Morgunblaðið - 29.06.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.06.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 45 Heimskautsísinn á norðurhveli jarðar mun bráðna og yfirborð sjávar hækkar um fimm til sjö metra... (SJÁ: Veðrið) VOLUNDAR Þessir karl- ar vissu hvað klukkan sló! Þjóðminjasafnið í Bayern heldur 125 ára afmæli sitt hátíðlegt um þessar mundir með sýningu sem nefnist Klukkur heimsins. Sýningargripirnir eru ómetan- legir í peningum. Meðal þeirra eru yfir 100 borðklukkur sem sumar hverjar voru í eigu þýskra keisara í eina tíð, en var stolið í Þrjátíu ára stríðinu og komust á flakk um allan heim. Af þeim 57 sem fengnar voru að láni eru flestar utanlands fra.' Það er þó ekki tilgangur sýn- ingarinnar að sýna eingöngu dýr- indis úrverk og leikföng konung- borinna manna. Hinar listrænu borðklukkur sem gerðar voru í Þýskalandi á tímabilinu 1550 til 1650 voru einnig og ekki síður tákn sinna tíma, þ.e. siðbótartímans; þær voru meðal hinna elstu stöðu- tákna og endurspegluðu hugmynd- ir um samspil og reglu á öllum hiutum, þegar í þjóðfélaginu sjálfu ríkti sundrung; þær voru eins og dæmisaga um mannkynið, ríkið og veröldina — og þar fyrir utan einhver mestu tækniafrek sem um getur, þar til gufuvélin var fundin upp. Klukkusmiðirnir sem þessi afrek unnu voru flestir mótmælendatrú- ar, og saga þeirra er vel kunn og varðveitt í skjalasöfnum borga og iðngilda. Til dæmis má lesa að árið 1611 hafi Fredinand erkihertogi af Austurríki goldið smáklukku- smiðnum og borgarstjórasyninum Georg Fronmiller í Augsburg 25 gyllini til greiðslu á „klukku innan í skjaldbökuskel." Af þessari klukkutegund eru enn til tvö eintök. Skjaldbökuskeljar- klukkan hreyfist; höfuð skjaldbök- unnar gengur fram og aftur og á skelinni sjálfri situr knapi, sem hreyfir handleggina. Hins vegar veit enginn hver Þessi klukka var smiðuð i Suður- Þýskalandi á 16. öid. fann upp úrverksklukkuna, sem fyrst kom fram um 1320 í kirkju- turnum. Peter Henlein, sem fæddist árið 1480 bjó til hið fræga Nurnberg- egg, en það var vasaúr sem seldist í þúsundatali. Listrænar klukkur, framleiddar í Þýskalandi voru vinsælar til útflutnings allt fram á baroktíma- bilið. Hirðin í Vín og fleiri kóngaættir sendu tyrknesku soldánunum alls konar klukkur með hreyfifígúrum, sumar hverjar með austrænum fyrirmyndum, í þeirri von að gjafirnar myndu friða þá og fá þá ofan af fyrirætlunum um að ráðast á sig. Jesúítar tóku þessar litlu vélar með sér til Kína sem nokkurs konar auglýsingu fyrir hinn kristna heim. Þeir sem gætu búið til slíkar gersemar hlytu jú að búa við betri trúarbrögð, að þeirra dómi. Iðnsýningar okkar tíma gegna að líkindum svipuðu hlutverki. Sjaldan eða aldrei hefur fegurð og vélræn nákvæmni sameinast á eins fullkominn hátt og í þessum klukkum. Verkefni þeirra var ekki fyrst og fremst að segja til um hvað tímanum liði. Eldri aðferðir eins og að nota sand, vatn og eld, voru MATARÆÐI Ennþá hefur enginn haft fyrir því að setja á markaðinn skyndimat fyrir gamalt fólk, þó að slíkur matur hafi lengi verið á boðstólum fyrir börn, hunda og ketti. Þessar upplýsingar komu fram í máli Böhlaus nokkurs, sem er prófessor og sérfræðingur í lyf- lækningum, á þingi aldraðs fólks sem haldið var í Karlsruhe nú nýlega. Hann sagði ennfremur, að með þessu væri öldruðu fólki gróf- lega mismunað. í katta- og hunda- mat væru öll þau fjörefni og eggjahvítuefni sem þessar skepnur þörfnuðust en hvergi væri fáan- legur matur þar sem tekið væri tillit til þarfa gamla fólksins. Böhlau sagði að í Þýskalandi væru nú 18 milljónir manna yfir 50 ára aldri en þjóðin öll telur um 60 milljónir. Fyrir aldarfjórðungi lifðu ellilífeyrisþegar að meðaltali aðeins í 18 mánuði eftir að þeir fóru á ellilaun en nú hefur meðalævin lengst svo mjög, að þeir eiga til jafnaðar 12 ár framundan eftir að ellilaunaaldri er náð. Þetta meðal annars sýndi hvað þörfin fyrir tómstundastarf aldr- aðra hefði verið brýn. Margt gamalt fólk þjáðist auk þess af sjúkdómum „sem ættu upptök sín á æsku- og manndómsárum" en hefði ekki komið að mikilli sök þá. Þeir Börn, hundar og kettir - en hvað um gamla fólkið? § 701- W4M/ 'Awt \AM* (f al vnflttM/y ^ Sr Er öldruöum „gróflega mismunað”? sjúkdómar væru helstir æðakölkun, blóðrásarsjúkdómar og byrjunar- einkenni krabbameins. Fimmtung- ur þeirra sem komnir eru yfir 60 ára aldur notar ýmsar mixtúrur og hressingarlyf. Lyfjafræðingurinn Reinhardt sagði að 21% aldraðs fólks notaði þau þegar það kenndi sér þreytu, 2% til að ráða bót á allsherjar sleni, 16% til að koma í veg fyrir að það örmagnaðist, 17% til að koma í veg fyrir járnskort og 12% til að róa taugarnar. miklu nákvæmari og þeim var beitt eftir sem áður, jafnvel fram á okkar dag, þegar tölvuúr og kjarn- orkuklukkur eru allsráðandi. og að sjálfsögðu voru klukkur iðulega útbúnar í gerfi blómavasa, súlna eða spegla. Fjölbreytnin í því sem hægt var að sýna með úrverki var fyllilega sambærilegt við klukkur og úr vorra tíma. Til dæmis var ein styttuklukka frá Nurberg sem ekki sagði aðeins til um klukkustundir og mínútur, heldur og dagsetn- ingu, dýrlingadaga, mánuði, stjörnumerki og lengd dags og nætur. Annar meistarasmiður bjó til eins konar stoppúr. Um 1585 smíðaði mesti klukkusnillingur allra, Josef Búrgi frá Kassel, klukku sem aðeins þurfti að trekkja upp á þriggja mánaða fresti. Ein klukka, gerð af óþekktum meistara, gat jafnvel sagt til um þá daga þegar himintunglin voru hagstæð til blóðtöku. Hámarki náði klukkusmíðin með hinum flóknu og listrænu plánetu- klukkum og himnesku hnattlíkön- um. Þrjátíu ára stríðið batt skjót- an endi á alla þessa listasmíð. Vilhjálmur IV landgreifi af Hessen hafi ævinlega meðferðis hnattklukku, er var 56 cm. í þvermál og var smíðuð af Eber- hard Baldewein í Marburg, til þess að hann gæti reiknað út lengdar- og breiddargráður himinstjarn- anna. KLukka þessi var táknræn; tannhjólin táknuðu einstaka hluta alheimsins, en vísarnir sýndu at- burði og breytingar sem áttu sér stað í heiminum. í samræmi við aldarandann var hægt að skipa öllu í lífinu í röð og reglu ná- kvæmlega eins og í úrverki. Skepn- ur og menn voru líka undirorpin þessu takmörkunum. Smíðaðar voru sjálfvirkar fígúrur er nefnd- ust „mannlíki". Salirnar í þeim gengu fyrir úrverkinu; þetta voru því fyrstu vélmennin. Á sumum þessara klukkna var Jesús látinn verða fyrir svipu á hverri klukkustund, en aðrar sýna klukkutímana með því að snúa kórónu Maríu meyjar eða þegar Jesúbarnið deplar augunum. - KARL STANKIEWITZ Þessi lyf yngja fólk ekki upp en draga þó úr ellihrörnun og auðveld- ar því að lifa eðlilegu lífi. Á þinginu kom einnig fram, að fólk eldra en 50 ára ætti ekki að • vinna vaktavinnu nema það væri vant henni. Þeir sem eru 45 ára eða eldri standast ekki ungu mönnun- um snúninginn í vaktavinnunni. Þetta var að nokkru skýrt með því að þegar aldurinn færist yfir eiga margir erfitt með að binda sig við ákveðnar vinnustundir. Gamalt fólk skilar góðum afköstum þegar það fær að ráða tíma sínum nokkuð sjálft. Einn ræðumanna á þinginu, sem fjallaði um elliheimili, sagði að gamla fólkið ætti að fá að hugsa sem mest um sig sjálft eftir að það kæmi á heimilin. Það ætti að leyfa því að koma með sín eigin húsgögn því að þau væru orðin hluti af lífi þeirra og vellíðan. Á þinginu voru elliheimilin hvött til að ráða fleiri sálgæslumenn og segja má að höfuðstefið á þessu þingi aldraða fólksins hafi verið það, að hafnað var of mikilli „umönnun" en gamalt fólk hvatt til þess að vera starfsamt og leggja eigið mat á hlutina. Gamalt fólk á ekki lengur að taka öllu með þökkum sem að því er rétt. Það á að krefjast, og hefur til þess fullan rétt, sómasamlegs aðbúnaðar og lífsfyllingar á þessum lokaáfanga í lífi sínu. Kosninga- kaffi Drekkið kosningakaffið á Esju- bergi með fjölskyldunni. í dag frá kl. 15—17 bjóðum við glæsilegt úrval af gómsætum marsipan- og konditóríkökum og allskonar tertum á hlaðborði. Gott kaffi, kakó, smurt brauð. ís og margt fleira. Jónas Þórir leikur á orgelið. Munið barnahornið vinsæla. Verið velkomin, riiiB VERÐIAUNA VCDDNIl 1. júli— I\C rr 1 113“ SEPTEMBE Allir vinningarnir eru frá PFAFF í Borgartúni. BRAUN hárbursta- ok blásarasott. PASSAP spólurokkur ok hesputré. Glæsileg verðlaun Þessa glæsilegu hluti getur handprjónafólk nú unnið sér, með því að skila inn mismunandi fjölda af handprjónuðum flíkum. Á þennan hátt vill Hllda h.f. verðiauna góð og mikil afköst handprjónafóiks þess, sem skiptir við fyrirtækið. Allar upplýsingar um keppnisreglur eru gefnar á skrifstofunni Hildu h.f. OPIÐ ÞRIÐJUD. MIÐVIKUD. OG FIMMTUD. FRÁ KL. 10-12 og 12.30-15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.