Morgunblaðið - 04.06.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980
Kennedy ætlar
að halda bar-
áttunni áfram
FRÁ ÖNNU Bjarnadóttur fréttamanni
Mb). i Los Angeles i K»*r:
Ronald Reagan og
Edward Kennedy riðu enda-
hnút á forkosningabaráttu
sína í Kaliforníu í gær.
Síðustu forkosningar banda-
risku stjórnmálaflokkanna
verða haldnar í 8 rikjum í
dag. Reagan er þegar ör-
uggur um útnefningu Repú-
blikanafiokksins en Kenne-
dy er enn ekki tilbúinn til
að játa að hann á litla sem
enga von um útnefningu
demókrata. Jimmy Carter
þarf aðeins að hljóta um 20
fulltrúa í kosningunum í
dag til að vera öruggur um
útnefninguna en alls verða
696 fulltrúar kjörnir á
landsþing flokksins í dag.
Barátta Carters og Kenne-
dy hefur verið bitur á köfl-
um. Carter hefur látið í ljós
ósk um samstöðu innan
flokksins fyrir og á lands-
þinginu og hefur stungið upp
á viðræðum hans og Kenne-
dys eftir kosningarnar í dag.
Kennedy hefur ekki viljað
taka í þá sáttahönd og segist
enn ætla sér að verða for-
setaframbjóðandi flokksins í
nóvember. Hann hefur ekki
viljað segja að hann muni
kjósa Carter frekar en Reag-
an eða John Anderson.
Carter hefur neitað að eiga
kappræður við Kennedy alla
kosningabaráttuna og hefur
nú neitað að eiga kappræður
við Reagan ef Anderson
verður þátttakandi í kapp-
ræðunum.
Skoðanakannanir sýna að
53% þjóðarinnar er óánægð
með þessa ákvörðun Carters.
Mikill áhugi og forvitni er
meðal kjósenda á Anderson
en hann er talinn geta hlotið
þó nokkurt fylgi í kosningun-
um í nóvember og þá helst á
kostnað Carters.
Reagan hélt sína síðustu
ræðu í þessum hluta kosn-
ingabaráttunnar í Los Ang-
eles á mánudag. Þar markaði
hann stefnuna, að því er
virtist, í baráttu sinni gegn
Carter næstu mánuðina.
Hann gagnrýndi stefnu Cart-
ers í utanríkis- og innanrík-
ismálum og sagði: „Þessi
maður sagðist fyrir þremur
og hálfu ári ætla að gera
eitthvað við verðbólgu, vöxt-
um og atvinnuleysi. Honum
hefur svo sannarlega tekist
það, allt hefur stigið í stjórn-
artíð hans.“
Forkosningarnar í Ohio,
New Jersey og Kaliforníu eru
mikilvægastar í dag. Carter
hefur lagt mesta áherslu á
Ohio og er spáð sigri þar.
Kennedy vonast til að vinna í
New Jersey og Kaliforníu.
Kalifornía er stærsta og
fjölmennasta ríki Bandaríkj-
anna. Lítill áhugi er þar á
forkosningum flokkanna þar
sem Reagan og Carter eru
þegar sigurvegarar flokka
sinna. Þó er búist við mjög
góðri þátttöku í kosningun-
um. Það gera þrjár tillögur
sem eru á atkvæðaseðlinum
og varða buddur kjósenda.
Fyrir tveimur árum
ákváðu Kaliforníubúar að
lækka fasteignaskatta í
ríkinu verulega. Sami maður
og stóð fyrir þeirri baráttu,
Howard Jervis, hefur nú lagt
til að tekjuskattar verði
lækkaðir um 50%. Ekki er
búist við að tillaga hans, sem
er nr. 9 á atkvæðaseðlinum,
verði samþykkt að þessu
sinni. Tillaga nr. 10 varðar
húsaleigukostnað og nr. 11
hækkun skatta á ágóða
stórra olíufyrirtækja. Um-
ræður fyrir kosningarnar
hafa fyrst og fremst snúist
um þessar tillögur í Kali-
forníu og áhugi á þeim,
frekar en á Carter, Regan og
Kennedy, mun fá Kaliforníu-
búa til að fara á kjörstað í
dag.
Reagan
Kennedy
Carter
Kúbanskir
flóttamenn
nú yfir
100 þúsund
Key West, 3. júní. AP.
TALA kúbanskra flóttamanna.
sem hafa flúið til Bandarikjanna,
fór i dag yfir 100 þúsund. í dag
komu 847 flóttamenn með flutn-
ingaskipinu Red Diamond. Þegar
skipið kom til Key West var
skipstjóri þess svo og eigandi
settir í varðhald.
Skipið fór frá Mariel á mánudag
og tilkynnti að það héldi áleiðis til
Bahamaeyja, eftir að bandarísk
yfirvöld tilkynntu að koma skipsins
til Bandaríkjanna bryti í bága við
landslög.
Skipið breytti nokkrum sinnum
um stefnu á leiðinni áður en það
tók að lokum stefnuna til Key West
á Flórídaskaga. Bandarísk yfirvöld
hafa áhyggjur af því, að kúbanskir
Bandaríkjamenn hafa tekið á leigu
erlend skip til að flytja flóttafólk
frá Kúbu og þannig farið í kringum
bann stjórnvalda við smábátaferð-
um frá Kúbu til Bandaríkjanna.
Olíuskip
og ferja
rekast á
Stokkhólmur, 3. júni. AP.
UM 500 tonn af olíu láku í sjóinn á
Eyrarsundi milli Helsingjaborgar
og Helsingjaeyrar þegar dönsk ferja
rakst á 600 tonna sænskt olíuskip.
Engin slys urðu á mönnum og ferjan
gat haldið áfram til Helsingjaeyrar
eftir áreksturinn.
Þrjú skip frá sænsku landhelgis-
gæslunni unnu í dag að því að eyða
olíunni.
Orsakir slyssins voru ekki ljósar
strax en mikil þoka var.
^ToshUm
TOSHIBA
SM-2850
Stereo-samstMdan
Verö ca. kr. 438.800.-
með hótölurum.
Stórlallagt
hljómflutningttnki
á einataklaga góöu varöi
Allt í einu tnki.
Stereo-útvarp. Cassettusegulband, plötu-
spilari og 2 stórir hátalarar.
Magnarinn er ** wött. Tvefr hátalarar eru í
hvorum kassa. Stór renndur 30 sm piötu-
diskur. útvarpiö er meö langbyigju. mlö-
bytgju og FM stereo FtcO seiktor
Komiö og skoöiö þetta stórfaliega taakl og
sannlærist um SM 2850
Toshiba-tnkiö er ekki aöelns afburöa
stílhreint ( útlHi heldur líka hljómgott SM
2850 gefur yöur mest fyrtr penlngana.
S-laga armur
Magnetísk hljóðdós
EINAR FARESTVEIT & CO. HF
Bergstaðas’rnti 10 A
Simi 1-69 95 — Reykjavlk
Útsölustaölr:
Akranes: Bjarg hf.
Borgarnes: Kaupf. Borgf.
Bdungarvík: Verzl. E.G.
ísafjðrOur: Straumur s.f.
Hvammstangl: Verzl. S.P.
Slönduós: Kaupf. Húnvetnlnga
SauOárkrókur: Kaupf. Skagflrölnga
Akureyrl: Vðruhús KEA
Hljómver h.f.
Húsavík: Kaupf. Þingeyinga
Egilsstaöir: Kaupf. Héraösbúa
Ólafsfjöröur: Verzl. Valberg
Siglufjöröur: Gestur Fanndal
Hornafjöröur: KASK
Hvolsvöllur: Kaupf. Rangælnga
Vestmannaeyjar: KJarni h.f.
Keflavík: Duus.
Askan frá St. Helens
umhverfis iörðina
Vancouver, 3. júní. AP.
ASKA frá upphafi gossins í
St. Helens þann 17. maí hefur
farið umhverfis jörðina og er
nú aftur yfir Ameríku, að því
er veðurfræðingar skýrðu frá í
dag. Ösku hefur orðið vart í
allt upp í 12 kílómetra hæð.
Veðurfræðingar sögðu að hún
sæist ekki berum augum en
hana mætti mæla.
1979 — John Vorster, forsætisráð-
herra Suður-Afríku, segir af sér
vegna ásökunar um yfirhylmingu í
hneykslismáli.
1970 — Tonga fær sjálfstæði.
1%1 —Fundur John F. Kennedy
og Nikita Krúsjeff t Vín.
1946 — Embættistaka Juan Peron
forseta í Argentínu.
1944 — Bandamenn sækja inn í
Róm.
1942 — Fyrsti afgerandi sipir
bandarískra herskipa á Japönum í
orrustunni um Midway.
1936 — Leon Blum myndar al-
þýðufylkingarstjórn í Frakklandi.
1878 — Leynisamningur Breta og
Tyrkja gegn Rússum; Bretar fá
Kýpur.
1859 — Orrustan um Magenta;
Frakkar sigra Austurríkismenn og
taka Mílanó.
1831 — Lepold af Sachen-Coburg
kosinn forseti Belgíu.
1815 — Danir láta Pommern og
Rúgen af hendi við Prússa og fá
hluta Lauenburg.
1813 — Vopnahlé Prússa og
Frakka í Poschwitz.
1805 — Bandaríkin semja frið við
Tripoli.
1800 — Genúa gefst upp fyrir
liðsafla Frakka.
1647 — Herinn tekur Karl I af
Englandi í gislingu.
Afmæli. Georg III Bretakonungur
(1738—1820) — Harriet Beecher
Stowe, bandarískur rithöfundur
(1811—1896) — Garriet Wolsey,
brezkur hermaður (1833—1913) —
Carl Gustaf von Mannerheim,
finnskur hermaður & forseti
(1867—1951) — Rosalind Russel,
bandarísk leikkona (1912—1976)
Andlát.1792 John Burgoyne, her-
maður — 1796 Casanova, ævin-
týramaður.
Innlent. 1832 Islandi boðin þátt-
taka í þingi Eydana — 1879 Jón
Þorkelsson og Vilhjálmur Finsen
heiðursdoktorar við Hafnarhá-
skóla — 1903 Hornsteinn lagður að
Cagnfræðaskóla Akureyrar —
1910 Meirihluti Alþingis krefst
aukaþings út af bankamálinu. —
1926 40 manna þýzk hljómsveit
heldur hljómleika í Reykjavík —
1928 Fyrsta flug Flugfélags
íslands h.e. frá Reykjavík til Akur-
eyrar — 1955 Almenna bókafélagið
stofnað - 1970 Verkföll - 1979
Kínverskur ráðherra í heimsókn.
Orð dagsins. Bjartsýnismaðurinn
segir að heimurinn geti ekki verið
betri og bölsýnismaðurinn óttast
að það sé satt. — J.B. Cabell
bandarískur rithöfundur (1879—
1958).