Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
Rektor Háskóla Islands:
Mikilvægt að skólinn
taki ábyrga afstöðu
MORGUNBLAÐINU hefur
borist leiðrétting frá Háskóla
íslands vegna fréttaflutnings
Þjóðviljans og Dagblaðsins,
varðandi dönskukennslu í
skólanum.
Leiðréttingin er svohljóð-
andi:
í Þjóðviljanum og Dagblað-
inu voru í síðastliðinni viku
viðtöl við fulltrúa vinstrisinn-
aðra stúdenta í háskólaráði,
þar sem alrangt er farið með
afgreiðslu ráðsins á beiðni
heimspekideildar þess efnis að
Peter Soby Kristensen verði
áfram settur lektor í eitt ár
frá 1. september nk. að telja.
Háskólaráð samþykkti hinn
23. apríl sl. tillögu rektors þess
efnis að þess verði farið á leit
við menntamálaráðuneytið að
það heimili að auglýst verði til
umsóknar lektorsstaða í
dönsku til tveggja ára út á
fjárveitingu til prófessors-
embættis í dönsku, enda að því
stefnt að auglýsa þá próf-
essorsembættið aftur.
Þær ástæður sem ég tel að
vegi þyngst í þessu sambandi
eru þessar:
1. Prófessorsembætti í
dönsku var auglýst árið 1973.
Enginn hæfur umsækjandi
fékkst. Menntamálaráðuneyt-
ið heimilaði þá að auglýst yrði
lektorsstaða í dönsku til 4—5
ára út á fjárveitingu til próf-
essorsembættisins. Árið 1978
var umrætt prófessorsemb-
ætti enn auglýst. Það fór á
sömu leið og áður, enginn
umsækjenda hlaut hæfnis-
dóm. Peter Soby Kristensen
var meðal umsækjenda.
2. Með auglýsingunni 1978
er greinilega ætlast til að
lektorsstöðuheimildin sé úr
gildi fallin og í fyrra voru þau
4—5 ár, sem heimildin náði til,
liðin. Því hefði að réttu lagi
átt að óska eftir nýrri heimild
árið 1979 fyrir lektorsstöðu í
dönsku. Sennilega var setning
framlengd þar sem álit dóm-
nefndar dróst á langinn og
tryggja þurfti að ekki yrði
kennaralaust.
3. Það er því ekki til nein
lektorsstaða í dönsku og ósk
heimspekideildar því formlega
gölluð og það svo að telja má
líklegt að ráðuneytið geti ekki
fallist á slíka málsmeðferð.
Verði ráðuneytið hins vegar
við beiðni háskólaráðs er eðli-
legt að staðan sé auglýst eins
og skylt er um stöður hjá hinu
opinbera.
4. 118. gr. reglugerðar fyrir
Háskóla Islands er heimild til
að skipa lektora og dósenta
tímabundinni skipun til allt að
5 ára í senn. Eg tel að
háskólinn eigi alltaf að
tryggja sér sem hæfast starfs-
lið og almennt eigi ekki að
setja menn til langframa í
stöður án þess að þær séu
auglýstar. Með því er ekki
verið að gagnrýna Peter Soby
Kristensen persónulega. Hann
getur að sjálfsögðu sótt um
stöðuna og fengið hana verði
hann talinn hæfastur. Hann
fengi þá stöðuna meira að
segja til tveggja ára í stað eins
árs skv. tillögu heimspeki-
deildar.
5. Skylt er að geta þess að
menntamálaráðuneytið óskaði
umsagnar rektors um bréf
Peter Rasmussen, samkenn-
ara og meðumsækjanda Peter
Soby Kristenssen, þar sem
hann átelur málsmeðferð
heimspekideildar árið 1979 og
færir rök fyrir því að auglýsa
beri eftir kennara.
6. Ég tel ekki síst mikil-
vægt í þessu máli að Háskóli
Islands taki ábyrga afstöðu
sjálfur en velti ekki ákvörðun
yfir á ráðherra. Ég tel að svo
veigamikil rök mæli með aug-
lýsingu á stöðunni, ef hún
fæst, að háskólinn hafi ekki
haldbær gagnrök.
7. Þar sem ég taldi mér
ekki fært að mæla með þessu
erindi heimspekideidar taldi
ég rétt að fá álit háskólaráðs í
málinu, þar sem það fer með
æðsta ákvörðunarvald innan
háskólans.
Þetta er kjarni málsins.
Hvað sagt var í háskólaráði og
hvernig einstakir menn
greiddu atkvæði er trúnað-
armál og því freklegt brot af
hálfu þeirra er skýrðu frá því í
Stúdentablaðinu. Mun það
tekið fyrir á næsta háskóla-
ráðsfundi.
Hvernig unnt er að lesa
pólitíska afstöðu út úr fram-
angreindum athugasemdum
hlýtur að verða mér hulin
ráðgáta.
Að lokum óska ég eftir því
við Þjóðviljann og Dagblaðið
sérstaklega að þau birti þessa
leiðréttingu á jafnáberandi
stað og hina staðlausu stafi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Guðmundur Magnússon
rektor.
Sjálfsögð og eðli-
leg ráðstöfun
— segir Auðunn Svavar Sigurðsson
„FORSAGA þessa dönsku-
náms í Háskóíanum er sú að
prófessorsembætti á að vera
í dönsku, en aldrei hefur
fengist hæfur umsækjandi í
það“, sagði Auðunn Svavar
Sigurðsson, fulltrúi Vöku í
Stúdentaráði, í samtali við
Mbl.
„Vegna þess að enginn um-
sækjandi um prófessorsstöð-
una hefur hingað til verið
talinn hæfur, þá var á sínum
tíma búin til lektorsstaða í
deildinni, en henni hefur Pet-
er Soby Kristiansen gegnt.
Ráðning hans rennur út í
sumar, en Heimspekideild
vildi ráða hann í eitt ár í
viðbót. Samkvæmt venju þá
sendir rektor bréf til ráðu-
neytisins, þar sem farið er
fram á að ráðning hans verði
framlengd. Þetta gerði rektor
hins vegar ekki í þetta sinn,
heldur lagði til við Háskóla-
ráð að staðan yrði auglýst
laus til umsóknar", sagði
Auðunn Svavar. „Rök rektors
fyrir þessari ráðstöfun eru
m.a. þau að hann vildi beita
sér fyrir nýbreytni í þessum
málum innan Háskólans.
Samkvæmt þessu þá verða
menn ekki endurráðnir sjálf-
virkt, heldur verða þeir að
sækja um stöðurnar eins og
hver annar. Á Háskólaráðs-
fundinum sem rektor kynnti
þessa tillögu sína, kom fram
tillaga frá deildarforseta
Heimspekideildar um að til-
lögu rektors yrði vísað frá. Sú
tillaga var felld með sjö
atkvæðum gegn sex. Því hef-
ur verið ákveðið að auglýsa
stöðuna og verður það gert,“
sagði Auðunn Svavar. „Það
eru uppi hugmyndir hjá
ákveðnum aðilum í Háskólan-
Pólitískar of-
sóknir á hend-
ur Peter Soby
— segir Stefán Jóhann Stefánsson
Auðunn Svavar Sigurðsson
um að rektor sé þarna að láta
undan hægrimönnum, en það
er ekki rétt. Þetta er sjálfsögð
og eðlileg ráðstöfun og brýnt
hagsmunamál fyrir nemend-
ur og hefur raunar lengi verið
baráttumál Vöku. Ekki er
heldur vanþörf á að brydda
upp á nýjungum innan Há-
skólans", sagði Auðunn Svav-
ar Sigurðsson.
„AÐ MÍNU mati er ágrein-
ingurinn um gildi hefðar-
innar í meðferð þessara
mála,“ sagði Stefán Jóhann
Stefánsson, fulltrúi Vinstri
manna í Háskólaráði og
formaður Stúdentarfaðs, í
samtali við Mbl.
„Venjan hefur verið sú að
þegar deild hefur samþykkt
að framlengja setningu
kennara þá hefur slík sam-
þykkt farið til rektors og
þaðan til ráðherra. Þetta
hefur undantekningarlaust
gengið þannig fyrir sig. í
þessu tilfelli breytti rektor
út af venjunni og ákvað upp
á sitt eindæmi að setja málið
Málið er ekki pólitískt
segir Guðmundur Magnússon rektor
„ÞAÐ er ekki ég eða Há-
skólaráð sem erum að gera
málið pólitískt, heldur er
það ákveðinn hópur stúd-
enta,“ sagði Guðmundur
Magnússon rektor Háskóla
íslands, í samtali við Mbl.,
en hann var spurður um
ágreiningsmál sem upp hef-
ur komið í Háskólanum og
varðar dönskudeildina.
„Þetta mál hefur ekki verið
rætt á pólitískum grundvelli
í Háskólaráði, enda er málið
ekki þess eðlis,“ sagði Guð-
mundur.
„Á sínum tíma var auglýst
prófessorsembætti í dönsku
við Háskólann, en þá var ekki
ráðið í stöðuna, vegna þess að
enginn hæfur umsækjandi
fékkst. Þá var gripið á það
ráð að ráða í lektorsstöðu til
fjögurra eða fimm ára. Nú er
sá tími liðinn. Prófessors-
embættið var auglýst á ný
árið 1978 en þá fékkst heldur
enginn hæfur maður í stöð-
una. Þegar svo var komið þá
hefði í raun réttri átt að
auglýsa lektorsstöðuna, en
það var ekki gert, heldur var
sá sem í stöðunni var ráðinn í
eitt ár til viðbótar," sagði
Guðmundur.
„Ég tel að menn eigi ekki að
sitja lengur en fimm ár í
stöðum sem þessum, enda er
kveðið svo á um í lögum
Guðmundur Magnússon
Háskólans. Þegar prófessors-
staðan var auglýst í fyrra þá
sótti Peter Rassmunsen um
stöðuna, ásamt Peter Soby
Kristiansen, og fékk Peter
Rassmunsen betri vanhæfis-
dóm en hinn umsækjandinn.
Því finnst mér óeðlilegt að
honum sé ekki gefinn kostur
á að sækja um stöðuna nú.
Peter Soby hefur jafn mikla
möguleika á að fá þessa stöðu
og hver annar, hann getur
sótt um þessa stöðu eins og
aðrir. Ég endurtek að þetta
mál er ekki pólitískt, heldur
er það aðeins ákveðinn hópur
stúdenta sem reynir að gera
málið þannig," sagði Guð-
mundur Magnússon rektor
Háskóla íslands.
á dagskrá í Háskólaráði. Á
þeim fundi lágu fyrir tvær
tillögur, tillaga rektors um
að auglýsa stöðuna og frá-
vísunartillaga á þá tillögu.
Tillaga rektors gekk þvert
ofan í vilja nemenda í
dönsku og deildarráðs Heim-
spekideildar. Tillaga rektors
var samþykkt með 7 atkvæð-
um gegn 6,“ sagði Stefán.
„Rök rektors fyrir þessu eru
m.a. þau, eftir því sem hann
sagði á fundinum, að í hug-
um margra væri þetta mál
tengt svokölluðu „kærumáli“
í dönskudeildinni og umræð-
um um dönskukennslu sem
af því risu. Auglýsing stöð-
unnar myndi hreinsa skól-
ann af þeim orðrómi, að
hann hlífði kennurum sem
sakaðir væru um innrætingu
í kennslustundum,“ sagði
Stefán. „Ef þessi regla væri
látin gilda almennt þegar
slíkar ásakanir kæmu upp,
t.d. ef kennarar létu uppi
skoðanir sínar í kennslu-
stundum, þá myndu kennar-
ar ekki búa við neitt starfs-
öryggi. Við teljum því að hér
séu á ferðinni pólitískar of-
sóknir á hendur Peter Soby
Kristiansen," sagði Stefán.
Af þessu leiðir að ég tel
þessa aðferð rektors í málinu
vera aðför að skoðana- og
málfrelsi í skólanum og að-
för að akademiskum starfs-
háttum," sagði Stefán Jó-
hann Stefánsson.