Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980
51
Hljómleikaplata í júlí?
Kinks,
Graham Parker,
B.A. Robertson
og Willie Nile
„ONE FOR THE
ROAD“
Kinks
(Arista)
Þriöja gæöa hljómleikaplatan á
nokkrum mánuðum!
Kinks hafa þróast í að vera ein
besta hljómleikahljómsveit í heimi,
og að gefa út eina tvöfalda beiðskífu
frá hljómleikum þeirra hlýtur að
vera erfitt verk, og vantar auðvitað
ýmislegt sérstaklega „medley" af
vinsælustu lögunum þeirra sem þeir
hafa leikið á hljómleikum.
Hér eru lögin „Low Budget" (Low
Budget, Superman, Catch Me Now
I’m Falling, Pressure, Attitude og
National Health) öll tekin sterkari
og rokkaðri en á stúdíóplötunni,
sérstaklega er útgáfan á „Superm-
an“ ólík. Lög sem nýjar hljómsveitir
hafa gert vinsæl taka Kinks hér upp
á nýjan leik eins og „The Hard
Way“ (Knack), „Where Have All
The Good Times Gone“ (David
Bowie), „Stop Your Sobbing" (Pre-
tenders), og „David Watts“ (Jam).
„Victoria" er aftur komin inn í
prógrammið, „All Day And All Of
The Night“, „Till The End Of The
Day“, „20th Century Man“ og auð-
vitað „Lola“ sjálf, auk „Celloloid
Heroes", „You Really Got Me“ og
„Prince Of The Punks" sem er
einungis til á bakhlið á lítilli plötu
fyrir. Spil Kinks er gott á plötunni,
áheyrendur heyrast vel og taka vel
undir í lögunum sem þeir þekkja,
sem gerir plötuna eina þá best
heppnuðustu.
Fyrir utan það að vera nauðsyn-
leg fyrir alla Kinks unnendur, er hér
líka ágætt safn fyrir þá sem vilja
kynna sér góða hljómsveit.
Þess má geta í kaupbæti að
væntanleg er innan tíðar sólóplata
frá gítarleikaranum Dave Davies.
Auk hans eru í Kins, Ray Davies,
Mick Avory, Jim Rodford, Ian Gibb-
ons og Nick Newall.
hia
„THE UP EUS-
CALATOR“
Graham Parker &
The Rumour
(Stiff)
Parker bregst ekki frekar en fyrri
daginn. Enn einu sinni kemur hann
með plötu uppfulla af perlum.
Rhythm & Blues tónlistin sem
Parker flytur er tilfinningarík og
auðug og textarnir beint úr lífi — og
skoðunum hans sjálfs án þess að
vera uppgerðarlegir.
Hvert eitt og einasta lag á
plötunni vinnur á við hlustun, en
þess utan hefur Parker styrkst með
hverri plötu.
Parker hefur undanfarið búið í
Bandaríkjunum en þar er þessi
plata unnin, en við brottflutninginn
frá Bretlandi missti hann hljóm-
borðsleikarann Bob Andrews úr
Rumour, en á hljómborðin leika
Nicky Hopkins (píanó) og Danny
Federici (orgel), á þessari plötu.
Jimmy Iovine heitir sá sem sá um
upptökustjórn en um hann sagði
Parker nýlega í blaðaviðtali: „Iovine
er meðvitandi um það hvað kemst á
vinsældarlista, og hann vill gera
„klassíska" plötu í hvert sinn sem
hann tekur upp.“ „Klassísk" á plat-
an sannarlega eftir að verða. Mörg
laganna minna á svarta „soul“
tónlist, Rolling Stones og Bruce
Springsteen, en sá síðastnefndi
syngur reyndar bakraddir í tveim
lögum, „Endless Night" og „Paral-
yzed“.
„The Up Escalator" er sjötta
breiðskífa Parkers og hans besta til
þessa. Siðasta plata hans sannaði
tilveru hans í framlínu rokksins,
„Squeezing Out sparks".
Flest laganna eru kröftug með
orðhvössum textum, en eitt laganna,
og kannski eitt allra besta lag hans
„Beating Of Another Heart" er
rólegt og í sama stíl og „Passion Is
No Ordinary Word“ á síðustu plötu,
og er mjög vel sungið af Parker.
Bestu lögin eru annars „Beating
Of Another Heart", „No Holding
Back“, „Endless Night“, „Stupefact-
ion“, Devil’s Sidewalk" og „Manoe-
B A R0BERTS0N
uvres". Hin eru vitanlega jafn góð,
þau hafa bara ekki vanist jafn vel
enn!
hia
„INITIAL SUCCESS“
B.A. Robertson
(Asylum)
B.A. Robertson er nokkuð undar-
legur náungi. Lögin hans eru öll
Heyrst hefur að væntanleg sé
innan skamms breiðskifa frá
Hinum islenska þursaflokk, sem
tekin var upp á eftirminnilegum
hljómleikum þeirra í Þjóðleik-
húsinu fyrir nokkru.
Mun platan, sem verður ein-
föld, vera í lokavinnslu og vænt-
anleg i búðir innan eins og hálfs
frambærileg, en samt er eitthvað
óvenjulegt við flutninginn. Robert-
son virðist nefnilega ýkja nokkuð í
flutningi sínum og kann það að
virka illa á marga rokkunnendur
sem sækjast yfirleitt eftir hrein-
skilni í framsetningu.
Brian Alexander Robertson hóf
feril sinn fyrir um það bil fimm
árum og hefur sent frá sér tvær
breiðskífur á undan þessari. Sú fyrri
kom út hjá hjá Stax og hét „Wring-
ing Applause" en hin seinni hjá
Arista 1978, „Shadow Of A Thin
Man“, en það var ekki fyrr með
laginu „Bang Bang“ að hann náði
eyrum fjöldans.
„Bang Bang“ varð vinsælt í Bret-
landi í ágúst í fyrra og „Knocked It
Off“, „Kool In The Kaftan" fylgdu á
eftir.
öll eru þessi lög á „Initial Succ-
ess“ auk „To Be Or Not To Be“ sem
eru á fleygiferð upp breska listann
þessa dagana. Léttleikinn og húm-
orinn í textum Robertson eru með
þeim betri sem gerast, hann kemur
fram með sínar útskýringar á
ódauðlegum orðum William Shake-
speare „To be or not to be“ á
blómaárunum (Flower power) og
tónlist þeirra í „Kool In The Kaft-
an“, á trommuleikurum í „Eat Your
Heart Out Sandy Nelson", á bak-
hliðum á litlu plötum í „The B Side“,
mánaðar ef allt gengur að
óskum.
Á plötunni verða bæði ný og
gömul lög, en mörg eldri laga
þeirra höfðu breytzt mikið þegar
hljómleikarnir voru haldnir. en
eitt af þeim mun vera „Brúð-
kaupsvísur". brjú ný lög eru á
plötunni. þar af eitt laganna
og á sögu Englands í „England’s
Green & Pheasant Land“.
Lögin eru sjálf mjög fjölbreytt en
tengd saman með góðri upptöku-
stjórn Terry Britten, sem er frægari
fyrir að vera gítarleikari Cliff Rich-
ard. Britten semur líka 8 af 14
lögum á plötunni ásamt Robertson,
og leikur á alla gítara sem eru
fjölbreyttir og smekklegir. Plata
sem er ekki ætlast til að sé tekin
alvarlega, en er samt „mjög vel
gerð“.
hia
„WILLIE NILE“
(Arista)
Willie Nile er ungur Bandaríkja-
maður sem nefndur hefur verið hinn
nýi Bob Dylan, hinn nýi Bruce
Sp. ingsteen, hinn nýi Wilko John-
son, og ýmislegt meira.
Willie Nile kemst varla í hálf-
kvisti við flesta þá sem honum hefur
verið líkt við, en þó er að finna
neista af frumleik og framtíðar-
hæfileikum í lögum hans á „Wille
Nile“.
Tónlist hans mætti frekar líkja
við tónlist Loudon Wainwright III,
sem byggði þó að mestöllu leyti upp
,.punk"-Iagið sem Tómas Tómas-
son söng á hljómleikunum.
Væntanlega höfum við nánari
fréttir af plötunni urn næstu
helgi en ekki náðist i liðsmenn
hljómsveitarinnar til að staðfesta
fréttina á tilsettum tíma.
Meðfylgjandi mynd Kristins er
frá fyrrnefndum hljómleikum. —
Hia.
á kímni sinni í textum, en textar
Nile eru í flestum tilfellum graf-
alvarlegir.
Nile hefur verið hampað sem nýju
afli í rokki, en platan staðfestir ekki
þá fyllyrðingu.
Nile hefur grófa „New York“-rödd
og syngur um fólkið í kringum sig
og sjálfan sig og fær að láni ýmsar
aðferðir, ni.a. frá Dylan og
Springsteen, og oft er reynt að ná
þeim hráa krafti sem Springsteen
hefur að bjóða. Auk þess reynir Nile
að halda svipuðum grófleika og
„punk-tónlistin“ hefur haft.
Rokklög á borð við„That’s The
Reason“, „I’m Not Waiting", „It’s
AU Over“, „Old Men Slepping In The
Bowery“, og „She’s So Cold“ eru
gróf, einföld og blátt áfram. Undir-
leikur samanstendur af gítar, bassa
og trommum, og einstaka sinnum
píanói, og er næstum eingöngu
grunnar.
Rólegri lögin nálgast Dylan
meira, og Wrainwright III, „Across
The River“, „Vagabond Moon“ og
„They’ll Build A Statue Of You“.
Lögin sjálf eru öll eftir Nile, en
hann samdi þau á löngum tíma, frá
því 1973 til 1979. Miðað við það er
hætt við að næsta plata hans verði
erfið í fæðingu, þar sem hér er
aðeins miðlungsplata á ferð.
hia
Danserína
Fallinn
Fyrir nokkrum vikum kom út
lítil plata frá hljómsveitinni
Tívolí, en litlar plötur virðast
vera að hefja innreið sína á
markaðinn aftur.
Á plötu þessari eru tvö lög
eftir Stefán S. Stefánsson, saxó-
fónleikara og fyrrum aðalmann í
Ljósunum í bænum, en þau heita
„Fallinn” og „Danserína".
Litlar plötur hafa löngum ver-
ið viðkvæmur varningur sem
ekki hefur þótt borga sig að gefa
út til lengdar, en undanfarið
hafa menn viljað afsanna það.
En til þess að afsanna það, þá
þarf að gefa út „mjög góðar“
litlar plötur. Lögin þurfa helst
að vera örugg fyrsta-sætis-lög í
ós'kalagaþáttum útvarpsins, eða
að vera með listamönnum sem
hafa náð því marki að þeim sé
„safnað“.
Tívolí-platan er rétt við mörk-
in. Annað lagið gæti orðið vin-
sælt, „Fallinn", en hitt ekki.
Ástæðan fyrir því er sú að
lagið „Danserína" fellur ekki inn
í núgildandi gildi „hitlaga“.
Það er rokklag með slökum
takti, taktþáttur flutningsins er
ekki nógu hnitmiðaður eða góð-
ur, og spil allt fremur mollulegt
þó ekkert sé hægt að setja út á
orgelleik né gítarspil fyrir það
að gera. Kannski má kenna
„blöndun" hér eitthvað um.
„Fallinn" fellur aftur á móti
inn í gildi íslenskra „hitlaga”, á
borð við popplög Magnúsar Ei-
ríkssonar og textinn er með
gálgahúmor, sem alltaf hefur
fallið vel að landanum. Allt spil
er einfaldara, enda lagið rólegt.
Bassaleikurinn er hnitmiðaður
og góður í þessu lagi, hljómborð
setja góðan svip og saxófóninn
skreytir lagið líka ágætlega.
„Fallinn" á án efa eftir að lifa
mun lengur en „Danserína".
- Hia.