Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
EVITA
í Súlnasalnum
Birgir Gunnlaug88on fer med
hlutverk sögumannH i gervi Che
Guevara.
Nú verður þetta fræga verk
sett upp hér, að vísu í allbreyttri
mynd, þ.e. í stað söngvanna sem
eru aðaluppistaða verksins í
upprunalegu uppfærslunni,
koma nú dansar, auk þess sem
sýningin er allverulega styttri
en hin upprunalega, enda samin
fyrir og sett upp á skemmtistað.
þeir sem að þessari sýningu
standa eru hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar, sem sér um
tónlistarlegu hliðina, auk þess
sem Birgir gegnir hlutverki
sögumanns og Bára Magnúsdótt-
ir og félagar úr dansflokki henn-
ar, en Bára hefur samið alla
dansana. Útsetningar annaðist
Ólafur Gaukur.
Blm. og ljósmyndari brugðu
sér á æfingu í Súlnasalnum á
Sögu á dögunum og spjölluðu við
nokkra aðstandendur sýningar-
innar.
Bára Magnúsdóttir hefur samið
alla dansana.
fluttist til Reykjavíkur fyrir
tveimur árum og lét þá af því
verða að læra að dansa, en til
þess hafði hann alltaf langað.
Það fórst reyndar heldur óhönd-
uglega í byrjun, sagði Guðberg-
ur, en honum varð það á að skrá
sig í frúarleikfimi! Fyrstu kynni
Guðbergs af dansmenntinni voru
því ekki alveg í samræmi við það
sem hann hafði búist við. En
ekki var að sjá að það stæði
honum fyrir þrifum á dansgólf-
inu.
Þeim Gyðu og Guðbergi bar
saman um það að ekki þýddi að
láta sig dreyma um atvinnu-
mennsku í dansi á íslandi, þau
nytu þess bara að hafa tækifæri
til að dansa nú og hefðu ekki
áhyggjur af framtíðinni, en
Gyða hefur reyndar áhuga á
blaðamennsku.
Þess ber að geta að sýningin á
laugardagskvöldið verður frum-
sýning númer tvö, því Evita
steig sín fyrstu spor í „Sjallan-
um“ á Akureyri á dögunum.
Tóku Akureyringar sýningunni
mjög vel, að sögn, og er hópurinn
ráðinn þangað í haust, en á Sögu
verða þau tii septemberloka.
í>að verður ekki annað sagt en að þeir félagar Tim Rice
og Andrew L. Webber séu fundvísir á „súperstjörnur“, en
þeir slógu sem kunnugt er í gegn með söngleiknum „Jesus
Christ Superstar", fyrir u.þ.b. áratug.
Nú er það „Evita“, söngleikur byggður á æviferli Evu
Duarte Peron sem var forsetafrú Argentínu m.m., sem fer
sigurför um heiminn. Náði verkið strax töluverðum
vinsældum er það kom út á plötum fyrir nokkrum árum
og gengur nú fyrir fullum húsum í London og Broadway
svo eitthvað sé nefnt.
íslendingar. sem að undanförnu hafa átt leið til
Lundúna og hefur fýst að sjá söngleikinn hafa margir
hverjir orðið frá að hverfa því að uppselt hefur verið marga
mánuði fram í tímann.
Æviferill Evu Peron er lika býsna girnilegt yrkiseíni,
nokkurs konar nútima Öskubuskuævintýri. Hún fæddist
árið 1919 í litlu sveitaþorpi í Argentínu, hófst upp úr sárri
fátækt til æðstu metorða og lést árið 1952 aðeins 33 ára
gömul, úr krabbameini, þá forsetafrú og valdamesta
kona Argentínu.
Dansatriði úr 3. þætti.
Evita er komin til stórborgarinnar, Buenos Aires og stjarna
hennar fer ört . hækkandi.
Bára Magnúsdóttir sagði 14
dansara taka þátt í sýningunni,
sem er tæpl. klst. löng. Æfingar
hafa staðið yfir í u.þ.b. þrjá
mánuði og eiginlega verið samið
og æft jöfnum höndum. Oft á
„ókristilegum" tímum, því dans-
ararnir eru allir ungt fólk sem
stundar vinnu eða skóla en á
dansinn að aðaláhugamáli. „En
það er mikill kostur að þekkja
sitt fólk,“ sagði Bára, „það gerir
það auðveldara að semja þannig,
að hæfileikar hvers og eins njóti
sín til fulls." Bára sagði ákaflega
skemmtilegt að fást við þetta
verk. í því væri mikil lífsorka,
söguþráðurinn ævintýri líkastur
og byði upp á mikla fjölbreytni í
túlkun. Eru það orð að sönnu,
enda er skipt átta sinnum um
sögusvið á hringgólfinu í Súlna-
salnum. Verkið hefst á útför
Evitu Peron, síðan er farið aftur
í tímann og byrjað í heimabæ
hennar og litskrúðugu lífshlaupi
hennar fylgt uns kemur að
endalokunum og segja má að
hringurinn lokist eins og segir í
sýningarskrá. Hlutverk sögu-
manns er veigamikið, þar eð
hann er tengiliður áhorfenda við
það sem er að gerast á sviðinu.
Sá háttur er hafður á að
sögumaður er úti í sal meðal
áhorfenda og túlkar hann sögu-
þráðinn í söng milli dansatriða.
Fer Birgir Gunnlaugsson með
það hlutverk, eins og áður segir,
en hann er einnig höfundur
textans, sem að mestu leyti er
frumsaminn af honum.
Birgir sagði að auk þess sem
hann rekti söguþráðinn, væri
hann í raun fulltrúi ákveðinna
viðhorfa gagnvart Evitu, en
sögumaður er sem kunnugt er
látinn birtast í gervi byltingar-
Aðalleikarar, eða réttara sagt aðaldansarar, „Evitu“. f.v. Evita,
Gyða Kristinsdóttir, Peron, Guðbergur Garðarsson og ástkona
Perons, Margrét Arnþórsdóttir.
hetjunnar Che Guevara, sem átti
það sameiginlegt með Evu Du-
arte að gegna veigamiklu hlut-
verki í sögu S-Ameríku, þótt
með öðrum hætti væri. Síðan
væri það áhorfenda að gera upp
hug sinn. Aðspurður hvort ekki
væri vandkvæðum bundið tón-
listarlega séð að setja jafn
veigamikið verk upp, kvað hann
svo ekki vera. Að vísu spönnuðu
útsetningarblöðin 120 metra, þar
af 14 hjá blásurunum, en Ólafur
Gaukur hefði unnið mikið og
gott verk við útsetningarnar.
Gyða Kristinsdóttir dansar
Aðstandendur sýningarinnar
„Evita“, sem verður frumsýnd
i Súlnasalnum i kvöld.
Evitu. Gyða er 21 árs gömul
Reykjavíkurmær, stundar nám í
K.H.I. og á eitt ár eftir í
kennarapróf. Hún byrjaði að
dansa 6 ára gömul, en hefur
verið hjá Báru í rúm átta ár.
Gyða sagði að það væri geysi-
gaman að taka þátt í svona
sýningu og þótt tíminn hefði oft
verið knappur, yfirskyggði
ánægjan það. Annað var reyndar
ekki heldur að sjá á samdönsur-
um hennar og það var greinilegt
að þarna var samstilltur hópur á
ferð. Þegar blm. þreifaði eftir
því, hvort eitthvað hefði nú ekki
verið erfitt, sagði hún að það
væru þá helst hin tíðu sviðs-
skipti, en eins og áður sagði er
skipt átta sinnum um sögusvið í
sýningunni og skiptir Gyða jafn-
oft um búning.
Guðbergur Garðarsson fer
með hlutverk Perons, sem er
annað veigamesta hlutverk
leiksins, auk þess sem hann
túlkar Magaldi, fyrsta elskhuga
Evitu, í upphafi sýningarinnar.
Milli þess sem hann dansar
hlutverk s-amerískra einræðis-
herra lærir hann til kokks.
Guðbergur er ísfirðingur, en