Morgunblaðið - 04.06.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.06.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 19 Þing sérfræðinga i taugasjúkdóma- fræði 9.-14. júní DAGANA 9.—14. júní n.k. halda norrænir sérfræðingar i tauiía- sjúkdómafræði (neurologiu) 23. þing sitt að Hótel Loftleiðum i Reykjavík. Dagana 9. og 10. júní verður námskeið í taugaónæmis- fræði og verða þar fluttir 20 fyrirlestrar af 14 fyrirlesurum, sem koma frá Norðurlöndunum. en að auki frá Bretlandi, Skot- landi og Bandarikjunum. í hópi fyrirlesara er m.a. próf. Barry W.G. Árnason frá Chicago, sem er af islenzku bergi brotinn. Ráðstefnan sjálf hefst 11. júní og iýkur 14. júní. Til hennar munu koma á þriðja hundrað manns, langflestir frá Norðurlöndum, en auk þess koma þátttakendur frá Bretlandi ojf Bandaríkjunum. Alls verða fluttir um 150 fyrirlestrar. Aðalviðfangsefni þingsins verður sársauki, sýkingar i taugakerfi, nýjungar í rannsóknum og með- ferð vefrænna taugasjúkdóma og efnaskipti og starfsemi heilans. Meðal fyrirlesara eru prófessor- arnir Louis Sokoloff frá Bethzeda í Bandaríkjunum, Lindsay Symon Fundur um stöðu kon- unnar í HÍ FÉLAG vinstri manna í Háskóla íslands hefur ákveðið að gangast fyrir umræðufundi í hliðarsal Fé- lagsstofnunar stúdenta um jafn- réttismál og stöðu konunnar í Háskóla íslands. Fundurinn, sem verður öllum opinn verður haldinn 5. júní og hefst klukkan 20.30. Hvalvertíð hófst á sunnudaginn: Sjö hvalir veiddir HVALVERTÍÐ er hafin og komu fyrstu hátarnir inn til Hvalfjarð- ar í gær. Allir fjórir hvalbátarnir fengu hvali i fyrrakvöld og gær- morgun og hafa alls veiðst sjö hvalir. Veiddust þeir suðvestur af Garðskaga. Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, héldu hvalbátarnir til veiða á sunnu- dagskvöld en það er orðin hefð að hvalvertíðin hefjist á sunnudögum. Alls vinna um 220 manns við hval- veiðarnar í sumar, 100 manns vinna í Hvalstöðinni, 60 manns á hvalbát- unum og 60 manns í hraðfrystihúsi fyrirtækisins í Hafnarfirði. Er þetta svipaður fjöldi og hefur unnið við hvalveiðarnar undanfarin ár. og Ian McDonald frá Queen Square í Lundúnum og Brian Matthews frá Oxford. í hópi fyrirlesara eru að vonum einnig fremstu sérfræðingar á Norður- löndum í taugasjúkdómafræði. íslendingar munu leggja til 11 fyrirlestra á ráðstefnunni. Á ráðstefnunni verður einnig fjallað sérstaklega um sjúkdóma eins og flogaveiki, Parkinsons- veiki, æðasjúkdóma í taugakerfi og sjúkdóminn heila- og mænu- sigg (multiple sclerosis). Þetta er í fyrsta sinn sem þing norrænna taugasjúkdómasérfræð- inga er haldið á íslandi. Forseti samtakanna sl. 2 ár hefur verið Sverrir Bergmann, læknir, sem jafnframt er aðalritari þessarar ráðstefnu en ráðstefnan er skipu- lögð af Félagi íslenzkra tauga- sjúkdómasérfræðinga. DREGIÐ hefur verið úr aðKöngumiðum að sýningunni Sumarið ’80, en henni er nú lokið. Aðalvinningur var tjaldvagn og kom hann upp á miða nr. 10989. Á myndinjú er ung stúlka að draga úr seldum miðum. Aðrir vinningar í gestahappdrætti sýningarinnar voru: Cardinal veiðihjól nr. 1215, vöruúttekt fyrir 25 þúsund krónur nr. 250, 1396, 1595, 3294, 12915, 2020 og 7025, Fiesta grill nr. 1827, jóganámskeið nr. 4651, helgarferð með Útivist nr. 6902. (Birt án ábyncAar). og bólstrumjj húsgögn. Got af áklæðum BÓLSTRUI\I( ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807. Hjúkrunarfélag íslands: Styðjum kröf- ur B.S.R.B. BORIST hefur eftirfarandi fréttatilkynning frá Hjúkrunar- félagi íslands: „Almennur fundur í Hjúkrunar- félagi íslands 21. maí 1980 mótmælir harðlega tregðu ríkisstjórnarinnar að ganga til samninga við B.S.R.B. Fundurinn lýsir fullum stuðningi við kröfur samtakanna og skorar á alla félagsmenn B.S.R.B. að fylkja liði og sýna fyllstu samstöðu í þeim aðgerðum, sem stjórn og samninga- nefnd B.S.R.B. telja nauðsynlegar til að fylgja kröfunum eftir.“ ÁTTU VQN AIÁNI? Það kemur sér alltaf vel að hafa sýnt fyrirhyggju í fjármálunum. Óvænt fjölgun í fjölskyldunni er flestum gleðiefni en hefur þó í för með sér margs konar fjárútlát sem koma illa við budduna. Þá er gott að eiga von á Safnláni sem leggur til það sem upp á vantar. Það er aldrei of seint að vera með í Safnlánakerfi Verzlunarbankans. Prófið sjálf t. d. í 9 mánuði. UíRZLUNflRBHNKINN BANKASTRÆTI 5. LAUGAVEGI 172, ARNARBAKKA 2, UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSASVEGI 13 og VATNSNESVEGI 14, KEFL. 43.31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.