Morgunblaðið - 28.05.1980, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
Jakob Björnsson orkumálastjóri:
V irkjunarkost-
ir til aldamóta
Inngangur
Ætlunin er að greina hér frá
samanburði sem Orkustofnun hef-
ur látið vinna að á mismunandi
leiðum til að sjá fyrir raforkuþörf-
um landsmanna til næstu alda-
móta, eins og þær eru áætlaðar í
raforkuspá Orkuspárnefndar
1978-2000.
Sú spurning sem mest aðkall-
andi er að svara í virkjunarmálum
er þessi: Hvaða vatnsaflsvirkjun á
að koma næst á eftir Hrauneyja-
fossi? Það er tilgangur athugunar
þeirrar sem hér um ræðir að leiða
í ljós einn meginþáttinn i svarinu
við þeirri spurningu, þ.e. kostnað
við vinnslu og flutning raforku;
leiða hann í ljós með heildstæðum
hætti, þar sem tekið er tillit til
væntanlegs orkumarkaðar; mögu-
legra virkjana og flutningskerfis,
og litið lengra en til næstu virkj-
unar einnar. Verk þetta hefur
tekið nokkuð langan tíma; lengri
en ætlað var í fyrstu, enda er það
býsna umfangsmikið. Eftir því
sem ég vest veit er þetta fyrsta
eiginlega langtímakönnunin í
virkjuriarmálum hérlendis.
Samanburði þessum er nú langt
til lokið, en eftir er að ganga frá
nokkrum atriðum og semja loka-
skýrslu.
Að því er orkuþörf varðar eru
tekin til athugunar eftirtalin til-
vik:
1. Orkuþörf almenna markaðar-
ins skv. orkuspá A og þess
orkufreka iðnaðar, sem samið
hefur verið um orkusölu til.
2. Orkuspá A að viðbættum nýj-
um orkufrekum iðnaði er kæmi
í þremur 50MW áföngum 1986,
1988 og 1990.
Síðara tilvikið felur ekki í sér
neitt mat á því, hvort líklegt sé að
um slíka orkusölu til nýrrar stór-
iðju verði að ræða, eða hvort hún
sé æskileg, heldur er tilgangurinn
sá einn að leiða í ljós áhrif slíkrar
orkusölu á virkjunarleiðir.
Þar eð meginflutningskerfið er
með í athuguninni skiptir stað-
setning nýrrar orkufrekrar iðju
máli. Þrjú tilvik voru skoðuð:
1. Grundartangi. (Úttak úr lands-
kerfi á Brennimel).
2. Eyjafjörður. (Úttak úr lands-
kerfi á Akureyri).
3. Reyðarfjörður. (Úttak úr lands-
kerfi á Hryggstekk).
Við mat á aflþörf skv. orkuspá
A var tekið tillit til þess, að unnt
er að létta rafhitunarálagi af
raforkukerfinu á þeim stöðum þar
sem fjarvarmaveitur verða gerð-
ar.
Samanburðurinn er í því fólginn
að bera saman núgildi heildar-
kostnaðarins, sem þjóðin hefur af
því að sjá fyrir þessari raforku-
þörf, eftir mismunandi virkjunar-
leiðum. Við reikning á núgildi eru
notaðir 8% raunvextir. Af fjár-
magnskostnaði mannvirkja er ein-
ungis tekinn með sá hluti, sem til
fellur hérna megin aldamóta, þeg-
ar stofnkostnaði þeirra er dreift
jafnt yfir hæfilegan afskriftar-
tíma. Breytilegur kostnaður, svo
sem eldsneytiskostnaður varma-
aflsstöðva, er reiknaður hvert ár
fyrir sig. Viðhaldskostnaður er að
sjálfsögðu einnig tekinn með. Tek-
ið er tillit til áfangaskiptingar
hverrar virkjunar um sig, sem
leitast er við að hafa á þann veg að
hún falli sem best að þróun
markaðarins. Einnig er tekið með
í reikninginn að meginflutnings-
kerfið og skipting þess í áfanga
verður með mismunandi hætti
eftir því hvaða leið er valin. Það er
því ekki nægjanlegt að hafa áætl-
anir um einstakar virkjanir, held-
ur þarf einnig að gera sér grein
fyrir áfangaskiptingu þeirra.
Virkjanastærðir miðast við áætl-
aða orkuvinnslugetu og þann nýt-
ingartíma, sem ræðst af þörfum
markaðarins, að viðbættri hæfi-
legri hlutdeild hverrar virkjunar
um sig í varaafli. Einnig þarf að
áætla meginflutningskerfið og
áfangaskiptingu þess. Virkjunar-
áætlanir þær, sem stuðst er við
hafa Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen,' verkfræðistofan
Hönnun og Almenna verkfræði-
stofan gert, en Verkfræðistofa
Helga Sigvaldasonar og Verk-
fræðistofa Gunnars Ámundasonar
hafa annast vinnuna við saman-
burðinn, og síðarnefnda stofan
áætlað kostnað við flutningskerf-
ið. Um verk þetta hefur tekist
samvinna milli Orkustofnunar,
Landsvirkjunar og Rafmagns-
veitna ríkisins, og hafa fulltrúar
tveggja síðastnefndu aðilanna
fylgst náið með gangi verksins og
hafa látið í té mikilsverðar upp-
lýsingar.
Virkjanir, sem
athugaðar voru
Eftirtalin virkjunarmannvirki
voru tekin með í samanburðinn.
Yfirlit yfir miðlunarstærðir,
stofnkostnað, uppsett afl og
áfangaskiptingu er að finna í töflu
1. Kostnaðartölur eru taldar á
verðlagi í júlí 1979, og núgildi
kostnaðar miðast við þann tíma.
Mikil vinna hefur verið lögð í að
gera áætlanirnar um einstök
mannvirki sambærilegar. Tekið
hefur verið tillit til staðbundinna
sérstæðna og áhrif þeirra á kostn-
að metin eftir því sem unnt er.
Eftir stendur þó, að áætlanirnar
um einstakar virkjanir byggja á
mismunandi rannsóknargögnum.
Blönduvirkjun er best rannsökuð,
en Fljótsdalsvirkjun og Stórasjáv-
armiðlun minnst. Þetta verður að
hafa í huga þegar niðurstöður eru
skoðaðar.
Virkjunarmannvirkin eru:
Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun,
Sultartangavirkjun (Tangavirkj-
un), Búrfellsvirkjun II, Miðlun-
arvirki í Stórasjó í Tungnaá.
í öllum tilvikum er reiknað með
því að áður en ráðist er í næstu
vatnsaflsvirkjun verði gerð lág
stífla við Sultartanga í því skyni
að draga úr vatnsnotkun til að
skola ís framhjá Búrfelli og bæta
þar með vatnsnýtingu Búrfells-
virkjunar. Auk þess að tryggja
rekstur hennar eykur slík ráðstöf-
un orkuvinnslugetu núverandi
kerfis og skapar þannig meira
svigrúm til að undirbúa næstu
vatnsaflsvirkjun.
Ofangreindum virkjunum er
síðan raðað í mismunandi tíma-
raðir sem hér segir:
Röð I:
Blönduvirkjun, Tangavirkjun,
Fljótsdalsvirkjun, Stórasjávar-
virkjun, Búrfellsvirkjun II.
Röð II:
Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkj-
un, Stórasjávarmiðlun, Búrfells-
virkjun II, Tangavirkjun.
Röð III:
Tangavirkjun, Blönduvirkjun,
Fljótsdalsvirkjun, Stórasjávar-
miðlun, Búrfellsvirkjun II.
Röð IV:
Fljótsdalsvirkjun, Blönduvirkj-
un, Stórasjávarmiðlun, Búrfells-
virkjun II, Tangavirkjun.
Röð V: (án Kröflu einungis).
Tangavirkjun, Stórasjávarmiðl-
un, Búrfellsvirkjun II, Blöndu-
virkjun, Fljótsdalsvirkjun.
Röð VI: (fyrir eitt markaðstil-
vik).
Bessastaðaárvirkjun (pípuvirkj-
un), Blönduvirkjun, Tangavirkjun,
Jakob Björnsson
Orkustofnun Tafla 1. Virkjanir og stofnkostnaöur þeirra. Verölag í júlí 1979 1980 05 05 Verkfræöistofa Helga Sigvaldasonar. SJ.
Vlrkjun Miölun Afl Stofnkostn.
ÍGI) (MW) (Mkr.)
Blönduvirkjun 1. áf. (fyrir alm. markaö) 120 90 30.330*
2. áf. " " " 315 90 11.130*
Samtals 435 180 41.460*
Blöndvirkjun (fyrir alm. markað + stóriðju) 435 154 38.110*
F1jctsdalsvirkjun 1. áf. (fyrir alm. markað) 160 82,5 33.370*
" 2. áf. 100 82,5 25.550*
" 3. áf. 480 82,5 13.490*
" 4. áf. " " 0 82,5 8.960*
Samtals 740 330 81.370*
F1jctsdalsvirkjun 1. áf. (fyrir alm. markað + 150 95 41.300*
stóriðju)
" 2. áf. 460 95 14.110*
" 3. áf. 130 95 22.250*
Samtals 740 285 77.660*
Sultartangavirkjun (fyrir alm. markað) Ai 0 120 37.700
Stóriajór + Búrfeilsvirkjun II (fyrir alm. mArkað) 800 155 39.390
Búrf'jllnvl rk jun II (fyrir alm. rohrkað) 0 120 21.440
B'jssastaðaárvi rk jun (fyrir alm. markað) 130 64 27.600*
DÍsílstAð (svartolía) 15 2.550
*: 3% ái/i'| á vl rk junarkostnað (vegna aukins kostnaðar vl nnijaðHt ððu og vrvjna óhagstæðra veðurskilyrða) . við sköpun
Afskr 11» nrt íinl : 40 Ar, riema disilstöð 20 ár.
Reksl.rarkoHtn. í 1 stófnkostn: 1% á ári; nema dísliatðð 2% á ári.
Stórasjávarmiðlun, Búfellsvirkjun
II.
Með Bessastaðaárvirkjun er í
röð VI átt við svonefnt Hólsaf-
brigði þeirrar virkjunar, sem er
ofanjarðarstöð (pípuvirkjun) og
getur ekki verið upphafsáfangi
Fljótsdalsvirkjunar. Það getur
aftur á móti annað afbrigði Bessa-
staðaárvirkjunar verið, svonefnd
Hvammsvirkjun, sem er neðan-
jarðarstöð. Hún var tekin til
athugunar sem fyrsti áfangi en í
ljós kom, að annarskonar áfanga-
skipting Fljótsdalsvirkjunar var
hagkvæmari, og var hún notuð í
samanburðinum (sjá töflu 1).
Hver um sig af röðunum I til og
með IV voru athugaðar fyrir
eftirfarandi fjögur tilvik varðandi
orkumarkað:
1. Engin ný stóriðja.
2. Ný stóriðja á Grundartanga.
3. Ný stóriðja í Eyjafirði.
4. Ný stóriðja í Reyðarfirði.
Öll þessi dæmi voru síðan reikn-
uð með og án Kröfluvirkjunar, þ.e.
annarsvegar út frá þeirri forsendu
að hætt sé alveg við Kröfluvirkj-
un, og hins vegar þeirri að Krafla
nái fullum afköstum 1986. Tilvist
Kröflu hefur bæði áhrif á gerð
meginflutningskerfisins og á
tímasetningu virkjana og lína.
Að sjálfsögðu er vel hugsanlegt
að Krafla skili nokkru afli, en ekki
fullum afköstum. Áhrif þess má
þá meta út frá niðurstöðum jað-
art’lvikanna tveggja — engin af-
köst; full afköst.
Niðurstöður
Töflur 2 og 3 gefa yfirlit yfir
niðurstöður. Tölurnar sýna nú-
gildi kostnaðar við raforkuöflun
og flutning fram til aldamóta við
mismunandi virkjunarraðir um-
fram núgildi kostnaðar við þá röð,
sem ódýrust er ef engin ný
stóriðja kemur til. Sú viðmiðun er
í töflunum sett = 0. Viðmiðunin
eða núllpunkturinn, er ekki hinn
sami með og án Kröflu.
Núllpunktur án Kröflu (röð I).
Núgildi 46.810 Mkr.
Núllpunktur með Kröflu (röð
II). Núgildi 25.430 Mkr.
Mismunur þessara talna, 21 380
Mkr., að frádregnu núgildi kostn-
aðarins við að koma Kröfluvirkjun
í full afköst, og að frádregnu
núgildi rekstrar- og viðhalds-
kostnaðar virkjunarinnar fram til
aldamóta, sýnir ávinninginn af því
að halda framkvæmdum við
Kröfiu *áfram. Þessi ávinningur
hefur enn ekki verið metinn, en
áformað er að gera það. Fyrri
athug"r: »;an. 1979), sem ekki
náði, eins langt fram í tímann og
þesd bentu til að ávinningurinn
væri verulegur.
Sem kunnugt er hafa Færey-
ingar látið í ljós ósk um viðræður
við íslensk stjórnvöld um kaup á
raforku frá íslandi um sæstreng.
Þær viðræður munu að vísu ekki
enn hafnar, en fram t>pfur komið
að þeir eru að hugsa um i forku-
kaup sem í fyrstu gætu nu :ð 20
MW og 100 GWh/ári, en yk, st í
60 MW og 300 GWh/ári á 1( .rum.
Kannað hefur verið lauslega hver
áhrif slíkur útflutningur hefði á
samanburðinn milli virkjanarað-
anna. ítarlegur samanburður er
erfiður meðan ekki er vitað hvaða
kröfur Færeyingar gera um öryggi
orkuafhendingar við línuhilanir á
íslandi (við bilun á strengnum
rofnar afhendingin að sjálfsögðu).
En sé gengið út frá sömu örygg-
iskröfum og fyrir i tendur á
íslandi, þ.e. að unnt : að halda
sölunni til Færeyja ós ertri þótt
einn hlekkur í megi.iflutnings-
kerfinu á íslandi slitni (þ.e. n-1
reglunni) virðist sem Færeyjasal-
an muni lækka muninn á röð IV
(sem hefst á Fljótsdalsvirkjun) og
röð I um nálægt 1500 Mkr. frá því
sem töflur 2 og 3 sýna, en áhrifin á
aðrar raðir eru hverfandi. Er þá
reiknað með að útflutningur byrji
samtímis því að næsta vatnsafls-
virkjun tekur til starfa.
Borið saman við,ofangreindar
núllpunkts- eða viðmiðunartölur
er mismunur á virkjunarleiðunum
í töflunum ekki mjög mikill. En
slíkan samanburð má þó ekki nota
er meta skal að hve miklu leyti sé
um marktækan mun á röðunum að
ræða vegna þess hve mörg kostn-
aðaratriði eru sameiginleg þeim
öllum. Raunhæfari mælikvarði í
því efni er hversu mikið áætlanir
um einstakar virkjanir megi rask-
ast innbyrðis án þess að þurrka út
muninn á útkomunum í töflunum.
Unnið er að því að meta þetta og
er ráðgert að um það verði fjallað
í lokaskýrslu sem út kemur í
sumar.
Sem fyrr segir standa virkjanir
þær, sem teknar eru með í athug-
un þessa á mismunandi stigi
rannsóknarlega, og áætlanir um
þær eru því ekki fyllilega
sambærilegar ennþá. Ég tel, að