Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980 KAFriNl) o,& ást er... ... að blanda honum drykk. í daK átt út að sejfja ding! en éj{ donjf! Éj( sejfi manninum mínum að tala við yður, eí þér ckki sýnið Hvað sem hver sejfir, heyrði mér kurteisi. éjf að það var bankað. BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson I erfiðu spili varð hlutur sagn- hafa ekki sem bestur þegar vörnin rataði rétta leið og notaði eina leiðsögutaekið, sem fyrir hendi var. Allir voru á hættu og norður gaf. Norður S. D5 H. 653 T. KDG108 L. KD9 Vestur S. K103 H. DG10974 T. 543 L. 3 Austur S. Á764 H. 2 T. 972 L. ÁG642 Suður S. G982 H. ÁK8 T. Á6 L. 10875 Lokasögnin varð 3 grönd, spiluð í suður og út kom hjartadrottning. Sagnhafi tók slaginn, spilaði lágu laufi á kóng og fékk slaginn. Tígull á ásinn og aftur lauf en þá tók austur drottninguna. Úr vandan- um þurfti að ráða og austur taldi hugsanlega tökuslagi sagnhafa, 5 á tígul, 2 í hjarta og einn hafði hann fengið á lauf. Til viðbótar þessu mátti hann því hvorki fá slag á lauf né spaða. Að þessu athuguðu spilaði austur tígli. Óskemmtilegt — en taka varð tígulslagi því ekki var fyrir hendi önnurinnkoma. Eftir tvo slagi á tígulinn varð staðan þessi. COSPER Því gafstu ekki stöðvunarmerki, maður! Þ.B. getur e.t.v. fengið sér „rommtoddy“ í Sund- höllinni innan skamms Sl. þriðjudag skrifar Þ.B. pistil í Velvakanda og heitir hann „Sandkassaleikur í Sundhöllinni". Skal höfundi þakkað skemmtilegt innlegg í umræðu dagsins, ekki veitir af, að einhverjir hafi húm- orinn í lagi á meðan verðbólgubál- ið logar allt í kring. Ekki sakaði nú samt að koma nokkrum upplýs- ingum á framfæri. Sundhöllin var tekin í notkun 27. marz 1937 og kostaði fullbúin 650.000 krónur. Guðjón Samúelsson teiknaði höllina og þykir mörgum hún eitt fegursta og best gerða hús í bænum. Á liðnu ári var málum svo komið að ekki var lengur undan vikizt að gera við húsið þrátt fyrir góð efni og vinnu á sínum tíma. Hafizt var handa um miðjan júlí 1979 og karlaböð endurnýjuð, ein- angrun, múrverk, flísar, vatns- og hreinlætislagnir, gluggar, raflagn- ir o.s.frv. Jafnframt varð sú breyting á að hreyfihamlaðir í hjólastólum geta nú nýtt sér böðin. Allar flísar í húsinu voru hreinsaðar, en á þær hafði setzt kísilhúð á þeim 42 árum sem liðin voru. Ennfremur voru allar lagnir að og frá laug- inni endurnýjaðar svo og gert við hreinsibúnað og var það allt gert á elleftu stundu og ástand miklu verra en menn höfðu hugmynd um. Auðvitað var það slæmt fyrir Þ.B., greinarhöfundinn húmorist- iska, að missa úr heilt sumar í Sundhöllinni, en ástæðan fyrir því að farið var í innanhússviðgerðir í sumarhitanum 1979 var sú, að sundkennsla skólabarna fer fram í höllinni og eru þrír sundkennarar þar í fullu starfi allan veturinn. • Sandflutningur upp og niður nauðsyn- legur Gluggarnir í sundlaugarsaln- um eru úr stáli og mjög ryðgaðir. Ekki var ráðlegt að rífa þá úr og gera við, þess vegna eru plastsum- arhús Þ.B. reist við þrjá glugga í einu, endurnýjaðir gluggaspross- ar, allt sandblásið og galvanhúðað Vestur Norður S. D5 H. 65 T. 10 L. 9 Austur S. K103 S. Á74 H. G109 H. - T. - T. - L. - L. G62 Suður S. G98 H. K T. - L. 108 Sagnhafi hafði fengið 6 slagi og spila þurfti frá blindum. í tígul gat hann ekki látið spil af hend- inni án þess að missa vald um leið. Hann spilaði því laufi frá blind- um. Austur tók á gosann, spilaði aftur laufi og auk lauftíunnar fékk suður á hjartakónginn en 3 síð- ustu slagina fékk vörnin — 1 niður. Stykkishólmur: Lúðrasveitin komin úr velheppnaðri Noregsför Stykkishólmi 14. júlí. FYRIR nokkru fór Lúðrasveit Stykkishólms til Noregs í boði lúðrasveitar Oppegards sem er bær í nágrenni Oslóborgar. Var lúðrasveitin að endurgjalda heimsókn frá í fyrra. Var ferðin hin ánægjulegasta í alla staði. Þá var Drammen heimsótt, en Drammen er vinabær Stykkis- hólms. í Drammen hefir verið stofnað Islendingafélag og er Sigriður Guðmundsdóttir frá Ingjaldssandi. sem þar hefir búið i fjórðung aldar. formaður. Þvi miður var rigning þegar heim- sóknin stóð yfir en sólskin inni. flópnum var boðin f kaffi í skóla i miðri borginni og þar mættu stjorn íslendingafélagsins, vara- ræðismaðurinn og borgarstjóri Drammen. Var þarna skipst á ræðum og vinagjofum og mikil ánægja meðal allra. Þá var farin skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn eins af elstu borgurum Drammen og komið á helstu staði. Einnig var formaður ís- lendingafélagsins með i förinni. Þetta var sunnudaginn 29. júni og síðan var boðið i mat og siðan farið aftur til baka. í skólanum þar sem móttökurnar fóru fram lék Lúðrasveit Stykkishólms nokkur lög, þar á meðal íslensk þjóðlög. Lúðrasveitinni hefir um skeið stjórnað norskur tónlist- arkennari Arne Björhei og stjórnaði hann við þetta tækifæri. Hinn 2. júlí kom svo borgar- stjórinn í Drammen til Stykkis- hólms ásamt fylgdarliði. Hafði hann verið á umferðarráðstefnu Norðurlanda í Reykjavík og notaði Frá Stykkishólmi. tækifærið. Þá var einnig hér blaðamaður frá Drammen, sem var að viða að sér efni í blað sitt frá Stykkishólmi og Breiðafirði og fór því nokkuð víða um. Gestirnir skoðuðu bæinn í fylgd hrepps- nefndar og þágu matarboð á hótelinu. Skoðuðu þeir ýmsar minjar og staðinn og létu mjög vel af ferðinni. Síðan kom 4. júlí telpnakór frá Drammen ásamt söngstjóra og formanni Norræna félagsins í Drammen. Það var bæði ánægju- Ieg og góð heimsókn sem mun tengja ennþá betur böndin milli vinabæjanna. Gist var í skólanum, en matur á heimilunum og svo á laugardagskvöld í boði hrepps- nefndar og norræna félagsins í Stykkishólmi og eftir mat þá söng kórinn við fádæma viðtökur í félagsheimilinu. Áður um daginn fór hópurinn í boði Norræna félagsins í bátsferð um Breiða- fjörð í yndislegu veðri. Einnig söng kórinn bæði á dvalarheimil- inu og Sjúkrahúsinu. Þessi heim- sókn lauk á því að gestirnir skoðuðu bæinn og leiðbeindi Árni Helgason form. Norræna félagsins á staðnum og skýrði sögu staðar- ins. Vænta Stykkishólmsbúar sér mikils af þeim vinabæjartengslum sem nú hafa verið staðfest og eru sammála um að þessi heimsókn hafi verið með því besta sem Hólmurinn hefir hlotið um árabil. Fréttarltari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.