Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
Menntaskólinn við
Hamrahlíð útskrif-
aði 221
á þessu
MENNTASKÓLANUM við
Hamrahlíð var slitið fimmtudag-
inn 22. maí sl. Að þessu sinni
hrautskráðust 138 stúdentar, 90
úr dagskóianum en 48 úr öld-
ungadeild. Um síðustu áramót
voru brautskráðir 83 stúdentar,
02 úr daKskólanum en 21 úr
öldungadeild. Alls hefur skólinn
því brautskráð 221 stúdent á
þessu skólaári.
stúdent
skólaári
var kínverska kennd í fyrsta sinn
í skólanum og er þá fjöldi þeirra
tungumála sem kennd eru í
skólanum komin upp í 15.
Við skólaslitin frumflutti kór
skólans lagið Fararsnið eftir
Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld
við samnefnt ljóð Þorgeirs Svein-
bjarnarsonar.
48 stúdentar brautskráðust úr öldungadeild M.H. á þessu vori,
Hæsta meðaleinkunn þeirra
sem brautskráðust hlaut Aslaug
Heiða Pálsdóttir en hæst varð
Anna G. Garðarsdóttir, þær luku
báðar prófi á náttúrusviði. Hæsta
einkunn allra stúdenta skólaárs-
ins hlaut Fróði Björnsson úr
öldungadeiid en hann lauk prófi
um áramót. Til stúdentsprófs
þarf 132 námseiningar hið
minnstaæn margir ljúka meiru. I
þetta sinn lauk Mist Barbara
Þorkelsdóttir 180 einingum og er
það meira próf en nokkur nem-
andi hefur áður lokið. Mist lauk
prófi á þremur sviðum: forn-
mála-, nýmála- og tónlistarsviði.
Síðastliðinn vetur voru nem-
endur í dagskóla M.H. rúmlega
860, en öldungadeildar rúm 600.
Kennarar voru 99 á haustönn en
103 á vorönn. A þessu skólaári
Nýstúdentar úr dagskóla Menntaskólans við Hamrahlíð ásamt rektor skólans, Guðmundi Arnlaugssyni.
Unnur Pálsdóttir var ein þeirra. sem lauk stúdentsprófi frá FS að þessu sinni.
Við skólaslitin léku hún og Kjartan Már Kjartansson samleik á fiðlu.
(Ljósm. Árný Herbertsdóttir).
Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
50 nemendur braut-
skráðir á laugardag
FJÓRÐA starfsári
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
lauk með skólaslitum í Ytri-
Njarðvíkurkirkju laugardag-
inn 24. maí. Steinþór Júlíus-
son, bæjarstjóri í Keflavík,
flutti ávarp af hálfu Sam-
bands sveitarfélaga á Suður-
nesjum. Þvínæst var samleik-
ur á fiðlur. Flytjcndur voru
nemendur skólans, Kjartan
Már Kjartansson og Unnur
Pálsdóttir.
Nemendur brautskrást
tvisvar á ári — í desember og
maí. 50 luku námi að þessu
sinni; 5 vélstjórar, 3 nemar af
verslunar- og skrifstofubraut,
17 iðnaðarmenn, þar af 9
húsasmíðanemar, tækni-
brautarnemi, flugmaður og 23
stúdentar. Deildarstjórar af-
hentu bókaverðlaun fyrir
námsárangur. Bjarni Berg-
mann Þorsteinsson á vél-
stjórnarbraut, 2. stigs, Ólafur
Atli Ólafsson, húsasmíðanemi
og Védís Elsa Kristjánsdóttir,
stúdent af félagsfræðibraut
hlutu verðlaun fyrir bestan
námsárangur hvert á sínu
sviði.
Ingólfur Halldórsson,
aðstoðarskólameistari, ávarp-
aði Óskar Jónsson kennara,
sem nú lætur af föstu starfi
vegna aldurs. Óskar hefur frá
stofnun skólans verið aðal-
kennari á vélstjórnarbraut og
hefur af miklum dugnaði unn-
ið að skipulagningu og upp-
byggingu verknámsaðstöðunn-
ar þar. Asgeir Margeirsson,
nýstúdent, flutti avarp af
hálfu nema. Loks ávarpaði
skólameistari og sleit skólan-
um.
Húsmóðir, oddviti og
gjaldkeri varð „dúx“
ÞAÐ telst vart lengur til
tíðinda, að fólk setjist á skóla-
bekk komið yfir hinn hefð-
bundna skólaaldur. Þvert á
móti verður það stöðugt algeng-
ara að fólk á öilum aldri taki
upp þráðinn að nýju og hefji
nám þar sem frá var horfið,
kannski áratugum áður. Frá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja út-
skrifaðist í síðustu viku ein
kona úr öldungadeild og fékk
hún hærri einkunnir en aðrir
stúdentar frá skólanum að
þessu sinni.
Dúxinn heitir Védís Elsa
Kristjánsdóttir, 37 ára gömul
tveggja barna móðir úr Sand-
gerði, oddviti Miðneshrepps og
gjaldkeri Landsbankans á staðn-
um. Dóttir hennar útskrifast
væntanlega sem stúdent frá
Menntaskólanum á Egilsstöðum
næsta vor og sonur hennar frá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja vor-
ið 1982. Reyndar tóku þau
mæðgin sama próf í stærðfræði í
vor og undirbjuggu sig sameigin-
lega fyrir prófið.
Védís Elsa var spurð að því í
gær hvernig það væri mögulegt
að sinna húsmóðurstarfinu,
tveimur störfum utan heimilis
og námi í fjölbrautaskóla sam-
tímis. — Ég viðurkenni, að þetta
fór ekki reglulega vel saman á
stundum, en hafðist samt, sagði
dúxinn. — Þetta tók hvað frá
öðru þegar mest var að gera og
ég hafði oft samvizkubit þegar of
mikill tírni fór í eitt starfið á
kostnað hinna. Ég var búin að
vera tvö ár í skólanum þegar ég
fór af krafti út í félagsmálin og
þetta varð ansi erfitt á tímabili
eftir að ég var orðin oddviti
hérna, -sagði Védís Elsa Krist-
jánsdóttir.
Aðspurð um hvort hún hygði á
frekara nám, sagði hún það vel
koma til greina, en þó ekki fyrr
en að loknu kjörtímabilinu, sem
nú er hálfnað.
23 stúdentar útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðastliðinn iaugardag, Védís Elsa
Kristjánsdóttir fékk hæstar einkunnir á stúdentsprófi, en hún er 7. frá vinstri í fremri röð á
myndinni.