Morgunblaðið - 29.06.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.06.1980, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980 52 Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR I>að er óneitanlega skemmtilegt að breyta matar- æði sínu svolítið eftir árstíðum. Einhvern veginn er þá eðli- legt, að sumarmáltíðir séu léttar og séu að miklu leyti grænmeti og ávextir. Þetta er nokkuð i heiðri haft i þeirri máltið, sem er stungið upp á hér i dag. Og eins og alltaf er auðvitað ekkert skilyrði, að þessir þrír réttir hangi sam- an, heldur notið þið þá þegar ykkur hentar. Eg las i blaði um daginn. að nú væri sumarverð á tómöt- um og agúrkum, þ.e.a.s. tölu- verður afsláttur. bað er því sjálfsagt að nota sér það ærlega og borða nú sem mest og bezt af þessu ágæta græn- meti. Ég hef oft áður minnzt á gúrkur og ágæti þeirra, t.d. í salöt, í súpur. og svo bakaðar og fylltar. líkt og t.d. paprikur og annað grænmeti. Tómatar eru mjög mikið notaðir i alls kyns rétti viða um lönd, ekki sízt við Miðjarðarhafið og i Suður-Ameríku. enda auðvelt að rækta þá þar. Og ekki má gleyma því að tómararnir eru komnir til okkar yfir hafið frá Ameriku eins og fleira gott grænmeti. Ég sting upp á tómatpæa í forrétt. Sem aðalrétt sting ég upp á góðum og glænýjum fiski með góðu kryddsmjöri og svo súrmjólk með ávöxtum í eftir- rétt. En nú nánar um hvern rétt fyrir sig. Góða Skemmtun! Tómatpæi Þessi pæi er ættaður frá hinu sólríka Suður-Frakklandi og nefnist „pissaladiere" á þeim stað. Þetta er eiginlega nokk- urs konar pizza, því þetta eru tómatar, laukur, ansjósur og ólívur á brauð- eða deigbotni. Þið getið notað hvort sem þið viljið gerdeig eða venjulegt pæadeig. Smjördeig kemur einnig vel til greina. Eins og alltaf þegar um vel þekkta rétti er að ræða, er rétt að taka fram að útgáfurnar eru margar og misjafnar, en hér kemur sú sem ég held mest upp á. Skyndiútgáfu er hægt að búa til með því að nota létt- ristað brauð, annað hvort sneið- ar eða t.d. holað snittubrauð. Gott og fljótlegt. Athugið að kaupa góðar ansjósur. Þær eiga að vera niðursoðnar í dós, og ættaðar sunnan að, en ekki danskur kryddfiskur sem er seldur í glerkrukkum undir svipuðu nafni. Sá fiskur er ágætur, en er bara ekki það sama og suðræn- ar ansjósur. Athugið að þær suðrænu eru brimsaltar og bragðmiklar, og því þarf ekki mikið af þeim í mat. Þær eru oft undnar upp með kapers sem þið notið með. En þær gefa býsna gott bragð og eru notaðar eins og krydd, þ.e. til að bragðbæta, en ekki til að gefa aðalbragðið. Ef þið eigið an- sjósur afgangs, er auðvelt að geyma þær. Þið setjið þær þá í lítið ílát og hellið olíu yfir, svo þær séu í kafi. Þannig geymast þær vel í kæliskáp, því olían sér fyrir því. Notið síðan olíuna í mat, þegar ansjós- urnar eru búnar. Ólífur eru til bæði grænar og svartar. Þetta eru berin af samnefndu tré, sem í biblíunni SUMAR- MÁLTIÐ kallast smjörviður, sennilega vegna þess, að olían er notuð á heimaslóðum sinum líkt og við notum smjör. Grænu berin eru óþroskuð, en þau verða svört, þegar þau ná fullum þroska. Berin eru lögð í salt- pækil, því þau eru býsna römm annars. Hér fást þau í salt- pækli. Þau eru býsna sölt, svo mér finnst betra að skola mestu seltuna af undir rennandi vatni og þerra þau síðan. Ef þið viljið búa ykkur til hnoss- gæti úr ólífum, skolið þá selt- una af, þerrið þær og setjið í þurra, hreina krukku. Síðan hellið þið olíu yfir berin, og það á auðvitað helzt að vera ólífuolía. Einnig getið þið lagt þar í 1 kvist af góðri kyddjurt, t.d. timjan, eða svolítið af þurrkuðum jurtum, og e.t.v. hvítlauksrif með. Eftir 1—2 vik- ur er þetta orðið mikið hnoss- gæti, sem er gott að bera fram sem hluta af forrétti, eða við önnur góð tækifæri. Olían er svo notuð í mat, þegar ólífurn- ar eru búnar. En við vorum að hugsa um tómatpæa ... Botn: 4 dl hveiti, gjarnan blanda af fínu hveiti og heilhveiti. 100 gr kalt smjör. Ofurlítið af köldu vatni. 1. Hellið hveitinu á borð. Saxið smjörið saman við og nuddið því síðan enn betur saman við með fingrunum. Þegar smjörið og hveitið er orðið sæmilega vel samlagað, bætið þá örlitlu af vatni saman við, svo að úr þessu verði samloðandi deig, sem á þó alls ekki að vera klístrugt. Það má gjarnan hvílast á meðan þið búið til fyllinguna. Fylling: Ólífuolía, eða önnur olía. 2 góðir laukar. 6—8 góðir tómatar, vel þroskaðir. Örlítið af timjan, nýju eða þurrkuðu. % dós ansjósur. 10 ólífur, steinlausar, en gjarnan fylltar. 2. Setjið ofninn á 200°. 3. Hitið svolítið af ólífuolíu á pönnu eða í potti. Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og látið hann malla í olíunni í ca. 10 mín., þar til hann er mjúkur og gullinn, en alls ekki brúnn og brenndur. 4. Sneiðið tómatana. Ef an- sjósurnar eru undnar upp, vindið þá ofan af þeim og skerið hvert flak í tvennt að endi- löngu, þannig að úr verði þunnar ræmur. Skerið ólífurn- ar í tvennt að endilöngu. 5. Fletjið deigið út og setjið það innan í smurt form, eða þrýstið því út með fingrunum. Yfirborðið þarf ekki að vera eggslétt. Bezt er að nota form með lausum botni, svo þið náið pæanum auðveldlega úr. Látið deigið ná um 3—4 cm. upp á barmana. Bakið pæaskelina í ca. 15. mín., eða þar til hún er orðin ljósgullin á litinn. 6. Setjið olíusoðinn laukinn á botninn, raðið tómatsneiðun- um þar ofan á, síðan ansjósu- ræmunum í tígulmunstur og svo ólífunum þar á. Stráið kryddinu á og bakið nú pæann í 20 mín., eða þar um bil, þangað til tómatsneiðarnar eru bakað- ar. Þar með er ilmandi pæinn tilbúinn á borðið. í stað þess að bera pæann fram sem forrétt er hann prýðilegur aðalréttur handa tveimur til þremur, eða sem miðnætursnarl handa nætur- hröfnum. Þá er hægt að vera búinn að setja deigið í formið og í kæliskáp, olíusjóða laukinn, skera ólífurnar og ansjósurn- ar og taka tómatana til. Ég mæli ekki með að þeir séu sneiddir fyrirfram, því þá mis- sa þeir svo mikið af safanum. Ofnbakaður fiskur með fennelsmjöri Góðan fisk þarf ekki að matreiða á flókinn og íburð- armikinn hátt, til þess að hann njóti sín. Þvert á móti er einfaldleikinn farsælastur fyrir fiskbragðið. Allur góður fiskur hentar vel. Ég nefni þó sérstaklega lax núna. Ég set fiskinn, ca. 1 kg handa fjór- um, á smurt fat í ofn og baka hann þar. Tíminn fer eftir þykkt fisksins, tegund og ofnhitan- um. Gætið þess bara að baka hann ekki of lengi, því þá þornar hann og það er sorglegt að sjá glænýjan fisk fara inn í ofn og koma þurran eins og pappa út aftur. Fylgist því vel með honum. Með fiskinum sting ég upp á góðu kryddsmjöri og góðu brauði. Annað þarf ekki, og þetta verður eftirminnileg máltíð... Kryddsmjör: 100 gr smjör. 2 msk. sítrónusafi. 1 msk. fínsaxaður gras- laukur. 1 msk. fínsöxuð steinselja. 1 msk. steytt fennelfræ. Nýmalaður pipar. 1. Bræðið smjörið í potti og bætið öllu hinu út í. Látið þetta malla í 10 mín. á hægum hita, því smjörið á alls ekki að brúnast. Magnið af kryddinu er að- eins gefið upp til að þið fáið smá hugmynd um skammtana. Síðan bragðið þið á og þreifið ykkur áfram. I staðinn fyrir fennelfræ getið þið einnig notað anísfræ, en þá e.t.v. aðeins 1 tsk. Af báðum þessum fræum er svol- ítið lakkrísbragð sem fer sérkennilega vel við fiskinn. Súrmjólk með góð gæti (Handa fjórum) Mér finnst súrmjólk ein- stakur matur, og get vel hugs- að mér að borða hana á hverjum degi. Auk þess að borða hana tóma, má blanda ýmsu í hana og fá þannig firna góðan eftir- rétt. Það er einmitt gert hér. Ég er ekki hrifin af sætri súrmjólk og kýs því ekki að sæta hana, auk þess sem góðgætið, sem í hana er látið, sér fyrir sætunni. Ef þið eruð ekki sammmála, sting ég upp á að þið sætið hóflega og notið gjarnan hun- ang. Það gefur einnig gott bragð og svo er það einkar hollt. 1 1 súrmjólk. 1 egg. (1 msk. hunang.) 1 appelsína 1 epli % dl. rúsínur 1. Þeytið súrmjólkina ásamt rauðunni og hunangi, ef þið notið það, þar til hún freyðir vel. Afhýðið ávextina, skerið þá í bita og blandið í súrmjólkina, ásamt rúsínunum. Stífþeytið hvítuna og blandið henni í súr- mjólkina. Berið þetta fram vel kælt. Þarna hafið þið einfald- an og frískandi eftirrétt, sem auðvelt er að búa til úr þeim matvælum sem alltaf, eða oftast, eru til á hverju heim- Viðbót Af því ég var að tala um ólífur og ólífuolíu áðan, er rétt að benda á, að nú fæst í ýmsum búðum einstaklega góð ólífu- olía frá danska fyrirtækinu Castus, en það fyrirtæki hef ég áður nefnt í sambandi við góðar vörur. Þessi olía er ósvikin, þykk og gul, því hún er úr svokallaðri fyrstu pressun, þ.e. úr berjunum, sem eru aðeins pressuð, en ekki hituð eða neitt slíkt. Þá fæst olía eins og hún gerist bezt og er hreinust. ’ er bragðmikil og ótrúlega | fyrir þá sem hrifnir eru afx ólífuolíu. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR KUHHAR Epli rauð Epli græn Appelsínur Sítrónur Grapealdin Vínber blá Perur Plómur Ferskjur Melónur gular Vatnsmelónur Ananas Bananar EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 Upplýsinga- blað um málmiðnað UM ÁRAMÓTIN hóf göngu sína upplýsingablað um málmiðnað. sem gefið er út af Iðntæknistofn- un íslands. Blaðið heitir Málm- siða og flytur innlent og erlent efni um hvaðeina, sem snertir málmiðnað. Ætlunin er að blaðið komi út 8—10 sinnum á ári, 8 síður i hvert sinn. Ritstjórn blaðsins er þannig háttað, að í henni eiga sæti menn, er starfa í málmiðnaði, bæði við framleiðslu og fræðslustörf, auk starfsmanna Iðntæknistofnunar. Auglýsingastofa Ólafs Steph- ensen sér um uppsetningu blaðs- ins og öflun auglýsinga. Þegar eru komin út 3 blöð á þessu ári og hið fjórða er í burðarliðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.