Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 1
123. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Idi Amin langar til Uganda London. 3. júní. AP. IDI Amin. íyrrverandi ein- ræðisherra í ÍJganda. sagði i dag í fyrsta sjónvarpsviðtal- inu síðan hann hrökklaðist úr landi fyrir 14 mánuðum: „Ég get bjargpð Úganda ... Ég vil bjarga Ugandamönnum.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í London getur verið að Amin búi nú í Alsír eftir nokkurra mánaða dvöl í Líbýu, en aðrar fréttir herma að hann sé í Saudi-Arabíu. Bryan Barron, sem tók við- talið við Amin í ónefndri arabískri borg á sunnudaginn, neitar að segja hvar hann hitti Amin. „Mig langar til að fara aftur til Úganda," sagði Amin í viðtalinu. „Ef þjóðin vill mig, sný ég aftur." „Ég er ekki valdaþyrstur. Ég vil reyna að hjálpa fátæk- um Úgandamönnum ...“ Amin neitaði að upplýsa hvernig hann komst frá Úg- anda og lagði áherzlu á að hann hefði orðið að lúta í lægra haldi fyrir innrásarliði sem hefði verið sex sinnum öflugra en það lið sem hann réð yfir. Reglur um veiðar við Jan Mayen Frá fréttaritara Mbl. í Ósló i gær. NORSKA sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið bráðabirgðareglur um veið- ar útlendinga í hinni nýju fiskveiðilögsögu Norð- manna við Jan Mayen. Frá og með deginum í dag að telja munu norsk yfirvöld aðeins leyfa að fiskiskip sem hafa gert samninga við Nor- eg um veiðar á Jan Mayen- svæðinu fái að veiða þar og að þau geti fyrst um sinn veitt eins mikið magn og áður. Almennt bann hefur verið lagt við loðnuveiði erlendra sjómanna. Það bann nær þó ekki til íslendinga sem geta veitt á Jan Mayen-svæðinu þegar loðnukvóti hefur verið ákveðinn í samræmi við samning þann sem Norð- menn og íslendingar hafa gert. Erlendir sjómenn verða að tilkynna norskum yfirvöld- um afla sinn vikulega. Veiðar útlendinga eftir árslok 1980 verða ræddar við hlutaðeigandi ríkisstjórnir í sambandi við hinar tvíhliða kvótasamningaviðræður 1981. — Lauré. Vegfarendur virða fyrir sér flak bifreiðar sem tíu kílóum af sprengiefni hafði verið komið fyrir í framan við lögreglustöðina í Milanó. Nokkrir kyrrstæðir bílar eyðilögðust í sprengingunni og gluggarúður brotnuðu í nálægum byggingum. Sjá frétt á SÍÖU 15 _________________________________________________________________ Stmiiynd AP. Símamynd AP. Ramsey Clark fyrrverandi dómsmálaráðherra talar á alþjóðlegri ráðstefnu um afskipti Bandaríkjanna í íran. Hann gagnrýndi bandaríska utanríkis- stefnu harðlega. en í lok ræðu sinnar fordæmdi hann gíslatökuna. Honum var klappað lof í lófa í lok ræðunnar. Clark býður skipti á sér og einum gísl Teheran, 3. júní. AP. RAMSEY Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandarikj anna. sagði i dag á ráðstefnu um afskipti Bandarikjanna i íran að hann væri fús að fallast á að höfð yrðu skipti á sér og einhverjum hinna 53 bandarisku gisla ef það mætti verða til þess að leysa gisladeiluna. Hann hvatti einnig til réttar- halda gegn fyrrverandi íranskeis- ara og gagnrýndi harðlega aðgerð- ir fyrri ríkisstjórna Bandaríkj- anna í íran og nokkrum öðrum löndum. Hann kvað gíslana „ranga fólkið" til að refsa fyrir fyrri aðgerðir Bandaríkjanna. Clark sagði fréttamönnum að sú ákvörðun hans og níu annarra Bandaríkjamanna að sækja ráð- stefnuna hefði verið nauðsynleg til að stuðla að sambandi milli írönsku þjóðarinnar og þeirrar bandarísku og spáði því að hún mundi leiða til þess að gíslarnir yrðu látnir lausir. Blað í Teheran sagði í dag að yfirmaður íranska flughersins, Amir Bagheri hershöfðingi, hefði beðizt lausnar. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að fyrirskipa eyðileggingu þyrlnanna sem Bandaríkjamenn notuðu í hinum misheppnaða björgunarleiðangri sínum. Teheran-útvarpið sagði að ír- anskir hermenn héfðu fellt 122 írakska hermenn og sært marga fleiri í landamæraátökum siðustu daga. Tyrkneskt blað sagði að íranskir stjórnarhermenn hefðu fellt minnst 200 menn í tveggja daga loftárásum á stöðvar uppreisn- armanna Kúrda. En íranska fréttastofan sagði að „vopnaðir málaliðar", líklega Kúrdar, hefðu lokað járnbrautarlínunni milli írans og Evrópu. Teheran-útvarpið sagði að fimm heróínsalar í viðbót hefðu verið líflátnir. Geimfarar snúa aftur til Mohkvu. 3. júnt. AP. UNGVERSKI geimfarinn Bertalan Farkas og hinn sovézki yfirmaður hans, Valery Kubasov. lentu í Kazakstan i Mið-Asiu i kvöld eftir fimmtu „Intercosmos“-ferðina að sögn Tass. Farkas og Kubasov var skotið 26. maí með Soyuz 36 og þeir tengdu far sitt við Salyut 6 geimrannsókna- stöðina þar sem þeir hittu fyrir geimfarana Leonid Popov og Valery Ryumin sem höfðu verið í geimnum síðan 9. apríl. „Eg svaf næstum því ekkert allan jarðar tímann" sagði Farkas brosandi skömmu eftir lendinguna. Kubasov, sem er reyndur geimfari, sagði að þeim hefði gengið vel að aðlagast þyngdarleysinu. Kubasov sagði að Farkas hefði verið „spenntur og áhyggjufullur“ í byrjun en verið fljótur að jafna sig. Stjórnstöðin sagði, að allt sem hefði verið ráðgert að gera í ferðinni hefði verið gert. Vestrænir sérfræð- ingar telja að Popov og Ryumin verði um kyrrt á braut að minnsta kosti þangað til Ólympíuleikunum í Moskvu lýkur snemma í ágúst. Nýtízkuleg hergögn til afganskra skæruliða Nýju Delhi. 3. júní. AP. NÝTÍZKU hergögn eru farin að berast uppreisnarmönnum i Afg- anistan frá gefendum erlendis að sögn ferðamanns frá Kabul i dag. Verið getur að meðal hergagn- anna séu stórskotaliðsvopn til að skjóta niður fallbyssuþyrlur Rússa er uppreisnarmenn kalla „fljúgandi skriðdreka" að sögn ferðamannsins sem vill halda nafni sinu leyndu. Ferðamaður vitnar í ýmsar op- inberar og diplómatískar heimild- ir og segir að nokkur svæði sem eru á valdi uppreisnarmanna séu talin ónæm fyrir þyrluárásum. Bandaríkjamenn, Kínverjar og Pakistanar hafa neitað ásökunum Rússa um beina aðstoð við upp- reisnarmenn, en á föstudaginn sagði bandarískur embættismaður að Bandaríkjastjórn reyndi að hjálpa uppreisnarmönnum „á alla lund“. Fulltrúar uppreisnarmanna héldu fund fyrir hálfum mánuði í Charikar, höfuðborg Parwan- fylkis, að sögn ferðamannsins og ákváðu að taka sér til fyrirmyndar árangursríkar aðgerðir uppreisn- armanna í Panjsher-dalnum norð- vestan við Kabul. Þar felldu skæruliðar rúmlega 100 sovézka hermenn í apríl og þeir hafa haldið yfirráðum sínum yfir daln- um sem ógnar flugstöð Rússa í Bagram. Fréttir hafa borizt um harða bardaga nálægt Bagram-stöðinni. Ferðamenn segja líka að borgin Herat virðist vera á valdi upp- reisnarmanna þótt sovézkar sveit- ir séu enn í úthverfunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.