Morgunblaðið - 04.06.1980, Side 31

Morgunblaðið - 04.06.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 31 Stórleikur í kvöld Tekst vörn Fram að halda markinu hreinu? I KVÖLD kl. 20.00 fer fram stórleikur í íslandsmótinu í knattspyrnu er lið Fram og Vals mætast á Laugardaisvellinum. Bæði liðin eru taplaus til þessa, hafa hlotið þrjú stig. Valsmenn hafa skorað 10 mörk en fengið á sig tvö, en lið Fram hefur aðeins skorað fjögur en hefur hinsvegar tekist að halda marki sinu hreinu, og er eina liðið í 1. deildinni sem ekki hefur fengið á sig mark. Leikur þessi er afar mikilvægur fyrir bæði liðin og búast má við hörkuviðureign. Enda hafa leikir Vals og Fram alitaf boðið upp á mikla og góða skemmtun. Lið Vals hefur skorað 10 mörk til þessa og verður fróðlegt að sjá hvort framherjum þeirra tekst að gera hinum sterku varnarleikmönnum Fram lífið leitt og skora hjá þeim. Annar leikur i 1. deildinni fer fram í Vestmannaeyjum þar sem heimamenn mæta Þrótturum kl. 20.00. Ekki er gott að spá fyrir úrslit í þeim leik en lið ÍBV er þó öllu sigurstranglegra enda á heimavelli. Eftirtaldir leikir fara fram i ísiandsmótinu i knattspyrnu i kvöld: Miðvikudagur 4. júni 1. deild Laugardalsvollur kl. 20.00 Fram — Valur 1. deild Vestmannaeyjavöllur kl. 20.00 ÍBV - bróttur 2. fl. A KR-völlur kl. 20.00 KR — Stjarnan 2. fl. A KA-völlur kl. 20.00 KA - Þór 2. fl. A 2. fl. A Selfossvöllur kl. kl. 20.00 20.00 Haukar — Leiknir Selfoss — VíkinKur 2. fl.C ísafjarÖarvöllur kl. 20.00 ÍBÍ — Grótta 2. fl. C Þorlákshafnarvöllur kl. 20.00 Þór - ÍR 2. fl. C Armannsvöllur kl. 20.00 Ármann — Fylkir 2. fl. C Ileiöarvöllur kl. 20.00 ÍK - KS 3. fl. B Stjörnuvöllur kl. 20.00 Stjarnan — Haukar Staðan i íslandsmótinu 1. deild er nú þessi: Valur 3 3 0 0 10:2 6 Fram 3 3 0 0 4:0 6 Akranes 3 2 0 1 3:3 4 Keflavik 3 111 3:3 3 Breiðablik 3 10 2 4:5 2 ÍBV 3 10 2 2:3 2 Þróttur 3 10 2 1:2 2 KR 3 10 2 1:4 2 Víkingur 3 0 12 3:4 1 Staðan i 2. deild er þessi: ÍBÍ 2 2 0 0 7:4 4 Völsungur 2 2 0 0 2:0 4 KA 1 1 0 0 4:0 2 Fylkir 2 1 0 1 3:3 2 Haukar 2 1 0 1 5:6 2 Ármann 2 0 1 1 3:4 1 Selfoss 2 0 1 1 3:4 1 Austri 1 0 0 1 0:1 0 Þróttur 2 0 0 2 2:7 0 Þór 0 0 0 0 0:0 0 Markhæstir: Matthias Ilallgrímss. Val Pétur Ormslev Fram Ingólfur Ingólfss. Brbl. 2 6 Sigurður Grétarss. Breiðabl. 2 2 ólafur Danivalss. 2 Leikum til sigurs - segir fyrirliði Valsmanna ÉG er dauðþreyttur eftir lands- leikinn. en verð vonandi orðinn hress á morgun sagði fyrirliði Valsmanna Guðmundur Þorbjörnsson er Mbl. ræddi við hann í gær. — Ég er bjartsýnn á að við vinnum sigur í leiknum, hann leggst vel i mig. Okkur i Val hefur gengið vel fram að þessu og ég sé ekki hvers vegna I ætti að verða iát á því. Frammar- ar eru hinsvegar ávallt erfiðir mótherjar við að eiga og okkur hefur ekki gengið of vel með Fram í gegn um árin. Leikirnir hafa oftast endað með jafntefli en ég hef fulla trú á að við skorum hjá þeim á morgun. Við komum til með að leika til sigurs sagði Guðmundur, sem ekki vildi spá um úrslit leiksins. — þr. • Marteinn Geirsson. hinn nýji landsliðsfyrirliði. er aðalmaður einu varnarinnar í 1. deild, sem enn hefur ekki fengið á sig mark. Höldum markinu hreinu - segir Marteinn FYRIRLIÐI Fram. Marteinn Geirsson, sagðist vera þreyttur eftir landsleikinn á móti Wales en þrátt fyrir það legðist leikur- inn á móti Val vel í sig. — Valsmenn eru sterkir núna og við þurfum að leika vel til þess að leggja þá að velli. Við erum með nokkra menn á sjúkralista og ég vonast til að þeir verði orðnir góðir fyrir leikinn. Pétur er að ná sér, það yrði missir að hafa hann ekki með. Miðvallarspil okkar í Fram er ekki nægilega sterkt ennþá og þess vegna leggj- um við áherslu á sterkan varnar- leik, sagði Marteinn. — Ég tel að • Guðmundur Þorbjörnsson hef- ur verið lykilmaður I velgengni Vals það sem af er keppnistima- bilinu. Hann á áreiðanlega eftir að gera hinni sterku vörn Fram skráveifu. Valsmenn verði okkar erfiðustu mótherjar í íslandsmótinu og því er mikið i húfi í kvöld. Byrjun okkar lofar góðu og vona ég að við höldum okkar striki. Ég spái þvi að leikurinn endi með jafn- tcfli 0-0. - þr. Einkunnagjöfin VEGNA þrengsla í blaðinu hefur ekki reynst unnt að birta ein- kunnagjöfina frá leik ÍBV og UBK á föstudagskvöldið fyrr en nú. LIÐ ÍBV: Páll Pálmason 6 Sveinn Sveinsson 6 Viðar Eliasson 6 Þórður Ilaligrimsson 6 Gústaf Baldvinsson 6 Snorri Rútsson 7 Jóhann Georgsson 5 Óskar Valtýsson 6 Ómar Jóhannsson 6 Tómas Pálsson 5 Sigurlás Þorleifsson 8 Einir Ingólfsson (vm) 5 LIÐ UBK: Guðmundur Ásgeirsson 7 Helgi Helgason 5 Einar Þórhallsson 7 Valdemar Valdemarsson 6 Benedikt Guðmundsson 6 Vignir Baldursson 6 Sigurjón Rannversson 5 Þór Hreiðarsson 5 Sigurður Grétarsson 6 Helgi Bentsson 7 Ingólfur Ingólfsson 5 Sigurjón Kristjánsson (vm) 5 Hákon Gunnarsson (vm) 5 Dómari: Guðm. Haraldsson 8 Hörð siglingakeppni Úrslit fengust ekki fyrr en á síðustu mínútum Á sjómannadaginn var haldin siglingakcppni á Fossvogi i bliðskaparveðri. Keppni var mjög hörð i öllum flokkum og fengust úrslit ckki ráðin fyrr en á siðustu minútum. í Fireball-flokk var keppnin um fyrsta sætið mjög hörð milli Gunnars og Gunnlaugs annars vegar og Páls og ólafs hins vegar. Páli og ólafi gekk illa í upphafi, en komust þó fram úr Gunnari og Gunnlaugi, en þeir fylgdu fast á eftir og var ekki ljóst hvor myndi sigra fyrr en komið var i mark. Um Mirror-flokkinn er lítið annað að segja en það að Baldvin og Óttar urðu óumdeildir sigur- vegarar annað árið í röð. I Optimist-flokki áttu í harðri keppni Úlfar og Sævar Már. Úlfar vann þessa keppni í fyrra og einnig nú og sannaði að hann er einn af okkar bestu Optimist- siglurum sem komið hafa fram að Sævari og öðrum ólöstuðum. í opna flokknum, þar sem keppt er með forgjafarfyrirkomulagi, má segja að keppnin hafi verið einna skemmtilegust, enda flestir bátar í þeim flokki. Rúnar tók forustu strax í upphafi og hélt henni til enda, en Ári og Baldvin á Wayfarer og Bjarni og Hannes, einnig á Wayfarer, söxuðu á for- skotið undir lok keppninnar og urðu rétt á eftir honum í mark, en það nægði Ara og Baldvini ekki til sigurs á forgjöf þannig að þeir höfnuðu í öðru sæti en Bjarni og Kjartan urðu að láta sér nægja þriðja sætið. Laugardaginn 31. maí var hald- in keppni á kjölbátum sem eru stærri seglbátar með föstum kili og var siglt frá Fossvogi, fyrir Gróttu til Reykjavíkur og aftur til baka. Þrír bátar hófu keppni, en einn varð að hætta af óviðráðanlegum orsökum. Skýjaborg sem er 24 feta bátur, smíðaður hér á landi, tók fljótlega forustu en það dugði henni ekki til sigurs. Auðbjörg, 27 feta, var skammt undan og endaði sem sigurvegari á forgjöf eins og oft áður undir stjórn Jóhanns Níelssonar. Áhöfn Skýjaborgar skipuðu Hlynur Ingimarsson, Margrét Magnúsdóttir, Jón Ara- son, og Auðbjörg sigldu Jóhann Níelsson, ísleifur Friðriksson og Páll Hreinsson. Úrslit í kjölbátakeppni: 1. Auðbjörg, umreiknaður tími 3 klst. 17 mínútur. 2. Skýjaborg, umreiknaður tími 3 klst. 20 mínútur. Úrslit á sjómannadag: Fireball-flokkur. 1. Páll Hreinsson, Ólafur Bjarnason. 2. Gunnlaugur Jónasson, Gunnar Guðmundsson. Mirror-flokkur. 1. Baldvin Björgvinsson, Óttar Hrafnkelsson. Optimist-flokkur. 1. Úlfar Ormarsson. 2. Sævar Már. Opinn flokkur. 1. Rúnar Steinsen, Laser. 2. Ari Bergmann og Baldvin Ein- arsson, Wayfarer. Greenwood velur Landsliðseinvaldur Englands. Ron Greenwood, valdi i gær alla þá leikmenn sem hann ætlar sér að hafa með til ítaliu. að einum undanskildum. Etlar Greenwood að biða i lengstu lög með að tilkynna hvort það verður Garry Birtles, Laurie Cunningham eða Peter Barnes sem verður leik- maður númcr 22. En þeir leik- menn sem valdir hafa verið, eru eftirfarandi. Markverðir: Ray Clemence (Liv- erpool), Peter Shilton (Forest) og Joe Corrigan (Man. City). Varnarmenn: Phil Neal ( Liver- pool), Viv Anderson (Forest), Mick Mills (Ipswich), Phil Thomson (Liverpool), Dave Watson (South- ampton), Emlyn Hughes (Wolves), Trevor Cherry (Leeds) og Ken Sanson (Palace). Miðvallarmenn: Ray Wilkins (Man. Utd), Steve Coppell (Man. Útd), Trevor Brokking (West Ham), Glenn Hoddle (Tottenham), Ray Kennedy (Liverpool), Terry McDermott (Liverpool) og Kevin Keegan (Southampton). Framherjar: David Johnson (Liverpool, Paul Mariner (Ips- wich), Tony Woodcock (Köln). Síðan annaðhvort Birtles, Cunn- ingham eða Barnes. í fljótu bragði virðist sem þurrð sé í framherjum í enska hópnum, en því er til að svara, að ef í hart fer, þá má nota bæði Keegan og Coppell sem framherja með góðum árangri. Skallamet MIKAEL Palmquist. 20 ára gamall Svíi frá Stokkhólmi, setti nýtt heimsmet í að halda knetti á lofti. Hér var um skallamet að ræða og skallaði Palmquist knöttinn 20.100 sinnum áður en hann missti hann niður á jörðina. Palmquist átti gamla metið, 16.073 skipti. Álafosshlaupið ÁLAFOSSHLAUPIÐ fer fram á lokadegi Íþrótta- hátiðar Í.S.Í. og hefst hjá Álafossi í Mosfellssveit kl. 19.45, sunnudaginn 29. júní og lýkur á Laugardalsvelli. Æskilegt er að þátttöku- tilkynningar berist sem fyrst til skrifstofu F.R.Í. íþróttamiðstöðinni eða pósthólf 1099, ásamt fæð- ingardegi og ári. Endanlegur skráningar- frestur hefur ekki verið ákveðinn, en mun renna út stuttu fyrir hlaupið og verð- ur nánar auglýstur siðar. Dunlop- og Vella-golfmót um helgina OPNA Dunlop-keppnin í golfi verður haldin á Hval- eyrarvcllinum og er hún fyrir drengi og unglinga. Fer hún fram á laugardag- inn og hefst klukkan 13.00. Á sunnudeginum hefst keppnin síðan á nýjan leik klukkan 10.00. Á sunnudaginn klukkan 14.00 hefst siðan Vella- golfmótið og er það kvenna- keppni. Fer það einnig fram á Hvaleyrarvelli. SPORT - nýtt tímarit ÚT ER komið nýtt timarit um iþróttir og heitir það Timaritið Sport. Aðstand- endur eru m.a. iþrótta- fréttamenn af Dagblaðinu. Sigurður Sverrisson og Morgunblaðinu, Guðmundur Guðjónsson. Fyrsta tölublað kom út á mánudaginn og að sögn útgefenda mun það koma út mánaðarlega. Efni fyrsta tölublaðs er ákaflega fjölbreytilegt og ekki síður skrifað um ferða- lög, hestamennsku, veiðiskap og bifreiðaíþróttir, en keppn- isíþróttirnar hefðbundnu. Tímaritið Sport kostar innan við þúsund krónur og fæst á flestum blaðsölustöðum, auk þess sem það verður sent út á landsbyggðina. Skotar enn í kennslu SKOTAR riðu ekki feitum hesti frá landsleik sínum í knattspyrnu gegn Ungverj- um i Budapest á laugardag- inn. Þetta var annar leikur skoska landsliðsins i Aust- ur-Evrópuferð sinni. í þeim fyrri tapaði skoska liðið 0—1 fyrir Pólverjum, en var i raun sundurleikið. Nú tóku Ungverjar Skotana i kennslustund og sigruðu 3—1, eftir að staðan 1 hálf- leik hafði verið 1—0 fyrir Ungverja. Ándras Toroschik skoráði tvö af mörkum Ungverja og Kereki það þriðja. en Ken Dalglish skoraði eina mark Skota á 70. minútu leiksins og var staðan þá orðin 3—0. Aðeins mjög góð markvarsla Alans Rough i marki Skota bjargaði skoska liðinu frá enn verri útreið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.