Morgunblaðið - 28.05.1980, Page 33

Morgunblaðið - 28.05.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 41 fclk í fréttum + Á BLAÐAMANNAFUNDI. — Fyrir nokkru var forseti Alþjóða ólympíunefndar- innar (til v.) Lord Killanin í Hvíta húsinu í Washington. Fór þangað til að ræða við Carter Bandaríkjaforseta um Ólympíuleikana í Moskvu og þá ákvörðun Bandaríkja- manna að senda ekkert lið til leikanna. — Á eftir mættu þeir á blaðamannafundi Killanin og formaður ólympíunefndar Bandaríkjanna, Lloyd Cutler (til h.) Ekkert hafði Killanin orðið ágengt við að fá Bandaríkjaforseta til að endurskoða afstöðu stjórnvalda í landinu til þátttökunnar í leikunum vegna innrásar Sovétríkjanna í Afganistan. + Alfred Hitchcock var því- líkur persónuleiki og lista- maður að hann er nú þegar, svo skömmu eftir fráfall sitt, orðinn rannsóknarefni sér- fræðinga. Það er þegar farið að tala um Hitchcock-sérfræð- inga. Og þeir hafa haldið fund í Róm fyrir skömmu til þess að fjalla um leiðir til þess að koma frá sér kvikmynd, sem Hitchcock var að gera, er dauða hans bar að höndum. Sérfræðingarnir komu frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Ítalíu. Meðal þeirra er höfundur ævisögu Alfreds Hitchcocks, sem heitir Donald Spoto. Það var rætt um það á fundinum, að allt yrði gert til þess að takast mætti að halda anda gamla mannsins í þessari nýju kvikmynd. Þessi mynd hér að ofan var tekin af Hitchcock þegar verið var að kvikmynda eitt hinna síðari verka hans: „Fuglarnir". + Borgarstjórinn í Róm, Petroselli (til v.) afhendir ítalskri blaðakonu, Liettu Tornabuoni, gullplötu í tilefni af 2733. afmælis- degi Rómaborgar. Fór sú athöfn fram á Capitol- hæðinni. Það ku vera mik- ill heiður að fá gullplöt- una frá borgarstjórn Rómaborgar. + Þetta reifabarn, í fangi móður sinnar, er fyrsta Kambódíubarnið, sem fæðist á Ítalíu. Litla barn- ið, sem er telpa, var skírð Cham-Sara. Hún fæddist á fæðingardeild í sjúkrahúsi í Florenz. Móðirin heitir Mborm-Tring og var hún meðal flóttamanna frá Kambódíu, sem ítalir hafa skotið skjólshúsi yfir. George Raft + Ameríski kvik- myndaleikarinn og hjartaknúsarinn George Raft, sem kunnur var bíógestum hér um langt árabil, er nú orðinn aldraður maður og á við van- heilsu að stríða. Hann lék í 125 kvikmyndum og voru glæpamyndir sérgrein hans. Lék hann yfirleitt hörku- töffara með vatnsgreitt hár, sem sýndu því meiri stillingu og æðru- leysi sem spenningur var meiri. Nú hefur George Raft verið á sjúkrahúsi um skeið í Los Angeles. Þessi gamli hnefaleikakappi, dansari og hornabolta- leikari er nú 84 ára að aldri. ÞAÐ SEM KOMA SKAL. ( stað þess að múra húsið að utan, bera á það þéttiefni og mála það síðan 2-3 sinnum, getur húsbyggjandi unnið sjálfur, eða fengið aðra til að kústa, sprauta eða rúlla THOROSEAL á veggina, utan sem innan, ofan jarðar sem neðan. Og er hann þá í senn, búinn að vatnsþétta, múrhúða og lita. THOROSEAL endist eins lengi og steinniinn, sem það er sett á, það flagnar ekki, er áferðarfallegt og ,,andar“án þess aðhleypa vatni í gegn, sem sagt varanlegt efni. Og það sem er ekki minna um vert, það stórlækkar byggingakostnaö. Leitið nánari upplýsinga. IS steinprýði v/Stórhöfða sími 83340. Æfingagallar á mjög hagstæöu verði íþróttafélög — skólar — fyrirtæki — ein- staklingar. Viö merkjum búningana aö ósk hvers og eins. Verö kr. 13.900 Litir: Blátt með 2 hvítum röndum. Rautt meö 2 hvítum röndum. Svart meö 2 hvítum röndum. Rautt með 2 svörtum röndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.