Morgunblaðið - 04.06.1980, Side 12

Morgunblaðið - 04.06.1980, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 Landsþing J.C.: „Frjálst viðskiptalíf - vagga velmegunar“ LANDSÞING Junior Chamher á fslandi var haldið á Hótel Loft- leiðum da^ana 14. til 17. maí sl. Þingið sóttu á 4. hundrað manns, allt fólk á aldrinum 18—40 ára. RúmleKa 1200 manns eru í J.C.- hreyfingunni i 27 aðildarfé- löKum. A þinginu voru rædd málefni hreyfingarinnar og stefna hennar á næstu árum. A síðasta lands- þingi í Bifröst í maí 1979 var samþykkt að vinna að landsverk- efninu „Leggjum óryrkjum lið“, á starfsárinu 1980—1981. Mikið undirbúningsstarf var unnið af hálfu landstjórnarembættis- manna með því að safna saman upplýsingum og gögnum um mál- efni fatlaðs fólks. M.a. var haft samráð við ALFA nefndina (stjórnskipuð nefnd vegna Alþjóða árs fatlaðra 1981). Á þessu lands- þingi var ákveðið að framlengja þetta verkefni, og vinna að því allt til vorsins 1982. Á þingfundi flutti Árni Gunnarsson alþ.m. erindi um kjör fatlaðs fólks, og hvað hægt er að gera. Kjörorð þingsins að þessu sinni var „Frjálst viðskiptalíf — vagga velmegunar“. í tilefni af því voru pallborðsumræður um kjörorðið. Þar komu fram Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi Sölu- miðstöðvar Hraðfrystihúsanna, Einar Birnir, formaður Fél. ísl. Stórkaupmanna, Gunnar Snorra- son, form. Kaupmannasamtaka íslands, Örn Johnsen fram- kvæmdastjóri og Gísli Blöndal formaður Kaupmannafélags Aust- urlands. Stjórnandi umræðnanna var Sverrir V. Bernhöft. í stjórn J.C. Islandi fyrir starfs- árið 1980— 1981 eru: Andrés B. Sigurðsson landsforseti, Þórhildur Gunnarsdóttir landsritari, Örn Guðmundsson landsgjaldkeri, Árni Þór Árnason varalandsfor- seti, Eggert J. Levy varalandsfor- seti og Hlynur Árnason vara- landsforseti. Frá landsþingi J.C. hreyfingarinnar. Gunnar Guðjónsson end- urkjörinn formaður SH 30. maí sl. í Reykjavík. Á síðari degi aðalfundarins urðu ítarlegar umræður um framleiðslu- og markaðsmál og starfsgrundvöll hrað- frystiiðnaðarins. í stjórn S.H. fyrir starfsárið 1980—1981 voru kjörnir: Gunnar Guðjónsson, formað- ur, Reykjavík, Ágúst Flygen- ring, varaformaður, Hafnar- firði, Guðfinnur Einarsson, ritari, Bolungarvík, Einar Sig- urjónsson, Vestmannaeyjum, Gísli Konráðsson. Akureyri, Ásgrímur Pálsson, Stokkseyri, Ólafur Gunnarsson, Neskaup- stað, Ólafur B. Ólafsson, Sand- gerði, Rögnvaldur Ólafsson, Hellissandi. GHG INNLENT Piltarnir lagfæra skemmdir, sem jepparnir höfðu valdið. ! - r/1 !■ i Þórsmörk: Lögreglan lét ökumennina lagfæra gróðurskemmdir eftir jeppana UM hvítasunnuhelgina voru unnin spjöll á gróðri i Þórs- mörk eða nánar tiltekið í Bás- um á Goðalandi. Lögreglan á Hvolsvelli, sem annast Iöggæslu í Þórsmörk. fékk vitneskju um að þarna hefðu verið á ferðinni tilteknir tveir jeppar en við leit að þeim fundust ökumennirnir ekki. Lögreglan ákvað þvi að sitja fyrir þeim, þegar þeir kæmu niður úr Þórsmörk og tók lögreglan ökumennina þar. Gengust þeir undir að fara næsta laugardag aftur inn i Þórsmörk í fylgd með lögregl- unni og laga það, sem aflaga hafði farið. Á laugardag fór Valgeir Guð- mundsson, lögreglumaður á Hvolsvelli, inn í Þórsmörk með þremur piltum úr hópnum, sem þarna hafði verið á ferðinni. Höfðu piltarnir með sér áburð, fræ, garðhrífur og skóflur og lagfærðu öll sár eftir jeppana. Einnig hreinsuðu þeir til í Bás- um. „Þetta er aðeins enn eitt tilfellið, þar sem fólk, því miður, gætir þess ekki að aka aðeins eftir troðnum slóðum og vegum," sagði Valgeir Guðmundsson og sagðist vilja koma þeirri ósk á framfæri við fólk, að það æki ekki utan vegar á þessum slóð- um. „Gróður í Þórsmörk og reynd- ar á öðrum óbyggðum svæðum er svo viðkvæmur að hann þolir ekki bílaumferð utan vegar. Við munum hafa mjög strangar gæt- ur á því, að fólk aki ekki utan vegar og munum ekki einasta láta viðkomandi lagfæra þær skemmdir, sem þeir hafa valdið, heldur getur vel komið til þess að við verðum að meina þeim, sem gerast sekir um alvarleg brot af þessu tagi, aðgang að Þórsmörkinni, sagði Valgeir. Sáð i sárin. Piltarnir höfðu bæði meðferðis áhurð Viðvörunarskilti og óskir til ferðafólks virðast því og fræ og sáðu í svæðin, sem þeir höfðu skemmt. Á miður oft ekki vera virtar. eins og þessi mynd ber myndinni sést glöggt, hvernig ekið hefur verið með sér en á skiltinu stendur: „Ferðafólk! Gangið utan við vegarslóðann. snyrtilega um Básana“. Björgvin Halldórsson er meðal leikenda i kvikmyndinni „Óðal feðranna". og sér hann m.a. um allan söng. Hér er hann í hlutverki sínu í myndinni en þeir leikarar sem hér sjást eru, talið frá vinstri: Guðjón Valgarðsson, Jóhann Sigurðsson. Björgvin, Jakob Þór Einarsson og Birgir Rafnsson. „Óðal feðranna44 frumsýnd í júní KVIKMYNDIN „Óðal feðranna“ verður frumsýnd i Reykjavik í lok júni en fer siðan út á land. Þá verður myndin einnig frumsýnd i Stokkhólmi 1 haust en sænska kvikmyndafyrirtækið Viking Film hefur keypt sýningarréttinn að myndinni i Svíþjóð og mun sjá um dreifingu myndarinnar i Evrópu. „Óðal feðranna" er eftir Hrafn Gunnlaugsson sem er jafnframt leikstjóri. Kvikmyndatöku stjórnaði Snorri Þórisson og Jón Þór Hannes- son sá um hljómstjórn. Leikmynd er eftir Gunnar Baldursson og bún- ingar eftir Guðrúnu Sigríði Haralds- dóttur. Væntanleg er á hljómplötu tón-v listin úr myndinni en hún er samin af þeim Gunnari Þórðarsyni og Magnúsi Eiríkssyni en sungin af Björgvini Halldórssyni. Myndin var kvikmynduð í Borg- arnesi, Borgarfirði, Hafnarfirði og Reykjavík á tímabilinu júní 1979 til mars 1980. Leikarar eru margir hverjir bændafólk og íbúar Borgar- ness en auk þeirra má í myndinni sjá ýmis þekkt andlit. „Óðal feðranna" hlaut samtals 9 milljónir í styrk en áætlaður kostn- aður við gerð myndarinnar var 65 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.