Morgunblaðið - 04.06.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.06.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 25 Grímar Jónsson - Minningarorð Fæddur 11. október 1913. Dáinn 27. maí 1980. Grímar Jónsson var fæddur að Helgadal í Mosfellssveit. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Jónsson bóndi og Ingibjörg Jónsdóttir. Hann missti föður sinn 5 ára gamall og ólst upp hjá Halldóri dóttur að Varmá í sömu sveit. Hann byrjaði ungur að starfa með fóstra sínum við verslunina Varmá í Reykjavík, og tók við þeirri verslun að honum látnum og rak hana meðan kraftar entust. Grímar kvæntist 17. nóvember 1945 Guðríði Guðjónsdóttur, ætt- aðri úr Rangárþingi. Hér er genginn góður drengur kom okkur fyrst í hug, er okkur var tilkynnt lát Grímars vinar okkar, því að þótt við vissum að hverju stefndi, þá höldum við öll í vonina þar til veruleikinn blasir við. Grímar Jónsson og kona hans hafa verið okkur ómetanlegir vinir um áratuga skeið. Við hjónin munum minnast með þökk allra glöðu góðu stundanna sem við áttum saman bæði á ferðalögum og á heimili þeirra á Kleppsvegi 4. Grímar var sífellt opinn og vin- samlegur umhverfi sínu, félags- lyndur og víðsýnn. Hann var víðlesinn og hafði mikla yfirsýn, rökvís og fastur fyrir og lagði öllum góðum málum lið. Hann átti við langvarandi líkamlega van- heilsu að stríða, en var einn hinn traustasti og heilbrigðasti persónuleiki sem við höfum kynnst, og munum við ávallt minnast hans með þökk og virð- ingu. Eiginkonu hans, systkinum og venslafólki vottum við dýpstu samúð. Gyða og Ingvar. Vinir mínir fara fjóld feigöin þesai heimtar köld, ég kem eftlr kannske i kvöld. meö klöfinn hjálm og rifinn skjöld. brynju slitna. sundraö sverö ux syndagjöld. H.J. frá Bólu. Einn af gömlu félögunum af Hverfisgötunni er genginn til áa sinna. Enn megum við sem eftir lifum bíða um stund, þar til kallið kemur, og sem kemur áður en varir. Grímar Jónsson fæddist 11. október 1913 og ólst upp í Mos- fellssveit í stórum systkinahópi, en var ungur tekinn í fóstur af Halldóri Jónssyni, verksmiðju- stjóra á Alafossi, síðar bónda á Varmá og að lokum kaupmanni hér í bæ. Þeir fóstrar voru báðir æ síðan kenndir við jörð sína í Mosfellssveit — Halldór og Grímar í Varmá. Strax á þroskaárunum var Grímur allra drengja frískastur, drenglyndur, hjálpsamur og um- burðarlyndur, og allt voru þetta eiginleikar sem nýttust honum vel sem unglingaleiðtoga Vals og mót- aði starf okkar Valsmanna um árabil. Er óhætt að segja að störf Grímars á þessum vettvangi hafi haft áhrif á allt æskulýðsstarf hér í bæ allt fram til þessa dags. Saga íþróttafélaga frá kreppuárunum er mjög áhugaverð og raunar kapítuli út af fyrir sig en verður ekki rakin hér. En um leið og við félagarnir kveðjum Grímar, ber okkur að minnast Frímanns Helgasonar, formanns Vals í mörg ár og frumherja í félagsmálum, en þeir vinirnir og félagarnir Grímar og Frímann mótuðu manna mest æskulýðsstarf þessara ára. Grímar var sérstakt prúðmenni í allri framkomu og gjörðum, og eins og áður segir bjó í honum umburðarlyndi heimsborgarans, þótt hann héldi vel á sínum skoðunum. Aldrei heyrði ég Grímar kvarta eða kveinka sér öll þau ár sem hann lifði, þótt hann væri oft sársjúkur og hefði verið allt frá æskuárunum, og hann hélt reisn sinni og prúðmennsku til hinsta dags. Hann sýndi það þá sem oftar hversu harður hann var af sér, enda minnist ég ekki harðari og betri keppnismanns frá þessum árum, þrátt fyrir drenglyndið. Við töluðum saman fyrir rösk- um mánuði síðan. Þá var Grímar í Varmá hlýr og hjartahreinn eins og í þá gömlu góðu daga sem aldrei koma aftur. Hans verður sárt saknað af okkur sem þekktum hann eilítið og nutum félagsskapar hans um 50—60 ára skeið. Blessuð sé minn- ing hans. Sigurpáll Jónsson. Skáldjöfurinn Einar Bene- diktsson segir í einu snjallasta og fegursta ljóði íslenskrar tungu: „Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur.“ I dag er til moldar vígður góðvinur minn og félagi Grímar Helgi Jónsson. Hann fæddist 11. október 1913 að Helgadal í Mos- fellssveit. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson bóndi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Þau dóu bæði í spönsku veikinni 1918 frá stórum hópi mannvænlegra barna. Börnunum var þá komið í fóstur hjá bændum og búaliði í sveitinni. Grímar fluttist til hjón- anna Halldórs Jónssonar að Varmá og konu hans Gunnfríðar Guðlaugsdóttur. Dvaldist hann þar við ást og umhyggju fósturfor- eldra sinna til hinstu stundar beggja. A árunum 1927 til 1929 átti hann við mjög erfið veikindi að stríða og var að mestu rúmliggj- andi. Með einlægri trú og von á bata tókst honum að yfirstíga veikindi sín og verða það frískur að hann gat tekið þátt í leik og gleði sinna jafnaldra. Ungur að árum heillaðist Grím- ar að knattspyrnu og öðrum íþróttum. Síðan hefur hann unnið henni mikið og heilladrjúgt starf um langan tíma, eða allt frá því að hann gerðist félagi í Knattspyrnu- félaginu Val til hinstu stundar. Störf hans og framlag til Vals alla tíð var mikið og farsælt. Hann kom víða við í starfi félagsins, sem of langt yrði allt upp að telja nú. M.a. sem ekki er hægt að sleppa má nefna, að hann var mjög snjall leikmaður bæði í knattspyrnu og handknattleik enda margfaldur meistari í báðum þeim greinum. Þá var hann góður frjálsíþrótta- maður og átti m.a. unglingamet í hástökki. Þjálfarastörf Grímars voru frábær, sér í lagi unglinga- starfið, þar sem þekking hans á æskunni, hugsun hennar og vilja til starfs og afreka, var ótrúlega mikil. Hann kunni að umgangast unglingana sem vinur og leiðbein- andi, mildur og ákveðinn stjórn- andi og félagi þeirra um leið. Grímar átti lengi sæti í aðal- stjórn Vals og var þar sem annarsstaðar farsæll og lifandi stjórnandi. Grímar var einn þeirra er fylgdi Hlíðarendakaup- um félagsins fram af festu og einurð. man ég að hann lagði fram tillögu um að á félagssvæðinu yrði gerður lítill en fagur garður, með trjárunnum og fögrum blómum. Vildi hann kalla þann garð Ólafs- lund eftir þeim félaga okkar er barðist mest og best fyrir fram- gangi og kaupum á Hlíðarenda, Olafi Sigurðssyni. Um leið og við nú kveðjum okkar látna vin og félaga, þökkum við honum af einlægni, vináttu hans og hans miklu störf fyrir félag okkar. Við vottum eftirlif- andi eiginkonu hans frú Guðríði Guðjónsdóttur okkar innilegustu samúð á sorgarstund og biðjum henni Guðs blessunar. „Sá sem kunni að skilja kjarn- ann frá hisminu sagði: Þú trúi og dyggi þjónn, gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Traustur félagi er horfinn úr hópnum, drengur góður, ljúfur og hjálpsamur. Er ég heyri góðs manns getið, minnist ég Grímars heitins. í Guðs friði. 2 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg geng í háskóla. þar sem alls konar reglur gilda. Þetta er kristilegur skóli, og eg neita því ekki, að eg læri þarna ýmislegt, sem eg mundi ekki læra í öðrum skóla. En ættu þeir, sem stjórna slikum skóla ekki að gera sér ljóst, að ungt fólk á þessum aldri er það vel viti borið og þroskað, að það er fært um það sjálft að taka ákvarðanir? í öllum aðstæðum lífsins verðum við að meta, hvort kostirnir vega meira en ókostirnir. Stundum kemur það sér vel, já, er jafnvel nauðsynlegt, þar sem mikill fjöldi nemenda sækir skóla, að þar séu vissar grundvallar- reglur. Nú er meginmarkmiðið með að sækja háskóla, að menn læri. Reglurnar, sem settar eru — og þér finnst óþarfar — hindra ekki, að fólk geti lært. I litlum skóla í suðurhluta lands okkar gerðist það fyrir skömmu, að hópur nemenda vakti rektor klukkan eitt um nóttina og hrópaði: „Við viljum bjór!" í skólanum voru reglur, sem bönnuðu neyzlu áfengra drykkja, enda var þetta kristilegur skóli. Á næstu guðræknisstund í kapellu skólans sagði rektor nemend- um, að þessari reglu yrði ekki breytt. Hann benti þeim á, að þeir, sem væru óánægðir, gætu farið í marga aðra skóla, sem hefðu ekki slíkar reglur. Mér finnst, að hann hafi farið rétt að. Sérhver stofnun, sem setur sér ekki reglur, stefnir í upplausn. Ef þér fellur ekki við reglurnar, getur þú gert annað hvort, sætt þig við þær og einbeitt þér að náminu — eða farið í annan skóla. Sigurjón Sigvaldason Urriðaá — Minning Fæddur 18. september 1907. Dáinn 18. apríl 1980. Laugardaginn 26. apríl sl. var til moldar borinn Sigurjón Sigvalda- son, bóndi að Urriðaá í V. Húna- vatnssýslu. Hann lést á sjúkra- húsinu á Hvammstanga eftir stutta legu, en svo hafði virst að Sigurjón ætlaði að yfirvinna þann sjúkdóm sem svo fáum hlífir en þá var hann tekinn burtu af þeim er öllu ræður. Líffsaga Sigurjóns var eins og maðurinn sjálfur stórbrotinn, saga dugnaðar og eljusemi, saga framkvæmdamannsins og bónd- ans en þó fyrst og fremst saga óvenju góðs manns. Sigurjón var fæddur 18. sept- ember 1907 í Stóru-Ávík Árnes- hreppi Strandasýslu, sonur hjón- anna Sigurlínu Jónsdóttur og Sig- valda Jónssonar bónda, var hann næst elstur þeirra barna en þau eru Guðrún húsfreyja að Mosfelli í Svínadal A. Húnavatnssýslu, Ólína húsfreyja í Reykjavík og ína Jensen húsfrú í Reykjavík. Árið 1911 lést Sigvaldi faðir hans eftir stutta sjúkdómslegu og má fara nærri um á þeim árum hver vandi ekkjunnar hefur verið með barna- hópinn sinn. Baráttunni varð að halda áfram, það var ekki nú- tímabarátta fyrir auknum lífsþægindum heldur einföld bar- átta fyrir lífinu, barátta fyrir brauði og tilveru. Það þarf ekki að fara í grafgötur um að þessi barátta hefur sett sitt mark á drenginn unga sem svo snemma varð að gerast stoð og stytta móður sinnar. Tveimur yngri systrunum var komið í fóstur á ágætustu heimilum þar í sveit en Sigurlína var með Guðrúnu og Sigurjón lengst af á Seljanesi hjá Guðjóni föðurbróður Sigurjóns eða þar til leiðir lágu til A. Húnavatnssýslu en þá mun Sigur- jón hafa verið um 8—9 ára gamall. Þessu duglega fólki vegnaði vel þar í sveit og minntist Sigurjón jafnan þeirra ára með gleði, enda eignaðist hann þar marga ágæt- ustu vini og ekki síst að telja, að þar fann hann sinn lífsförunaut. Hugur Sigurjóns mun snemma hafa staðið til búskapar og draumurinn var að sjálfsögðu sá að eignast sína eigin jörð. Fyrir efnalítinn ungan mann, þótt af- bragðsduglegur væri, var ekki í lítið ráðist. 19. ágúst 1945 kvæntist Sigurjón sinni ágætu konu, Margréti Jónas- dóttur og hófu þau sinn búskap á eigin jörð Urriðaá í V.-Húna- vatnssýslu. Ég hef eftir kunnugum að ekki hafi verið almennt álit, að þessi jörð byði upp á mikla möguleika, en Sigurjón og Megga voru á öðru máli og það stórátak í uppbyggingu og ræktun er verðug- ur minnisvarði um framsýni og dugnað. Ég var í sveit hjá Sigur- jóni og Margréti frá 6 ára aldri til 14 ára og átti því láni að fagna að kynnast þessu ágæta fólki og eignast það að vinum, tel ég það alltaf með minni meiri gæfu. Sigurjón var álitinn hraustur maður á yngri árum og eftirsóttur í vinnu en nokkuð slitnaði hann fljótt enda aldrei af sér dregið hvort sem unnið var fyrir sjálfan sig eða aðra. Mér er minnistætt er einu sinni var stórbóndi úr Astursýslunni í heimsókn. Sigurjón sagði við hann að þegar hann lyki við að rækta upp spildu nokkra sem hann tilgreindi, þá myndi hann snúa sér að ræktun melanna neðan við bæinn, ég var staddur nálægt og heyrði þennan mæta mann tuldra í barm sér: „Melana, það er ekki hægt“, en síðar er við gengum heim virtist hann hafa hugsað málið nokkuð betur og sagði stundar hátt: „Melana, það er þá ekki hægt ef hann Sigurjón getur það ekki.“ Þær eru margar minningarnar, sem koma í hug á kveðjustundu, flestum mun verða minnistæð hjálpsemi við þá sem minna máttu sín eða höfðu orðið fyrir áföllum, einstök ræktarsemi við vini, kunn- ingja og venslafólk svo ekki sé minnst á rausnar og myndarskap, en í því voru þau hjón samhent svo sem í öðru. Það var ekki stórt húsrýmið á Urriðaá því uppbygg- ing jarárinnar var í fyrirrúmi, en hjartarúmið var stórt og margir munu minnast ánægjulegrar dval- ar um lengri eða skemmri tíma á þessu rausnarheimili. Af túninu á Urriðaá mátti ef vel viðraði sjá Strandafjöllin í fjarska, kannske var það táknrænt að það skyldi verða hlutskipti föðurlausa drengsins úr nyrstu byggð Strandasýslu að byggja upp þessa jörð í ystu sjónmörkum frá sínum fæðingarstað. Sigurjón var gæfu- maður í sínu einkalífi, þau hjón voru samhuga um flest, hamingj- an færði þeim soninn Sigvalda búfræðing, sem hefur ásamt konu sinni reist sér bú á föðurleifð sinni og heldur uppi merki föður síns. Elsku Magga, ég þakka þér og Sigurjóni fyrir þann tíma er ég fekk að njóta samvista við ykkur og bið góðan Guð að styrkja þ'ig um alla framtíð. Pétur Sigurðsson. 27 nýir leiðsögumenn ÞANN 12. maí sl. lauk leiðsögu- námskeiði því, sem Ferðamála- ráð íslands hélt s.l. vetur fyrir verðandi leiðsögumenn ferða- manna. Er þetta þriðja leiðsögu- námskeiðið, sem Ferðamálaráð heldur samkvæmt lögum um ferðamál frá 1976. Námskeiðin standa yfir allan veturinn, frá hausti til vors. Fyrir áramót voru fyrirlestrar haldnir um ýmsa almenna málaflokka s.s. jarðfræði íslands, dýralíf, gróður náttúruvernd, sögu, atvinnuvegi, listir og ýmsa þætti félagsmála. Voru fengnir til þess viðurkenndir fyrirlesarar sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Eftir áramót var haldið námskeið í skyndihjálp í samvinnu við Rauða kross íslands og síðan voru reyndir leiðsögu- menn fengnir til að fræða um hin ýmsu landssvæði og helstu ferða- mannastaði sem erlendir ferða- menn heimsækja hérlendis. Farn- ar voru náms- og prófferðir í nágrenni Reykjavíkur og nám- skeiðinu lauk með munnlegum og skriflegum prófum. Þeir sem standast próf nám- skeiðsins fá inngöngu í Félag leiðsögumanna og þar með for- gangsrétt til leiðsögustarfa. Að þessu sinni stóðust 27 þátttakend- ur próf námskeiðsins og bætast í hóp þeirra sem annast leiðsögu erlendra ferðamanna hér á landi á sumrin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.