Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 3 Fulltrúar SH ganga á íund forsœtisráðherra á mánudag. Fremstir fara ólafur Gunnarsson, Neskaupstað, og Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son, forstjóri SH. Þar næst koma Guðfinnur Einarsson, Bolung- arvik, Gunnar Guðjónsson, stjórnarformaður SH, og Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi Sölumiðstóðvarinnar. Aftastur geng- ur Einar Sigurjónsson, Vestmannaeyjum. Rangar fréttir Moskvuútvarpsins SAMKVÆMT upplýsingum áheyrenda, sem hlustuðu á út- sendingar Moskvuútvarpsins á ensku sólarhringana eftir að her- stöðvaandstæðingar efndu til mót- mæia sinna 10. maí sl. í tilefni af því, að þá voru liðin 40 ár frá þvi að Bretar hernámu ísland í síðari heimsstyrjöldinni, þá sendi út- varpsstöðin í öllum helztu fréttatímum sínum út frétt þess efnis, að á íslandi hefði verið efnt til umfangsmikilla mótmælaað- gerða gegn bandarísku herstöð- inni á Islandi og þess krafist að hún hyrfi úr landi. Það vakti athygli þessara hlust- enda, að Moskvuútvarpið minntist aldrei á það, að mótmælin voru í raun gegn kjarnorkuvopnum hér á landi. Kanna möguleika á stof nsetningu sykurverksmiðju IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur nú skipað starfshóp til þess að kanna grundvöll þess, að setja hér á landi á fót sykurverk- smiðju, og er þetta gert í kjölfar álitsgerðar, sem félag áhuga- manna um sykurverksmiðju hef- ur sent ráðuneytinu. Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, sagði í samtali við Mbl., að hlutverk þessa starfshóps væri fyrst og fremst að fara gaumgæfilega yfir þessa fyrr- nefndu álitsgerð og skila áliti sínu helzt fyrir haustið. Samkvæmt álitsgerðinni, er gert ráð fyrir þvi að reisa verksmiðjuna í Hvera- gerði og nota þar jarðhitann til framleiðslunnar. í starfshópinn voru skipaðii þeir Hörður Jónsson, Ragnar Ön- undarson og Sigurður Sigfússon. Fundaherferð B,S.R.B. „Kaupránið“ nú yf ir 20% MARGIR fundir hafa verið haldnir að undanförnu á vegum opinberra starfsmanna vegna tregðu rikisstjórnarinnar og sveitastjórna að ganga til samn- inga við B.S.R.B. Fundur haldinn 21. mai á Sauðárkróki skorar á alla félags- menn í B.S.R.B. að fylkja liði og sýna samstöðu i þeim aðgerðum sem stjórn og samninganefnd B.S.R.B. telja nauðsynlegar til þess að fylgja kröfunum eftir. Á bæjarstarfsmannaráðstefnu sem haldin var 28. og 29. maí var því harðlega mótmælt, að næst stærstu launþegasamtök landsins séu hunsuð af sveitastjórnum og ríkisvaldi með því að þessir aðilar neiti raunhæfum samningavið- ræðum. Minnt er á að þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið hér meiri en í flestum öðrum ríkjum á Vestur- löndum sl. 10 ár rýrni kaupmáttur launa með degi hverjum miðað við samningana 1977. Segir í ályktun frá bæjarstarfsmannaráðstefn- unni að kaupránið sé nú yfir 20% og skattheimta ríkis og sveitarfé- laga vaxi stöðugt. Hvetur því ráðstefnan alla opin- bera starfsmenn til þess að búa sig undir það, að hvenær sem er þurfi samtökin að beita öllum samtakamætti sínum í yfirstand- andi kjaradeilu. Fiskverðsákvörðun: Enn hefur ekkert gerzt sem í frásögur er færandi - segir Jón Sigurðsson formaður yfirnefndar Verðlagsráðs „ÞAÐ er ekkert af fiskverði að frétta fyrr en til úrslita er komið og enn hefur ekkert gerzt, sem í frásögu er fær- andi,“ sagði Jón Sigurðsson, oddamaður yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, er Mbl. spurði hann i gærkvöldi um fiskverðsákvörðun. Mbl. spurði Jón þá, hvort að hans mati væri stutt eða langt i það að til úrslita drægi. „Ég vona að það verði ekki langt úr þessu,“ svaraði hann. „Við hittumst aftur á morgun.“ „NEI. Ríkisstjórnin er ekkert farin til þess. Málið er í höndum verðlagsráðsins og fyrst er að sjá, hvað út úr störfum þess og yfirnefndar kemur," sagði Gunn- ar Thoroddsen, forsætisráð- herra, er Mbl. spurði hann á mánudagskvöld, hvort ríkis- stjórnin væri farin að undirbúa einhverjar aðgerðir í sambandi við fiskverðsákvörðun. Forsætis- ráðherra skýrði ríkisstjórninni í gærmorgun frá viðræðum full- trúa Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna við fulltrúa ríkisstjórn- arinnar á mánudag. Mbl. spurði í gær Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, sem nú fer með embætti sjávarútvegsráðherra, hvort fiskverðið hefði verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. „Það gerðist ekkert í málinu. Ríkis- stjórnin fylgist með störfum yfirnefndar Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins og bíður tillögu hennar," sagði Ingvar. Fulltrúar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna gengu á mánudag á fund forsætisráð- herra. Mbl. spurði Gunnar Thoroddsen um þennan fund. Hann svaraði: „Fulltrúar SH óskuðu eftir þessum fundi og hann hófst klukkan þrjú og stóð í eina og hálfa klukkustund. Fundinn sátu einnig Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, sem nú fer með embætti sjávar- útvegsráðherra, Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, og Jón Sigurðsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar. Fulltrúar Sölumiðstöðvarinn- ar gerðu grein fyrir stöðu frysti- iðnaðarins og málin voru rædd ítarlega, eins og fundartíminn bendir til. Ég vil ekki rekja efni þessara viðræðna hér, en flest af því er kunnugt af fréttum frá aðalfundi SH.“ oMIiKxvdUaUR Margir litir M*f " “ wæm Stæróir: 105-140 cm denim og flauels Austurstræti 10 sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.