Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
19
Rögnvaldur Sigurjónsson:
Að vera —
eða ekki vera
Margt er skrýtið í kýrhausnum.
Þjóðviljinn virðist vera orðinn
aðalmálgagn Vigdísar Finnboga-
dóttur, ef marka iná allar þær
greinar sem birtast þar um ágæti
frúarinnar til að gegna æðsta
embætti þjóðarinnar. Og manni
skilst að þessi hreyfing vinstri
manna — þó ekki nærri allra, eftir
því sem komist er næst — sé
vegna einarðrar andstöðu hennar
við varnarliðið og Nato. En nú
bregður svo undarlega við, að
frúin gefur hverja yfirlýsinguna á
fætur annarri, þar sem hún er
bæði með og á móti varnarliðinu,
sbr. ill nauðsyn að hafa herinn! Að
minnsta kosti er undirritaður al-
veg hættur að skilja, því aðrar
eins mótsagnir hefi ég aldrei heyrt
á opinberum vettvangi fyrr. Og ef
staldrað er við ýmsar yfirlýsingar
sem Vigdís hefir látið frá sér fara,
eins og t.d. að hún sé fædd á
Islandi, af íslenskum foreldrum og
að hún elski ísland, þá liggur næst
við að spyrja: hvað með hina
frambjóðendurna, eru þeir ekki
líka fæddir á íslandi og elska sitt
land? Hvað er þá svona sérstakt
við það að Vigdís sé fædd á íslandi
og elski sitt land? Eru ekki flestir
íslendingar fæddir á íslandi? Mig
langar einnig að benda á þann
furðulega málflutning, sem stuðn-
ingsmenn Vigdísar hafa í frammi,
henni til framdráttar í þessum
kosningum, en það er, að verði
Vigdís kosin, myndi það vekja
athygli um heim allan, og við
yrðum öll heimsfræg á svip-
stundu. Og af hverju yrðum við öll
svona fræg, — jú, vegna þess að
þessi frambjóðandi er kona, en
samt á ekki að kjósa hana af því
að hún er kona. Það má æra
óstöðugan með svona röksemda-
færslu.
Með þessum línum er ég ekki að
ráðast á persónuna Vigdísi Finn-
bogadóttur. Mér hefir alltaf fund-
ist Vigdís sérlega aðlaðandi kona,
og eftir því sem ég hefi heyrt,
sómt sér vel í þeim stöðum sem
hún hefir gegnt. En þegar á að
velja á milli þessara fjögurra
frambjóðenda, sem allt er ágætis
fólk, þá held ég að þeir sem hugsa
um málið í fullri alvöru, komist
ekki hjá því að sjá að Pétur
Thorsteinsson er langhæfasti
maðurinn til að gegna þessu háa
embætti. I framhaldi af þessu
langar mig til að koma með
smásögu. Eftir sjónvarpsþáttinn
20. þ.m. var hringt heim til mín og
ég var spurður. „Hvernig er þetta
með hann Pétur, getur hann ekki
brosað eða er hann alltaf svona
alvarlegur?" Nú er spurningin: Er
verið að kjósa mann í æðsta
embætti þjóðarinnar, og þurfa
menn, til þess að ná því marki, að
Fannar Jónasson háskólanemi:
Guðlaugur er
maður æskunnar
Ég er einn af þeim mikla fjölda
ungs fólks sem kýs í komandi
forsetakosningum í fyrsta sinn.
Þótt allur þorri almennings fylg-
ist gjörla með framboðsmálum
þessa dagana, er ekki síst ástæða
fyrir okkur, sem yngri erum að
árum, að hugleiða valdsvið og
þýðingu embættis forseta íslands.
I stjórnarskrá lýðveldisins Is-
lands er tilgreint hvaða vald
forseti íslands hefur. Þetta vald
er mikið í orði, en að jafnaði
takmarkað á borði. Hins vegar eru
áhrif forsetans í þjóðfélaginu mik-
il.
Þannig má skipta störfum for-
setans í tvo megin þætti. Forset-
inn er þjóðhöfðingi landsins og
sameiningartákn þess og kemur
fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði
hérlendis og erlendis.
Forsetinn er einnig æðsti emb-
ættismaður ríkisins að því er
varðar löggjafar- og fram-
kvæmdavaldið.
Þegar fréttist að Guðlaugur
Þorvaldsson gæfi kost á sér til
embættis forseta íslands glöddust
margir og ekki síður ungir kjós-
endur en aldnir. Enda hefur Guð-
laugur haft meiri samskipti við
ungt fólk en flestir aðrir. Mikill
hluti ævistarfs hans hefur tengst
unga fólkinu.
Sem kennari og fræðimaður
naut hann óvenju mikilla vin-
sælda. Slíkum vinsældum nær
ekki nema sá sem lítur á nemend-
ur sína sem jafningja, lítur á sig
sem leiðsögumann meðbræðra si-
nna.
Guðlaugur hefur ætíð gert sér
far um að kynna sér viðhorf ungs
fólks og sýnt skilning á viðhorfum
þess. Eða svo notuð séu orð hans
sjálfs í blaðaviðtali fyrir skömmu:
„Unga fólkið er mesta auðlindin
sem við eigum.“
Guðlaugur naut mikils stuðn-
ings nemenda Háskóla íslands,
bæði vinstri og hægri manna og
var enda kjörinn rektor með
miklum meiri hluta atkvæða. Sem
maður æskunnar hefur Guðlaugur
borið gæfu til að taka á málum
með einurð og festu og fengið
málsaðila til sátta.
Því sýnist mér að æska þessa
lands geti óhikað fylkt sér undir
merki Guðlaugs, sem og raunar
allir aðrir aldurshópar.
Það er vissulega mikilvægt
hverju sinni, að til embættis
forseta íslands veljist hinir hæf-
ustu menn. E.t.v. hefur aldrei
verið meiri þörf en nú, að vel
takist til um valið, þar sem ýmsar
blikur eru á lofti, bæði í alþjóða-
málum og málefnum íslands. Að
öllum öðrum frambjóðendum
ólöstuðum er enginn þeirra eins
líklegur til að vera tákn samein-
ingar meðal þjóðarinnar á erfið-
um tímum og Guðlaugui Þor-
valdsson.
Að gef nu
tilefni
Að gefnu tilefni skal tekið
fram að fyrirtæki mitt sá ekki
um hátalarabúnað þann, sem
notaður var á kosningahátíð
Vigdísar Finnbogadóttur í
Laugardalshöll þann 24. júní
síðastliðinn.
Radíostofan Sveinn
Jónsson,
Þórsgötu 14,
Reykjavík.
vera með stöðugt bros á vörum og
helst að sofa með það? Ég hefði
haldið, að aðalatriðið sé, að sá
maður sem gegnir embætti for-
seta, sé fyrst og fremst fær um að
gegna því.
Ég hefi þekkt Pétur síðan við
vorum unglingar, og get fullvissað
háttvirta kjósendur um það, að
ekkert skortir á húmorinn hjá
Pétri, en í því sambandi dettur
mér í hug sagan af séra Bjarna
vígslubiskup, er hann var spurður
að því á förnum vegi, hversvegna
hann væri ekki eins áheyrilegur í
predikunarstól og þegar hann
héldi tækifærisræður. Svarið var:
Ætlast þú til að ég fari að segja
brandara í predikunarstóinum?"
Kjósum hæfasta manninn — kjós-
um Pétur Thorsteinsson.
Jón Þórarinsson:
Alþingi þarfn-
ast aðhalds
í grein minni, sem birtist í
Mbl. í gær undir þessari
fyrirsögn, hefur prentvillu-
púkinn leikið lausum hala.
Hann er, eins og vænta
mátti, ekki hliðhollur Pétri
Thorsteinssyni og okkur
stuðningsmönnum hans.
Ég hirði ekki um að leið-
rétta minni háttar villur, en í
niðurlagi greinarinnar hafa
fallið niður nokkrar línur og
tvær málsgreinar orðið að
einni, lítt skiljanlegri. Þetta
er óhjákvæmilegt að leið-
rétta. Þessi hluti greinarinn-
ar átti að hljóða þannig
(feitletraðar þær setningar,
sem niður féllu eða brengluð-
ust):
Með þökk fyrir birtingu.
Þegar fyrsti íslenzki þjóð-
höfðinginn var valinn, vald-
ist í embættið eini sendi-
herra þjóðarinnar, sem þa
var, og munu varla aðrir
hafa þótt koma til greina.
Flestir munu vera þeirrar
skoðunar. að þar hafi vel
tekizt til.
Ég treysti því, að Pétur
Thorsteinsson hafi til að
bera þá drenglund. skap-
festu og kjark. sem ég tel að
muni vera forsetanum nauð-
synlegastir mannkostir á
næstu árum. Um starfs-
reynslu hans, sem að gagni
mætti koma í embætti for-
seta íslands, og frábæra
þekkingu jafnt á innan- sem
utanríkismálum munu flestir
vera á einu máli, jafnvel
miklu fleiri en þeir, sem að
svo stöddu hafa ákveðið að
greiða honum atkvæði sitt.
Þessir menn ættu að skoða
hug sinn betur, og ég vil
bæta því við að gefnu tilefni,
að ég tel það misnotkun á
atkvæðisrétti og jaðra við
siðleysi, ef menn við kjör-
borðið ganga framhjá þeim
hæfasta og kasta atkvæði
sínu á þann, sem þeir telja
næstbeztan, til þess eins að
fella þriðja frambjóðanda,
sem talinn er sigurstrangleg-
ur á grundvelli misjafnlega
trúverðugra skoðanakann-
ana.
aö Hraunborgum í Grímsnesi, sem dreginn veröur út í 3.
flokki 3. júlí n.k.,veröur til sýnis í dag og á morgun frá kl.
11.00 til 19.00.
Leiöin er merkt frá Kiöjabergsvegi viö Minniborg.
miÐI ER mÖGULEIKI ^ _
Dúum ÖLDRUÐUm (ŒHI ( J
ÁHYGGjULAU/T ÆVIKVÖLD V >1 V V