Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 Árið 1634 voru fyrstu píslar- leikarnir settir á svið í Ober- ammergau. Frá þeim tíma hafa þeir ávallt verið fluttir tíunda hvert ár. Þeir hafa gert litla þorpið í bayersku Ölpunum ákaflega eftirsótt. Leikhúsið í Oberammergau. Píslarleikamir í Oberammergau Hundrað kílómetra fyrir sunnan Miinchen, við ána Amm- er og umlukin bayersku Ölpun- um, er fjallabærinn Oberamm- ergau í 850 m hæð yfir sjárvar- máli. Komi ferðamaður til bæj- arins við venjulegar aðstæður, getur hann varla ímyndað sér, að staðurinn geti á nokkurn hátt talist miðpunktur eins eða neins. Ekki vegna þess að bærinn og umhverfi hans sé ekki nógu hrífandi, það vantar ekki. Dal- verpið, sem hann er í, er afar frjósamt vegna árinnar Ammer, og þótt það sé hátt uppi í fjöllunum. Fjallið Kofel gnæfir upp í himininn fyrir sunnan bæinn og í norðri eru Wiesen- berge. I austri er bærinn um- kringdur fögru umhverfi Alp- anna með tignarlegum . fjalls- tindum. Margir staðir í heiminum eru í undurfögru umhverfi án þess þó að verða samkomustaður fólks alls staðar að úr heiminum. Um aldir hafa menn hvaðanæva að komið til Oberammergau, sem hefur aðeins um 5000 íbúa, fólk af öllum litarháttum og kynþátt- um. Öll þau tungumál, sem heyrast á litlu bæjargötunum fá menn til að hugsa um frásögn Biblíunnar af hvítasunnuatburð- inum fyrir u.þ.b. 2000 árum. En í honum er einmitt að finna or- sökina að frægð Oberammergau. Hann færir fólk aftur í tímann, svo að menn standa andspænis þessum stórkostlegu atburðum, sem eru alveg óháðir tíð og tíma: Þjáningum Jesú Krists, dauða hans og upprisu. Það skeður í sambandi við píslarleikina heimsfrægu, sem settir eru á svið tíunda hvert ár og sem hafa gert bæinn álíka eftirsóttan fyrir suma eins og Landið helga. Ástæðan fyrir upp- færslu píslarleikanna Fyrsti píslarleikurinn í Ober- ammergau var árið 1634 og var efnd á loforði, sem bæjarbúar höfðu gefið Guði vegna svarta- dauða faraldursins sem geisaði á þeim tíma í Evrópu. Sagt hefur verið frá því, að stór svæði í Þýskalandi hafi orðið pestinni að bráð, sem var svo smitandi að jafnvel fólk í afskekktustu fjallaþorpum og dalabyggðum smitaðist og stráféll. Prestin náði að lokum til næsta ná- grennis Oberammergau, en vegna traustra varnaraðgerða var bærinn lengi vel laus við svipu hennar. En þrátt fyrir ströngustu aðgát og vörslu tókst einum af þorpsbúunum, sem hafði dvalist á einu af sýktu svæðunum að laumast inn í bæinn í gegnum leynigöng bæj- armúrsins. Tveimur dögum síðar dó hann úr pestinni. A stuttum tíma létust 87 manns af 600 íbúum eftir að sjúkdómurinn hafði breiðst út í allar áttir. Þá var það, að þorpsbúar völdu 18 trúaða menn, sem fyrir hönd allra eftirlifandi fóru til kirkj- unnar. Fyrir framan altarið gáfu þeir það loforð, að bærinn mundi tíunda hvert ár setja á svið píslarleik, ef Guð vildi þyrma þeim við pestinni. Gamli bæjar- annállinn (árbókin) segir frá því, að eftir þennan dag hafi enginn þorpsbúi í Oberammergau látist af völdum pestarinnar, enda þótt margir hefðu þá þegar tekið smit. Allar sögupersónurnar, sem koma fram í leiknum, eru leikn- ar af heimamönnum, ekki at- vinnuleikurum. Allir taka hlut- verk sín mjög alvarlega og er undravert nversu góður árangur næst. Leikurinn tekur sex og hálfa klukkustund með stuttum hléum Götumynd frá Oberammergau. og tveggja stunda matarhléi. Sviðið er úti undir berum himni en áhorfendasvæðið er yfir- byggt, því eru leikarnir settir á svið hvern einasta dag alveg óháð veðri. Síðast voru þeir haldnir 1970. Nú í sumar verða þeir því settir á svið ennþá einu sinni og er allur undirbúningur þegar fyrir löngu hafinn bæði við æfingar svo og að skipu- leggja móttöku þeirra ótal mörgu ferðalanga sem munu sækja bæinn heim. AUGAÐ MITT OG AUGAÐ ÞITT LeikféJag Blönduóss Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjóri: Ragnheiður Steindórsdóttir. Hvers vegna heppnast leiksýn- ing? Er það vegna þess að saman fer bóður leikur, áhrifamikill texti, traust bygging, ljúf sviðs- mynd, jákvæðir áhorfendur? Ég held að framangreindar forsendur þurfi að vissu marki að vera fyrir hendi — en eitthvað meira þarf til. Þetta „eitthvað" verður ekki skýrt með orðum. Hver skilur „partí" sem heppnast? Húsnæðið var svo sem ekkert sérstakt, veit- ingar svona í meðallagi, en samt var gaman. Allt um það þá var sannarlega ekki „sofið á sjöunda bekk“ undir sýningu L.B. á Skáld- Rósu Birgis Sigurðssonar. Máski vegna þess að undirritaður „vænti sér einskis“ af sýningunni. Nú, en það sem mest kom á óvart var hinn óvenju skýri framburður leikara. Slíkur sem ekki verður drukkinn nema með móðurmjólk- inni. Þessi skýri framburður leik- ara kom hinum náttúruskotna texta Birgis svo vel til skila, að ekki er ég frá því að töðuilm hafi brugðið fyrir í salnum. Einn lærður atvinnuleikari var í sýningunni, sjálfur leikstjórinn Ragnheiður Steindórsdóttir, er lék Rósu. Gafst þarna kjörið tækifæri að bera saman atvinnu- og áhuga- leik. Virtist mér munurinn helst sá að Ragnheiður lék á fleiri strengi — blæbrigði raddarinnar, sveigjanleika líkamans, hnitmiðuð beiting þagna léði túlkun hennar meiri vídd. Þannig að áhorfandinn sá hana líkt og höggmynd, en hina leikarana — sem svo mjög áttu þátt í ágætri heildarstemmningu — fremur sem lágmyndir sem að vissu marki sköguðu út úr marm- arahellu síns eigin persónuleika, en losnuðu ekki alveg frá, til þess skorti þá tækni atvinnumannsins eins og eðlilegt er. Þó var þarna ein undantekning, Sveinn Kjart- ansson í hlutverki Ólafs, manns Rósu, sem óx svo ásmegin í lokinn, að hann fór ekki aðeins út í þriðju víddina heldur andartak í þá fjórðu. En slíkt telst hola í höggi nema hjá þrautþjálfuðum at- vinnuleikurum. Þá var greinilegt að Þórhallur Jósefsson sem lék Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Natan er meitlaður úr góðu leik- araefni. Hvers vegna sendir ekki leikhúsið menn að sjá sýningar áhugamanna utan af landi. Með það í huga að finna efnivið sem á skóla? Víða um lönd er sá háttur hafður á með val íþróttamanna í æfingabúðir. Væri slíkt ekki einn þáttur í byggðastefnu? Kæmi í veg fyrir að afbragðsmenn koðnuðu niður við óhagstæð skilyrði? Ragnheiður Steindórsdóttir sem leikur og leikstýrir Skáld-Rósu hjá L.B. og Leikfélag Reykjavíkur sem selur því leiktjöld sín í þessa sýningu, vinna sannarlega í anda þeirrar stefnu. Það er vel gert að koma þannig til móts við þá sem draga mesta björg í bú í okkar litla þjóðfélagi, og það er í anda Skáld-Rósu er orti: Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.