Morgunblaðið - 16.07.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980 2 1
Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi:
Núverandi viðhorf í ávöxtun-
armálum innlánsstofnana
Hér íer á eítir síðari hluti
erindis Sveins Jónssonar á aðal-
fundi Sambands isl. sparisjóða:
Nú viljið þið kannski segja sem
svo, að flestir þeir sem til skamms
tíma börðust hatrammlega gegn
því að peningalegum sparnaði
innan innlánsstofnana væru sköp-
uð eðlileg vaxtarskilyrði, hafi nú
skipt um skoðun í þessu efni og
betri tímar fari nú í hönd fyrir
innlánseigendur og innlánsstofn-
anir. Til marks um það, að hið
pólitíska vald hafi snúið af villu
síns vegar, sé sá óræki vitnisburð-
ur, að Alþingi hafi á síðasta ári
lögfest fyrirmæli um það, að fyrir
árslok 1980 skuli vera búið að
koma ávöxtunarkjörum sparifjár í
það horf, að allt sparifé, sem
bundið er til þriggja mánaða eða
lengur, verði tryggt gegn verð-
rýrnun af völdum verðbólgunnar.
Þessi lagasetning var vissulega
stórtíðindi í ávöxtunarmálum og
mun ég enda þetta spjall mitt á
því að fara nokkrum orðum um
þau viðhorf, sem nú blasa við í
þessu efni. En áður en að því
kemur vil ég víkja stuttlega að
annarri nýrri lagasetningu, sem
varðar ávöxtunarmálin, en það
eru hin nýju lög um tekjuskatt og
eignarskatt. Ég hef orðið þess var,
að ýmsir átta sig ekki til fulls á
því hvert stefnt er með skatt-
skyldu sparifjár samkvæmt lögun-
um. Þá hafa ný ákvæði um
fortakslausa framtalsskyldu
sparifjár verið mjög til umræðu.
Að því er skattskylduna varðar
kann það að villa mönnum sýn að
einhverju leyti, að veruleg nýmæli
um skattalega meðferð vaxtat-
ekna og vaxtagjalda einstaklinga
utan atvinnurekstrar ganga ekki
gildi fyrr en við skattlagningu í
árinu 1981. Sama gildir um eign-
arskattskyldu innstæðna sem ein-
staklingar utan atvinnurekstrar
eiga í bönkum og sparisjóðum.
Við álagningu á þessu ári gilda
svipuð ákvæði á þessu sviði og í
fyrri lögum og tel ég ekki ástæðu
til að rekja þau hér. Hin nýju
ákvæði sem ganga í gildi við
álagningu á árinu 1981 fela hins
vegar í sér miklar breytingar frá
fyrri ákvæðum. Þessar breytingar
varða fyrst og fremst meðferð til
tekjuskatts en reglur um eignar-
skatt verða svipaðar og áður.
Meginefni breytinganna er í
fyrsta lagi það, að allar vaxtatekj-
ur, verðbætur afföll og gengis-
hagnaður, sem falla í hlut ein-
staklinga utan atvinnurekstrar
verða nú skattfrjálsar tekjur. Að
vísu er gert ráð fyrir því að þessar
tekjur verði allar færðar inn á
skattframtal, en síðan verði öll
upphæðin færð til baka aftur sem
frádráttur á framtalinu, þannig
að enginn tekjuskattsstofn mynd-
ist að þessu leyti. Hér er því verið
að pátvíkka skattfrelsi sparifjár
frá því sem verið hefur, en jafn-
framt eru ávöxtunartekjur ýmissa
annarra hliðstæðra eigna gerðar
skattfrjálsar.
í öðru lagi verður svo sú mikil-
væga breyting á næsta ári, að
fjármagnsgjöld (þ.e. vextir, verð-
bætur, afföll og gengistap) sem
einstaklingar utan atvinnurekstr-
ar eiga að greiða, verða yfirleitt
ekki frádráttarbær til skatts.
Gerð er viss undantekning að
þessu leyti varðandi vaxtagjöld af
lánum, sem stofnað er til vegna
kaupa eða nýbyggingar ibúðar-
húsnæðis til eigin afnota. Vaxta-
tekjur skerða almennt þessa frá-
dráttarbærni vaxta af íbúðarlán-
um, en vaxtatekjur af innstæðum í
innlánsstofnunum valda ekki
slíkri skerðingu.
Hin nýju lög leysa því einstakl-
inga utan atvinnurekstrar undan
öllum skattakvöðum af tekjum,
sem þeir hafa af innstæðum í
innlánsstofnunum og hlýtur það
að gleðja okkur sem hér erum
saman komnir.
En hvað er þá að segja um
tekjur sem hlutafélög, sameign-
arfélög og önnur skattskyld félög
hafa af innstæðum i innlánsstofn-
unum og hvað um slikar tekjur ef
þær falla undir atvinnurekstur
einstaklinga?
I fljótu bragði séð virðist hér
vera um skattalega íþyngingu að
ræða frá fyrri lögum. Vextir af
innstæðum í innlánsstofnunum,
sem fallið hafa undir atvinnu-
starfsemi, hafa hingað til verið
skattfrjálsir að því marki sem
innstæðurnar voru meiri en heild-
arskuldir viðkomandi aðila. Nú
verða vextirnir í öllum tilvikum
skattskyldir. En hér kemur fleira
til en blasir við sjónum við fyrstu
skoðun. I hinum nýju skattalögum
felast nefnilega almennt séð ger-
breyttar reglur um skattalega
meðferð á atvinnurekstri. Það yrði
alltof langt mál að fara eitthvað
að gagni útí þessar nýju reglur hér
og skal því látið nægja að taka
fram, að sé ávöxtun innstæðna
atvinnufyrirtækja í innlánsstofn-
unum undir verðbólgustiginu,
munu fyrirtækin að jafnaði fara
betur út úr hinum nýju reglum
skattalega en áður var. Hér ber
því að sama brunni og áður gerði
um einstaklinga utan atvinnu-
rekstrar. Að því er varðar meðferð
til tekjuskatts gleðja hin nýju lög
hjörtu þeirra, sem vilja stuðla að
auknum peningalegum sparnaði
fyrir milligöngu innlánsstofnana.
En hvað þá um framtalsskyld-
una? Er þar ekki á ferðinni óþörf
og óeðlileg kvöð? Gefur sú breyt-
ing ef til vill tóninn um yfirvof-
andi eignakönnun og kannski
aukna skattheimtu á sparifé síð-
ar? Þótt ég eigi yfirleitt von á illu
einu frá því opinbera, þegar
skattamál eru annars vegar, held
ég að engin ástæða sé til að mála
skrattann á vegginn varðandi
þetta atriði. Ég held að fram-
talsskyldan sé fyrst og fremst til
komin í þeim tilgangi að gera
skattyfirvöldum auðveldara um
vik að stemma framtölin af og
fylgjast með lífeyri manna. Segja
má sem svo, að slík afstemming sé
óþarfa tortryggni og hnýsni af
Síðari hluti
hálfu skattyfirvalda, en eru þetta
samt ekki smámunir í samanburði
við margt annað sem á okkur er
lagt af hálfu hins opinbera í
skattamálum? Ég skil vel, að
framtalsskylda sparifjár er við-
kvæmt mál, og það kannski frekar
í strjálbýlinu en í þéttbýli lands-
ins. Ég sé hins vegar ekki ástæðu
til að fara um þetta fleiri orðum,
en kannski vill einhver taka þetta
atriði upp til frekari umræðu hér
á eftir.
Meira ætla ég ekki að segja um
skattahliðina á ávöxtunarmálun-
um en skal nú víkja nokkrum
orðum að því, sem er að gerast
þessa dagana á þessu sviði og því
sem framundan virðist vera.
Vissulega var það mjög ánægju-
legt, og ég vil einnig segja óvænt,
að í lögum um stjórn efnahags-
mála o.fl., sem nú eru rúmlega
ársgömul, skyldu vera þau skýru
fyrirmæli um raunhæfa ávöxtun
bundins sparifjár, sem ég minnt-
ist á áðan. Eftir setningu laganna
stillti Seðlabankinn kompásinn
þegar í stað og markaði þá áfanga,
sem skila áttu okkur að settu
marki í árslok 1980. Fyrstu áfang-
arnir voru framkvæmdir af mynd-
arskap, en svo kom babb í bátinn,
þegar kom að áfanganum 1. marz
síðastliðinn. Fresturinn sem þá
var ákveðinn samkvæmt ósk nýrr-
ar ríkisstjórnar rýrði vissulega
trú manna á það, að sá sigur væri
unninn, sem lögin um stjórn
efnahagsmála gáfu fyrirheit um.
Þráðurinn var svo tekinn upp að
nýju í byrjun þessa mánaðar, en
það sem meginmáli skipti í þeirri
vaxtaákvörðun, sem þá var gefin
út, var það, að innlánsstofnunum
var heimilað, þegar tæknilegum
undirbúningi væri lokið, að taka
við innlánum með þeim skilmálum
að höfuðstóll miðist að fullu við
lánskjaravísitölu, eins og það er
orðað í vaxtatilkynningunni. Af
hálfu Seðlabankans var tekið
fram, að í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar hafi verið gert ráð
fyrir því, að slíkir fullverðtryggðir
reikningar yrðu teknir upp. Segja
má þó, að aðdragandi þessa máls
hafi falist í heimild sem innláns-
stofnanir fengu 1. júní 1979 til að
opna útlánaflokk með fullri verð-
tryggingu og 2% vöxtum. Þið vitið
sennilega betur en ég hvernig
þessi mál standa á þessu augna-
bliki en mér skilst að samstaða
hafi nú tekist um tæknilegar
hliðar málsins og í dag mátti lesa
í blöðum, að hinir nýju reikningar
yrðu teknir upp um 1. júlí næst-
komandi.
Þessir reikningar skapa ger-
breytt viðhorf í starfsemi inn-
lánsstofnana. Þeir geta, ef vel
tekst til, skipt sköpum um þróun
hins frjálsa peningalega sparnað-
ar hér á landi. Vissulega hefur
margoft verið á það bent, að föst
vísitölubinding sé mjög erfið í
framkvæmd hjá innlansstofnun-
um, en það breytir því ekki að við
hljótum að fagna þessum nýju
reglum heils hugar og treystum
því að vel takist til með fram-
kvæmdina.
Mig langar til að draga að
lokum saman í örstuttu máli þau
meginatriði og viðfangsefni, sem
mér finnst að nú blasi við í
ávöxtunarmálum.
í fyrsta lagi er ljóst, að takist
framkvæmd hinna verðtryggðu
innlána eins og vonast er til,
hljóta þau fyrr en varir að leysa
vaxtaaukainnlánin af hólmi sem
megininnlánaflokkur bundins
sparifjár.
í öðru lagi verður að leggja
í TILEFNI 100 ára afmælis
skólahalds á Akranesi, hefur
verið gefinn út á vegum Akra-
neskaupstaðar, veggskjöldur
með teikningum eftir lista-
manninn Tómas Tómasson.
Neðst er húsið, sem barna-
skólinn byrjaði í fyrir 100 árum.
T.v. hús barnaskólans, sem var
tekið í notkun árið 1912 og lengi
var aðsetur Iðnskóla Akraness.
áherzlu á, að samtímis því að
verðtryggðu innlánin festa sig í
sessi, þarf að marka skýra stefnu
varðandi innlánaform og ávöxtun-
arkjör óverðtryggðra innlána.
Ljóst er að núverandi 12 mánaða
vaxtaaukareikningar eiga sér ekki
lífsvon við hlið hinna verðtryggðu
reikninga. En hver á framtíð 3ja
mánaða vaxtaaukareikninganna
að vera? Á t.d. að halda til streitu
lagafyrirmælum um að ávöxtun-
arkjör þeirra verði komin upp í
verðbólgustigið í lok þessa árs?
Hvernig á svo að aðlaga ávöxtun-
arkjör almennra bóka og veltiinn-
lána hinum nýju viðhorfum?
í þriðja lagi þarf einnig að
marka skýra stefnu á útlánahlið-
inni, bæði varðandi þá útlána-
flokka, sem þar verða leyfðir og
ávöxtunarkjör þeirra. Eðlilegt
samband þarf að vera milli láns-
tíma, annarra lánsskilmála og
áhættu annars vegar og vaxta og
annars fjármagnskostnaðar hins
vegar. Ég held að óhætt sé að
segja að núverandi ástand í þessu
efni sé ekki til neinnar frambúðar.
Síðast en ekki sízt verðum við
svo að átta okkur á því, að
framundan er áframhaldandi bar-
átta fyrir því að skapa og treysta
þau skilyrði, sem nauðsyðsynleg
eru til að peningalegur sparnaður
geti þrifist hér á landi. Þótt
byrlegar virðist blása í þessu efni
nú í bili en verið hefur um mjög
langt skeið, geta ýmsar ástæður
valdið því að það slái í bakseglið
fyrr en varir. Og jafnvel þótt
óskabyr haldist um sinn, þarf
kunnáttu og dugnað til að nýta
hann til fulls. Ég veit, að forráða-
menn sparisjóðanna gera sér
skýra grein fyrir þessum stað-
reyndum og að þeir líta á það sem
frumskyldu sína að berjast fyrir
því að peningalegur sparnaður
hafi sem best vaxtarskilyrði í
landi okkar. Með þrotlausri við-
leitni á þessu sviði er ekki aðeins
stefnt að traustari rekstri og
aukinni þjónustu sparisjóða og
annarra innlánsstofnana, heldur
er jafnframt verið að leggja
grundvöll að auknu réttlæti og
stórstígari efnahagslegum fram-
förum á þessu landi.
T.h. núverandi hús barnaskól-
ans, sem upphaflega gekk undir
nafninu Brekkubæjarskóli og
efst er fjölbrautaskólinn á
Akranesi, en á þessu skólaári
útskrifuðust einmitt fyrstu
stúdentarnir frá honum.
Veggskjöldurinn verður seld-
ur á bæjarskrifstofunni á Akra-
nesi.
Akranes:
Veggskjöldur gef-
inn út í tilefni 100
ára skólahalds
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Bing & Gröndal
Oanskur .Mæöradagsplalti"
1969 óskast keyptur. Gjöriö svo
vel og hrlngiö í síma 13203.
þjónusta
a aA a A A A .
Veröbréf
Fyrirgreiösluskrifstofan
Vesturgötu 17, síml 16223.
3ja herb. íbúö
óskast til leigu. Uppl. hjá starfs-
mannahaldi í síma 29302. St.
Jósepsspítalinn Reykjavík.
Hafnarfjöröur
4ra—5 herb. íbúö óskast á leigu
í sept. Uppl. í S. 51446.
íbúö óskast strax.
Tveir í heimlll. Algjör reglusemi.
Uppl. í síma 43689 og 27912.
Hörgshlíö 12
Samkoma í kvöld kl. 8.
Kristniboöasambandiö
Sambænastund veröur í kristni-
boöshúsinu Betanía, Laufásvegi
13, í kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Fíladelfía
Tjaldsamkomurnar viö Lauga-
lækjaskóla halda áfram í kvöld
og næstu kvöld kl. 20.30. Kunnir
prédikarar tala. Fjölbreyttur
söngur.
UTIVISTARFERÐIR
Miöv.d. 16.7. kl. 20.
Selin á Almenningi, létt kvöld-
ganga sunnan Hafnarfjaröar.
Verö 3000 kr. frítt f. börn m.
fullorönum. Fariö frá B.S.Í. benz-
ínsölu (í Hafnarf. v. kirkjugarö-
inn). Feröir um næstu helgi:
1. Þóremörk, gist i tjöldum.
2. Hrafntinnusker, gist í tjöldum
eöa húsi.
3. Landmannalaugar, einsdags-
ferö á sunnudag.
Farseölar i þessar feröir á
skrifst., Lækjarg. 6a.
Hornatrandir, vika, 25.7.
Laugar-Þóramörk, gönguterö.
24 —27. júlí.
Noröur-Noregur i ágústbyrjun.
írland, allt innifaliö. i ágústlok.
Utiviat, s. 14606.
18 —20 júlí. Farö út í bláinn.
Uppl. á skrifstofunni Laufásvegi
41. sími 24950.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
16. júlí kl. 20: Óttarstaöir
— Lónakot (kvöldferö).
Farlö frá Umferöarmiöstööinni
aö austanveröu Farmiöar seldir
viö bílinn. Verö kr. 3.000 -
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir
18.—20. júlí:
1. Hungurfit — Tindatjallaiökull
Gist i tjöldum
2. Hveravellir — bjófadalir
(grasaferö). Gist í skála.
3. Landmannalaugar — Eldgjá.
Gist í skála
4. Þórsmörk. Gist í skála.
5. Álftavatn á Fjallabaksveg
syöri. Fyrsta feröin í sumar Gist
í skála.
Leitiö upplýsinga á skrifstotunni
Öldugötu 3.