Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 Tvær varnarliðsþyrlur til aðstoðar slösuðum sjómanni á hafi úti: SKIPVERJI á Höfrungi II frá Grindavík slasaðist illa á höfði í fyrradag er báturinn var að veiðum á Jökuldjúpi um 50 mílur vestur af Stafnnesi. Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarn- arfélagsins sagði í sam- tali við Mbl. að félaginu hefði borizt hjálparbeiðni um hálf tvö leitið í fyrra- dag og hefði þá þegar haft samband við Varn- arliðið og beðið um að- stoð þeirra. Þyrla varnarliðsins fór síðan í loftið um fjögur leitið og var sjúkraliða þegar komið um borð í skipið til að gera fyrstu hjálp á 'Hinum slasaða. Það óhapp skeði hins vegar þegar Ljwmynd Mbl. OI.K.M. Þyrluflugmennirnir bera hinn slasaða frá borði. verið var að hífa togvír þyrl- unnar upp, að krókurinn festist í járnverki á bátnum og fór vindan úr sambandi. Það varð þá fljótlega ljóst að nauðsyn- legt var að annar sjúkraliði færi um borð og var ekki um annað að ræða heldur en að hann henti sér í sjóinn úr þyrlunni og synti síðan um borð í bátinn. Þyrlan snéri þá til lands og gerðar voru ráðstafanir til þess að önnur þyrla færi á staðinn til þess að ná í hinn slasaða. Seinni þyrlan var komin á staðinn um hálf sjö og gekk þá allt að óskum og var lent á Reykjavíkurflugvelli um sjö leitið. Hinn slasaði var þegar fluttur í Borgarspítalann þar sem gerð var á honum aðgerð en um mjög alvarlega andlitsá- verka var að ræða. Honum líður eftir atvikum. Skipverji á Höfrungi II hlaut mjög alvarlega andlitsáverka 3 Tommi og Jenni í Morgunblaðinu FÉLAGARNIR Tommi og Jenni hafa skemmt lands- mönnum á sjónvarpsskerm- inum undanfarið og i dag birtast þessir bráðhressu kumpánar á myndasögusíðu Morgunblaðsins. Myndasagan af baráttu kattarins og músarinnar verð- ur daglega í blaðinu og eiga þeir Tommi og Jenni eflaust eftir að kitla hláturtaugar lesenda Morgunblaðsins á næstunni. Aðeins tvö ár eru liðin síðan dagblöð hófu að birta teiknimyndir um þá fé- laga, en nú þegar birtast þær milljónum lesenda um allan heim. Tilfinnanlegt kal í nágrannasveit- um Húsavíkur Itúsavik. 27. mai. ILLA hefur breytt um tíðarfar hér, komin norðanátt og hitastig núllgráður og er þar um mikil viðbrigði frá siðustu tveimur vik- um. Fyrri vikuna var meðalhitinn Bergey VE hætt komin BERGEY frá Vestmannaeyjum, sem í fyrradag var á leið frá. Sandgerði til Reykjavíkur, lenti í vandræðum þegar vél bátsins, sem er 7 tonn bilaði. Skipverjar höfðu samband við Slysavarnar- félagið og sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri félagsins í samtali við Mbl. að þeir hefðu fengið Svaninn GK til þess að fara honum til aðstoðar. „Það mátti alls ekki tæpara standa með þessa aðstoð, því báturinn var nærri kominn upp í Gerðarhólmana. Það réði eflaust úrslitum að skipstjórinn á Svanin- um er mjög kunnugur á þessum slóðum og gat þess vegna farið mjög nærri landi“ sagði Hannes. Svanurinn dró síðan Bergeyna inn til Keflavíkur. um 15 gráður klukkan 15.00 og í siðustu viku um 12 gráður á sama tíma. Kulda og slæms tíðarfars er hins vegar ekki langt að minnast hér, því að 22. maí á s.l. ári var hér stórhríð og hvítt yfir allt að líta. Það mun koma mörgum á óvart eftir snjóléttan vetur og gott vor, að í nærliggjandi sveitum er til- finnanlegt kal í túnum og þá alveg sérstaklega í Reykjahverfi. Þar er ekki hægt að búast við að heyfeng- ur verði almennt nema helmingur af því sem eðlilegt væri vegna kalskemmda. Talsvert kal er og í öðrum sveitum sýslunnar, nema í Köldukinn, þar sem mikið kal var í fyrra. — Fréttaritari Tvær sölur í Englandi HAFBERG GK landaði 49,5 tonn- um af ísfiski í Hull í gær og fengust 24,6 milljónir króna fyrir aflann, meðalverð 498 krónur. Þá seldi Sigurborg AK einnig í Hull í gær, fyrir 66,9 tonn fengust 25,4 milljónir, meðalverð 380 krónur. Það sem eftir er vikunnar selja 6 önnur íslenzk fiskiskip erlendis. Aíram Norðan- átt og kuldi „ÞAÐ er ekki að sjá að miklar breytingar verði á veðr- inu á næstu dögum og við verðum því að búa áfram við norðanátt og kulda um sinn," sagði Hafliði Jónsson veðurfræðingur í samtali við blaðið í gær. Gott veður var um allt land þar til siðdegis á sunnudag, er veður tók að kólna. Á mánudagsmorgun, annan i hvítasunnu, var kominn éljag- angur á Norð-Austurlandi og hvöss norðanátt á Suðurlandi. Að sögn Hafliða var éljagangur í gær á svæðinu frá Eyjafirði austurum að Gerpi og vart var við él í Skagafirði. Má gera ráð að éljagangur verði á þessu svæði og jafnframt allt vestur á Strandir meðan veður helst óbreytt. Hiti var alveg við frostmark í gær á annesjum Norðanlands og á Grímsstöðum á Fjöllum var 3 stiga frost um miðjan dag í gær og á Akureyri var hitinn 3 stig. Á Suðurlandi var víða um 18 stiga hiti á sunnudag en í gær var hitinn 8 til 10 stig þar sem hann var mestur sunnanlands og aðfar- arnótt þriðjudags fór hiti niður að og jafnvel niður fyrir frostmark í uppsveitum Árnessýslu. Mikið hvssviðri fylgdi norðan- áttinni á Suðurlandi og mældust mest 9 vindstig á Höfn í Hornaf- irði og á Stórhöfða. í Reykjavík mældust hins vegar um 7 vindstig. Á Vestfjörðum var veður heldur hægara og yfirleitt léttskýjað um helgina. Almennur fundur í Bæjarbíói í Hafnarfirði Pétur J. Thorsteinsson Komiö og kynnist Pétri. Fleiri og fleiri skipa sér í líð með Pétri. Allir, sem þekkja hann, kjósa hann. Lúörasveit Hafnarfjaröar leikur frá klukkan 20.00 undir stjórn Hans Ploder Franzsonar. Stuðningsfólk Péturs og stuöningsfólk hans halda almennan fund í Bæjarbíói, Hafnarfiröi, í kvöld kl. 20.30. Ávörp: PÉTUR J. THORSTEINSSON, ODDNY THORSTEINSSON, Eiríkur Pálsson, Guörún Egilson, Sr. Siguröur H. Guömundsson. Fundarstjóri: Stefán Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.