Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980 Sjötugsafmæli: Sigurður Þ. Tómas- son stórkaupmaður Allir þeir sem eitthvað þekkja til Sigurðar Þ. Tómassonar hljóta að játa, að þar eigi kiwanishug- sjónin á Islandi sérstaklega góðan og einlægan skjólstæðing. Sigurð- ur hefir haft gífurlega góð og holl áhrif á Kiwanisklúbbinn Kötlu. Allt líf hans síðustu árin hefir verið helgað Kötlu í tómstundum frá erli dagsins. Sigurður er einn fyrrv. forseta Kötlu. Hann er lífið og sálin í þessum félagsskap. Kiwanisklúbburinn Katla á líf sitt að þakka ekki sízt, dæmafárri elju og dugnaði Sigurðar Þ. Tómasson- ar, ásamt óvenjulega skarpri til- högunargáfu. Forsetatíð Sigurðar Tómasson- ar í Kiwanisklúbbnum Kötlu ein- kenndist af óvenjumikilli reisn og tíguleik þeirra hjóna, sérstökum virðuleikablæ, er aldrei mun gleymast. Þeir eru fáir innan Kötlu í dag, Sjávarútvegsraðuneytið heíur ákveðið að síðasti veiðidagur á yfirstandandi humarvertíð verði miðviku- dagurinn 30. júlí n.k. Þann 14. júlí sl. var humar- sem eins og Sigurður Tómasson hafa kunnað að tala til Kötlu- aflinn orðinn 1900 lestir en heildarkvótinn á þessari ver- tíð var ákveðinn 2500 lestir og má ætla að aflinn nái því marki um næstu mánaðamót. (Frá sjávarútvetfsráOunrytinu.) bræðra. Fáir eins og hann hafa getað haldið fastri athygli tilheyr- enda sinna. Sigurður Tómasson er glæsi- menni hið mesta. Því fylgir, að hann er frábær smekkmaður í klæðaburði og öðru. Framkoma og útlit bera vott um þá snyrti- mennsku í hvívetna, sem honum er samgróin. Persóna hans dregur að sér athygli hvar sem hann er. Sigurður er sérstakur höfðingi á mannfundum. Já, glæsimennskan, krafturinn, fjörið og mælskan — allt þetta er óvanalegt. Sigurður er gleðimaður, gamansamur, víð- lesinn og sérstaklega skemmtinn í viðræðum. Forysta er honum eðli- leg. Sigurður Tómasson er tryggur vinur. Sigurður er stórkostlegur höfðingi heim að sækja og heimil- ið mjög fágað og smekklegt. Sigurður er kvæntur Maggý Flóventsdóttur. Frú Maggý er annáluð fyrir frábæran myndarskap, drengskap og hjálpsemi. Hún er hin ástrík- asta móðir, tengdamóðir og amma. Börn þeirra hjóna: Edda Guðrún, gift dómprófasti, séra Ólafi Skúlasyni, eiga þau hjón 3 börn. Tómas verkfræðingur f. 1938, d. 17. jan. 1975 ókv. bl. Sigurður og frú Maggý báru sorg sína vegna missis Tómasar með þeim andlega styrkleika, sem þeim er eiginlegur. Persónulega vil ég þakka frú Maggý og Sigurði, hina miklu og hlýju umhyggju, er þau hafa auðsýnt mér frá fyrstu kynnum, en síðan eru liðin 33 ár, fáir óvandabundnir hafa reynst mér betur, hvorki fyrr né síðar. Sigurður, hugheilar hamingju- óskir í tilefni dagsins. Ilelgi Vigfússon. Humarveiðum lýkur 30. júlí sölumet, fleiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri piastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. I HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING má/ningh/f Ferðalög til útlanda: Slæm veðrátta í Evrópu virðist ekki hafa teljandi áhrif SLÆM veðrátta hefur verið víða um Evrópu það sem af er sumri og hefur hún haft þau áhrif að Norður Evrópubúar hafa flykkzt suður á bóginn, þar sem veðráttan hefur verið skárri. Ekki virðist þetta þó hafa áhrif á ferðalög tslendinga, því að þegar Morgunblaöið hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofur virtust allir sammála um að tslendingar skipulegðu ferðalög sín yfirleitt með góðum fyrirvara og hefði slæm veðrátta þvi ekki teljandi áhrif á ferðalög landans. Það kom ennfremur fram hjá forsvarsmönnum ferðaskrifstofanna að áberandi væri að fólk leitaði að nýjum stöðum og vildi greinilega vikka sjóndeildarhringinn. ferðamannastraumurinn væri farinn að dreifast á fleiri staði. Hjá Ferðamiðstöðinni fengust þær upplýsingar að ferðamanna- straumurinn hjá þeim væri svip- aður og í fyrra og er nú allt uppbókað í Spánarferðir. Töluverð aukning varð á Ameríkuferðum í vor, en aðsóknin dettur niður, þegar líða fer á sumarið. Eysteinn Helgason hjá Sam- vinnuferðum sagði að í heildina væri veruleg aukning í starfsemi þeirra frá síðasta ári. Þeir hefðu nú lagt áherzlu á, að auka framboð og fjölbreytni ferða sinna. Vinsæl nýbreytni væru sumarbústaða- ferðir til Danmerkur og væri eftirspurnin meiri en hægt hefði verið að anna. Eftir töluverða byrjunarörðugleika, sem við var að etja á Rimini, gengur allt vel þar núna og kvað Eysteinn fólk róma staðinn. Tveggja daga ferðir frá Rimini til Rómar væru líka vinsælar. Júgóslavía er alltaf jafn vinsæl og ferðast sama fólkið þangað ár eftir ár. Að sögn Steins Lárussonar hjá Úrvali hefur starfsemin gengið mjög vel og er svipuð og í fyrra. Að vísu væri örlítið minni umferð úr landinu en verið hefði, en sætanýtingin væri ekki lakari og eru allar sólarlandaferöir uppbók- aöar til hausts. Ameríkuferðir urðu fljótlega vinsælar, en ekki hefur verið eins mikill straumur þangað eins og búizt hafði verið við. Fólk hefði greinilega minni fjárráð en oft áður og kæmi það fram í því, að fólk sækti gjarnan í styttri ferðir. Úrval er með umboð fyrir farþegaskipið Smyril og sagði Steinn að ferðalög útlend- inga hingað hefðu aukizt, en aftur á móti hefði dregið úr ferðum íslendinga meö skipinu. Nætur- flug Flugleiða hefði greinilega haft áhrif bæði á þær ferðir og sólarlandaferðir. Ingólfur Guðbrandsson kvað starfsemina hjá Útsýn ganga mjög vel. Eftirspurn eftir ferðum hefði verið óstöðvandi frá því sala hófst og gilti það sama um alla staði. Costa del Sol væri alltaf jafnvinsæl og þar hefði í allt sumar verið langbezta veðráttan á Spáni. Aðstaða Útsýnar þar hefði aldrei verið betri, vegna þess að í heildina hafi ferðalög til Spánar dregizt saman og Útsýn nyti góðra samninga við Spánverja. Allar ferðir til Spánar fram á haust væru uppseldar og aukaferðir hefðu verið farnar. Sömu sögu væri að segja um Ítalíu, Lignano væri alltaf jafnvinsæll og hefði ekki reynzt unnt að útvega viðbót- arhúsnæði til að anna eftirspurn- inni. Þátttakan í Júgóslavíuferð- unum var að sögn Ingólfs heldur dræm um síðustu mánaðamót, en nú væri svo komið að allar ferðir væru uppseldar. Brottfór , hvern laugardag Í3javil<naferðir til Miami Beach, Florida FLUGLEIDIR fS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.