Morgunblaðið - 28.05.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1980
27
• Kappinn i dokku jakkafotunum mod yfirskoKitiA or onKÍnn annar on Mohammad AH ok var
þossi mynd tokin af honum i Nýju Jórvik fyrir skommu. or hann Kaf sór tima til art ra'óa vió
nokkra aódáondur sina oftir orfirta æfinKU. on som kunnuKt or hofur hoimsmoistarinn
fyrrvorandi ákvortirt art soilast oftir titlinum á nýjan loik.
„AJoha.“ SkíðakónKurinn Injfe-
mar Stenmark dvelur nú í fríi á
Hawaii eyjum, nánar tiltekið á
Honuiulu. Hann fékk góðar mót-
tökur við komuna, eins og sjá má
á myndinni. Ingemar skildi skíð-
in og skíðaskóna eftir heima en
stundar nú íþrótt heimamanna
«surfing“ af fullum krafti.
Á myndunum tveimur hér að
neðan má sjá Lenin-leikvanginn í
Moskvu þar sem Ólympíuleikarn-
ir fara fram í sumar. Og á þeirri
efri má sjá mynd írá íverustað
keppenda. á meðan á leikunum
stendur.
Ácjæt tugþraut hjá
Eliasi og Þráni
ELÍAS Sveinsson FH og Þráinn
Hafsteinsson ÍR náðu ágætum
árangri í tugþraut á frjáls-
íþróttamóti í Kaliforníu um
hvítasunnuna. Elías bar sigur úr
býtum, hlaut 7,333 stig, og
Þráinn stórbætti sinn fyrri ár-
angur, þrátt fyrir óvenju slakan
árangur i síðustu tveimur grein-
um þrautarinnar. Hlaut Þráinn
7.266 stig og varð þriðji, tvcimur
stigum á eftir Bandarikjamanni.
Árangur Elíasar í einstökum
greinum var sá, að fyrri daginn
hljóp hann 100 metra á 11,2
sekúndum, stökk 6,36 metra í
langstökki, varpaði kúlu 14,14
metra, stökk 1,95 metra í hástökki
og hljóp 400 metra á 51,6 sekúndu.
Elías hefur áður náð betri árangri
fyrri dag tugþrautar, en fyrir
þennan árangur hlaut hann 3,726
stig. Seinni daginn hljóp hann 110
m grindahlaup á 15,4 sekúndum,
kastaði kringlu 44,28 metra, stökk
„aðeins" 3,70 metra í stangar-
stökki, kastaði spjóti 59,64 metra
og hljóp loks 1500 metrana á 4:36,4
mínútum. Elías á 4,40 metra í
stangarstökki og kom því árangur
hans í þeirri grein að þessu sinni á
óvart, en hins vegar hefur hann
aldrei hlaupið 1500 metra betur.
Þráinn hlaut 3,608 stig fyrri
dag, hljóp 100 metra á 11,7
sekúndum, stökk 6,62 metra í
langstökki, varpaði kúlu 14,08
metra, stökk 1,89 metra í hástökki
og hljóp 400 metra á 51,7 sekúnd-
um. Þráinn var óheppinn í lang-
stökkinu, átti stökk upp á 6,90
metra er reyndist hárfínt ógilt.
Seinni daginn hljóp hann 110 m
grindahlaup á 15,6 sekúndum,
kastaði kringlu 47,42 metra, stökk
4,10 metra í stangarstökki, kastaði
spjóti 50,13 metra og hljóp 1500
metra á 4:31,6 mínútum. Þráinh
hafði forystu í þrautinni eftir
stangarstökkið, en í þeirri grein
setti hann persónulegt met. Hon-
um tókst hins vegar illa upp í
tveimur síðustu greinunum, spjót-
kasti og 1500 metra hlaupi, sem
hann hefur hlaupið 20 sekúndum
betur. Náði engu að síður sínum
langbezta árangri í þrautinni, og á
vafalaust eftir að gera betur við
„hagstæðari“ skilyrði, en mikill
hiti í Kaliforníu dró úr þeim Elíasi
og Þráni.
— ágás.
Skautamenn ársins
Hjá Skautafélagi Akureyrar
hafa verið valdir skautamenn
ársins og er það í fyrsta sinn sem
slíkt er gert. Fyrir tveimur árum
gaf Skúli Lórenzson brunavörður
félaginu verðlaunagripi í þessu
skini en þar sem skautaíþróttin
hefur á undanförnum árum verið
í mikilli lægð, af ýmsum orsök-
um, hefur þetta val ekki getað
farið fram fyrr. Óvenju mikið líf
var hjá skautamönnum á síðast-
liðnum vetri og er útlit fyrir að
gróska sé að koma í skautaiþrótt-
ina aftur og er það vel.
íshokkvmaður ársins var út-
nefndur Ömar Stefánsson. mark-
vörður liðsins, en hann tók geysi-
legum framförum á síðastliðnum
vetri og átti drjúgan þátt í sigri
S.A. á fyrsta íslandsmótinu í
íshokký sem haldið var hér á
Akureyri.
llraðhlaupsmaður ársins var
útnefndur Ágúst Ásgrímsson, 14
ára piltur, sem skaut mörgum
hinna fullorðnu aftur fyrir sig á
hlaupabrautinni.
• Hinn góðkunni handknattleiksmaður og golfleikari Ágúst Svav-
arsson hefur nýverið gert samning við vestur-þýska handknattleiks-
liðið Göppingen og verður hann fjórði tslendingurinn sem leikur með
því liði. Áður hafa þeir Geir Hallstéinsson. Gunnar Einarsson og
bröðir hans Ólafur leikið með liðinu. Ágúst hefur getið sér gott orð
sem handknattleiksmaður hjá 2. deildar liðum þeim, er hann hefur
leikið með og síðasta keppnistimabil var hann langmarkahæsti
leikmaður liðs síns. Ágúst fékk því góð tilboð frá ýmsum liðum og tók
tilboði Göppingen. Á myndinni sést Ágúst fyrir framan félagsheimili
Göppingen. I.jósm.: Klaus WoinKartnor.
Heimsmet
PÓLSKI hástökkvarinn Jacek
Wzola setti á sunnudag nýtt
heimsmet í hástökki á frjáls-
íþróttamóti í bænum Heilbronn í
Vestur-Þýzkalandi. stökk 2.35
metra.
Wzola fór yfir þessa hæð í
fyrstu tilraun. Gamla heimsmetið
var 2,34 metrar, sett af Sovét-
manninum V. Jaschenko 16. júní
1978 i borginni Tbilissi í Sovét-
ríkjunum. Wzola sigraði í há-
stökki á Ólympiuleikunum í
Montreal 1976, en lítið hafði
farið fyrir honum í millitíðinni,
eða þar til að hann setti heims-
metið á sunnudag.
• \ irta orlondis or farirt art koppa a hjólaskautum. ok or mikil þátttaka. onda fara vinsældir hjóluskautaiþróttarinnar órt vaxandi. A myndinni
hór art ofan má sjá nukkra þátttakondur vora art hita sík upp fyrir átókin.
Dómur Óla Olsen var réttur
í MBL. fyrir helgina var sagt frá
landsleiknum i knattspyrnu eins
og vera bar. Þarsagði m.a. að Óli
ólsen hefði gert glappaskot er
hann færði gróft brot gegn Pétri
Péturssyni út fyrir vítateiginn,
en ekki var annað að sjá en að
brotið hefði verið framið innan
teigs. í sjónvarpinu sást hins
vegar að brotið hófst nokkrum
sentimetrum fyrir utan teiginn,
en bæði Pétur og sá norski
köstuðust inn í teiginn. Óli dóm-
ari hafði því rétt fyrir sér í þessu
tilviki...
— gg-
„MÉR kom aldrei til hugar að ég
væri ófrísk,“ sagði bandaríska
körfuknattleikskonan Mary
West, sem ól barn í heimabæ
sínum í Flórída, Belle Glade,
aðeins 31 klukkustundu eftir að
hún hafði leikið erfiðan leik með
liði sínu Central Raiders. Mary
er aðeins 16 ára. Dóttur sína
skírði hún Cassandra Olympia.
Zagreb varö
bikarmeistari
DINAMO Zagreb varð júgó-
slavneskur bikarmeistari í
knattspyrnu um helgina.
Liðið náði þá jafntefli á
útivelli gegn Rauðu stjörn-
unni. En í Júgóslavíu er
leikið heima og heiman í
úrslitum og Zagreb hafði
áður unnið heimaleik sinn
1—0, síðan 1 — 1, Zagreb
vann því samanlagt 2—1.