Morgunblaðið - 28.05.1980, Síða 42

Morgunblaðið - 28.05.1980, Síða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 Einkunnagjöfin Lið Vals: SÍKurður Ilaraldsson 6 Óttar Sveinsson 4 Sævar Jónsson 7 Dýri Guðmundsson 7 Þorgrímur Þráinsson 5 Magnús Bergs 6 Guðmundur Þorbjörnsson 7 Albert Guðmundsson 7 Ólafur Danivaisson 6 Þorsteinn Sigurðsson 5 Matthías Ilallgrímsson 7 Hermann Gunnarsson (vm) 6 Grímur Sæmundsson (vm) 5 LiðUBK: Guðmundur Ásgeirsson 7 Helgi Helgason 6 Einar Þórhallsson 6 Benedikt Guðmundsson 6 Valdemar Valdemarsson 6 Vignir Baldursson 7 Þór Hreiðarsson 6 Sigurjón Rannversson 4 Hákon Gunnarsson 6 Ingólfur Ingólfsson 6 Helgi Bentsson 7 Sigurður Grétarsson (vm) 8 Sigurjón Elíasson (vm) 6 Dómari: Guðmundur Sigurbjörnsson 7 • Þorgrímur Þráinsson hefur átt góða leiki með liði sínu Val að undanförnu. Víkingur-FH í kvöld — og bikarkeppni KSÍ hefst meö látum KINN leikur fer í kvold fram i 1. deild íslandsmótsins i knattpsyrnu. I»á leika á Lauvcardalsvellinum lió Vikin^s ojc FII t»K hefst leikurinn kl. 20.00. hessum lióum hefur ekki KenKÍÓ neitt sérstakleKa vel í fyrstu leikjunum t>K því allt aó vinna. I»á hefst einnÍK í kvold hikarkeppni KSÍ Njarövíkurvollur kl. 20.00 Garósvöllur kl. 20.00 Melavóllur kl. 20.00 Rorjfarnesv. kl. 20.00 Bolunjtarv. kl. 20.00 LauKalandsvollur kl. 20.00 llúsavíkurvollur kl. 20.00 Ólafsfjaröarvóllur kl. 20.00 Kskifjaröarvollur kl. 20.00 Neskaupsstaóarv. kl. 20.00 Sevöisfjaróarvóllur kl. 20.00 Hreiódalsvóllur kl. 20.00 fara fram allmarKÍr leikir i 1. umferóinni. Njaróvík— Reynir Víóir —Leiknir Oóinn—(írindavík SkallaKr.-ínf BolunKarv.—Armann Árroóinn—DaK-shrún VólsunKur —Majfni Leiftur — IISI> h Austri — Kinherji I»róttur—Súlan IIuKÍnn —Sindri Hrafnkell —Leiknir Þorsteinn hefur leikið fjora leiki án þess að fá mark ÍSLENDINGARNIR þrír sem leika í 1. deildinni í Svíþjóð stóðu sig með miklum ágætum í fyrra- dag. þegar sjöunda umferðin fór fram. IFK Gautaborg — IFK Sundsvall 3—0, þriðji stórsigur englanna frá Gautaborg í röð, og langmesti áhorfendafjöldinn til þessa, rúmlega 13.000. Þorsteinn Ólafsson átti stóran þátt í sigrin- um með því að verja mcistaralega tvívegis á fyrstu mínútum leiks- ins. Fyrst varði Þorsteinn vel er einn framherji Sundsvall komst frfr að markinu og skömmu síðar var dæmd vítaspyrna á Þorstein er hann felldi andstæðing innan vítateigs. Þorsteinn gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði vítið. Blöðin spá miklu einvígi í sumar á milli Malmö FF og IFK Gauta- borgar um sigurinn í 1. deild. En ekki má gleyma Öster. Öster— Landskrona 2—0. Öster lék mjög vel að þessu sinni og það var aðeins frábær markvarsla Árna Stefánssonar sem forðaði Lands- krona frá stórtapi. Árni var eini leikmaður liðsins sem fékk hrós í sænsku blöðunum. Meðal annars varði hann góð skot frá Teiti Þórðarsyni, sem enn hefur ekki skorað mark. Teitur átti góðan leik og skapaði mörg tækifæri í leiknum. Ekkert íslendingaliðanna í 2. deildinni (suðurdeildinni) bar sig- ur úr býtum um helgina. Örgryte gerði jafntefli við Sleipner á útivelli og er nú í öðru sæti. Jönköping tapaði heima 1—3 fyrir Hacken, sem vann Grimsas í síðustu viku 1—0. Um helgina gerði Grimsas jafntefli 2—2 við IFK Malmö. Eiríkur Þorsteinsson stóð sig vel að venju. Stefán Halldórsson gerði eitt mark í jafnteflisleik Kristjanstad við Nyköping 2—2. AIK tapaði 2—1 fyrir Karlstad um helgina að viðstöddum 6500 áhorfendum. Hörður kom inn á í síðari hálfleiknum og fann ekkert fyrir meiðslum og er orðinn góður. HH Mútuhneykslið á Italíu Juventus hvítþvegið FORSETI ítalska knattspyrnu- félagsins Juventus, Gianpietro Boniperti, var um helgina eýkn- aður af ákæru um að hafa átt þátt í mútuhneykslinu sem er í algleymingi um þessar mundir. Fyrir vikið var félag hans Ju- ventus, ekki sent niður í 2. deild eins og allt virtist um tima benda til. Þjálfari liðsins, Giovanni Trappatoni, sem einnig lá undir grun, var einnig sýknaður. Nokkrir knattspyrnumenn í við- bót hafa fengið að súpa seyðið af braskinu. Má þar nefna kunna kappa eins og Guiseppi Savoldi og Stefano Chiodi. Hins vegar voru þeir Giusep Wilson, Lionello Manfredonia og Bruno Giordano sýknaðir, svo og félag þeirra Lazío. Þá var Avellino hreinsað af áburði um mútuþægni, að öðru leyti en því, að Francesco Cordova, 30 ára gamall miðvallarleikmaður, var dæmdur í eins árs bann. Enn mun draga til tíðinda og ekki eru öll kurl komin til grafar. Tvö mörk Matta gerðu gæfumuninn RÚMLEGA þúsund manns mættu í vetrargöllum á Laugardalsvöll- inn I gærkvöldi og horfðu á lcik Vals og UBK í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Þrátt fyrir stólparok, var leikurinn eins og þeir gerast bestir hér á landi, hröð og oft vel leikin knattspyrna gekk markanna á milli og sýndu bæði liðin oft stórskemmtilega sóknartakta. Segja má að gangur leiksins hafi skipst i kafla, UBK var sprækara liðið fyrstu 15—20 mínúturnar og síðustu 15 mínúturnar. Þar á milli, voru Valsmenn heldur sterkari. Það var mikið skorað, en slíkt hefur einmitt vantað í 1. deildina til þessa. Við skulum renna yfir mörkin til glöggvunar á gangi leiksins. Á 23. mínútu komst Hákon Gunnarsson í gott skotfæri. Sig- urður markvörður Haraldsson varði mjög vel fast skot hans, en hélt ekki knettinum sem hrökk út til Ingólfs Ingólfssonar, sem þakk- aði pent fyrir sig með fyrsta marki leiksins. Heldur færðust Valsarar í auk- ana við mótlætið og þeir komust jafnfætis UBK aðeins 7 mínútum Valur:UBK 3:2 síðar. Hrikaleg varnarmistök áttu sér þá stað í öftustu varnarlínu UBK, Matti Hallgríms smeygði sér í gegn og skoraði af öryggi, 1-1. Fallegasta mark leiksins var annað mark Vals og kom það á 39. mínútu. Ólafur Danivalsson byrj- aði sóknarlotuna á miðjum vall- arhelmingi UBK, hann sendi góða sendingu niður hægri kantinn þar sem Guðmundur Þorbjörnsson tók við knettinum. Guðmundur brun- aði síðan upp að endamörkum, sendi fyrir markið, þar sem Magn- ús Bergs tók knöttinn á lofti og sendi í netið með firnaföstu hörkuskoti. Glæsimark, 2—1. Á 64. mínútu virtust Valsmenn síðan gera endanlega út um leik- inn. Albert Guðmundsson gaf þá fasta sendingu fyrir markið og hinn ótrúlega markheppni Matthí- as Hallgrímsson sendi knöttinn í netið með skemmtilegri hæl- spyrnu. Sjötta mark Matta í þremur leikjum. Og litlu munaði að hann krækti sér í þrennu, en honum var brugðið gróflega rétt utan vítateigs aðeins mínútu eftir að þriðja markið var skorað. Fimm mínútum fyrir leikslok minnkaði Sigurður Grétarsson muninn úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Var þá nýlega í garð gengin stórkostleg orrahríð við mark Vals, þar sem bjargað var m.a. tvívegis af marklínu. Valsmenn eru mjög sterkir, um það er engum blöðum að fletta og þeir verða örugglega í einu af efstu sætum deildarinnar í haust. Bestu menn liðsins voru Matti Mark og Guðmundur Þorbjörns- son. Annars er liðið ákaflega jafnt. Albert sýndi mikla yfirferð, en hefði mátt skila knettinum betur frá sér. Lið UBK er afar efnilegt, léttleikandi og baráttu- glatt. Þeir Helgi Bentsson og Sigurður Grétarsson tóku miklar rokur á köntunum og léku vörn Vals oft grátt. Þór og Vignir voru einnig sterkir, svo og markvörður- inn Guðmundur Ásgeirsson. - g-þ. • Örn Guðmundsson í þann mund að senda knöttinn i netið, sigurmark KR í leiknum. Ljósm. Júlíus. KR-ingar fengu sín fyrstu stig í mótinu KR-INGAR unnu sinn fyrsta sig- ur í 1. deildinni í ár er þeim tókst að sigra lið ÍBK 1—0 á sunnudag í Keflavik. Leikurinn fór fram við slæmar aðstæður. Hávaðarok og kuldi var og gekk leik- mönnum beggja liða afar illa að hemja boltann. Leikurinn bauð þvi aldrei upp á mikla skemmtun fyrir þá 904 áhorfcndur sem mættir voru. Mikið var hins vegar um spörk og hlaup sem voru frekar tilviljanakennd en ef eitthvað var þá voru leikmenn IBK öllu skárri í leiknum. En það eru mörkin sem gilda og bæði stigin höfnuðu hjá KR. Fyrsta skipti i 13 ár sem þeim tekst að fara með bæði stigin heim frá Keflavik eftir leik i íslandsmót- inu. Það var Örn Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins. Á 80. mínútu fá KR-ingar innkast og Jón Oddsson sem ávallt skapar ÍBK — KR 0—1 hættu við mark andstæðinganna með löngum innköstum sínum varpaði boltanum inn. Hann barst fyrir markið og Jón markvörður ÍBK ætlaði að slá boltann yfir markið en ekki tókst betur til en svo að hann sló boltann í þver- slána og þaðan hrökk hann beint fyrir fætur Erni Guðmundssyni sem afgreiddi hann á öruggan hátt beint í netið. í fyrri hálfleiknum átti Birgir Guðbjörnsson gott færi er hann skallaði að marki ÍBK en Jón markvörður missti boltann í þverslána og þaðan hrökk hann út á völlinn. Annars var fátt um tækifæri í hálfleiknum. Síðari hálfleikur var öllu betur leikinn af hálfu beggja liða. Leikmenn reyndu að halda boltanum við jörðina og leika saman. Tókst það á köflum en of sjaldan. Ólafur Júlíusson átti tvö ágæt marktæki- færi í síðari hálfleiknum en hitti boltann illa og tækifærin runnu út í sandinn. Mjög erfitt er að dæma liðin eftir þessum leik. Til þess voru aðstæður til að leika knattspyrnu of slæmar. Lið ÍBK var í heildina nokkuð jafnt að getu, og sama er að segja um lið KR-inga. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. ÍBK-KR 0-1 (0-0). Mark KR Örn Guðmundsson á 80. mínútu. Gult spjald: enginn. Áhorfendur voru 904. Dómari var Þorvarður Björnsson og dæmdi hann leikinn vel. -- þr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.