Morgunblaðið - 19.04.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
41
fólk í
fréttum
+ ÞETTA er sögufræg
mynd úr íþróttasögunni,
tekin á ólympíuleikvangin-
um í Berlín árið 1936 þegar
einn mesti íþróttakappi
allra tíma Bandaríkjamað-
urinn og hlauparinn mikli
Jesse Owens stendur á verð-
launapallinum. .
Þar vann
hann það einstaka afrek í
frjálsum íþróttum að vinna
fern gullverðlaun. — Hann
heilsar „með sínu lagi“, þeg-
ar leikinn er þjóðsöngur
Bandaríkjanna. — Hinir
heilsa með nasistakveðj-
unni. — Nú er þessi mikla
íþróttahetja Bandaríkjanna
látin, 66 ára að aldri. Er
hann var fluttur í sjúkrahús
í Chicago í desembermánuði
síðastl. kom í ljós við lækn-
isskoðun að hann var kom-
inn með krabbamein í lung-
um, sem er tengt miklum
sígarettureykingum. Hafði
Owens reykt sem svaraði
sígarettupakka á dag und-
anfarin 35 ár,— Og myndin
af íþróttakappanum sjálf-
um er hin síðasta sem
AP-fréttastofan birti af
honum.
RONALD BIGGS
+ Þær fregnir berast frá Brasiliu. að í
Rio de Janeiro hafi verið stofnað
fyrirtæki, sem taki að sér, sem trygg-
ingascrgrein þjófnaðartryggingar. —
Ku fyrirtækið aulýsa starfsemi sína
þannig: „Treystið þjófnum þegar þér
tryggið gegn þjófnaði.“ Framkvæmda-
stjóri þcssa tryggingafélags er einn
nafntogaðasti þjófur siðari tíma. Bret-
inn Ronald Biggs. sem framdi „Póst-
ránið mikla i Bretlandi. Ilann náðist
og var siðan dæmdur í 30 ára fangelsi.
— Þetta var árið 1904. En honum tókst
að strjúka úr fangelsinu og komast
alla leið tii Brasiliu þar sem hann, sem
fyrr segir. hefur nú stofnað þetta
tryggingafélag.
Ómissandi
+ Blaðafregnir
frá Ungverjalandi
herma að þar í landi
telja yfirvöldin
flokksforingja
kommúnista-
flokksins Janos
Kadar. með öllu
ómissandi fyrir
land og þjóð. Þó
veruleg manna-
skipti yrðu í hin-
um ýmsu stór-
áhrifastöðum inn-
an flokks apparats-
ins á nýafstöðnu
flokksþingi i
Búdapest, hafi
cndurkjöri Kadars
sem formanns
flokksins verið
fagnað með svo
Hngvinnu lófataki
að jafnvel elstu
kommar í Ung-
verjalandi mundu
ekki annað eins.
Kadar var nefni-
lega kosinn
flokksformaður
áfram. Það hefur
hann nú verið
óslitið i 24 ár.
Um fjórðungur af
fulltrúunum í mið-
stjórn flokksins,
sem er skipuð
118 íulltrúum féll
út við kosninguna
og i sjálfu flokks-
ráðinu, sem er
skipað 15 full-
trúum, voru fimm
felldir frá end-
urkjöri, Eru
þessar manna-
skiptingar aliar
taldar styrkja
stöðu Janosar
Kadars, sem nú er
68 ára. Hafði hann
sagt flokksfélög-
unum að lifs-
kjörin myndu lítt
fara batnandi í
iandinu á næstu
fimm árum. I
myndatextanum
með þessari mynd af
flokksforingjan-
um segir að Kad-
ar sé farinn að
sýna nokkur þreytu-
merki. þrátt fyrir
allt.
dj.... hiti!
+ Þetta er ný fréttamynd af
Egyptalandsforseta Anwar
Sadat. Hún er tekin er hann
var gestur Alþjóðlega
blaðamannaklúhhsins í
Washington á dögunum. —
Þar hélt hann ræðu og var
harðorður mjög um þá
stefnu stjórnar ísraels að
ieyfa ísraelsmönnum að setj-
ast að á landsvæðum Araba,
sem ísraelsmenn hafa á valdi
sinu. Sagði þær aðgerðir
lögleysu, sem byði heim
áframhaldandi átökum og ör-
yggisleysi. — Forsetinn varð
hvað eftir annað að grípa til
vasaklútsins til að þerra svit-
ann af andliti og höfði sínu.
— Biaðamennirnir höfðu lát-
ið spurningunum rigna yfir
forsetann og þeim varð hann
að svara.
Pjetur H. Lárusson rithöfundur:
Lengi lifi launa-
sjóður rithöfunda
Hann lif i
Húrra-húrra-húrra
Jæja lesendur góðir, þá er hann
loks kominn, hinn árlegi brandari
frá Launasjóði rithöfunda. Það er
eins og fyrri daginn, þeir menn
sem sjóðnum ráða svíkja ekki
okkur sem gaman höfum af gálga-
húmor.
Eins og vant er er ekkert tillit
tekið til tekna þeirra sem um
ritlaun sækja. Listinn yfir þá sem
duttu í lukkupottinn hefur að
geyma nöfn ýmissa þeirra fáu
rithöfunda, sem lifað geta af þeim
launum sem þeir fá fyrir bækur
sínar. Sannast þar hið fornkveðna,
að mikið vill meira, — og fær það.
Af gömlum og góðum vana er það
höfuðprýði listans að hann löðrar
í nöfnum fólks sem hefur nægi-
legar tekjur til að geta tekið sér
frí tii að skrifa hluta úr ári
burtséð frá því hvernig bækur
þess koma til með að seljast. Þetta
er mikill kostur. Það væri ljóta
ástandið ef einhverjir láglauna-
skrattar, kannski fjölskyldumenn
í ofanálag ætluðu að trana sér
fram á ritvöllinn. Öllum hugsandi
mönnum er ljóst að þeir eiga
þangað ekkert erindi, að minnsta
kosti ekki fyrr en þeir eru komnir
á ellilaun. Hugsið yklcur t.d. ef
farandverkamaður tæki allt í einu
upp á þeim fjanda að fara að
skrifa um vandamál og lífsviðhorf
sín og sinna félaga. Hvað yrði þá
um stofukommana, hina sjálfskip-
uðu intellígensíu sem hefur fræðin
á hreinu og er slíku andlegu
atgervi gædd að hún fer létt með
að fjalla um vandamál verkalýðs-
ins, án þess að vita svo mikið sem
hvernig flökunarvél lítur út? En
sleppum því. Það er ekki ætlun
mín a hella út skálum reiði
minnar vegna þeirra sem fengu
ritlaun í ár. Margir eru vel að
þeim komnir, þó hinir séu fleiri.
Stjórn Launasjóðs dæmir sig sjálf
með verkum sínum.
En það er eitt atriði sem stingur
í augun. Ég vil taka það fram
strax að listinn yfir ritlaunaþega
hefur að geyma fjögur nöfn sem
ég þekki hvorki haus né sporð á.
En hinir 76 eiga það sameiginlegt
að bækur þeirra eru gefnar út hjá
forlögum. Þetta þýðir að umsókn-
um allra þeirra (burt séð frá
þessum fjórum) sem gefa bækur
sínar út á eigin kostnað er hafnað.
Við sem gefum bækur okkar út
sjálfir erum flestir ung ljóðskáld.
Það er ekki mitt að gera upp á
milli einstakra bóka eða höfunda
þerra. Til þess er mér málið of
skylt. Þó fullyrði ég, að í okkar
hópi er að finna ýmis bestu skald
þjóðarinnar.
En það er líklega til of mikils
mælst, að þeir sem sitja í stjórn
Launasjóðs rithöfunda hafi vit á
skáldskap.
Allir eigum við eiginútgáfu-
menn það sameiginlegt, að eiga
sjaldnast bót fyrir rassinn, þannig
að ekki getur stjórn Launasjóðs
rökstutt synjun umsókna okkar
með því að segja okkur eiga nóg til
hnífs og skeiðar. Má vera-að
einmitt þess vegna sé ekki talin
ástæða til að púkka upp á okkur.
Mér segir svo hugur að ástæða
þess, að þessi hópur er útilokaður
frá ritlaunum, sé einfaldlega sú,
að við hvorki getum né viljum
taka þátt í geðveikislegu auglýs-
ingakapphlaupi jólamarkaðarins.
Við seljum bækur okkar með því
að ganga á vini og kunningja, auk
þess sem sumir ganga hreinlega í
hús upp á von og óvon.
Þetta gerir það að verkum, að
erfitt er að fylgjast með því sem
við höfumst að. Það skal fúslega
játað. En það er ekki ómögulegt.
Við leggjum bækur okkar inn á
Landsbókasafnið, þar sem þær eru
aðgengilegar almenningi, þ.á m.
stjórn Launasjóðs. Hér í Reykja-
vík, þar sem stjórnin heldur fundi
sína, er meira að segja til nokkuð
sem heitir Borgarbókasafn. Ég
veit ekki annað en að það kaupi
þær bækur sem eiginútgáfumenn
bjóða því, og ættu þeir sem í
stjórn Launasjóðs eru, því að geta
fengið þessar bækur þar. Auk þess
er það að nefna að bækur okkar
eru gagnrýndar í blöðum, þannig
að stjórnarmeðlimir Launasjóðs
ættu að taka eftir því þegar þær
koma út.
Ég sagði áðan, að erfitt væri að
fylgjast með því sem við eiginút-
gáfumenn sendum frá okkur. Rétt
er það. Það er erfitt fyrir þá sem
ekki hafa sérstakan áhuga á
bókmenntum.
I barnaskap mínum taldi ég
stjórn Launasjóðs rithöfunda hafa
áhuga á bókmenntum. Þá má líka
meira en vera að svo sé.
En þá leyfi ég mer að efa að sá
áhugi nái út fyrir þann bókamark-
að sem þaninn er út í auglýsingum
tvo til þrjá mánuði ársins. Þó má
vera að áhuginn sé nægur. En
heldur þykir mer þá skaparinn
hafa skammtað naumt í veganesti
þess fólks sem telur sig þess
umkomið að dæma annarra
manna verk.
Ég vil að lokum taka fram
eftirfarandi: Þar sem núverandi
formaður Rithöfundasambands
íslands neitaði í fyrra að kalla
stjórn Launasjóðs fyrir fund Rit-
höfundasambandsins og gera þar
grein fyrir starfsháttum sínum,
neyddist ég til að koma sjónarmið-
um mínum fram á opinberum
vetfangi. Mér og fleirum var
einfaldlega varnað máls í okkar
eigin stéttarfélagi.
Þess ber og að gæta, að stjórn
Launasjóðs hefur almannafé milli
fingra sér, og þar af leiðandi er
það hvorki hennar einkamál, né
okkar rithöfunda, hvernig því fé
er varið. Pétur H. Lárusson.
rithöfundur.
Færeyska sjómannaheim-
ilið opnar
FÆREYSKA Sjómannaheimilið við
Skúiagötu mun verða opið nú í vor í
um það bil mánaðartíma. — Það
verður opnað á morgun, sunnudag-
inn 20. apríi. Forstöðumaðurinn,
Johan Olsen, er kominn tii iands-
ins.
Færeyskar konur hér í Reykjavík
og nágrenni, sem standa að félags-
skapnum Sjómannskvinnuhringur-
inn, hafa kaffisölu í heimilinu á
morgun, sunnudag, í tilefni af opnun
þess. Hefst kaffisalan kl. 15 og fer
ágóðinn í byggingarsjóð hins nýja
á morgun
sjómannaheimilis. Um smíði þess
sagði Johan Oisen, að vonir stæðu til
að það myndi verða gert fokhelt nú í
sumar. Þá sagði hann að Sjómanna-
heimilið hefði fengið leyfi til að efna
til hins árlega bílhappdrættis fyrir
byggingasjóðinn. Vonaðist Johan til
að bíllinn kæmi á götuna og miðasal-
an hæfist innan skamms. Síðasti
happdrættisbíll fór sem og hinir
fyrri happdrættisbílar til miða-
handhafa hér á landi, en sala
happdrættismiða fer einnig fram
heima í Færeyjum, sagði Johan.