Morgunblaðið - 04.06.1980, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980
Æðarfugl með unga-
Erro fær
Prins Eugen-
orðuna
SVÍAKONUNGUR hefur sæmt
myndlistarmanninn Guðmund
Guðmundsson, Erro, Prins Eug-
en-orðunni. Honum var afhent
heiðursmerkið af sendiherra Svia
i París 12. maí sl.
Heiðursmerki þetta er ætlað
sænskum eða öðrum norrænum
listamönnum, sem fram úr skara á
Norðurlöndum eða í heiminum og
hefur það áður verið veitt tveimur
Islendingum, þeim Einari Jóns-
syni og Jóhannesi Kjarval.
Búvörnhækkunin veldur um IV2 %
hækkun framfærsluvísitölu
Auknar niðurgreiðslur kosta
rikissjóð 690 millj. kr.
BÚVÖRUIIÆKKUN sú, sem til
framkvæmda kom 1. júní sl., veldur
um IWX, hækkun framfærsluvísi-
tölu og þar af vegur hlutur hækk-
unar á neyslumjólk mest eða um
0,73% að sögn Guómundar Sigþórs-
sonar deildarstjóra í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Þessa hækkun fram-
færsluvísitölu fá launþegar ekki
bætta í hækkuðum launum fyrr en
1. september n.k. að óbreyttu vísi-
tölukerfi. nema að því er til launa-
liðar bc'mdans tekur sem ekki reikn-
ast inn i kaupgjaldsvisitöluna. í
tengslum við búvöruhækkunina um
mánaðamntin voru niðurgreiðslur
auknar á fimm tegundum búvara
og hafa þessar auknu niðurgreiðsl-
ur í för með sér aukin útgjöld fyrir
ríkissjóð að upphæð 690 milljónir
Útvarpsráð:
Fréttastofumenn
mæta ekki til fundar
-MENN létu í Ijósi itrekaðar óskir
sinar um að fulltrúi fréttastofu
útvarpsins mætti til viðræðna við
ráðið, m.a. til þess að svara ýmsum
fyrirspurnum, sem fréttaflutningur
fréttastofunnar um kjarnorku-
vopnamálið og aðgerðir herstöðva-
andstæðinga hafa vakið upp. en frá
henni mætti enginn, þrátt fyrir að
um aðra tilraun væri að ræða.“
sagði Markús Örn Antonsson, einn
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, i út-
varpsráði er Mbl. innti hann tiðinda
af fundi ráðsins í gærkvöldi.
„Það fór mikill tími í að ræða þá
miklu tregðu, sem greinilega er á því,
að fulltrúar fréttastofunnar komi og
skiptist á skoðunum við útvarps-
ráðsmenn um þessi mál. Menn voru
búnir að undirbúa sig undir að spyrja
margvíslegra spurninga út frá þeim
gögnum sem fram hafa verið lögð,
þ.e. handritum af fréttum og sér-
stakri greinargerð, sem Hallgrímur
Thorsteinsson, fréttamaður, hefur
tekið saman fyrir útvarpsstjóra.
Það kom ennfremur fram hjá
okkur, sem sérstaklega hafa verið
nefndir vegna þessa máls í útvarps-
ráði, að í upplýsingum frá fréttastof-
unni hefur komið fram grófleg mis-
túlkun og í samþykkt Blaðamannafé-
lags íslands er jafnvel látið að því
liggja að við séum að sýna einhverjar
tilhneigingar til ritskoðunar með því
að taka þessi mál upp í ráðinu. Þessu
fer auðvitað víðs fjarri.
Ég persónulega hef til dæmis ekki
haft minnsta samband við frétta-
stofu útvarpsins og ég geri ekki ráð
fyrir því að útvarpsráðsmenn aðrir
hafi gert, þannig að það er síður en
svo að verið sé að hefta athafnafrelsi
fréttamanna útvarpsins.
Okkur finnst það hins vegar vera
hlutverk okkar vegna þeirrar gagn-
rýni sem upp hefur komið vegna
þessa fréttaflutnings, að útvarpsráð
fái skýringar við ýmsum spurningum
og kannað sé hvort brotnar hafi verið
þær reglur sem fréttastofunni eru
settar af útvarpsstjóra," sagði Mark-
ús Örn að síðustu.
króna það sem eftir er ársins.
Þessar auknu niðurgreiðslur svara,
að sögn Guðmundar. til 0,4% lækk-
unar á framfærsluvísitölu.
Niðurgreiðslur voru auknar um 10
krónur á nýmjólk eða úr 99 krónum í
109 krónur en mjólkurlítrinn kostar
eftir hækkunina 359 krónur í smá-
sölu. A smjöri voru niðurgreiðslur
auknar úr 1949 krónum í 2180
krónur á kíló en hvert kíló af smjöri
kostar nú í smásölu 3.666 krónur. Á
skyri voru niðurgreiðslur hækkaðar
úr 139 krónum í 151 krónu á kíló og á
hverjum lítra af rjóma úr 325
krónum í 344 krónur. Niðurgreiðslur
á ull voru auknar um 174 krónur á
hverju kílói eða úr 689 krónum í 863
krónur en meðalheildsöluverð á ull
er nú um 1800 krónur kílóið. Þess má
geta að af þeim 690 milljónum, sem
þessar auknu niðurgreiðslur kosta
ríkissjóð það sem eftir er ársins, eru
168 milljónir vegna niðurgreiðslna á
ull.
Ágreiningur varð í sexmanna-
nefnd milli fulltrúa framleiðenda og
neytenda um verðlagningu á ull og
gærum. Fulltrúar neytenda vildu að
þessar afurðir tækju sömu hlut-
fallshækkun og kindakjöt en fuil-
trúar bænda bentu hins vegar á að
til lítils væri að hækka verð á
gærum, þar sem engar gærur væru
eftir óseldar í landinu frá sláturstíð-
inni síðastliðið haust. Ríkisstjórnin
samþykkti að auka niðurgreiðslur á
ull og gærum og varð þá samkomu-
lag í sexmannanefndinni að verð á
gærum yrði óbreytt en ullin hækk-
aði, sem næmi sömu hlutfallshækk-
un og varð á kjöti auk þeirrar
hækkunar, sem átti að verða á
gærum.
Vinnslu- og dreifingarkostnaður
búvara hækkaði einnig um þessi
mánaðamót. Mjólkurbúin höfðu far-
ið fram á 44% hækkun á vinnslu- og
dreifingakostnaði en sexmanna-
nefnd var sammála um að heimila
þeim 18,52% hækkun á þessum
kostnaðarliðum. Vinnslu- og heild-
sölukostnaður á hverjum lítra
nýmjólkur er nú 83,56 krónur.
Eyjaskip lönd-
uðu í Englandi
TVÖ fiskiskip frá Vestmannaeyj-
um lönduðu afla sínum í Bret-
landi i gær.
Ölduljón seldi 48.9 tonn í Hull
fyrir 22.7 milljónir króna, meðal-
verð 464 krónur. Suðurey seldi 63.9
tonn í Fleetwood fyrir 27.5 millj-
ónir, meðalverð 429 krónur.
Róleg sala í spari-
skírteinum ríkisins
SPARISKÍRTEINI ríkissjóðs
fyrir liðlega fjóra milljarða seld-
ust fyrir 1. júní sl„ en þá
hækkuðu þau um tæplega 5%. Á
markað voru sett skírteini fyrir
fimm milljarða og verður sölu
þeirra haldið áfram að sögn Jóns
Friðsteinssonar hjá Seðlabanka
íslands.
Jón sagðist eiga von á því að
salan fram til næstu mánaðamóta
yrði frekar róleg, en þá kæmi
væntanlega fjörkippur í söluna
aftur áður en skírteinin hækkuðu
enn á ný.
Samkvæmt lánsfjáráætlun
ríkisstjórnarinar er ráðgert að
selja spariskírteini ríkissjóðs fyrir
sjö milljarða króna á þessu ári.
Rauða f jöðrin:
Árneskórinn legg-
ur land undir fót
70 millj. til styrkt-
ar heyrnardaufum
^ GeldinKaholti. 3. júni.
ÁRNESKÓRINN, sem er biand-
aður kór úr þremur sveitum í
Árnessýslu, er í þann veginn að
ljúka níunda starfsári sínu. Kór-
félagar hyggja á söngför til
Norðurlands um næstu helgi og
ætla að syngja á Biönduósi á
föstudagskvöld.
Á laugardag verður skemmtun á
Sauðárkróki og í Miðgarði um
kvöldið.
I kvöld heldur svo kórinn tón-
leika í Árnesi. Söngskrá er mjög
fjölbreytt, á henni eru bæði inn-
lénd og erlend lög. Þá koma fram
bæði kvenna- og karlakór. Söng-
stjóri frá upphafi hefur verið
Loftur S. Loftsson. Loftur mun sjá
um píanóundirleik og Grétar
Gestsson leikur á harmoniku. Ein-
söngvarar með kórnum eru Gestur
Jónsson og Ólafur Jóhannsson.
Þá má geta þess að innan tíðar
kemur á markað hljómplata sem
kórinn hefur sungið inn á.
— Jón.
SAMKVÆMT bráðahirgðaupp-
gjöri, sem lagt var fram á þingi
Lionsmanna í Grindavik fyrir
hvitasunnuna, nam sala rauðu
fjaðranna dagana 18,—22. apríl
kr. 70.300 þúsund
Fé þessu verður varið til styrkt-
ar heyrnardaufum í landinu og
verða m.a. keypt tæki til háls-,
nef- og eyrnadeildarinnar í Borg-
arspítalanum og önnur tæki sem
staðsett verða víðs vegar um
landið.
Fénu, sem safnaðist, verður
ráðstafað í samráði við lækna-
nefnd sem skipuð er dr. Stefáni
Skaftasyni, yfirlækni háls-, nef-
og eyrnadeildarinnar í Borg-
arspítalanum, Einari Sindrasyni
lækni, og Ótafi Bjarnasyni lækni.
Á þinginu í Grindavík gerði
Ólafur grein fyrir hvernig hugsað
væri að söfnunarfénu yrði varið.
Ungir íslenzkir bridge-spilarar
lögðu heimsmeistarann að velli
Sjónvarp vegna forsetakosninganna:
Þættir á hverju föstu-
dagskvöldi til kosninga
auk kosningasjónvarps
FJÓRIR ungir íslenzkir
bridge-spilarar stóðu sig
með miklum ágætum á
alþjóðlegu bridgemóti í
Portoroz í Júgóslavíu um
síðustu helgi. Urðu þeir í
öðru sæti bæði í sveita-
keppni og tvímennings-
keppni og hlutu rúmlega
400 þúsund krónur í verð-
laun auk veglegra bikara.
Bridge-spilararnir Guðmundur
Arnarsson, Sverrir Ármannsson,
Guðmundur Hermannsson og Jón
Baldursson tóku þátt í þessu móti.
í sveitakeppninni hlutu þeir 92
stig, aðeins einu stigi minna en
sigurvegararnir, eftir að hafa ver-
ið í forystu allt mótið. Meðal
annars unnu þeir sveit frægasta
bridge-spilara heimsins, ítalans
Belladonna, með 19 stigum gegn
einu.
í tvímenningskeppninni tóku
þátt 130 pör og urðu þeir Sverrir
og Guðmundur Arnarsson í 2. sæti
en Jón og Guðmundur Hermanns-
son í 31. sæti. Margir frægir
bridge-spilarar tóku þátt í þessu
móti en Belladonna var þeirra
frægastur, en hann er margfaldur
heimsmeistari í greininni.
AÐ sögn Emils Björnssonar, frétta-
stjóra sjónvarpsins, verða þrír sér-
stakir þættir á dagskrá sjónvarps-
ins á næstu vikum vegna komandi
forsetakosninga, auk þess sem tek-
in hefur verið ákvörðun um sér-
stakt kosningasjónvarp.
Fyrsti þátturinn verður föstudag-
inn 13. júní n.k. og munu stjórnlaga-
fræðingarnir dr. Gunnar G. Schram
og Þór Vilhjálmsson þá fjalla um
forsetaembættið og skyldur þess
undir stjórn Helga E. Helgasonar,
fréttamanns.
Annar þátturinn verður svo á
dagskrá föstudaginn 20. júní. Þá
munu forsetaframbjóðendurnir
sitja fyrir svörum tveggja frétta-
manna sjónvarpsins í beinni útsend-
ingu.
ÞriðjP þátturinn verður síðan á
dagskrá 27. júní. Þá munu forseta-
frambjóðendurnir flytja ávörp,
10—15 mínútur hver.
Síðan verður kosningasjónvarp
fram eftir nóttu eftir atvikum. Þar
er vonast til þess að frambjóðend-
urnir komi og tjái sig um fyrstu
tölur og fleira.