Morgunblaðið - 16.07.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 16.07.1980, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980 «» „Islendingar geta verið stoltir“ — sagði Tony Knapp eftir landsleikinn MEÐAL áhorfenda á landsleik íslands og Noregs var Englend- ingurinn Tony Knapp, fyrrver- andi landsliðsþjálfari íslands i knattspyrnu. Tony Knapp þjálf- ar eins og kunnugt er norska liðið Viking og var hann á landsleiknum í boði norska blaðs- ins Verdens Gang. Fyrir lands- leikinn birtist opnuviðtal i blað- inu við Knapp um íslenska knattspyrnu og starf hans á íslandi. Eins og kunnugt er, hefur Tony jafnan verið klókur að auglýsa sjálfan sig og i viðtalinu fór hann nokkuð frjáls- lega með árangur íslenska liðsins meðan það var undir hans stjórn. Eftir leikinn ræddi Mbl. við Tony Knapp og sagðist hann hafa beðið spenntur eftir leiknum. „Ég hef ekki séð íslenska landsliðið í þrjú ár og þess vegna hlakkaði ég til að sjá hvernig staðan væri. íslendingar geta verið mjög stoltir af liði sínu eftir þennan leik. Liðið lék án næstum allra atvinnu- manna sinna og er með ólíkindum hve góðir knattspyrnumenn eru til heima fyrir. Islenska liðið náði að skapa sér mjög góð marktækifæri og lið sem gerir slíkt leikur góða knattspyrnu. Það er nú einu sinni mesti vandinn í knattspyrnunni að skora mörk, en þar gekk dæmið ekki upp hjá íslenska liðinu" sagði Tony Knapp og hélt áfram: „Eg hef marg sinnis reynt að útskýra fyrir fólki hér í Noregi hvernig það er að leika knatt- spyrnu á Islandi. Það skilur mann ekki nokkur maður og fólk hlær bara þegar það síðan sér liðið leika jafn vel og það gerði gegn Noregi." — þr. SINDRA STALHE SINDRA STAL Íþvíliggur styrkurinn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparar tíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. Borgartúni31 sími27222 • Jóhann Ingi „EF ÉG hefði alltaf farið eftir þvi sem Július Hafstein sagði, væri staða islenska landsliðsins i handknattleik ekki hin sama og hún er i dag. Nú erum við i hópi 16 bestu liða heims og liðið skipað leikmönnum undir 21 árs náði 7. sæti á HM í fyrra. Staðan er því góð og hún getur orðið betri ef rétt er haldið á spilun- um“ sagði Jóhann Ingi Gunnars- son á blaðamannafundi i gær, en þar tilkynnti hann formlega að frá og með 1. september myndi „Ef ég heföi alltaf hlustaö á Júlíus ...“ hann segja starfi sinu sem lands- liðsþjálfari íslands lausu. Jóhann Ingi hélt áfram: „Munn- legt samkomulag um kaup, kröfur og stefnu í landsliðsmálum náðist milli mín og gömlu HSÍ-stjórnar- innar. í kaupkröfunum var farið milliveginn og samið um að ég fengi 710.000 kr. á mánuði. (Þess má geta, að það er mun minni upphæð heldur en flestir 1. deildar þjálfararnir þiggja, innsk. blm.) Síðan fór ég til Póllands, en þegar heim kom blasti við allt annað viðmót frá nýkjörinni stjórn HSÍ. Mér vour boðin 520.000 á mánuði og einungis umsjón með A-lands- liðinu. Ég leit svo á, að stjórnin nýja hefði hafnað mér og þetta væri kurteislegt uppsagnarbréf. Leiðir hlutu að skilja, ég ræð mig ekki í æðstu þjálfarastöðu lands- ins á lakari kjörum en þjálfarar lélegustu liða gera“, sagði Jóhann Ingi að lokum. _ „„ HSÞ og Árroðinn efst í D-riðli UM HELGINA voru að venju leiknir 2 leikir í báðum norður- landsriðlum 3. deildar. í D-riðli sigraði Magni Árroðann sem var efstur fyrir þessa umferð, og HSÞb og Leiftur skildu jöfn, hvort lið skoraði eitt mark. Magni skoraði 4 mörk gegn einu marki Árroðans. Sigurður Illugason skoraði þrennu fyrir Magna, þar af 2 mörk úr vita- spyrnum. Fjórða mark Magna var sjálfsmark eins af varnar- mönnum Árroðans. örn Tryggvason skoraði mark Árroð- ans. í leik HSÞb og Leifturs skoraði Jónas Þór Hallgrímsson fyrir heimamenn en Guömundur Garðarsson skoraði fyrir Leiftur. HSÞb og Árroðinn eru nú efst og jöfn i riðlinum nTeð 6 stig eftir 5 leiki. í hinum riðlinum, E-riðli, sigr- aði Tindastóll Dagsbrún með fjór- um mörkum gegn einu. Mörk Tindastóls skoruðu Þórhallur Ásmundsson, Sigurfinnur Sigur- jónsson, Örn Ragnarsson og eitt markanna var sjálfsmark. Einnig léku Efling og Reynir og fór Reynir með sigur af hólmi, Reyn- ismenn skoruðu 4 mörk en Efling skoraði aðeins eitt. Jens Sigurðs- son skoraði 2 mörk fyrir Reyni, bæði beint úr aukaspyrnum, Björn Friðþjófsson og Guðmundur Her- mannsson skoruðu eitt mark hvor, Þórarinn Illugason skoraði mark Eflingar. Tindastóll er efstur í E-riðli með 10 stig eftir 5 leiki og bendir allt til þess að þeir komist í úrslit, þó allt geti að sjálfsögðu skeð ennþá. Reynir er í öðru sæti með átta stig eftir fimm leiki en þeir hafa tapað fyrir Tindastól. — sor. ’HaFið þið heyrt um hjónin sem máluðu húsið sitt með HRAUNl fyrir 15 árum. 03 ætla nú að endurmála það í sumat bata til að bteyla um lit.” Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veöráttu i rúmlega 15 ár, er en ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAUN má/ning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.