Morgunblaðið - 04.06.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 04.06.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 13 Kaupsýslumanna- félag Suðurnesja hefur verið stofnað STOFNFUNDUR Félags kaup- sýslumanna Suðurnesja var hald- inn i samkomuhúsinu Bersás í Keflavik hinn 29. mai siðastlið- inn. Með þvi má segja að búið sé að loka hringnum kringum land- ið, þar sem nú eru starfandi kaupmannaféiög i öllum lands- fjórðungum. Samtals eru sér- greina- og kaupmannafélög inn- an Kaupmannasamtaka fslands nú 24 að tölu með á áttunda hundrað félagsmenn. Kom þetta fram i máli formanns Kaup- mannasamtaka íslands á fundin- um, Gunnars Snorrasonar. Með stofnun þessa félags, er lagt niður Kaupmannafélag Keflavíkur. Á fundinum voru auk Gunnars Snorrasonar, eftirtaldir fulltrúar Kaupmannjsamtakanna:Þorvaldur Guðmundsson varaformaður, Guð- ni Þorgeirsson, fulltrúi og Jón I. Bjarnason blaðafulltrúi. Formaður gamla félagsins, Magni Sigur- hansson setti fundinn og bauð fulltrúa K.í. velkomna. Hjörtur Vilhelmsson var skipaður fundar- stjóri og Guðmundur Sigurðsson fundarritari. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands, flutti yfirlitserindi um uppbyggingu og starfsemi K.í. Hann ræddi sér- staklega nokkur hagsmunamál smásöluverzlunarinnar sem efst eru á baugi í dag og Kaupmanna- samtökin vinna að, og þakkaði gott undirbúningsstarf að stofnfundi Félags kaupsýslumanna Suður- nesja. Magni Sigurhansson mælti fyrir stofnun félagsins og hvatti kaup- menn á Suðurnesjum til samstöðu um hagsmunamál sín. Guðjón Óm- ar Hauksson talaði og tók mjög í sama streng. Fundarstjóri, Hjörtur Vilhelmsson bar fram tillögu um stofnun félagsins og var hún sam- þykkt samhljóða. Nokkrar umræð- ur urðu um lög félagsins, en þau voru samþykkt samhljóða, eftir að fundurinn hafði gert nokkrar breytingar á lagafrumvarpi því sem fyrir fundinum lá. Félagssvæðið eru Suðurnes sunnan Straums, eða sama félags- svæði og Verzlunarmannafélags Suðurnesja. í stjórn Félags kaupsýslumanna Suðurnesja voru kjörin: Magni Sigurhansson, Keflavík, formaður; Guðmundur Sigurðsson, Vogum; Hjörtur Vilhelmsson, Keflavík; Guðjón Ómar Hauksson, Keflavík; Björn Haraldsson, Grindavík; Margrét Guðjónsdóttir, Keflavík og Bárður Guðmundsson , Sand- gerði. Endurskoðendur voru kjörn- ir þeir Kristinn Guðmundsson og Hákon Kristinsson. Guðjón Ómar Hauksson var kjörinn fulltrúi í fuiltrúaráð Kaupmannasamtaka íslands og Guðmundur Sigurðsson varamaður hans. Nýkjörinn formaður, Magni Sig- urhansson þakkaði það traust sem honum var sýnt, með formanns- kjörinu og lagði áherzlu á að aldrei hefði verið jafn góð samstaða meðal kaupmanna á Suðurnesjum sem nú, enda næði félagið til allra Suðurnesja. Skilningur fyrir sam- stöðu og sameiginlegu átaki í hverju málefni væri nú fyrir hendi. Hann þakkaði að lokum Kaup- mannasamtökum tslands fyrir for- göngu í hagsmunamálum smásölu- verzlunarinnar og fulltrúum þeirra fyrir komuna á fundinn. Stjórn Kaupsýslumannafélags Suðurnesja. talið frá vinstri: Guðmund- ur Sigurðsson. Vogum; Hjörtur Vilhelmsson, Keflavík; Margrét Guðjónsdóttir, Keflavik; Björn Haraldsson, Grindavik og Bárður Guðmundsson, Sandgerði. „Eðlilegt að menn fái tækifæri til þess að endurnýja skip sín“ - segir Kristján Ragnarsson, formaður LIU, um beiðni Aðalsteins Jónssonar á Eskifirði að selja Hólmatind og fá nýrra skip í staðinn Morgunblaðið hafði samband við þá Kristján Ragnarsson, Svavar Gestsson og Lúðvik Jós- epsson vegna afgreiðslu stjórn- ar Fiskveiðasjóðs á beiðni Aðal- steins Jónssonar, Eskifirði. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, synjaði stjórnin erindinu, sem fólst i þvi að selja skuttogarann Hólmatind úr landi og fá nýrra skip i staðinn. Lúðvik Jósepsson fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra sagði; „Ég tel það algjört hneyksli og afturhald af verstu gerð að heimila ekki Aðalsteini Jónssyni þessa endurnýjun. Hólmatindur er þrettán ára gamalt skip og einn af fyrstu skuttogurum landsins og ná- kvæmlega sams konar skip og gamli Barði. sem skipt var um í fyrra. Hér er um það að ræða, að útgerðarmenn fái að losa sig við skip, sem fullnægja ekki lengur þeim kröfum. sem gerð- ar eru og eru orðin óhagkvæm í rekstri. Ég skil ekki með nokkru móti þá stefnu að hindra útgerðarmenn í að betr- umbæta sin skip. Ég vil ekki trúa öðru, en að þessu verði kippt i lag og þetta verði ekki endanleg afgreiðsla. Það verður ýtt á, að Aðalsteinn fái sama rétt og samskonar leyfi og aðrir hafa fengið,“ sagði Lúðvik að lokum. Eðlilegt að menn fái að endurnýja Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði, að fulltrúi útgerðar- manna í stjórninni hefði verið samþykkur því, að þessi skipa- skipti færu fram. „Útvegsmenn telja eðlilegt, að menn fái tækifæri til að endur- nýja skip, eins og um er að ræða í þessu tilviki. Þarna átti að selja úr landi gamalt skip og fá nýtt hliðstætt skip til landsins í stað- inn. Hins vegar eru útgerðar- menn andvígir aukningu flotans á sama tíma og unnið er að veiðitakmörkunum. Erfitt er að sjá samhengi í þessari afgreiðslu stjórnar Fiskveiðasjóðs, sem með atkvæðum bankastjóranna, stuðl- ar að aukningu flotans og hafnar því erindi, þar sem hrein endur- nýjun átti að eiga sér stað,“ sagði Kristján Ragnarsson. Óbreytt af- staða Svavars Svavar Gestsson, var viðskipta- ráðherra á síöasta ári, þegar samþykkt var heimild til skipa- skipta vegna Barða, Neskaupstað. Svavar taldi sig ekki geta sagt neitt um þessa afgreiðslu stjórn- ar Fiskveiðasjóðs, þar sem hann vissi ekki um forsendur hennar. Málið væri formlega séð í hönd- um sjávarútvegs- og viðskipta- ráðherra og þar sem þeir hefðu ekki tekið þetta mál upp í ríkis- stjórninni hefði það ekki verið rætt þar. Á hinn bóginn sagði Svavar að hans afstaða hefði legið fyrir, þegar umsókn Barða var af- greidd, að hann taldi að þegar um væri að ræða eins gamalt skip og raun var, þá væri eðlilegt að heimila skipti, þar sem þau hefðu ekki í för með sér aukinn sókn- arþunga og skipin sambærileg. Afstaða hans væri óbreytt. Hlíðarendi — Nýr íslenskur veitingastaður EINHVERN næstu daga verð- ur opnaður nýr veitinga- staður hér i borginni, Hlíðar- endi — Brautarholti 22. Eig- endur staðarins eru ólafur Ingi Reynisson og Haukur Ilermannsson. Þeir eru báðir reyndir í ýmiss konar veit- ingarekstri, ólafur rak Hótel Borg í Borgarnesi um tveggja ára skeið og hefur verið forstöðumaður Mötu- neytis Reykjavíkurborgar. Haukur mun hafa yfirumsjón með eldhúsi staðarins, hann sá áður um veitingabúð Hótel Loftleiða og fékk nýlega silf- urverðlaun i keppni milli yfirmatreiðslumanna á Norð- urlöndum. Veitingastaðurinn Hlíðarendi tekur u.þ.b. 80 manns í sæti. í veitingasalnum er lítið dansgólf og aðstaða fyrir skemmtikrafta. Guðmundur Kr. Guðmundsson, arkitekt, hefur séð um útlit inn- réttinga og skreytinga með aðstoð Steinþórs Sigurðssonar, listmál- ara, og miðað allt útlit staðarins við að hann fengi forníslenzkt yfirbragð. Við rekstur veitingastaðarins er einnig ætlunin að leggja áherzlu á að kynna íslenzka rétti, fiskrétti fyrst og fremst en einnig býður staðurinn upp á kjötrétti og rétti sem eru að öllu leyti úr grænmeti. Hlíðarendi verður opinn frá kl. 11.30—23. Sú nýbreytni er höfð að svip veitingastaðarins er breytt í hádeginu, er þá notuð önnur lýsing og starfsfólk er öðruvísi klætt en það sem eftir er dags. Þannig er reynt að skapa annað andrúmsloft í hádeginu og ekki ætlast til að gestir séu sérstaklega uppábúnir. Á öðrum tímum er hins vegar gert ráð fyrir snyrti- legum klæðnaði. Vínveitingar verða á Hlíðar- enda. Verð á veitingum í hádeginu verður mun lægra en á öðrum tímum dags og þá lítið dýrara en á almennum veitingastöðum. Eftir hádegið gildir hærri verðskrá en samt er verðið alltaf mun lægra en á sambærilegum veitinga- stöðum, að sögn eigendanna. Vert er að geta þess að gert hefur verið ráð fyrir hjólastólum við hönnun veitingastaðarins og auðveldlega er hægt að komast inn í veitingasalinn í hjólastól. Eigendur Hliðarenda ásamt eiginkonum sinum. F.v. Haukur Her- mannsson, yfirmatreiðslumaður, Margrét Fredrigsen. Guðbjörg Guðjónsdóttir og ólafur Ingi Reynisson, framkvæmdastjóri. PÉTUR J. THORSTEINSSON — eykur stoðugt fylgi sitt — vinnur hug og hjörtu fólksins — fleiri og fleiri velja reynslu hans og þekkingu —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.