Morgunblaðið - 28.05.1980, Síða 19
Stúlkurnar 13 sem þátt tóku i úrslitakeppninni.
„Kom ekki til að
sigra, bara til
að vera meðu
Elísabet Traustadóttir
kosin ungfrú Islands 1980
ELÍSABET Traustadóttir, 17 ára
nemandi i Menntaskólanum við
Hamrahlið, var kosin ungfrú ísland
1980 í Hótel Sögu s.l. föstudags-
kvöld. Elísabet hafði áður verið
kosin ungfrú Reykjavík 1980 og á
8.1. ári ungfrú Utsýn. í öðru sæti
varð Hlíf Hanssen frá Reykjavík, í
þriðja saeti Magnea Haraldsdóttir
ungfrú Vesturland, í fjórða sæti
Ásdis Eva Hannesdóttir frá
Reykjavík og í fimmta sæti varð
Lára Kristín Jónsdóttir ungfrú
Vestfirðir. Alls tóku 13 stúlkur þátt
í úrslitakeppninni.
„Ég veit varla hvað ég hugsaði
þegar úrslitin voru tilkynnt, það
hringsnerist allt fyrir mér,“ sagði
hin nýkjörna fegurðardrottning
íslands, Elísabet Traustadóttir í
samtali við blm. Mbl. stuttu eftir
krýninguna á föstudagskvöldið.
— Hafðir þú vonað að úrslitin
færu á þennan veg?
„Maður vonar auðvitað alltaf það
besta en ég kom ekki hingað til þess
að vinna, bara til þess að fá að vera
með. Það er viss virðing að fá að taka
þátt í þessari keppni."
Elísabet sagðist vona að þessi
úrslit kæmu ekki til með að hafa
mikil áhrif á líf hennar. Að lokum
var hún spurð að því hvort henni
fyndist hún vera þess verðug að vera
krýnd fegurðardrottning Islands.
„Ég get ekki svarað þessu öðru en
því að mér sjálfri finnst ég ekkert
hafa til að bera fram yfir aðrar þær
stúlkur sem hafa tekið þátt í þessari
keppni," sagði Elísabet að lokum.
Stúlkurnar sem þátt tóku í úrslita-
keppninni hafa verið valdar í undan-
keppnum víðs vegar um landið á
síðustu vikum. Hlutu þær allar
ýmsar viðurkenningar, t.d. fengu þær
sólarlandaferð og fatnað. Auk þess
fékk ungfrú Island demantshring,
koktailboð í Hollywood og snyrtivör-
ur. Þær stúlkur sem urðu í fimm
fyrstu sætunum koma einnig til með
að taka þátt í fegurðarsamkeppnum
erlendis fyrir hönd Islands. Dóm-
nefndina skipuðu að þessu sinni:
Einar A. Jónsson, Elín Albertsdóttir,
Pálína Jónmundsdóttir, Ólafur Lauf-
dal og Gísli Jónsson.
Ljósm. Emilia.
Kristín Bernharðsdóttir, ungfrú ísland 1979, krýndi Elísabetu
Traustadóttur ungfrú ísland 1980.
Að lokinni keppninni komu keppendurnir saman og skáluðu i kampavini. Hér er hluti þeirra ásamt ungfrú
ísland 1980 og Kristinu Bernharðsdóttur, ungfrú lsland 1979.
■£
■a
oO
i
AF HVERJU ERU TVÆR HULSUR
Á TORGRIP MÚRBOLTANUM
FRÁ
■ucaiEsaEE®
VIÐMÆLANDI: B.B. byggingavörur h.f. Suðurlandsbraut 4 Sími 33331
„Spyrja viðskiptavinir þínir ekki iðulega
um af hverju séu tvær hulsur á TOR-
GRIP múrboltanum frá ‘OtXEESÍIíEB?"
„Jú, en það er yfirleitt öllum Ijóst að
þessar tvær hulsur gefa helmingi meiri
festingu en aðrir boltar og þeir virðast
hafa meiri togkraft. Og samkvæmt
áreiðanlegum upplýsingum sem ég sýni
ávallt viðskiptavinum, þá eru boltarnir
hannaðir með togþolið í huga og efnlð
sem notað er í framleiðsluna er gott. Nú,
verkfræðingar sem hingað koma til inn-
Fæst í flestum
byggingavöruverzlunum
kaupa sýna þessum boltum mikinn
áhuga og sérstaklega þegar þeir lesa
um niðurstöður um álagsprótanir
“LflXIlIsSIIIxL!© boltanna."
„Hvernig er það, koma þeir sem byrja á
að kaupajjCaiESuEC® boltana yfirleitt
aftur?“
,Já, þeir koma reglulega aftur."
V-
f/áff* iOHAN 51 Sundaborg
mf/fff FÖNÞING HF. simt: 84ooo -
Reykjavík