Morgunblaðið - 04.06.1980, Page 28

Morgunblaðið - 04.06.1980, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Ingþór Sigurbjörnsson: Blindrakvöldið eða Stúkuhátíðin Blindrakvöldið eða Stúkuhátíð- in eins og þeir eru svo vinsamlegir að kalla það, hófst í Templarahöll- inni sunnudaginn 18. maí s.l. kl. 8. Allt blint og sjónskert fólk sem til næst, eru kærkomnir gestir ásamt mökum sínum og öðrum hjálpend- um, eða þeim sem þeir una sér best með. Þeir sem ekki hafa góð ráð á farkosti að heiman eru sóttir og fluttir heim. Ekki verður á milli séð, gleði þessara gesta, stúkusystkina, né annarra gesta eða skemmtikraftanna. Enginn aðgangseyrir er þar, en á spjaldi úti í horni salsins stendur: Þeir sem vilja styrkja starfið, geta látið aurabaukinn á borðinu njóta þess. Ýms fyrirtæki og einstaklingar styrkja stúkusamtökin í þessu, á þennan hátt og annan. Eftir að gestirnir höfðu verið boðnir vel- komnir með stuttu ávarpi, bæn- heyrðist hin mikla eftirvænting allra, þar sem Sigurður Björnsson óperusöngvari og frú hans, stigu sín syngjandi spor um autt dans- gólfið, meðfram stólum setnum af hjartaglöðu fólki. Best mun aðdáun allra lýst með orðum einnar blindu konunnar: „Þetta var svo dásamlegt, að maður sá það.“ Svo gjörsamlega altóku hljómarnir og leikhreyf- ingar alla, að með þjálfuðum innri augum, og jafnvel hjálp skóhljóðs- ins, eða loftbylgju handhreyfinga gat þessi listleikur ekki farið fram hjá neinum. Þar klöppuðu allir af heilum huga af öllum kröftum fyrir þeim hjónum og Carli Billich píanóleikara. Einn þeirra sem ekki sér heldur með ytri augum, sagði prýðilega vel frá einni sjóferð sinni, er hann var ungur og gekk heill til starfa sem aðrir, Andrés Konráð Júlíus- son o.fl. létu stökur fjúka sem fyrr. Það minnir mann á, hvílík náðargjöf slíkur hæfileiki er, að eiga þó þess kost til stundastytt- inga, að glíma við þá íþrótt, sérstaklega nú, þar sem tækni- tækin gera þeim mögulegt, að tala það sjálfir hjálparlaust inn á band til geymslu og gleði þeim og öðrum. Einn gestanna Jóhannes Jóns- son frá Asparvík, sem á mjög sjónskerta konu og systur, flutti eitt af sínum Iétt kveðnu gam- ankvæðum við heyranlega góðar undirtektir og síðan þessa fögru viðurkenningarþökk til Reglunn- ar, sem hann þar með gaf stúk- unni. Stúkusystur frá fleiri stúk- um létu ekki á sér standa með kaffi og kökur sínar á borðin og ekki heldur út á gólfið i dansinn eins og karlarnir. Jóhannes Benjamínsson sem bæði er kunnur af eigin ljóðagerð og þýðingum ljóða Jónasar Hall- grímssonar (úr dönsku) frumflutti eigið lag við vögguljóð eins stúku- félagans og lék sjálfur undir á píanó og lék síðan á harmoniku sína fyrir dansinum ásamt Gunn- ari sem ekki þarf ljósbirtuna til að leika á gítarinn sinn og lætur handartjón heldur ekki hamla sér að skemmta öðrum. A tólftu stund virtust allir fara með fullri gleði heim og allir því glaðari sem þeir höfðu gert meira. Reglusystkini þakka hjartan- lega allar réttar hjálparhendur og huga og gleðina sem þeim sjálfum veittist. Hún geymist blessunar- lega vel. Ingþór Sigurbjörnsson. Býður íslendingum upp á enskunám IIÉRLENDIS er stödd um þessar mundir Jaqueline Gatenby, full- trúi English Studies Center í Coventry á Englandi þeirra er- inda að bjóða íslendingum ensku- nám við þessa námsmiðstöð. Hef- ur hún átt viðræður við ferða- málafyrirtæki, auk málaskólans Mímis og Málaskóla Halldórs Þorsteinssonar. Gatenby sagði í samtali við Morgunblaðið, að skólinn hefði aldrei fyrr haft nemendur frá íslandi. Skólinn hefur hins vegar umboðsmenn mjög víða um lönd og býður útlendingum upp á enskukennslu. Hún kvað skóla- stjórnina hafa áhuga á að fá Islendinga til náms við skólann og þess vegna er hún nú stödd hér. Umdæmisstúkan nr. 1: Islensk stjórnvöld á eft- ir tímanum í baráttunni við áfengisvandamálið EFTIRFARANDI ályktun var gerð á vorþingi umdæmisstúk- unnar nr. 1 sem haldið var i Reykjavik 17. maí sl. „Reynslan af lengdum starfs- tíma vínveitingahúsa bendir ótví- rætt til þess að honum fylgi aukinn drykkjuskapur eins og þeir sögðu fyrir sem höfðu kynnt sér málin og fylgjast með áfengis- rannsóknum. Vorþingið harmar það að íslensk stjórnarvöld eru langt á eftir tímanum og haga sér samkvæmt því sem ýmsar þjóðir gerðu fyrr í þeirri von að draga mætti úr drykkjuböli með því að auðvelda fólki aðgang að léttari áfengistegundum. Nú þykir það hins vegar fullsannað um allar jarðir að drykkjan eykst í heild eftir því sem hún er gerð auðveld- ari og gildir það eins um fjölda sölustaða og verðlag." Það er ekki á hverjum degi að við fáum fréttir af Kleppi. Þeir sem forvitnir eru um gang mála á þeim bænum þykir því nokkrum tíðindum sæta þá sjaldan að fjölmiðlar geta hans. í Helgar- pósti 18. maí er opnu frásögn um þennan leyndardómsfulla stað. Grein þessi er þó þeim eiginleik- um gædd, að eftir lestur hennar eru menn síst betur búnir að gera sér hugmynd um hvers konar stofnun Kleppur er en áður. Hvað skyldi fólki leika hugur á að vita? Eru það jafn fréttnæm tíðindi og sú almenna regla að svo er margt sinnið sem skinnið og viðbrögð vistmanna við ókunnum blaða- manni urðu með ýmsum hætti? Vilja menn ekki heldur frétta hvers konar fólk er þarna að Sigurður Þór Guðjónsson: F eluleikur Kleppslækna finna, hverjar eru orsakir meina þeirra, hvaða lækninga njóti og hver sé árangur þeirra? Grein Helgarpóstsins skiptist í tvo meginhluta. Annars vegar eru beinar lýsingar á því er bar fyrir augu og eyru blaðamanns, hins vegar hermir hann viðhorf og skoðanir lækna. Hér er ekki rúm til að gefa hugleiðingum blaða- manns gaum, enda skipta þær litlu máli er maður les það sem sérfræðingar telja brýnast að fræða þjóðina um starf sitt þegar þeir fá tækifæri til þess í skýru og stuttu máli. Þá verður ljóst að blaðamanni er sannarlega vork- unn og má fremur teljast fórnar- lamb en sökudólgur. Löngum hefur leynd hvílt á þeim verkum sem framin eru á Kleppi. í krafti sérfræði sem fáir voga að draga í efa og einokunar sem varla er hægt að hnika, hefur læknum og sérfræðingum tekist að sveipa þessa stofnun dulrænum ógnarljóma svo fólk sér hana fyrir sér sem forneskjulegt muteri þar sem iðkaðar eru háheilagar og leyndar töfraathafnir sem stjórn- að er af hálfu ójarðneskum huldu- körlum. Þegar svo æðstuprestar stíga út úr hálfrökkri musterisins sjá þeir ekki handaskil fyrir of- birtu dagsins. Samhengið í ræðu þeirra verður ekki ósvipað sam-. bandstruflunum í skilaboðum heimsfrægra miðla af dásemdum sjöunda plansins. Eftir að hafa fjallað um geðræn vandkvæði árum saman fær Lárus Helgason yfirlæknir þá vitrun að sennilega vildi álitlegur hópur sjúklinga „lifa í samfélagi við annað fólk“. En því miður sé almenningur í landinu svo for- dómafullur og óumburðarlyndur í garð fólks með geðræn einkenni að þeir ættu líklega erfitt uppdrátt- ar, einkum í Reykjavík, en ástand- ið sé sennilega öllu skárra á landsbyggðinni. Hverju barni er það ósjálfrátt ljóst, að öllum mönnum er bráð nauðsyn að lifa í samfélagi með öðrum og myndu ella verða jafnvel sérfræðingum í geðsjúkdómum gjörsamlega ofviða. Það sem læknirinn á kannski við er eðlilegt líf með öðrum og nú er vert að staldra við. Þarna gafst Lárusi Helgasyni gott tækifæri til að upplýsa almenning um ýmis for- vitnileg atriði. Þess í stað fer hann hina sígildu leið þeirra Klepps- vitringa að gera lítið úr dóm- greind alþýðu til að greina vit frá vitleysu. Skilja má orð Lárusar þannig, að í raun og veru sé lítið eða ekkert við andlegt heilbrigði sumra vistmanna að athuga, nema hvað þeir komi „undarlega fyrir" í orðum og athöfnum þ.e. leggi annað gildismat á þá atferlishætti og umgengnisvenjur sem álitnar eru allt að því guðleg birting „heilbrigðra lífshátta". Það sé því fremur þröngsýni og óumburðar- lyndi borgaralegra hversdags- venja og værrukærra lífsgæða- hugmynda er skapi árekstra sjúkl- inga við umhverfið fremur en afbrigðilegt hugarstarf og ónátt- úrlegt æði þeirra sjálfra. Hér hefði Lárus átt að grípa gæsina meðan hún gafst og fræða lesend- ur um afstöðu sérfræðinga á Kleppi til þessara mála sem marg- ir velta fyrir sér. Líta þeir á vandamál einstaklingsins í sam- hengi við þann félagslega, stéttar- lega, fjárhagslega og jafnvel póli- tíska veruleika sem ríkir í því umhverfi þar sem mein hans urðu til? Eða meðhöndla þeir hann blátt áfram sem bilaðan mótor með lausa skrúfu sem hægt sé að herða með mekanískum tólum? Almenningur hefur áreiðanlega meiri áhuga á að frétta þetta en um ímyndaða leti sína að sækja göngudeildir. Reyndar spurði blaðamaður Lárus beinlínis um orsakir geð- rænna vandkvæða. Doktorinn svaraði: „Það er í raun og veru enginn vissa fyrir orsökum geð- sjúkdóma. Hjá sumum eru ein- kennin væg og koma sjaldan eða ekki í ljós, en hjá öðrum þyngri og erfiðari viðureignar", o.s.frv. Klepparar eru annálaðir snill- ingar í að svara ítarlega því sem ekki er um spurt. Ef þeir eru inntir eftir orsökum geðsjúkdóma kemur langt hugarreik um ein- kenni geðsjúkdóma. Spyrji maður þá um einkenni geðsjúkdóma í þeirri von að þeir slampist nú á orsakir geðsjúkdóma má búast við innblásinni fræðslu um tíðni geðsjúkdóma. Hugarflug geð- lækna virðist órannsakanlegt eins og vegir guðs. Þó orsakir sumra geðsjúkdóma, séu ekki þekktar með sömu vissu og hundaæðissýkillinn eru það full helgikennd trúarbrögð að sveipa upptöku þeirra dýrðarljóma óræð- innar launspeki eins og týnda landið Atlantis. Því ekki að rekja í örstuttu máli það helsta sem menn ætla um orsakir geðrænna vandkvæða: arfgengi, líffræði- legar ástæður, erfiðleika og sárs- auka í barnæsku, gölluð fjöl- skyldutengsl, þó enginn ætlist til að yfirlæknir valdi hneykslun með því að geta um lífsleiða og and- leysi ríkra stétta í auðugum sam- félögum. Hefði ekki verið hrein- legra að segja satt en leika feluleik og þykjustu-fáfræði? Eða er kunnátta þessara manna ekki eins glæsileg og þögn þeirra reyn- ir að telja fólki trú um? Gáfnamerki er gott ad þegja, Klotta ad því sem aðrir seKja. hafa spekinK-ssvip á sér. Viðlits aldrei virða neina, virðast huKsa margt — en leyna þvi sem raunar ekkert er. þarna er kannski komin skýr- ingin á því að í opnu-blaðagrein er aðeins einum dálki varið til að fjalla um kjarna málsins. Hvernig er meðferð hagað og hver er árangur hennar? Er endurhæfing vistmanna til að draga úr árekstr- um við umhverfið hagað á þann hátt að beyja hugsanir þeirra, tilfinningar og framkomu undir þau sálrænu, hugmyndalegu, sið- rænu, umgengnislegu og efna- hagslegu gildi sem mest eru í heiðri höfð í þjóðfélögum Vestur- landa? Þessi lífsstíll hefur raunar verið gagnrýndur af ýmsum heim- spekingum, trúarleiðtogum, fé- lagsfræðingum, stjornvísinda- mönnum og jafnvel sumum geð- fræðingum. Er Kleppur nokkurs konar sálrænt Dale Carnegie- námskeið, álíka sefjandi af lífsþægindagræðgi og innantómt af skrumi? Eða leitast meðferðin ef til vill við að stuðla að því að einstaklingurinn verði sem hæf- astur í skapandi tjáskiptum við umhverfið og virki sem stærstan hluta eðlislægra sérkenna til að nýta sjálfan sig og þær samfé- lagslegu staðreyndir sem fyrir hendi eru? Eða búa allt önnur lækninga- og meðferðarsjónarmið að baki og þá hver? Þetta megin- atriði þegja þeir Kleppsbræður í hel. Og að það heyrist hljóð úr því horni einhvern tíma fyrir fall vestrænnar menningar er álíka sennilegt og að leiðtogar Sálar- rannsóknafélagsins hætti að boða eilíft líf. ólafur Jóhann Jónsson lætur þó svo lítið að bollaleggja hvort þessar leyndardómsfullu lækn- ingar séu ómaksins virði. Hann telur varanlega bót sjaldgæfa en hægt sé að halda einkennum niðri. Hvers vegna eru þessir sérfræð- ingar þá ekki kallaðir eftirlitsm: enn samkvæmt starfi sínu? í þessum orðum kemur fram það dimma og dapurlega vonleysi sem svífur eins og illur andi yfir vötnum á Kleppsspítala. Þegar rætt er um fólk með geðræna kvilla er tónninn oftast eins og það sé alveg óhæft til að taka þátt í lífinu nema sem nokkurs konar lifandi lík. Þetta lætur sérlega hvetjandi og uppörvandi í eyrum þeirra sem glíma við andlegar kreppur á lífsleið sinni, hvaða nafnbreytingum þær kunna að taka á leið sinni frá lifandi einstaklingum inn í skjalasöfn læknisfræðinnar. Fólk sem býr við erfiða og ólæknandi líkamlega sjúkdóma er auðvitað þrátt fyrir það fært um að finna lífi sínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.