Morgunblaðið - 16.07.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
29
1
. r? V ~ -
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13—14
FRÁ MÁNUDEGI
US'M 1L
• Kirkjusöngur
Á virkilega að fara að inn-
leiða gregoriskan söng við guðs-
þjónustur landsins?
Á að færa okkur aldir aftur, til
að upplifa ömurlegasta tímabil
íslands, útburðarvæl og helvítis-
kenninguna?
Við, sem komin erum um og yfir
miðjan aldur, munum enn frá-
sagnir gamla fólksins, hræðslu og
ótta við kenningar kirkju þeirra
tíma. Óttann við að deyja, óttann
við eldinn í helvíti, biðjandi guð
um grið.
Gregoriskur söngur minnir um
of á þetta tímabil, og það er stór
þögli meirihlutinn í landinu í dag,
sem man þessar horfnu kynslóðir.
Kirkjusöngur landsins undan-
farin ár hefur hljómað yndislega
og veitt sálum okkar fögnuð.
Hrekið okkur ekki úr íslensku
Þjóðkirkjunni gott fólk, þið sem
viljið breyta sálmasögn í kirkjum
okkar.
Eg vona, að þeir sem unna
fögrum kirkjusöng láti í sér heyra
um þetta mál.
Að lokum sendi ég Ljóðakórnum
hjartans þakkir fyrir undurfagran
söng.
Kristín Bjarnadóttir.
Innleiðum ekki
„fornaldarsöng“
í kirkjunum
Hér með heiti ég á söfnuði
landsins og kirkjukóra að berjast
á móti — ef ekki með góðu, þá
kjafti og klóm, að uppvakningur
frá miðöldum komi aldrei í stað
hátíðarsvara Bjarna Thorsteins-
sonar!
Það sýnishorn af gregoriskum
messusöng, sem ég heyrði í
fréttatíma útvarpsins í gær,
sunnudaginn 13. júlí, og á að
þvinga uppá þá fáu safnaðarmeð-
limi, sem enn stunda kirkjusókn í
hvaða veðri sem er, og oft á tíðum
sitja undir ádeiluræðum prest-
anna, líkt og skylduræknir kór-
meðlimir vandfýsinna söngstjóra,
sem orðnir eru eins og mý á
mykjuskán, og alltaf skamma þá
sem mæta fyrir hina sem ekki
mæta, að ég minnist ekki á okkur
söngfólkið sem árum saman þurf-
um að syngja bæði langa sálma og
leiðinlega, gerði það að verkum að
við lá að blóðið frysi í æðum
manns.
Það er ekki meiri tónstígandi
eða fegurri bæn í þessum fornald-
arsöng, er minnir á galdrabrenn-
urnar, og einhver stúderaður mús-
ikhópur ætlar að reisa sér með
bautastein, óverðskuldað, en til
dæmis í sumarsvörunum okkar
eftir Sigfús Einarsson.
Guð er andi — og þeir sem
tilbiðja hann — eiga að tilbiðja
hann í anda og sannleika!
Nær væri að taka til handar-
gagns lög og ljóð okkar ástsælu
þjóðskálda — Eitt örstutt spor —
Nú andar suðrið — og svo fram-
vegis — eða lífga uppá hljóðfæra-
skipan kirkjunnar með harmo-
nikku jafnvel, en leiða okkur á
næturfund steindauðra klerka og
preláta í Galdra-Lofti Jóhanns
Sigurjónssonar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Guðrún Jacobsen.
Þessir hringdu . . .
• Gos er ekkert
gleðiefni!
höfn segir að orsökin hafi að
öllum líkindum verið lekir bens-
íntankar. Ef geymarnir í Kletta-
görðum spryngju, yrði lítið eftir af
Kleppsholtinu. Er því ekki mál að
hyggja að þessu áður en illa fer?
• „Hvar er
þessi hræódýra
olía?“
Barnakerling fyrir austan
hringdi:
Við vorum að velta því fyrir
okkur nokkrar konur, hvar þessa
„hræódýru olíu“ sem „Mörður
Hrappsson" talar um í bréfi sínu
13. þ.m. er að finna. Ég borga
u.þ.b. 75—80 þús. kr. á mánuði og
bý í 120 fermetra húsnæði. Það
væri ekki ónýtt að geta komið
hitunarkostnaðinum niður í að
vera á ári það sem hann er nú á
mánuði. Svo ef „dr. Mörður" getur
komið mér í samband við þessa
markaði, sem hann virðist vita af,
væri það vel þegið.
Listakonan, Unnur Ólafsdóttir, lcngst til vinstri. ásamt stjórn
Kvenfélags Landakirkju: Anna Erlendsdóttir. Katrin Þorlindsdóttir.
Fjóla Jensdóttir. Mary Gunnarsdóttir. Ragnheiður Jónsdóttir. Dóra
Úlfarsdóttir og Disa Jóclsdóttir. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir.
200 ára afmæli Landakirkju:
Gáfu hátíðarhökul
og altarisklæði
Kvenfélag Landakirkju í Vest-
mannaeyjum hefur í tilefni af 200
ára afmæli Landakirkju látið gera
altarisklæði og hvítan hátíðahök-
ul sem félagið gaf kirkjunni. Bæði
klæðin gerði Unnur Ólafsdóttir.
Kirkjunni bárust fleiri gjafir í
tilefni afmælisins og hefur verið
sagt frá þeim í Mbl. Sitthvað er
gert í Eyjum til þess að minnast
afmælis kirkjunnar og m.a. hélt
Kirkjukór Landakirkju sérstaka
hátíðartónleika í vor þar sem flutt
var hátíðarmessa eftir Haydn. Þá
sótti biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson kirkjuna
heim og predikaði þar.
Séra Kjartan Örn Sigurbjörns-
son í nýja höklinum sem kvenfé-
lagið gaf.
Þóra hringdi og vildi taka
undir orð Ásgerðar Jónsdóttur í
Velvakanda 15. þ.m. um gosið í
Kröflu og viðbrögð manna við því.
Sagðist Þóra aldrei hafa vitað til
þess að náttúruhamfarir væru
neitt gleðiefni og því líkaði sér
ekki orðbragð það sem þeir er, um
gosið fjölluðu, viðhefðu um það.
• Lítum
okkur nær
Langholtsbúi hringdi:
Er ég heyrði fréttina um
sprenginguna miklu í Kaup-
mannahöfn í morgun, varð mér
strax hugsað til kósangasgeym-
anna tveggja, gríðarstórra, sem
eru í Klettagörðum. Hræddur er
ég um að öryggisráðstafanir séu
þar af skornum skammti, en í
fréttum af slysinu í Kaupmanna-
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Trsten-
ik í Júgóslavíu í fyrra kom þessi
staða upp í viðureign heimamanna
Ciric. sem hafði hvítt og átti leik,
og Popvic.
21. Hxg7+! - Rxg7, 22. Hg3 - f5
(eða 22.... Kf8, 23. Dxg7+ - Ke8,
24. Dh8+ - Ke7, 25. Df6+ og
mátar) 23. exf6 og svartur gafst
upp.
HÖGNI HREKKVÍSI
..tei VAÖ 1.« SV& 'A KMAe&AHOMr
Kubbahús af
stærri gerðinni
Trésmíðaverkstæði Erlendar Péturssonar í Vestmannaeyjum er um
þessar mundir að byggja hús úr steyptum stórum einingum, en eins og
sjá á þessum myndum Guðlaugs Sigurgeirssonar í Vestmannaeyjum er
hinum stóru einingum raðað á ótrúlega skömmum tíma með stórum
krana. Er húsið sett saman eins og pússluspil.
S2F SIGGA V/öGA £ ^LVtRAN