Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1980 23 Fram tók bæði stigin Skammgóður vermir. Leikmenn ÍBV fagna marki ómars. En fognuðu sigri. lok leiksins voru það. leikmenn ÍA scm Ljósm. Sigurg. Jónas. Skagamenn jöfnuðu og skoruðu sigurmarkið á síóustu 3 mín. í knattspyrnu er oft á tíðum skammt á milli gleði og sorgar. Vestmannaeyingar fengu að reyna þetta í leik sinum við ÍA í 1. deildinni i Eyjum á laugardag- inn. Og þeir voru einnig á eftirminniiegan hátt minntir á aðra staðreynd. þá að enginn leikur er unninn fyrr en dómar- inn flautar til leiksloka. begar aðeins 15. min voru eftir af leik ÍBV og ÍA dönsuðu leikmenn ÍBV um völlinn i gleðivímu eftir að ómar Jóhannsson hafði skorað fyrsta markið í leiknum. 15. mín siðar gengu Eyjamenn af velli niðurlútir og sársvekktir en Skagamenn Ijómandi af sigur- gleði enda höfðu þeir á siðustu þremur mín. leiksins ekki aðeins náð að jafna leikinn heldur einn- ig skora sigurmarkið sem færði þeim tvö dýrmæt stig. Já, svo skyndilega geta veður skipast í lofti. Skagamenn fóru því burtu úr Eyjum á laugardaginn með sigur, 2—1, en meistararnir sátu eftir með sárt ennið og hafa enn ekki hlotið stig eftir tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Ahorfendur komu til þessa leiks í von um að sjá góðan leik enda hafa leikir þessara liða á undan- förnum árum þótt bjóða upp á góða knattspyrnu og skemmtileg tilþrif. En í hálfleik voru menn heldur óhressir því fyrri hálfleik- urinn var ákaflega tilþrifalítill og spil beggja liða í algjöru lágmarki. Mest bar á langspyrnum og svo þófi á miðjum velli og aðeins tvisvar í öllum hálfleiknum sá undirritaður ástæðu til þess að bera penna að blaði minnisbókar- innar. Seinni hálfleikur var allur ann- ar og betri. Skagamenn léku nú með vindinn í skutinn en engu að síður voru það Eyjamenn sem náðu nokkuð góðum tökum á leiknum og voru töluvert að- gangsharðir. Jóhann Georgsson átti stórfenglegt langskot á 49. mín. sem sleikti stöngina utan- verða og 8 mín. síðar skaut Ómar Jóhannsson naumlega framhjá eftir vel tekna hornspyrnu Óskars Valtýssonar. Eyjamenn léku ágætlega fyrsta hálftíma s.h. og markið hlaut að koma fyrr en síðar og það kom á 75. mín. Einir Ingólfsson fékk þá góða sendingu fram kantinn og hann geystist á miklum hraða upp að endimörk- um, gaf vel fyrir markið á Kára Þorleifsson sem hafði rétt áður komið inn á sem varamaður. Kári skaut viðstöðulaust á markið en Bjarni Sigurðsson varði skotið en missti boltann frá sér fyrir fæt- IBV- ÍA urnar á Ómari Jóhannssyni sem hafði fylgt vel eftir. Slíkt tækifæri lætur unglingalandsliðsmaðurinn Ómar ekki fram hjá sér fara og hann renndi boltanum auðveld- lega í markið. Eyjamenn höfðu tekið forustuna í leiknum. Nú fór heldur betur að hitna í kolunum, á skömmum tíma fengu Skagamenn að skoða litakort í öllum regnbogans litum, eða svo- leiðis. Fyrirliðinn Árni Sveinsson fékk að líta gult spjald og skömmu síðar Sigurður Lárusson einnig. Sigurður var ekki ánægður með þetta og hélt áfram að mögla við dómarann, Kjartan ólafsson, sem endaði á þann eina hátt að Kjart- an sýndi Sigurði rautt spjald og varð Sigurður því að tölta í snemmbúið bað. Einhverjir hefðu nú lagt árar í bát og talið leikinn glataðan. En ekki Skagamenn. Við þetta mót- læti tvíefldust leikmenn liðsins. Eyjamenn urðu á hinn bóginn heldur værukærir og töldu greini- lega leikinn unninn og þeir áttu eftir að fara flatt á því. í stað þess að halda uppi stífri pressu á Skagamenn þessar mín. sem eftir voru drógu þeir sig aftur og ætiuðu að halda fengnum hlut og þegar þrjár mín. voru eftir var allt útlit fyrir að það ætlaði að takast. Á 87. mín. tekur Guðjón Þórðar- son innkast á móts við vítateig ÍBV, boltinn berst inn í þvögu framan við mark Eyjamanna og þar nær miðvörður ÍA, Sigurður Halldórsson, til boltans og skorar með hnitmiðuðu skoti alveg úti við stöng. 1—1 og þögn sló á hina 700 áhorfendur á Hásteinsvelli. Og fólkið hafði ekki jafnað sig á þessu áfalli þegar reiðarslagið skall á því. Aðeins ein mínúta til leiksloka og enn fær ÍA innkast á nær sama stað og áður. Guðjón Þórðarson varpar inn að marki ÍBV og um síðir berst boltinn til ungs nýliða í liði í A sem rétt áður hafði komið inn á sem varamaður, Ástvalds Jóhannssonar. Og piltur- inn sá var ekki að tvínóna við hlutina heldur skaut glæsilega og boltinn hafnaði upp í bláhorninu hægra megin. Glæsimark og 2—1 sigur ÍA þar með innsiglaður. Eyjamenn hafa farið illa af stað í mótinu og tapað tveimur fyrstu leikjum sínum en þeir hafa líka átt við erfiðleika að etja vegna meiðsla leikmanna og leikbanna. Tómas Pálsson lék þennan leik reifaður sem múmía og varð að yfirgefa völlinn í s.h. Sigurlás Þorleifsson sat af sér síðari leik- inn í banni og Eyjamenn hafa nú góðar vonir að geta teflt fram sínu sterkasta liði í næsta leik. Þrátt fyrir mótlætið var greinilegt á liðinu á laugardaginn að það er að sækja í sig veðrið. í s.h. náði það að sýna ágæta knattspyrnu en síðustu 15. mín. leiksins eiga eftir að valda miklum umræðum í herbúðum ÍBV. Besti maður ÍBV var Gústaf Baldvinsson sem ætlar heldur betur að spjara sig í stöðu miðvarðar, stöðu sem hann hefur aldrei áður leikið. Skagamenn náðu ekki að sýna það sem við var búist frá þeim og liðið er greinilega ekki eins sterkt og í fyrra. Léttleiki og gott spil, sem hefur verið aðall liðsins á undanförnum árum, var nú lítt áberandi. Besti maður liðsins var fyrirliðinn Árni Sveins, reyndi allan tímann að koma á spili. I stuttu máli. 1. dcild. Vestmannaeyjavöllur 24/5 1980. tBV - ÍA 1—2 (0—0). Mark tBV: Ómar Jóhannssun i 75. min. Mörk ÍA: Sixuröur Halldórsson i 87. mín. Ástvaldur Jóhannssan A 89. mín. Spjöld: Árnl Sveinsson ÍA Kult spjald. SÍKUrður Lirusson Kult spjald uk siðan rautt. vísað af velli. Áhorfendur: 686. Dómari Kjartan Ólafsson. Linuverðir Gfsli Guðmundsson ok l lfur Steindórsson. - hkj. FRAM bar sigurorð af Þrótti 1—0 siðastliðinn laugardag er liðin mættust i íslandsmótinu i knattspyrnu. Leikur liðanna bauð ekki upp á mikla knatt- spyrnu þrátt fyrir að veðrið væri með alskásta móti. Þá hefði ekki verið ósanngjarnt að Þróttarar hefðu fengið annað stigið i leikn- um þar sem þeir sóttu öllu meira og sköþuðu sér ágæt tækifæri. En vörn Fram var traust og Guð-. mundur markvörður greip ávallt vel inn í leikinn og þvi kom allt fyrir ekki. Þrótturum tókst ekki að skora mark i leiknum. Lið Fram hefur nú leikið þrjá leiki án taps og hefur fengið óskabyrj- un í mótinu, og verður liðið ekki auðunnið með þeirri sterku varn- araðferð sem það leikur á kostn- að sóknarinnar og miðjuspilsins. Trausti skoraði eina mark leiksins Fyrri hálfleikur bauð upp á lítil tilþrif hjá liðunum. Mikið var um miðjuþóf og spörk út í loftið og á mótherja. Það eina markverða sem fyrri hálfleikur bauð uppá var er bakvörðurinn Trausti Har- aldsson tók á sig rögg á 39. mínútu leiksins og brunaði upp völlinn og er hann var kominn upp að vítateigshorninu, skaut hann þrumuskoti að marki og hafnaði knötturinn undir þverslánni og beint í netið. Glæsilegt mark hjá Trausta. Þróttur betri aðilinn í síðari hálfleiknum Lið Þróttar var mun betra og sprækara í síðari hálfleiknum og gerði þá oft harða hríð að marki Fram. Sigurkarl Aðalsteinsson átti ágæt tækifæri á 10. og 12. mínútu hálfleiksins. En Guð- mundur markvörður sá við honum í bæði skiptin. Á 61. mínútu leiksins skall hurð nærri hælum við mark Fram er skallað var yfir eftir hornspyrnu. Þróttur pressaði nokkuð í síðari hálfleiknum og varð það til þess að tvívegis i lokin náðu Framarar skyndisóknum. Guðmundur Steinsson komst einn inn fyrir vörn Þróttar á 70. mínútu en Jón markvörður bjarg- aði vel með úthlaupi. Alveg á síðustu mínútu leiksins var svo Fram — Þróttur Pétur Ormslev i góðu færi en skot hans var varið. Bestu menn í liði Fram voru þeir Marteinn Geirsson sem sjald- an hefur leikið betur en nú, og Guðmundur Baldursson mark- vörður. Hjá Þrótti var Sverrir Einarsson traustur og Sigurkarl átti góða spretti. Trausti Haraldsson skoraði mark Fram. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Laugardalsvöllur. Fram — Þróttur 1—0 (1—0). Mark Fram: Trausti Haraldsson á 39. mínútu. Gul spjöld: Jóhann Hreiðarsson Þrótti. Áhorfendur voru 815. Dómari var Rafn Hjaltalín. - þr. Heimsmet AUSTUR-þýska sundkonan Petra Schneider setti um helgina nýtt heimsmet í 200 metra skrið- sundi kvenna á miklu sundmóti sem fram fór i Berlin. Schneider synti vegalengdina á 2:13,00 og var það stórum betri tími en gamla metið sem átti Tracy Caulkins frá Bandarikjunum. Tími Caulkins var 2:13,69. Einkunnag ofin ÍBV: Páll Pálmason 6, Lið Fram: Lið ÍBK: Guðmundur Erlingsson 5, Guðmundur Baldursson 7 Jón Örvar Jónsson Viðar Eliasson 6, Símon Kristjánsson 5 Óskar Færseth Þórður Hallgrimsson 6, Trausti Haraldsson 7 Guðjón Guðmundsson Gústaf Baldvinsson 7, Jón Pétursson 6 Kári Gunnlaugsson Snorri Rútsson 5, Marteinn Geirsson 7 Gísli Eyjólfsson Jóhann Georgsson 6, Kristinn Atlason 5 Skúli Rósantsson óskar Valtýsson 6, Rafn Rafnsson 4 Hilmar Hjálmarsson ómar Jóhannsson 6, Guðmundur Torfason 4 Sigurjón Sveinsson Tómas Pálsson 6, Pétur Ormslev 6 Ragnar Margeirsson Sveinn Sveinsson 5, Guðmundur Steinsson 5 Þórir Sigfússon Einir Ingólfsson (vm) 5, Kristinn Jörundsson (vm) 5 Ólafur Júlíusson Kári Þorleifsson (vm innan við Gunnar Guðmundsson 4 Lið KR: 30 min.) ÍA: Lið Þróttar: Stefán Jóhannsson Guðjón Hilmarsson Bjarni Sigurðsson 6, Jón Þorbjörnsson 5 Sigurður Pétursson Guðjón Þórðarson 6 Ottó Hreinsson 5 Börkur Ingvarsson Sigurður Harðarson 5, Þórður Theódórsson 5 Ottó Guðmundsson Sigurður Lárusson 5, Rúnar Sverrisson 6 Jón Oddsson Sigurður Halldórsson 6, Sverrir Einarsson 7 Sigurður Indriðason Jón Gunnlaugsson 5, Jóhann Hreiðarsson 6 (vm) kom inn í stað Birgis G. Kristján Olgeirsson 6, Ólafur Magnússon 5 Birgir Guðjónsson Jón Askelsson 5, Þorvaldur Þorvaldsson 6 Sæbjörn Guðmundsson Sigþór ómarsson 6, Páll ólafsson 6 Elías Guðmundsson Kristinn Björnsson 5, Ágúst Hauksson 6 Wilhelm Frederikssen Árni Sveinsson 7, Sigurkarl Aðalsteinsson 6 Örnólfur Oddsson Ástvaldur Jóhannsson (vm. inn- Harry Hill (vm) 5 Örn Guðmundsson an við 30 min.). Dómari: Dómari: Dómari: Kjartan ólafsson 6. Rafn Hjaltalín 5 Þorvarður Björnsson cn oi ai cn cn o* cn o> -q o> oiasojcnaiai.cnaicnai^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.