H.I. Þar biður þó Þorsteinn les- andann aftur um að dæma fræði- greinina alla af þessári klausu. Það er ómaklegt, og ég veit, að slíkar röksemdir fengju bága einkunn í kennslustundum Þor- steins. Hvers vegna í dauðanum notar hann svona röksemdir hér? Ég hallast helst að því, að Þorsteinn hafi skrifað grein sína m.a. í gríni og til þess að stríða fólki. Það, sem ég held hann eigi þó við er, að það sé vafamál hvort uppeldis-, sálar- og félagsfræði standi undir þeim kröfum um hagnýtingu, sem til þeirra eru gerðar. Ætli það sé ekki álit Þorsteins, að ýmsir fræðingar þessara greina séu hér og erlendis helsti aðsópsmiklir í mótun menntastefnu, og það í nafni vísindalegrar ráðkænsku, sem byggir svo þegar betur er að gáð ekki á öðru en nýtísku fordómum. Þá væri frekar, að alíslensk og heilbrigð skynsemi væri höfð að leiðarljósi, en innflutt hindurvitni. Þorsteinn telur því ekki réttlæt- anlegt að skikka íslenska háskóla- menn í uppeldisfræðinám til þess að þeir megi löglega stunda kennslu. Þessi skoðun er verð strangrar og viturlegrar umræðu. Skemmt- unin, grínið og smásögurnar bera hins vegar rök Þorsteins ofurliði í málflutningi hans. Hann efnir til blaðaskrifa um mál óskyld því, sem ætlunin var. Sú tímabæra umræða, sem ég hygg að Þor- steinn vilji stofna til, sumsé um rökstuðning við stefnumótun í menntamálum, tefst sennilega fremur en hitt fyrir vikið. Ég vona þó að Þorsteinn skýri fljótlega mál sitt og styðji það þá agaðri röksemdafærslu, sem ég veit að er hans sterkasta hlið, taki hann sig til. | ^ ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.