Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980
25
Bandaríska sendiráðið:
Gefum ekki upplýsingar
um mál einstakra manna
Magnús Magnússon:
Skoðanakannanir
eru ekki forkosningar
í ágætri grein í Morgunblaðinu
27. júní fjallaði Jónas H. Haralz
um skoðanakannanir. Ég tek und-
ir allt það, sem í þeirri grein
stendur, en vil benda á eitt atriði
enn.
I forsetakosningunum 29. júní
er líklegt, að forseti verði kjörinn
með um 30% greiddra atkvæða.
Slíkt er að sjálfsögðu óæskilegt. Á
það hefur verið bent, m.a. í grein
eftir Pál V. Daníelsson í Morgun-
blaðinu 27. júní, að breyta þyrfti
stjórnarskránni á þann veg, að
kosið yrði að nýju milli tveggja
atkvæðahæstu frambjóðenda, ef
enginn fengi meira en 50%
greiddra atkvæða í fyrstu kosn-
ingunum. Slíkar forkosningar
mundu leysa vanda sem þann, sem
við nú stöndum í. Þá gætu kjós-
endur greitt atkvæði eftir sann-
færingu sinni þeim frambjóðanda,
sem þeir telja hæfastan til að
gegna embætti forseta íslands, án
þess að óttast, að með þvi greiði
þeir götu þess, sem þeir sízt vilja,
til forsetaembættisins.
Stuðningsmenn eins frambjóð-
anda, og frambjóðandinn sjálfur,
hafa reynt að gefa þeim skoðana-
könnunum, sem fram hafa farið,
gildi forkosninga. Þetta er al-
rangt. Skoðanakannanir, þar sem
um 60% af úrtakinu láta í ljós álit
sitt, geta á engan hátt talizt
jafngildar frjálsum forkosningum.
Fulltrúar fjögurra Norðurlanda í Þjóðfræðistofnun Norðurlanda sem sátu ráðstefnuna í Norræna húsinu.
Talið f.v. Hallfreður örn Eiriksson, Stofnun Áma Magnússonar. Hans Bekke Nielsen, prófessor frá
Oðinsvéum, Iörn Piö, forstöðumaður Danska þjóðfræðisafnsins og Lauri Honko, Finnlandi, forstöðumaður
Þjóðfræðistofnunar Norðurlanda.
Snúid á Bessastöðum
Sláttur er nú hafinn víða um land. Almennt eru bændur i
innanverðum Eyjafirði, undir Eyjafjöllum og i lágsveitum á
Suðurlandi og Suð-Vesturlandi byrjaðir að slá en annars staðar eru
það frekar einstaka bændur, sem byrjaðir eru slátt. Meðfylgjandi
mynd tók ólafur K. Magnússon á Bessastöðum i gær en þá var
verið að snúa nýslegnu heyi.
í FRAMHALDI af frétt. um ólaf
Briem og vandkvæði hans við að
fá vegabréfsáritun til Bandarikj-
anna, snéri Mbl. sér til Banda-
riska Sendiráðsins i Reykjavik til
að fá upplýsingar um þær reglur,
sem farið er eftir við veitingu
vegabréfsáritana. Þar varð fyrir
svörum Anthony Kochanek og
sagði hann eftirfarandi:
„Við förum eftir bandarískum
lögum um innflytjendur og ferða-
menn. Hlutverk þessara laga er að
ákvarða hvort umsækjendur séu
hæfir til að fá ferðaleyfi til
Bandaríkjanna. í þeim eru 33
atriði, sem ekki mega eiga við
umsækjendur, þessi atriði má
flokka í 4 megin flokka: Heilbrigð-
ismál, öryggismál, siðferðileg mál
og stjórnmál. Eigi ekkert þessara
atirða við umsækjanda, á hann
skýlausan rétt á vegabréfsáritun
og verður að sjálfsögðu ekki neit-
að um hana. Ef hins vegar eitt-
hvert þessara atriða, eitt eða
fleiri, eiga við viðkomandi, er
hann venjulega kallaður til viðtals
og getur hann þá sótt um undan-
þágu, sé málið ekki alvarlegt.
Umsóknin er þá send útlendinga-
eftirlitinu, sem vegur hana og
ákvarðar hvort það sé í þágu
Bandaríkjanna að umsækjandi fái
ferðaleyfi, en slíkt getur tekið
nokkurn tíma, allt frá fáeinum
dögum, upp í nokkra mánuði.
Hvort svarið verður síðan já-
kvætt, veltur svo á ýmsu, en eins
og áður sagði, er það oftast
jákvætt, sé málið ekki alvarlegt.
Sem dæmi um nokkur þessara
atriða má benda á eftirfarandi
Nýtt messuform sam-
þykkt á prestastefnu
RÚMLEGA 100 prestar sóttu
Prestastefnu 1980, sem lauk á
fimmtudag og samþykkti hún
samhljóða þá gerð messunnar i
öllum grundvallaratriðum, sem
handbókarnefnd kirkjunnar
lagði fyrir stefnuna.
Samkvæmt þeim tillögum
verða teknir upp aftur liðir í
messuna, sem felldir voru niður
á 19. öld, t.d. miskunnarbæn og
dýrðarsöngur og fylgir messan
nú hinni sístæðu hefð eins og í
öðrum lútherskum kirkjum.
Miða tillögurnar að því að auka
almenna þátttöku í messunni.
Lagt er til að lestur ritningar-
staða geti jafnt orðið í höndum
leikmanna sem presta, valkostir
verða margir um notkun tónlist-
ar. I frétt frá prestastefnunni
segir að miklar umræður hafi
orðið í starfshópum um tillögur
handbókarnefndar og fjöldi
ábendinga og tillagna komið
fram. Nefndin mun halda starfi
sínu áfram og leggja endurskoð-
aðar tillögur sínar fyrir kirkju-
þing í haust.
Norrænir þjóðfræðingar þinga
í VIKUNNI sem leið var
haldin i Norræna húsinu
ráðstefna Norrænna þjóð-
fræðinga. Ráðstefnan var
öllum opin en hún var
haldin fyrir tilstilli Þjóð-
fræðistofnunar Norður-
landa.
Þjóðfræðistofnun Norð-
urlanda er ein hinna 35
samnorrænu stofnana, sem
starfa á grundvelli nor-
ræna menningarsáttmál-
ans frá 1971. Hún var
stofnuð 1959 en ísland
gerðist aðili árið 1975.
Starfsemi Þ.N. beinist
einkum að norrænum þjóð-
sögum, ævintýrum, þjóð-
kvæðum, þjóðlögum og
þjóðsiðum. Starf stofnun-
arinnar er mest í því fólgið
að ýta undir, skipuleggja og
samhæfa rannsóknir,
kennslu, skráningu og
varðveislu norrænna þjóð-
fræða. Þ.N. veitir einnig
upplýsingar um norræn
þjóðfræðisöfn, norrænar
þjóðfræðirannsóknir bæði
á Norðurlöndum og utan
þeirra. Aðsetur Þ.N. hefur
verið í Aabo í Finnlandi.
Tilgangur ráðstefnunnar
hér var að sögn þeirra sem
að henni stóðu, en ráðstefn-
una sóttu fulltrúar allra
norrænu ríkjanna, að hitt-
ast og bera saman bækur
sínar og leggja á ráðin um
komandi rannsóknir. Eru
verkefnin mörg og aðkall-
andi, því eins og segir í
ályktun er „form munn-
mælanna undirorpið stöð-
ugum breytingum og nú á
tímum eru þær örari en
nokkru sinni fyrr.“
klausu, sem er á umsóknareyðu-
blaði fyrir vegabréfsáritun:
„Vegabréfsáritanir má ekki
veita þeim, sem flokkast sam-
kvæmt lagalegum takmörkunum
undir að vera óleyfilegir gestir í
Bandaríkjunum (nema að fenginni
undanþágu). Allar upplýsingar
um takmarkanir þessar, og hvort
þær eigi við yður, má fá hér á
skrifstofunni. Yfirleitt eiga þær
við fólk, sem haldið er smitandi
sjúkdómi (svo sem berklum) eða
hefur þjáðst af alvarlegum geð-
sjúkdómi; fólk sem gerst hefur
brotlegt við lög eða almennt vel-
sæmi; fólk sem neytir eiturlyfja
eða selur þau; fólk sem rekið hefur
verið frá Bandaríkjunum; fólk sem
sótt hefur um eða fengið vega-
bréfsáritun á fölskum forsendum
eða á sviksamlegan hátt; og fólk
sem er eða hefur verið meðlimir í
sérstökum samtökum, þar með
taldir kommúnistaflokkar og sam-
tök tengd þeirn".
Venjulega fá þeir, sem verið
hafa, eða eru meðlimir í einhvers
konar kommúnistasamtökum,
undanþágu, fá leyfi til að fara í
stutta heimsókn, eins og sumar-
Ieyfisferð eða í þá áttina, en það
tekur venjulega fáeina daga að fá
undanþáguna.
Þetta er tiltölulega einfalt frá
okkar hálfu, eigi engin þessara
takmarkana við umsækjanda fær
hann vegabréfsáritun umyrða-
laust og þar skiptir þjóðerni engu
máli, eigi hins vegar einhver
takmarkananna við hann, getur
hann sótt um undanþágu og er
hún venjulega veitt, ef ekki er um
alvarlegt mál að ræða. Allir geta
kynnt sér þessar reglur, þær eru
ekkert launungarmál, við teljum
okkur eiga rétt á því að koma í veg
fyrir, að þeir, sem Bandaríkin
telja óæskilega, komi ekki þangað.
Varðandi mál Ólafs Briem er
það eitt að segja, að við ræðum
ekki einstök mál, farið er með
allar umsóknir og persónulegar
upplýsingar umsækjenda sem
trúnaðarmál.
F lugumf erðarst jórar:
Atkvæðagreiðslu lokið
ÚRSLIT í allsherjaratkvæða-
greiðslu flugumferðarstjóra um
sumarsamninga þeirra lágu ekki
fyrir fyrr en á stjórnarfundi í
félagi þeirra síðdegis í gær.
Forráðamenn félagsins sögðust í
gærkvöldi ekki geta greint frá
niðurstöðum atkvæðagreiðsl-
unnar, þar sem hvorki hefði
unnist tími til að kynna niður-
stöðurnar fyrir félagsmönnum
né viðsemjendum þeirra.