Morgunblaðið - 16.07.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1980
11
Fjármálaráðherra tek-
ur 14.5 milljarða lán
fyrir ríkið erlendis
FJÁRMÁLARÁÐHERRA. Ragn
ar Arnalds. undirritaði 23. júni
sl. i London fyrir hönd islenzka
rikisins samninK um töku láns að
upphæð 30 milljónir Bandarikja-
dollara. eða um 14,5 milljarðar
islenzkra króna. við sjö erlenda
banka.
Lánið er tekið til að fjármagna
ýmsar framkvæmdir á vegum
ríkisins í samræmi við heimildir í
lánsfjárlögum fyrir þetta ár og er
meðal annars ætlað til vegagerð-
ar, landshafna og raforku- og
hitaveituframkvæmda.
Lánið er til fimm ára með
Bræðurnir ómar og Jón Ragnarssynir urðu sigurvegararnir i
bilþeysu Húsavikur. Á myndinni sést Ómar við bil þeirra bræðra.
Renault 5 Alpine.
breytilegum vöxtum, sem eru %
prósenti yfir millibankavöxtum í
London fyrstu tvö árin, en 'h%
síðustu árin.
Lánið verður greitt upp í einu
lagi að lánstíma liðnum. Lán þetta
er veltilán, þannig að heimilt er að
endurgreiða það að hluta til eða í
heilu lagi áður en upphaflegur
lánstími er liðinn og draga síðan á
það að nýju þyki það henta. Þetta
fyrirkomulag veitir aukinn sveigj-
anleika, sem gerir lántaka kleift
að hagnýta breyttar aðstæður á
lánamörkuðum. Einnig er heimilt
að draga á lánið í fleiri en einum
gjaldmiðli. Lánskjör þau, sem um
hefur verið samið í þessari lán-
töku eru í samræmi við það sem
nú gerist bezt á erlendum lána-
mörkuðum.
Af hálfu lánveitenda hafa Mid-
land Bank 'Limited, Den Norske
Kreditbank og Christania Bank og
Kreditkasse haft forystu um lánið,
en aðrir bankar sem aðild eiga að
láninu eru Gulf International
Bank, PK-Banken, Credit Suisse
og Midland Bank International.
Seðlabanki íslands annaðist und-
irbúning lántökunnar fyrir hönd
fjármálaráðuneytisins.
Austfjarðaþokan
Vegna mikils staóviðris að undanförnu á Austfjörðum hefur þoka
legið þar yfir svo dögum og jafnvel vikum skiptir á sumum stöðum.
Þessi mynd er tekin úr Oddskarði í s.l. yiku.
Ljósmynd Mbl. Kristinn.
Norræna húsið:
Erindi um handrit-
in á „Opnu húsi“
AÐ VENJU hefur Norræna
húsið Opið hús fimmtudags-
kvöldið 17. júlí. Þá flytur
prófessor Jónas Kristjáns-
son erindi með litskyggnum
um íslensku handritin. Hefst
það kl. 20:30 og verður flutt á
dönsku. Síðan verða sýndar
tvær kvikmyndir, teknar af
Ósvaldi Knudsen. Eru það
myndirnar Heyrið vella á
heiðum hveri, sem hefur
hlotið fjölda verðlauna, og
Eldur í Öskju 1961. Kaffi-
stofa og bókasafn hússins
verða opin. Aðgangur að
Opnu húsi er ókeypis og allir
eru velkomnir.
Bílþeysukeppnin á Húsavík:
Ómar og Jón fyrstir
Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsa-
víkur og Hótel Húsavík stóðu
fyrir bílaþeysu á laugardaginn.
Þeysan hófst á Húsavik kl. 6
árdegis. Var haldið austur yfir
Reykjaheiði, austur Keldu-
hverfi, um Axarfjarðarheiði,
Melrakkasléttu upp Hólasand
og ekin Grjótagjárleið um Mý-
vatnssveit. Þar var áð á Hótel
Reynihlíð. Siðan var farið norð-
an við Vatn að Máskoti, niður á
Laxárdal að Laxárvirkjun, yfir
Hvammsheiði og komið niður
við Mýrakvísl. Siðan var farið
upp hjá Einarsstöðum i Reykja-
hverfi og um Reykjaheiði til
Húsavikur.
Leiðin er alls 471 km, þar af
210 km í sérleiðum. Keppnin fór
þannig fram að leiðinni var skipt
í 20 áfanga. Á hvern áfanga var
settur ákveðinn timi og voru öll
frávik frá þeim tíma reiknuð
sem refsistig. Síðan voru refsist-
ig lögð saman og hlaut sá sigur
sem fæst hafði refsistig. Meðal-
hraði í keppni af þessu tagi er
mjög misjafn, — mun hærri á
sérleiðum en ferjuleiðum, þ.e.
þjóðvegum.
19 keppendur tóku þátt í
keppninni en 14 komust á leiðar-
enda. Fjöldi fólks fylgdist með
keppninni enda veður mjög gott
um daginn.
Úrslit keppninnar urðu þau að
bræðurnir Omar Þ. Ragnarsson
og Jón R. Ragnarsson urðu í
efsta sæti á 8.30 mín. og óku þeir
síðustu 5 km á sprungnu aftur-
dekki. í öðru sæti voru Ha-
fsteinn Hauksson og Kári Gunn-
arsson á 10:15 mín. í þriðja sæti
voru Úlfar Hinriksson og Sig-
urður Sigurðsson á 12:48 mín.
Eftir keppnina var haldið
þeysuball í Félagsheimili Húsa-
víkur og voru verðlaun afhent
um kvöldið. Vill keppnisstjómin
koma á framfæri þakklæti til
allra sem störfuðu að keppninni
eða stuðluðu að því á annan hátt
að hún gæti farið fram. Áformað
er að halda þarna svipaða keppni
að ári.
Ilafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson voru I öðru sæti. Hér
standa þeir við bílinn sem þeir kepptu á, Datsun 160 j.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
BOLIRFRA
*USA*
einlitir- myndskreyttir
mikiö úrval mynda