Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
Minning — Einar
Pálsson bankastjóri
Fæddur G. júní 1903
Dáinn 19. júni 1980
Hann var fæddur að Hlíð í
Gnúpverjahreppi, sonur Páls
Lýðssonar bónda þar og konu hans
Ragnhildar Einarsdóttur frá Hæli
í sömu sveit.
í báðum ættum hans var að
finna gáfað atorkufólk sem setti
mikið mark á framvindu þjóðlífs á
Suðurlandi.
Einar ólst upp i föðurgarði, en
fór ungur í Flensborgarskólan og
lauk gagnfræðaprófi vorið 1920.
Hann hóf störf við Landsbank-
ann á Selfossi 1921, varð útibús-
stjóri bankans 1935 og gegndi því
starfi þar til hann lét af störfum
1971.
Það mun mál allra er til þekkja,
að starfi bankastjóra hafi Einar
gegnt á þann hátt að trauðla hafi
mátt betur fara. Kom þar margt
til. Hann var maður prýðilega ger,
þaulkunnugur mönnum og málum,
mannþekkjari, víðsýnn og góðvilj-
aður. Eigi var hann þeirrar gerðar
að nokkur freistaði þess að troða
honum um tær, og gat verið
þykkjuþungur ef honum mislíkaði,
en hinsvegar skapstillingarmaður.
Einar var kvæntur Laufeyju
Lilliendahl, dóttur Carls Lillien-
dahl kaupmanns á Akureyri og
Ágústu konu hans. Lilliendahl-
ættin barst hingað til lands á 18.
öld og átti ættfaðirinn íslenska
konu, og er margt manna frá þeim
komið. Móðir Laufeyjar er af
Kjarnaætt í Eyjafirði. Laufey er
hin mesta gerðar og ágætiskona
eins og hún á kyn til.
Einar var mikill áhugamaður
um hverskonar ræktun, og þau
hjón bæði. Þau keyptu sér stóra og
glæsilega lóð á bökkum Ölfusár og
reistu íbúðarhús. Þar var brátt
plantað fjölda trjáa, sem nú hafa
náð miklum þrosta og bera fyrri
eigendum fagurt vitni. Þau hjón
fluttu til Reykjavikur þegar Einar
lét af störfum.
Þegar Landsbankinn á Selfossi
flutti í nýtt húsnæði árið 1953 var
það eitt af fyrstu verkum Einars
að hrinda því í framkvæmd að
gera skrúðgarð á lóð bankans. Það
bar svo til að ég tók að mér
hirðingu og umsjón þessa garðs,
og hafði af því mikla ánægju, ekki
aðeins að sjá groður þar vaxa og
dafna, en einnig að finna áhuga og
væntumþykju þeirra hjóna á öllu
er þroska náði.
Þá vil ég þakka frábæra gest-
risni og ánægjulegt spjall um alla
heima og geima, en þau voru
samhent í því að láta öllum líða
vel í návist sinni.
Einar var ágætlega lesinn, og
víða heima, góður skákmaður og
bridgespilari enda stærðfræðing-
ur að upplagi sem fleiri Hlíðar-
menn.
Þá vil ég geta þess að Einar var
frá fyrstu tíð garðyrkjubændum
austan fjalls mjög innanhandar
um alla fyrir greiðslu og hafði
mikla trú á þessum atvinnuvegi.
Er enginn vafi á því að drengi-
legur stuðningur hans á frumbýl-
isárum garðyrku var þungt lóð á
metaskálum og ýtti undir vöxt og
viðgang þessarar greinar á Suður-
landi.
Ein er sú setning úr Njálu, sem
+
Móöir okkar
GUDRÍÐUR GUOJÓNSDÓTTIR,
Baröavogi 21,
lést í Landspítalanum 26. júní.
Systkinin.
t
Hjartkær sonur okkar og bróöir,
PÉTUR THEODÓR JÓNSSON,
Hraunbæ 9,
er lést 22. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
30. júní kl. 10.30. Vigdía Pétursdóttir, Jón Guðmundason, Kristín Jónsdóttir.
Eiginkona mín og móöir,
BJARNFRÍDUR JÓHANNESDÓTTIR,
Hverfisgötu 104b,
Reykjavík
lést 25. júní í Borgarspítalanum. Siguröur Pélsson Svala Nielsen.
er látinn. t RAGNAR PÉTURSSON, Ellíheimilinu Grund
Kristjana Hannesdóttir og systur hins létna.
t
Útför
KRISTÍNAR ÞORKELSDÓTTUR,
Furugerði 1,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 30. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd aöstandenda,
Sigríöur Þorkeladóttir.
mér hefir orðið öðrum minnis-
stæðari: „Hvorki skal eg á þessu
níðast, og á engu öðru því, er mér
er til trúað.“ Þessi orð Kolskeggs
hygg ég, að hafi verið mjög í anda
lífsviðhorfs Einars Pálssonar.
Blessuð sé minning hans.
Axel V. Magnússon
í dag fer fram frá Selfosskirkju
útför Einars Pálssonar, fyrrum
útibússtjóra Landsbankans á Sel-
fossi. Hann lézt í Landakotsspít-
ala að kvöldi fimmtudagsins 19.
júní eftir 3ja mánaða sjúkrahús-
vist, 77 ára að aldri.
Einar Pálsson var einn af land-
námsmönnum Selfoss. Hann kom
þangað í árdögum byggðarinnar,
18 ára gamall, í nóvember 1921 og
gerðist starfsmaður hins nýstofn-
aða bankaútibús, þess fyrsta aust-
anfjalls, sem opnað var 4. okt.
1918 í Tryggvaskála. Það hafði þá
aðeins starfað í 2 ár og vart slitið
barnsskónum. Framan af var Ein-
ar bókari útibúsins en í sept. 1935
varð hann útibússtjóri. Því starfi
gegndi hann til 1. des. 1971, er
hann lét af störfum og fluttist til
Reykjavíkur, þar sem þau hjón
bjuggu síðan að Dyngjuvegi 12. Þá
hafði Einar starfað samfellt við
útibúið í rétt 50 ár og átt drýgstan
þátt allra starfsmanna í vexti þess
og viðgangi.
Ég hef þekkt Einar frá því ég
man fyrst eftir mér, vegna nábýlis
foreldra minna við þau Laufeyju
frá árinu 1931. En þá reistu
foreldrar mínir sér hús gegnt húsi
þeirra við vegarspottann, sem nú
kallast Bankavegur en var þá og
lengi síðan lokaður afleggjari
norður úr þjóðveginum.
Laufey Lilliendahl kom frá Ak-
ureyri að Selfossi snemma árs
1931 og giftist Einari. Bjuggu þau
fyrsta misserið í Bankahúsinu. Þá
var Selfoss ekki til í þeirri mynd,
sem við þekkjum í dag. Norðan
þjóðvegarins voru þá ekki önnur
hús komin, en Tryggvaskáli, Póst-
húsið, Bankahúsið og Mjólkurbú-
ið. Allt svæðið norðan þjóðvegar-
ins, frá Ölfusárbrú og austur að
Mjólkurbúi voru þess utan móar
og melabörð, sem biðu nýrra
landnema.
Og þarna riðu hin ungu hjón
fyrst á vaðið. Keyptu landspildu af
Selfossbændum norður við ána og
reistu þar fallegt íbúðarhús úr
timbri og nefndu Svalbarð. Örlög-
in höguðu því þannig, að það var
einmitt faðir minn, Kristinn Vig-
fússon, sem hin ungu hjón réðu til
þess að reisa húsið.
Oft hefur hann minnst þessa
sumars með mikilli ánægju — sem
eins þess bezta, sem hann hefði
lifað. Hann svaf þar í tjaldi og
veðráttan var með eindæmum góð.
Allan júlímánuð kom ekki skúr úr
lofti. Ánnað tjald höfðu þau Einar
og Laufey þar á barðinu og þar
eldaði hún um sumarið. Lax var
oft á borðum, enda auðvelt að afla
hans, því laxveiði var þá með
ólíkindum í ölfusá, svo að menn
mundu ekki annað eins. Minntist
faðir minn þess oft síðar, hvað sér
hefði liðið þarna vel, við smíðarn-
ar og viðurgerning Laufeyjar og
þeirra hjóna. Taldi, að þetta hefði
ráðið úrslitum, að hann afréð að
setjast að á Selfossi og kaus að
eiga þau að sínum næstu ná-
grönnum. Reisti sitt eigið hús þá
um haustið og lauk því um vorið.
Þá hófst sú nágrannavinátta, sem
ekki varð betri á kosin. Og í skjóli
þeirrar vináttu ólumst við bræð-
urnir upp.
Það átti fyrir hinni norðlenzku
heimasætu að liggja að dveljast
hér á Selfossi næstu 4 áratugina
sem mikilsvirt húsmóðir og una
hag sínum vel. En oft minntist
hún á æskustöðvar sínar, Akur-
eyri, sem olli því, að í huga okkar
bræðranna í Árnesi var í æsku
okkar meiri ljómi yfir Akureyri en
nokkrum stað öðrum norðan
fjalla.
Einar var ljúfur í öllu dagfari,
óáleitinn um annarra hagi og
sérstaklega umtalsfrómur. Hann
var fróður vel, las mikið og
fylgdist vel með þjóðmálum. Hann
var áhugamaður um ættfræði og
skák- og bridgemaður ágætur.
Hann hafði skýra og fallega rit-
hönd og brýndi fyrir ungum
mönnum að vanda rithönd sína og
málfar. Einnig hafði hann mikinn
áhuga á skógrækt og garðyrkju.
Varði hann til þess löngum stund-
um og kom upp fögrum skógar-
lundi við hús sitt, sem er staðar-
prýði.
Það er vandasamt verk að
stjórna banka með fátækri þjóð á
tímum heimskreppu og heims-
styrjaldar, þegar tæknilegar
framfarir og framkvæmdagleði
flæða yfir þjóðlífið. En Einari
farnaðist þetta vel. Starfsemi úti-
búsins óx ár frá ári, og 1949 var
ráðist í byggingu nýs bankahúss,
sem tekið var í notkun sumarið
1953. Rúmu ári siðar lágu leiðir
okkar Einars aftur saman, er ég
hóf störf í útibúinu. Þá urðum við
Einar samverkamenn. Reyndist
hann þar hinn bezti húsbóndi,
umhyggjusamur og umburðar-
lyndur við starfsmenn og hafði
ríka samúð með þeim, er til hans
leituðu og dró ekki kjark úr
mönnum.
Þegar Einar hætti störfum við
útibúið eftir 50 ára farsælt starf,
var það meðal hinna stærstu og
traustustu peningastofnana
landsins utan Reykjavíkur.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Einari frænda ævilanga vináttu,
bæði á æskuárunum í hinu góða
nágrenni, og skemmtilegt sam-
starf í útibúinu í 17 ár. Óska ég
honum blessunar í nýjum heim-
kynnum og sendi Laufeyju, börn-
um hennar og fjölskyldum alúð-
arkveðjur.
Guðm. Kristinsson.
t
Innilegar þakkir til allra nær og fjær sem sýnt hafa okkur samúö og
vináttu viö andlát og jarðarför,
HELGA H. LAXDAL,
Löngubrekku 12,
Kóp.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Landspítalanum
fólks og lækna á Landspítala og Borgarspítala.
Sigurlaug Einarsdóttir,
Sigríóur Laxdal,
Halldór Laxdal.
t
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og
útfarar eiginmanns míns, sonar, fööur okkar, tengdafööur og afa,
HEGLA GUÐJÓNSSONAR,
Hvammsgerói 3.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Landsspítalanum
og til þeirra fjölmörgu sem styttu honum stundirnar í veikindunum,
meö heimsóknum.
Borghildur Þóróardóttir,
Steinunn Magnúsdóttir,
Þóróur Helgason, Jóhanna Hauksdóttír,
Guðjón Helgason,
Þóra Helgadóttir, Siguröur Sighvatsaon,
Sólveig Helgadóttir Pátl R. Pélsson
og systkini hins létna.
Það mun hafa verið mikill
hátíðisdagur á Hæli í Gnúpverja-
hreppi 19. júní 1902. Þá giftu
hjónin á Hæli, Einar Gestsson og
Steinunn Vigfúsdóttir Thoraren-
sen, tvær dætur sínar, þær Ing-
veldi og Ragnhildi, báðar glæsi-
legar stúlkur og vel gefnar til
sálar og líkama. Ingveldur giftist
Ingimundi Benediktssyni og
bjuggu þau lengi í Kaldárholti í
Holtum, og er frá þeim komið
margt merkra manna og kvenna.
Ragnhildur giftist Páli Lýðssyni
nágranna sínum í Hlíð í Gnúp-
verjahreppi, og þangað fluttist
hún þennan dag og bjó þar síðan
langa ævi, eða til dauðadags árið
1954 þá 75 ára að aldri, en mann
sinn missti hún árið 1943 eftir
einstaklega farsæia sambúð.
Heimili þeirra Páls og Ragn-
hildar varð óvenju hlýlegt og gott,
þar heyrðust aldrei deilur manna
á milli og missátt þekktist engin,
en glaðværð og vinahót réðu þar
ríkjum. Ragnhildur átti ríkan þátt
í því að setja þennan góðleika og
gleðibrag á heimilið, en í Hlíð var
þegar í tíð tengdaforeldra hennar,
Lýðs Guðmundssonar og Aldísar
Pálsdóttir þar gagnmerkt menn-
ingarheimili, sem rómað var af
öllum er til þekktu. Páll Lýðsson
var því sprottinn úr góðum jarð-
vegi, fluggáfaður og drakk í sig
allan fróðleik, sem hann náði í.
Það var því mikið jafnræði með
þeim hjónum og það er ekki
ofmælt, að það var á við besta
skóla að dvelja í Hlíð á heimili
þeirra Páls og Ragnhildar, og
sennilega miklu meira en það, því
að þar lærðist mönnum að lifa
lífinu í sátt við allt og alla og um
leið auka þroska sinn á heilbrigð-
an hátt. Þeim Páli og Ragnhildi
varð 6 barna auðið, fjögurra sona
og tveggja dætra. Élstur barn-
anna var Einar, sem fæddur var 6.
júní 1903, bankaútibússtjóri á
Selfossi um áratuga skeið, dáinn
19. júní 1980, á giftingardegi
foreldra sinna, nýlega orðinn 77
ára að aldri. Hin börn þeirra
Hlíðarhjóna eru þessi: Aldís, hús-
freyja í Litlu Sandvík, Lýður,
bóndi og hreppsstjóri í Hlíð, þar
til hann brá búskap af heilsufars-
ástæðum fyrir nokkrum árum,
Steinar, bóndi og hreppstjóri í
Hlíð, Bjarni, iðnskólastjóri á Sel-
fossi um áratuga skeið, nú bygg-
ingafulltrúi á Selfossi og Ragn-
heiður, starfsstúlka hjá Kaupfé-
lagi Árnesinga, gift Valdimar
Pálssyni gjaldkera Kaupfélags
Árnesinga. Öll eru þessi systkini
góðir og merkir samfélagsborgar-
ar og bera augljós einkenni þess
góða heimilis sem þau ólust upp á.
Einar bankastjóri, sem lengst af
var nefndur svo hlaut þá skóla-
göngu að verða gagnfræðingur frá
Flensborgarskóla, en ekki varð úr
lengra skólanámi, því að öll voru
systkinin námfús og fengu öll
nokkurn skólaundirbúning, en þá
fyrir um og 1920 voru flestu ungu
fólki í sveitum öll sund lokuð til
langskólanáms. Það var svo árið
1921, þegar Einar var 18 ára, að
hann réðist að hinu þá nýlega
stofnaða útibúi Landsbankans á
Selfossi sem bankaritari. Hann
vann sér svo almennt traust í
Landsbankanum, að þegar Hilmar
Stefánsson lét af stöfrum sem
útibússtjóri Landsbankans á Sel-
fossi árið 1935, þá var Einar
Pálsson ráðinn þar bankastjóri, og
gegndi hann því starfi til 1971 eða
samfleytt í 36 ár, en þá hafði hann
kennt nokkurs heilsubrests og
flutti til Reykjavíkur og bjó þar 9
síðustu æviár sín.
Einar var nokkuð lengi ein-
hleypur og var þá jafnan haukur í
horni æskuheimilinu í Hlíð og
dvaldi þar eins oft og hann hafði
ástæðu til. En árið 1931 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni, Lauf-
eyju K. Lilliendahl, dóttur Carls
Lilliendahl kaupmanns á Akur-
eyri og Ágústu konu hans. Þau
byggðu sér íbúðarhús skammt frá
gamla bankahúsinu, sem þau
nefndu Svalbarð. Húsið var á
stórri lóð, sem náði alveg norður
að ánni og Einar ræktaði þessa lóð
og girti hana þroskamiklum
trjágróðri, en hann var einn af
þeim merku forgöngumönnum um
að gera fallega garða umhverfis
íbúðarhúsin, sem flestir Selfoss-