Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Furugrund Kópavogi Til sölu 4ra herb. íbúö tilbúin undir tréverk og málningu til afhendingar í júlí næstkomandi. Upplýsingar í s: 40092 og 43281, á kvöidin og um helgar. FURUGRUND KÓPAVOGI 3ja herb. íbúö 90 ferm. á 2. hæð. SLÉTTAHRAUN HAFNARF. 2ja herb. íbúö ca. 60 ferm. á 1. hæö. Verð 26 millj. ÁLFTAMÝRI 4ra herb. íbúö á 1. hæö, 110 fm. Bílskúrsréttur. LAUGARNESHVERFI 2ja herb. íbúð á 2. hæö. KÓPAVOGUR 2ja herb. íbúð 65 fm. á 2. hæð. Verö 26 millj. VÍÐIMELUR 2ja herb. íbúö í kjallara ca. 65 fm. SKOLAVÖRDUSTÍGUR Ný 4ra herb. íbúö á 4. hæð. Stórar suöursvalir. 3 svefnherb. Afhent fljótlega tb. undir tréverk og málningu. 2ja til 3ja herb. íbúö getur gengiö upp í kaupverö. NORÐURBÆR HAFNARFIRÐI 3ja til 4ra herb. íbúö á 1. hæö, ca. 105 fm. AUÐARSTRÆTI 3ja herb. íbúö á 2. hæð, ca. 90 fm. Óinnréttaö ris. Bílskúrsrétt- ur. DVERGABAKKI 3ja herb. íbúö á 3. hæö ca. 87 fm. Útb. 20 millj. VESTURBÆR 3ja herb. íbúö á jaröhæö, ca. 85 fm. Útb. 19 til 20 millj. EINBYLI í MOSF.SV. Höfum til sölu 155 fm einbýlis- hús á einni hæö. Bílskúr fylgir. Skipti á 3ja til 4ra herb. íbúö í Reykjavík koma til greina. LYNGBREKKA KÓP. 4ra herb. sérhæö, 123 fm. Verö 45 millj. BRÆÐRA- BORGARSTÍGUR Lítiö einbýlishús, ca. 75 fm. Verö 25 millj. BALDURSHAGALAND Lítiö einbýlishús, 1400 fm. lóö fyigir. ASBÚÐARTRÖÐ HAFNARFIRÐI 5 herb. íbúö á 2. haaö, 120 fm. Aukaherb. í kallara fylgir. Verö 36 til 37 millj. SKAFTAHLÍÐ 6 herb. íbúö á 2. hæö, 167 fm. Verö 55 til 60 millj. KJARRHÓLMI KÓP. 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Suöursvalir. NJÁLSGATA 3ja herb. kjallaraíbúð, ca. 70 fm. ENGJASEL 4ra herb. íbúö á 1. hæö, 110 fm. Bflskýli fylgir. EINBÝLISHÚS KÓP. ibúöin er á einni hæö, 157 fm. 4 svefnherb. 35 fm. bílskúr fylgir. HÖFUM FJÁRSTERKA KAUPENDUR AÐ RAÐ- HÚSUM, EINBÝLISHÚS- UM OG SÉR HÆÐUM, 2JA, 3JA OG 4RA HERB. ÍBUDUM Á REYKJA- VÍKURSVÆÐINU, KÓPSVOGI OG HAFN- ARFIRÐI. Pétur Gunnlaugsson, lögfr. Laugavegi 24, símar 28370 og 28040. Erindi flutt hjá Rótary- klúbbi Reykja- víkur 21. maí sl. sjórnmálaflokka í olíuviðskipta- nefnd. Ríkisstjórnin ákvað í haust að hefja frekari könnun á hugsan- legri aðild íslands að Alþjóða- orkustofnuninni og í kjölfar þess var umrædd starfsnefnd sett á laggirnar. Hefur málið síðan verið kannað nánar með viðræðum við fulltrúa stofnunarinnar í París og könnun allra fyrirliggjandi gagna. Má gera ráð fyrir því, að nefndin skili ríkisstjórninni ítarlegri greinargerð um allar hliðar hugs- anlegrar aðildar snemma í sumar. Það verður síðan að sjálfsögðu ríkisstjórnar og Alþingis að taka ákvörðun um framhaldið, en mér vitanlega hefur núverandi ríkis- stjórn ekki tekið formlega afstöðu til málsins enn. oliuútflutningsrikja, OPEC, og mörg olíuinnflutningslönd í þriðja heiminum. Ekki hefur orðið vart meiri tortryggni ríkja Austur- Evrópu í garð IEA en annars efnahagssamstarfs vestrænna ríkja. Eg gat þess áðan, að Frakkar og Finnar væru utan samstarfsins innan IEA, þótt báðar þessar þjóðir eigi aðild að OECD. Frakk- ar njóta þó óbeint samstarfsins innan stofnunarinnar fyrir milli- göngu Efnahagsbandalags Evr- ópu, en samskipti IEA og EBE eru mjög náin eins og ég gat um áður. Mér hefur verið tjáð, að ástæðan fyrir því, að Finnar eru ekki aðilar að IEA, sé sú, að þeir hafi á sínum Geir H. Haarde hagfræðingur: Island og Alþjóðaorkustofnunin í kjölfar orkukreppunnar sem skall á á árunum 1973—1974 ákváðu vestrænar þjóðir að taka höndum saman um víðtækt sam- starf í olíu- og orkumálum til þess að vera betur búin undir hugsan- leg áföll í framtíðinni. Alþjóða- orkustofnuninni (International Energy Agency) var komið á fót í þessu skyni á árinu 1974. Stofnun- in starfar innan vébanda Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í París og eiga nú 21 af 24 aðildarríkjum OECD jafnframt aðild að IEA. Fjögur OECD-ríki hafa til skamms tíma kosið að vera utan Alþjóðaorkustofnunar- innar, þ.e. Frakkland, Finnland og Portúgal auk íslands, en á síðustu vikum hefur verið gengið frá samningum um aðild Portúgals að Alþjóðaorkustofnuninni og hófu Portúgalir þátttöku í þessu sam- starfi í lok apríl, þótt enn sé ekki að fullu gengið frá fullgildingu aðildarinnar heima fyrir. Frá því skömmu eftir áramót hefur verið starfandi nefnd á vegum íslenska viðskiptaráðu- neytisins, sem kannað hefur kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands að Alþjóðaorkustofnun- inni. Formaður þessarar nefndar er Jón ögmundur Þormóðsson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneyti, en aðrir nefndarmenn eru Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri í iðn- aðarráðuneyti, Guðmundur Ei- ríksson, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneyti og sá er hér talar. Upphaf þessa starfs má rekja til starfsemi olíuviðskiptanefndar, er komið var á laggirnar um mitt síðasta ár, en sú nefnd fékk forstjóra Alþjóðaorkustofnunar- innar og aðallögfræðing stofnun- arinnar hingað til lands til við- ræðna um olíu- og orkumál á síðasta sumri. Var litið á þær viðræður sem lið í því starfi nefndarinnar að kanna hverra kosta íslendingar ættu völ á í olíuviðskiptum. í þessum viðræð- um var rætt vítt og breitt um alþjóðaolíumarkaðinn og starf- semi Alþjóðaorkustofnunarinnar, en hún fylgist mjög náið með öllum hræringum á alþjóðaolíu- mörkuðum. í framhaldi af þessum viðræð- um og frekari gagnaöflun varð- andi Alþjóðaorkustofnunina gerði olíuviðskiptanefnd það að tillögu sinni í skýrslu til ríkisstjórnarinn- ar í september si., að ísland sækti þegar um aðild að stofnuninni. Var um þetta samstaða í nefnd- inni, en þó gerði fulltrúi Alþýðu- bandalagsins fyrirvara um af- stöðu sína til þessa atriðis. Eins og kunnugt er sitja fulltrúar allra N ey ðardreif ikerf ið hornsteinn samstarfsins Ég mun nú gera nokkra grein fyrir starfsemi Alþjóðaorkustofn- unarinnar að því marki sem unnt er á þeim tíma sem hér er til ráðstöfunar. Ég mun einnig rekja helstu sjáanlega kosti aðildar fyrir íslendinga eins og frá þeim er skýrt í áliti olíuviðskiptanefnd- ar. Segja má að meginmarkmið Alþjóðaorkustofnunarinnar séu tvö. Annars vegar að efla sjálf- stæði aðildarríkjanna í heild í oliumálum og draga úr hættunni á því að þau verði fyrir óvæntum áföllum á þessu sviði. Hins vegar að efla samstarf aðildarríkjanna á sviði orkumála almennt, stuðla að orkusparnaði og rannsóknum og þróun á nýjum orkugjöfum. Til þess að vinna að fyrra markmiðinu hafa aðildarríki Al- þjóðaorkustofnunarinnar komið sér saman um ákveðna birgða- haldsstefnu og jafnframt sett á laggirnar sérstakt neyðardreifi- kerfi olíu, sem unnt er að grípa til, verði olíuskortur á IEA-svæðinu í heild eða í einstökum aðildarríkj- um. Er gert ráð fyrir miðlun olíu milli aðildarríkjanna komi til neyðarástands, en slíkt ástand er nákvæmlega skilgreint eftir ákveðnum reglum. Til þess að vinna að síðara markmiðinu hefur IEA haft frum- kvæði að því að samræma orku- sparnaðarráðagerðir aðildarríkj- anna og hvetja til slíkra aðgerða á öllum sviðum. Jafnframt hefur stofnunin beitt sér fyrir rann- sóknum á ýmsum þáttum orku- mála, m.a. jarðhita og vetnis- framleiðslu og er þegar unnið að tugum rannsóknarverkefnum í löndum stofnunarinnar. Þrátt fyrir að samband OECD og IEA sé náið, er litið svo á, að IEA sé sjálfstæð alþjóðastofnun, enda hefur stofnsamningur stofn- unarinnar verið falinn Sameinuðu þjóðunum til varðveislu eins og venja er þegar sjálfstæðar stofn- anir eiga í hlut. í flestum aðild- arríkjanna hefur þurft sérstaka heimildarlöggjöf vegna aðildar- innar, og í sumum tilfellum einnig hliðarlög til að opna aðgang að vissum upplýsingum hjá einkaað- ilum í olíuviðskiptum sem stofn- uninni eru látnar í té. Stofnunin hefur ekki formlegt samband við önnur ríki en þau, sem beina aðild eiga að henni, en náið samstarf er við Efnahags- bandalag Evrópu, og vinsamlegt, óformlegt samband við samtök tíma óttast að aðild að stofnun- inni kynni að stefna gömlum og grónum viðskiptasamböndum þeirra í Miðausturlöndum í ein- hverja hættu. Raunar hefur komið á daginn, að slíkur ótti, sem varð vart við hjá fleiri þjóðum er aðilar gerðust að IEA, var ástæðulaus. Jafnframt má leiða getum að því, að náið samband Sovétríkjanna og Finnlands á sviði olíumála hafi valdið hér einhverju um. Gera má ráð fyrir því, að IEA verði í vaxandi mæli miðstöð samstarfs vesturlanda í orkumál- um almennt og í olíumálum sér- staklega. Stofnunin hefur komið á fót fullkomnu upplýsingakerfi um þessi mál, sem aðildarríkin eiga opinn aðgang að. Það hefur einnig komið fram, að aðildarríki IEA gefa að einhverju leyti hvert öðru forgang um aðgang að þeirri olíu, sem þau flytja sjálf út. Þannig veita t.d. Bretar aðildarríkjum IEA og Efnahagsbandalagsins auk annarra gamalgróinna við- skiptavina forgang að þeirri Norð- ursjávarhráolíu sem flutt er út. Innan IEA er í raun um aðeins eitt aðildarstig að ræða, þ.e. fulla aðild, en Noregur hefur gert fyrir- vara um nokkur atriði í stofn- samningi og skuldbindingum að- ildarríkjanna vegna eigin olíu- framleiðslu og örfá önnur ríki hafa einnig fyrirvara á um tiltek- in atriði. Ég mun nú fjalla nokkuð um helstu atriði, sem máli skipta varðandi hugsanlega aðild íslands að IEA. Neyðardreifikerfið er einn af hornsteinum samstarfsins innan IEA. Sérhvert aðildarríki hefur skuldbundið sig til að eiga jafnan birgðir olíu í landi sínu sem samsvara 90 daga innflutningi miðað við árið á undan. Þessi skuldbinding hefur verið smáauk- in frá því stofnunin tók til starfa og hækkaði úr 70 í 90 daga nú um síðustu áramót. Komi til neyðar- ástands eru aðildarlöndin skuld- bundin til að draga úr olíunotkun að vissu marki og deila með sér innbyrðis eftir settum reglum þeirri olíu, sem fyrir hendi er, og ganga á birgðirnar sé þess nauð- syn. Er gert ráð fyrir því, að hvert ríki dragi úr olíueftirspurn sinni um sem nemur 7% notkunar, en jafni síðan af birgðum sínum til annarra eða fái útdeilt eftir því, hvernig á stendur um innflutning til viðkomandi ríkis. Kerfið nær jafnt til olíuskorts, er verða kann á IEA-svæðinu í heild sem til skorts í einstökum löndum. Er ljóst að kerfi þetta veitir verulega tryggingu gegn óvæntum samdrætti í olíuaðflutn- ingum til svæðisins og verndar jafnframt einstök ríki gegn ófyrir- Geir H. Haarde séðum áföllum af hvaða orsökum sem þau kunna að verða. Jafn- framt hefur komið í ljós, að tilvera þessa neyðardreifikerfis hefur stuðlað að meira samstarfi hinna alþjóðlegu olíufélaga um dreifingu og þannig óbeint stuðlað að því, að ekki komi til skorts. IEA grípur því ekki aðeins inn í þegar ástandið er komið í óefni, heldur hefur stofnunin einnig möguleika á að aðstoða einstök ríki áður en neyðarástand skellur á með því að beita áhrifum sínum hjá hinum alþjóðlegu olíufélögum. Er þess dæmi, að stofnunin hafi með þessum hætti komið tilteknu landi til hjálpar, án þess að gangsetja neyðardreifikerfið. Það er ljóst, að við núverandi aðstæður gætu Islendingar ekki uppfyllt 90 daga neyðarbirgða- skuldbindinguna vegna skorts á tankrými. Er talið, að reisa yrði nýja tanka fyrir magn sem sam- svaraði u.þ.b. 30—40 þúsund tonn- um eða tæplega mánaðarsölu. Ljóst er að hér er um töluvert átak að ræða, en komið hefur fram, að unnt er að semja um aðlögunar- tíma að þessu marki og hefur verið talað um að hann gæti orðið 5 ár. Engu að síður er ljóst, að töluverður kostnaður hlýst af því að uppfylla þessa skuldbindingu, en hins vegar er á það að líta að það er nær því samdóma álit allra sem til þessara mála þekkja, að tankrými sé óforsvaranlega lítið á íslandi í dag og þyrfti því að auka það hvort eð væri, án tillits til þess, hvort íslendingar gerast aðilar að IEA. Það er einnig ljóst, að meginkostnaðurinn við aukið birgðahald er ekki sjálfur bygg- ingarkostnaður nýrra tanka, held- ur fyrst og fremst fjármögnun þeirra birgða sem í tönkunum verða geymdir. Má búast við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.