Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
35
Verzlunarráð Islands:
Opið bréf
til íslendinga ...
Fyrir 1100 árum tók hópur
bænda í Noregi sig upp, þeir
yfirgáfu landið og fluttu með lið
sitt og áhöfn til íslands. Ástæðan:
Þeir vildu ekki sætta sig við ofríki
og harðræði norskra yfirvalda, og
vildu freista þess að leita frjáls-
ræðis og betri lífskjara í öðru
landi.
Nú á tímum taka íslendingar
sig upp í hundraðatali á ári hverju
og flytjast til annarra landa.
Ástæðan: Þetta fólk sættir sig
ekki við stigversnandi lífskjör,
sívaxandi skattheimtu og öfug-
snúið efnahagslegt umhverfi. Það
leitar þangað, sem því bjóðast
betri lífskjör, stöðugra efnahagslíf
og meira frjálsræði til athafna.
Hvað er að gerast?
Hvers vegna er mál-
um okkar svo komið?
ísland hefur dregizt aftur úr í
samanburði við önnur lönd hvað
varðar almenn lífskjör. Sanninda-
merki um þetta er verðbólgan,
sem brenglar alla atvinnustarf-
semi í landinu og leiðir til versn-
andi lífskjara almennings. At-
vinnurekstur býr heldur ekki við
eðlilegt svigrúm til athafna og er
skattlagður langtum meira en
góðu hófi gegnir, sem kemur niður
á nauðsynlegri og hagkvæmri end-
urnýjun og uppbyggingu í at-
vinnulífinu. Atvinnulífið er því
sífellt verr í stakk búið til að
skapa almenningi í landinu batn-
andi lífskjör. Þar að auki er fólki
svo einnig gert að greiða sífellt
þyngri skatta. Sífelldar skatta-
hækkanir verða því almenningi
siður en svo léttbærar.
Skattbyrðin
þyngist sífellt
skattar hækka
og sköttum f jölgar
Hvers vegna?
Allt það fé, sem opinberir aðilar
ráða yfir hafa þeir sótt í vasa
skattgreiðenda eða tekið að láni
með það í huga að leggja á skatta
síðar fyrir vöxtum og afborgun-
um. Einungis í ævintýrum verður
eitthvað til af engu. Aukin opinber
útgjöld verður að fjármagna með
auknum sköttum. Kröfur um auk-
in útgjöld hafa því leitt til sífellt
hærri skatta. Hvernig sem við
reynum að blekkja okkur, er
almenningi fyrr eða síðar gert að
greiða reikninginn. Því viðameiri,
sem rekstur hins opinbera verður,
því þyngri verður skattbyrðin og
hún hvílir á herðum okkar allra:
• Skattar, bæði beinir og
óbeinir, verða sífellt stærri
hluti launa okkar. Árið 1950
voru skattar til ríkis og
sveitarfélaga 25% af þjóðar-
tekjum, árið 1970 35% , og
búizt er við, að rúmlega 45%
af tekjum íslendinga fari í
skatta í ár. Með sama áfram-
haldi verður skattheimtan
komin í 55% árið 1985.
• Við vinnum nú í 5V2 mánuð,
þ.e. frá janúar fram í miðjan
júni, til þess að fjármagna
rekstur og umsvif hins opin-
bera.
• Árið 1967 var einn maður í
þjónustu hins opinbera fyrir
hverja sjö í þjónustu at-
vinnuveganna. Tíu árum
síðar er einn maður í þjón-
ustu hins opinbera fyrir
hverja fjóra hjá atvinnuveg-
unum.
• Árið 1968 fóru tæp 20% af
skatttekjum ríkisins í laun-
agreiðslur. Tíu árum síðar
fara tæp 30% af skatttekjum
ríkisins í launagreiðslur.
Skattpeningar okkar fara í
vaxandi mæli í að halda
miklu skrifstofuveldi gang-
andi, sem stofnar efnahagsl-
egum og stjórnmálalegu
frelsi í hættu.
Hvernig endar
þetta allt saman?
Heldur þessi öf-
ugþróun áfram?
Vissulega, ef ekk-
ert er að gert
Þótt forfeður okkar hafi neyðzt
til að yfirgefa heimaland sitt, þá
eigum við þó annarra kosta völ.
Það felst í þvi, að lýðræði ríkir í
landinu. Við getum stöðvað fólks-
flóttann með því að gera ísland
byggiiegra. Til þess höfum við
alþingi:
• Alþingi getur sett útgjöldum
ríkissjóðs takmörk og afnum-
ið ónauðsynleg útgjöld.
• Alþingi getur krafizt sparn-
aðar og hagræðis í ríkis-
rekstrinum, fært tekjur og
verkefni til sveitarfélaga, og
lagt niður verkefni og þjón-
ustu, sem ekki eiga réttmæta
tilvist lengur.
• Alþingi getur neitað að sam-
þykkja nýja skatta, getur
fækkað sköttum og takmark-
að skattheimtuna við, t.d.
þriðjung þjóðartekna.
• Alþingi getur aflétt ónauð-
synlegum afskiptum og höft-
urri af atvinnulífinu og skap-
að fyritækjum þannig aukið
frjálsræði til athafna, al-
menningi til hagsbóta.
Við viljum vera íslendingar. Við
viljum búa á Islandi. Sívaxandi
skattheimta vinnur hins vegar
gegn búsetu í landinu. Alþingi
verður því að draga úr skatt-
heimtunni, lækka opinber útgjöld
og aflétta höftum af atvinnulífinu,
svo að gæði landsins og tækifæri
nýtist sem grundvöllur nýrrar
sóknar til bættra lífskjara.
Ef við höldum áfram á sömu
braut, hnignar atvinnulífinu í
landinu. Atvinnutækifærum
fækkar. Verðmætasköpun minnk-
ar. Launakjör versna. Vöruverð
heldur áfram að hækka með
vaxandi hraða og fólk heldur
áfram að flytjast úr landi, en í
vaxandi mæli.
Þetta getur ekki verið sú
framtíð, sem við viljum. íslend-
ingar þurfa því að sameinast um
að fá alþingi til að draga úr
útgjöldum, lækka skattheimtuna
og skapa atvinnulífinu aukið
svigrúm til athafna. Framtíð okk-
ar er undir því komin.
Reykjavík, 14. apríl 1980
Stjórn Verzlunarráðs íslands
I I HEILDARSI CATTF •JÓÐA -1981 EIMTA
A F VER GUM Þ 1950 RTEKJ 3 UM |
3 * 5. 5í ? sýnir innhe veitarfélags pbótakerfis ilr frá. Iðgjó rygginga, v ald er með mta skatta . Skattar ins 1950—1 Id til ðlagasjóðs allð. 960
eru dreg almanna og olíugj gjald
j.
1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980
Hlutfall innheimtra tekna hins
opinbera af innfluttum vörum.
35%
30%
25%
20%
50% HVAÐ VERÐUR
UM LAUNIN ÞÍN?
45%
Launatengd gjöld
40% Heildarlauna- kostnaður fyrirtækis vegna starfs- manns á árinu 1980 2.300.000 kr.
35% Arslaun Stéttarfélagsgj lifeyrissjóður og beimr skattar v/ tekna 1979 1 000 000 kr
30% 10.000 000 kr 7 700.000 kr. Óbeinir skattar
2 200.000 kr
25% 20% Eftirstöðvar til skatt- frjálsrar einkaneyzlu 4.500.000 kr.
Um leið og þú færð launin þín greidd, þarf launagreiðandi þinn að
standa skil á ýmsum launatengdum gjöldum, svo sem trygginga-
gjöldum, launaskatti og sínu framlagi til lífeyrissjóðs þíns.
Af laununum þarft þú að greiða til stéttarfélags þíns, í lífeyrissjóð og
greiða skattana af tekjum s.l. árs. Þegar þú getur loks ráðstafaö
tekjum þínum til kaupa á vöru og þjónustu þarft þú enn að greiða
fjölda óbeinna skatta svo sem aðflutningsgjöld, söluskatt, skemmt-
anaskatt og þannig mætti lengi telja. Þegar allt er talið standa ein-
ungis 4.500.000 kr eftir af 10.000 000 króna verðmætasköpun til
skattfrjálsrar ráðstöfunar í einkaneyzlu, eða 45%, aðrir taka 55%.
Óbeinir skattar
Bensínverðið
Olíu-
félögin
Innkaupsverð
250
200
150
100
1965
1970
1975
FLUTNINGUR ÍSLENSKRA
RfKISBORGARA AF LANDI BROTT
1968 —1979.
68 70 72 74 76 78
"Lmi|||||||||||||||||n|||iiiiiii 0
fli itnlnni ir
flutningur
Árangur af stjórn
efnahagsmála á
áttunda áratugnum?
Samtals
1968 -1979
5.000
6.869
10.000
Söluverð bifreiðar
Innkaupsverð
30,6% ,/ Ríkið
10,5%
Bifreiöa-
umboð.