Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980 15 Veður Akureyri 11 þokumóóa Amsterdam 19 skýjaó Aþena 37 heiðskirt Barcelona 22 léttskýjað Berlín 16 skýjað BrUssel 20 heiðskírt Chicago 33 heiöskírt Feneyjar 21 léttskýjað Frankfurt 17 rigning Færeyjar 10 alskýjað Genf 19 heiðskírt Helsinki 20 skýjað Jerúsalem 29 heiðskírt Jóhannesarborg 15 heióskírt Kaupmannahöfn 17 rigning Las Palmas 23 léttskýjað Lissabon 26 heiðskfrt London 20 skýjað Los Angeles 32 heiðskírt Madríd 26 heiöskírt Malaga 25 hélfskýjað Mallorca 24 hélfskýjað Miamí 32 rigning Moskva 22 skýjað New York 36 heiðskírt Ósló 19 skýjað París 20 skýjað Reykjavík 13 þokumóða Rio de Janeiro 23 skýjað Rómaborg 30 skýjað San Francisco 17 heiðskírt Stokkhólmur 19 rigning Tel Aviv 29 heiðskírt Tókýó 24 skýjaö Vancouver 20 skýjað Vínarborg 19 rigning Mondale í V-Afríku Dakar. 17. júlí. AP. WALTER Mondale, varaforseti Bandaríkjanna. kom i dag til Dakar i tveggja daga heimsókn og mun ræða við Leopold Seng- hor, forseta Senegal, og aðstoð- armenn hans. Senegal er fyrsti viðkomustað- urinn á vikulöngu ferðalagi Mon- dales til Vestur-Afríku. Hann verður fulltrúi Jimmy Carters forseta í formlegum viðræðum við ríkisstjórn Nígeríu um samskipti landanna. Mondale fer einnig til Níger og Grænhöfðaeyja. 163 fórust með sovézkri þotu Moskvu. 17. júlí. AP. 163 TÝNDU lífi þegar TU-154 farþegaþota sovézka flugfélags- ins Aeroflot fórst nálægt Alma Ata i Kazakstan 7. júlí sam- kvæmt vestrænum heimildum i dag. Óljósar fréttir bárust af slys- inu á mánudaginn þegar blaðið Kazakhstanskaya Pravda, sem sagði frá því, kom til Moskvu. Blaðið gat þess ekki hve margir hefðu farizt eða hverrar teg- undar flugvélin væri. Þetta mun vera eitt mesta ílugslys í sögu Sovétríkjanna, en ekki er vitað um metið með vissu, þar sem sovézk yfirvöld staðfesta sjaldan að flugslys hafi átt sér stað, hvað þá hve margir fórust. Það var mjög óvenjulegt að blaðið í Kazakhstan sagði frá flugslys- inu. Flugvélin var á leið frá Alma Ata, höfuðborg Kazakhstan, til borgarinnar Simferopol á Krím. Flugvélin tekur 167 farþega. Síðasta meiriháttar flugslysið í Sovétríkjunum varð í ágúst í fyrra þegar tvær TU-134 farþegaþotur Aeroflot rákust á yfir Úkraínu og 173 biðu bana að sögn yfirvalda þá. Verkfallinu á norska olíu- svæðinu lokið Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. í Ósló, 17. júli. VERKFALLIÐ á norska olíusvæð- inu í Norðursjó tekur enda á föstudag, en norska stjórnin hef- ur lagt bann við áframhaldandi verkfallsaðgerðum þar. Verka- menn á vinnslusvæðinu í Stats- fjord og á Friggsvæðinu hófu strax vinnu á miðnætti eftir að tilkynnt hafði verið um bannið, en oliu- og gasvinnsla þar hefur legið niðri i tæpar tvær vikur. Vinnustöðvun verkamanna á hreyfanlegum borpöllum mun þó halda áfram enn um sinn. Verkamenn á Ekofisksvæðinu ætla ekki að hefja störf á ný fyrr en á föstudag, þegar bannið tekur gildi. Deilur þar hafa verið mjög hatrammar. Verkamenn hafa sak- að verktakana um að hafa reynt að flytja að annað vinnuafl, sem verkfallið nær ekki til, og brjóta þar með vinnulöggjöf. Eftir að bannið tekur gildi, verða verkfallsaðgerðir ólöglegar og verður verkamönnunum það gert að greiða tapið, sem verktakar þeirra yrðu fyrir, ef þeir héldu áfram í verkfalli. Tap verktakanna á vinnslusvæð- unum þremur nemur nú tveim milljörðum norskra króna og norska ríkið hefur tapað 1,5 millj- arði vegna minni skattatekna. Verkfallið, sem náði til 2000 verka- manna, er nú þegar orðið það dýrasta í sögu Noregs. Ljóst var, að hefði verkfallið varað lengur, hefði orðið að senda 1000 verkamenn , sem ekki voru í verkfalli, í launalaust frí. Einnig lék vafi á því að fyllsta öryggis væri gætt á pöllunum meðan á verkfallinu stóð. Verkfallsbannið náði ekki til þeirra 2000 meðlima sjómanna- sambandsins, sem eru í verkfalli á hreyfanlegum borpöllum og birgð- askipum enda eru efnahagslegar afleiðingar þess ekki svipaðar. Vegna verkfallsins mun þó hver borpallur aðeins bora eina tilraunaholu undan Norður-Nor- egi, í stað tveggja eins og áætlað hafði verið. Viðvörun frá Rússum — vel tekið í Evrópu TILNEFNING Ronalds Reagan og Georges Bush fékk misjafnar viðtökur í Evrópu í Kær. Tilnefningin, sem varð tilefni viðvörunar frá Rússum við hernaðarlegri ævintýrastefnu, fékk innilegt hrós í franska blaðinu „Le Monde“ og undirt.ektirnar voru allt þar í milli. Sovézka fréttastofan Tass sagði að Reagan stæði með vörn fyrir hagsmuni stórfyrirtækja heima fyrir og væri fylgjandi árásargjarnri ævintýrastefnu í utanríkismálum. Fréttastofan varaði við því að hvers konar tilraun til að ná hernaðarlegum yfirburðum yfir Sovétríkjunum væri „dæmd til að mistakast." Kínverska fréttastofan sagði að Reagan væri kunnur í Kína sem hægrisinnaður repúblikani og sagði að hann vildi vernda „olíuvini" Bandarikjanna á Tai- wan. Fréttastofan kvað tilnefn- ingu Reagans lýsa stefnubreyt- ingu hjá repúblikönum „með hliðsjón af gífurlegum erfiðleik- um í efnahagsmálum landsins og í stefnu landsins út á við.“ Pólska fréttastofan sagði að með öfgafullri íhaldsstefnu Reagans væri reynt að ná bandariskum yfirráðum yfir heiminum með hervaldi, hvorki meira né minna. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sagði að Reagan vildi færa Bandaríkin 25 ár aftur í tímann til köldustu ára kalda stríðsins. Fréttastof- an kvað stuðningsmenn Reag- ans vilja „algert einstaklings- frelsi", meðal annars auka leyfi- legan hámarksakstur, gera fólki auðvelt að eignast skotvopn, stórlækka skatta og veita auð- magni forréttindi. Reagan fær vinsamlegri við- tökur á Vesturlöndum. „Le Monde" sagði að þótt Reagan væri að nálgast sjötugt yngdi hann upp flokk repúblikana. Hann hefði varað sig á því að lokast aftur í hugmyndafræði fortíðarinnar eins og Barry Goldwater. Skoðanir Reagans og mikils hluta þjóðarinnar virtust fara saman. Almenning- ur sé orðinn leiður á vangavelt- um Henry Kissingers og mistök- um Jimmy Carters. Fólk sem rætt var við á Ítalíu var á móti Bush. Einn sagðist heldur hafa kosið Kissinger vegna reynslu hans í utanrík- ismálum. Annar efaðist um að Bush gæti tryggt Reagan aukið fyigi- En svissneska blaðið Tribuna kvað það rétta ákvörðun að hafna kröfum Gerald Fords. Ef Reagan hefði valið fyrrverandi forseta hefði hann farið leið sem aldrei hefði verið farin í sögu Bandaríkjanna. Aðeins einn maður gæti verið forseti. Aldur Reagans og fremur lítil reynsla var ýmsum áhyggjuefni. Financial Times sagði að mörg- um þætti uggvænlegt að harður hægrimaður flyttist í Hvíta húsið, einkum þar sem hug- myndir Reagans virtust ein- feldningslegar, jafnvel hættu- lega einfaldar. En „Het Parool" í Amsterdam kallaði Reagan eindreginn ættjarðarvin sem tryði á forystuhlutverk Banda- ríkjanna í heiminum. Blað spánskra konungssinna, „ABC“ ságði að mikilvægasta spurningin væri sú hvort Reag- an tilheyrði fortíðinni, eða hvort hann hefði eitthvað nýtt fram að færa. Bonn-stjórnin vildi ekkert láta hafa eftir sér þar sem slíkt jafngilti afskiptum af innanríkismálum. Tvöfaldur Gombi Nýjung frá Kóróna. Tweedjakki, flannelsbuxur og vesti sem snúa má viö (tweed og flannel). Bankastræti 7 Aöalstræti 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.