Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 Efsta myndin var tekin í V-Virginíufylki í Bandaríkj- unum. Miðmyndin var tekin úr Gemini-XI-geimfarinu. Neðsta myndin var tekin í Japan árið 1978. hægt að útskýra að menn til forna þekktu áhrif og notagildi rafmagnsins? Sagnritarinn Jesephus Gor- iondes skýrir frá því að þegar Alexander mikli fór í herför gegn Persum árið 334 fyrir Krists burð, hafi hann á eyju einni nálægt Persíuströndum rekizt á menn sem mæltu á tungu skyldri grísku, og nærðust eyjarskeggjar þessir á hráu kjöti einvörðungu. Var í munnmælum haft á eyjunni að Kenan, afkom- andi Adams, hafi verið grafinn á eyjunni. Samkvæmt sögusögn- unum átti hár turn að hafa staðið á gröf Kenans, og var turninn bersýnilega útbúinn raf- magnsöryggiskerfi. Hver sá sem nálgaðist gröfina varð lostinn banvænum geislum sem turn- spíran sendi frá sér. Hver var þessi Kenan? Kannski var það strandaður geimfari sem kunni að verja sinn hinzta hvílustað með lasergeilsum. Wilhelm Kön- ig, sem lengi starfaði hjá íranska safninu í Bagdad, fann furðu- legan hlut við rætur Rabuafjalls árið 1936. í fyrstu taldi hann hlutinn hafa verið í eigu Parþa, en þeir voru indógermanskur þjóðflokkur sem settist að við austurbakka Kaspíahafs u.þ.b. tvöhundruð og fimmtíu árum fyrir Krist. Hluturinn var koparhólkur 12,5 cm á hæð og 3,75 cm að þvermáli. í hólkinum var ryðg- aður járnteinn sem skagaði 1 cm upp fyrir barm hólksins. Síðar frétti König að þýzkir vísindamenn hefðu fundið fleiri slíka hluti við uppgröft nálægt Ctesiphon í írak. König fór nú að rannsaka málið, og komst hann að þeirri niðurstöðu að hér væri í raun og veru um rafhlöður að ræða. Sögusagnir frá öllum tímum herma frá kennurum og kenni- mönnum, sem enginn vissi hvað- an upprunnir væru, og sem fluttu mönnum fróðleik og vizku sem gat ráðið örlögum þjóðanna svo árþúsundum skipti. Á síðari tímum voru uppi menn sem voru framar öllum sínum samtímamönnum hvað þekkingu snerti. Ætli þeir hafi verið gáfaðri en aðrir menn, eða ætli þeir hafi getað ráðið af líkum þróun þá er verða myndi, eða voru hér á ferðinni menn sem höfðu þá gáfu að geta skyggnzt fram í framtíðina? Þeir vizkubrunnar sem spá- menn og vitringar fortíðarinnar bergðu af eru okkur ókunnir ef frá eru talin Kabbalaritin, laun- kenningar gyðinganna á Miðöld- um. Getur hugsazt að vizka þessi sé fremur runnin frá framtíðinni en fortíðinni? Ef svo er hafa forfeður vorir öðlazt kunnáttu sína fyrir tilstilli vera sem gátu ferðazt gegnum tíma og rúm og miðlað þeim þekkingu ókominna alda. Dularfull fyrir- bæri í fornöld og á miðöldum 708 1 fyrir Krists burð: Þetta ár, þegar pestin geysaði í Róm, á „bronsskjöldur" að hafa fallið af himnum. Konungur Rómaborgar, Numa Pomp- ilius (715—672), notaði at- burð þennan til þess að stappa stáli í þegna sína. Sagði hann að sér hefðu vitrazt verndargyðjur borg- arinnar, og vildu þær með jarteikni þessu gefa til kynna að borgin væri þeim sérlega hjartfólgin. Líklegt er að umræddur hlutur hafi ekki verið loftsteinn, heldur gerður af manna höndum. Einnig er sennilegt að hon- um hafi verið varpað niður úr lítilli hæð, því annars hefði skjöldurinn aflagazt. Ekki getur skjöldur þessi hafa líkzt venjulegum skildi, annars hefðu Rómverjar, þótt hjátrúarfullir væru, ekki lagt trúnað á söguna. Plútark gefur nákvæma lýs- ingu á skildinum, sem hann segir hvorki hafa verið kringlóttan né sporöskjulag- aðan, og hafa Rómverjar sennilega kallað hlut þenn- an „skjöld" af því að þeim fannst hann líkjast einna helzt þeim grip. Æ fyrir Krists I burð: Á „JLþessu ári reyndu Rómverjar að hrifsa hið frjósama Campagnahér- að frá Latíníumönnum. Lí- víus skýrir frá furðulegum atburði sem á að hafa gerzt á þessum tíma í herbúðum Rómverja. Segir hann að nótt eina hafi sama veran birzt báðum konsúlunum og opinberað þeim að jarðar- gyðjan krefjist mannblóta. 332 L fyrir Krists burð: Á meðan Al- exander mikli sat um borg- ina Týros, gerðust undur og stórmerki. Italski lærdóms- maðurinn, Alberto Fenoglio, skýrir frá atburðum þessum á eftirfarandi hátt: „Virkis- veggirnir voru óvinnandi, fimmtán metra háir og svo rammgerðir að engar vígvél- ar fengu þeim grandað. Dag einn virtist Makedóníu- mönnum einskonar fljúg- andi skildir birtast yfir her- búðum þeirra. Flugu skild- irnir (í oddaflugi), og fór þar fremst skjöldur sem var stærri en allir hinir". Heimildarmaðurinn lýsir því hvernig fyrirburður þessi leið hægt yfir Týros og hve furðu lostnir sjónar- vottar voru. Skyndilega skaut stærsti og fremsti skjöldurinn eldingu sem laust niður á virkisvegginn og rauf hann. Síðan fylgdu fleiri eldingar sem kurluðu niður alla veggi og turna jafnauðveldlega og þeir væru úr sandi. Eftir það áttu árásarmenn auðveldan leik. En það er af „skjöldun- um“ að segja að þeir hring- sóluðu yfir borginni unz þar stóð ekki steinn yfir steini. Við annað tækifæri, þegar lið Alexanders var að fara yfir fljót, á sama fyrirbærið að hafa gerzt, en þá skelfd- ist og riðlaðist liðið þegar „skildirnir" steyptu sér niður ur loftinu. Heimild- armenn eru sammála um að þessir „glampandi og eld- spúandi silfurskildir" hafi ætíð flogið burt eftir atburði sem þessa. 234 223 og 221 fyrir Krists burð: Þegar Gallar herjuðu á Ítalíu sáust bæði í Rímíní og á öðrum stöðum þrjú „tungl“, sem komu aðvífandi úr þremur áttum. 218 fyrir Krists burð: Glampandi „loftskip" sáust á himni. Einnig sáust úr fjarlægð menn í skínandi búningum, en þeir komu aldrei það nærri neinum að hægt væri að grandskoða þá. 217 fyrir Krists burð: Það dró fyrir sólu, og nálægt Praenestum rigndi glóandi steinum, og einnig sáust skildir á lofti nálægt Arpi. Talið var víst að sólin ætti í útistöðum við tunglið. Við Capernaum sáust tvö „tungl" á lofti. Yfir Falerii virtist himininn opnast, og streymdi skært ljós út um opið. Hjá Capua virtist mönnum himininn standa í ljósum logum. fyrir Krists 1 L| burð: Þrjár JL % „sólir" sá- ust samtímis á himni, og nálægt Lanuvium féllu „blys“ af himni. 173 fyrir Krists burð: Yfir Lanuvium þóttust menn greina stórefl- is „herskipaflota", en „grá ull“ þakti jörðina hjá Pri- verno. 100 fyrir Krists burð: Á embættis- tíma konsúlanna Luciusar Valeriusar og Gaiusar Mari- usar sáust logandi og gneist- andi „skildir" sem flugu með ofsahraða í austurátt. fyrir Krists I burð: Hræði- legir vígahnettir sáust við sólarlag á fleygi- ferð yfir sjóndeildarhringn- um. I Spoletum laust niður gylltum vígahnetti. Stækk- aði hann, en hóf sig von bráðar aftur til flugs og stefndi í austur. Við það hafði hann vaxið svo mjög, að nær skyggði á sólu. 776 eftir Krists burð: Enn á ný sáu menn fljúgandi „skildi". í Annales Laurissenses stend- ur skrifað að Engilsaxar hafi gert uppreisn gegn Karli mikla og hafi þeir hertekið virki eitt nálægt Aeresburgum, sem nú heitir Eresburg í Brilonhéraði. Síðan hafi þeir ætlað sér að hertaka Sigiburg, sem nú heitir Hohensyburg. Þegar Engilsaxar ætluðu að hefja árásina gegn kristnum borg- arbúum sem voru langtum fámennari, gerðist mikið undur. Dýrð Drottins á að hafa opinberazt yfir kirkju einni sem stóð innan við virkisvegginn, og sögðu sjónarvottar að tveir gló- andi og eldspúandi skildir hafi birzt yfir kirkjunni. Þegar hinir heiðnu Engil- saxar sáu sýn þessa, riðluð- ust fylkingar þeirra, og lögðu þeir við svo búið á flótta. Q m i| eftir Krists /NzLLI I burð: Á miðöldum kenndu franskir bændur svokölluðum „Magonium" um vanhöld á skepnum og allskyns óáran. Segir sagan að menn þessir hafi flogið á loftskipum yfir ökrum bændanna og dreift eitri yfir akra og búfénað. Erki- biskupinn Agobard af Lyon skýrir frá því að eitt slíkt loftfar hafi hrapað. í loft- farinu segir hann að hafi verið þrír menn og ein kona, en bændur hafi grýtt fólkið til bana. eftir Krists burð: 1557 Það ár sáust sjálflýsandi hlutir á flugi yfir Vínar- borg. Heimildir herma að á sama ári hafi „fljúgandi drekar og glóandi diskar“ sést á sveimi yfir Niirnbert. Eftir því sem á leið átjándu öldina urðu slík fyrirbæri æ tíðari, einkum í Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og yfir Atlantshafi. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.