Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980 Frá Þórarni Ragnarssyni blm. Mbl. í Halmstad: Islendingar yfirspiluðu Svía — en urðu samt að gera sér jafntefli að góðu íslrnska landslidiA I knattspyrnu sýndi alujoran stórlcik á Örjans-leikvanKÍnum í Halmstad i KaTkvöldi. er liðið mætti sænska landsliðinu. Jafntefli varð í lciknum. 1 —1. en það ijefur engan veginn rétta mynd af Kan^i leiksins. Svíar skoruðu sitt eina mark eftir mikil mistök. einu mistökin sem islenska liðið Kerði i leiknum. En hvað eftir annað tókst Svium að hjarKa á síðustu stundu. íslenska liðið sýndi ódrepandi baráttuvilja allan leikinn, jafnframt því að það sýndi stórkostleKa Koða knattspyrnu. Allan siðari hálfleik átti íslenska liðið KcrsamleKa ok sótti þá án afláts. Liðið lék sem ein sterk heild ok allir leikmennirnir sýndu sínar bestu hliðar. Það var hverKÍ veikur hlekkur i íslenska liðinu ok kom KÓður leikur þess ok mikil barátta Svíum KreinileKa í opna skjöldu. Traustur og yfir- vegaður leikur ís- lenska liðsins Framan af fyrri hálfleik lék íslenska liðið mjög yfirvegað og vel. Vörnin var ákaflega sterk og þeir Örn Óskarsson og Sigurður Halldórsson skiluðu hlutverkum sínum sem yfirfrakkar Nilsons og Edströms mjög vel. Þessir sterku framherjar Svíanna komust ekki upp með neitt múður og fyrir vikið var sóknarleikur Svíanna mjög bágborinn, þrátt fyrir að liðið hefði nokkra golu í bakið. íslend- ingar fengu fyrsta marktækifæri sitt af mörgum strax á 10. mínútu. Þá sendi Sigurlás góða sendingu inn í vítateig Svía. Ásgeir Sigur- vinsson kom aðvífandi á fleygiferð og hefði vart þurft að spyrja að leikslokum ef hann hefði náð til knattarins, en á síðustu stundu tókst sænskum varnarmanni að pota í horn. 5 mínútum síðar fékk Ralf Edström fyrsta af fáum marktækifærum Svía, er hann skallaði naumlega fram hjá. Leikurinn jafnaðist nokkuð er á hálfleikinn leið og fór fyrst og fremst fram á vallarmiðjunni, þar sem varnarleikur beggja liða var sterkur og gaf lítið eftir. Snilldarmarkvarsla Á 28. mínútu leiksins tók þó Ásgeir Sigurvinsson af skarið. Hann fékk þá knöttinn rétt við miðlínu, óð sjálfur upp allan völl, lék á tvo varnarmenn og skaut sannkölluðu þrumuskoti að sænska markinu frá vítateigslínu. Áhorfendur héldu niðri í sér andanum er sænski markvörður- inn Wernerson flaug eins og köttur efst upp í markhornið og varði af fádæma snilld. Rétt fyrir leikhlé reyndi Ásgeir enn með þrumufleyg, beint úr aukaspyrnu í því tilviki, en knötturinn fór yfir markið. Svíar áttu eina umtals- verða atlögu enn í fyrri hálfleik, nánar tiltekið á 45. mínútu. Tor- björn Nilson fékk þá góða send- ingu inn í vítateig íslands og var í þokkalegu færi. Hann skaut hörk- uskoti, en rétt yfir. Af framan- skráðu geta menn gert sér i hugarlund hversu vel íslenska vörnin lék í fyrri hálfleik, en segja má að Svíarnir hafi ekki fengið eitt einasta tækifæri sem heitið getur því nafni. Einstefna í síð- ari hálfleik íslenska liðið kom mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik og hóf leikinn þá af feykilegum krafti. Er óhætt að segja og engar ýkjur, að íslenska liðið tók öll völd á vellinum. Á 52. mínútu fengu íslendingar galopið marktæki- færi. Góð fyrirgjöf kom þá fyrir sænska markið skammt utan markteigsins. Janus Guðlaugsson kom aðvífandi og tók knöttinn glæsilega á lofti, spyrnti þrumu- skoti að marki. En Wernerson tókst að verja af mikilli snilld. Var þetta eitt besta marktækifæri leiksins og hefði átt að færa Islandi forystu í leiknum. Aðeins mínútu síðar voru Islendingar enn ágengir. Ásgeir Sigurvinsson braust þá í gegnum vörn Svía, en þrumuskot hans smaug framhjá stönginni. íslendingar hnýttu nú saman hverja stórglæsilegu sókn- ina af annarri og hin sterka vörn Svía átti hvað eftir annað í hinum mestu erfiðleikum að hemja ís- • Ralf Edstrom og Sigurður Halldórsson kljást um knottinn, sem reyndar sést ekki á myndinni. Sigurði gekk prýðilega í viðureign sinni við Edström. lensku framlínumennina. Þeir Sigurlás og Pétur voru frábærlega studdir af miðjumönnunum, Ás- geiri, Alberti, Guðmundi og Jan- usi, sem allir höfðu hreint ótrú- lega yfirferð í leiknum. Þess má geta hér, að vörn Svía var ein- göngu skipuð leikmönnum Öster, sem hefur aðeins fengið á sig 3 mörk í 14 leikjum í sænsku deildarkeppninni. Sigurlás Þorleifsson var á ferð- inni á 64. mínútu, átti gott skot naumlega fram hjá eftir að Albert og Guðmundur höfðu splundrað vörn Svía. Þegar hér var komið sögu, höfðu Svíar ekki átt eitt einasta skot að íslenska markinu allan síðari hálfleik. Fjörkippur Svía Svíar reyndu nú allt hvað af tók að hala sig inn í leikinn og þjálfari liðsins Lars Arneson brá á það ráð að setja framherjann Rudger Backe inn á. Þetta skerpti dálítið sóknarleik Svía og á næstu mínút- um átti Ralf Edström tvö góð skot að marki íslands. Það fyrra var hörkuskot af löngu færi sem sneiddi naumlega framhjá mark- súlunni. Hitt skotið var ekki eins Sagt eftir leikinn: Vorum jafnvel enn óheppnari nú en í Noregi „ÞAÐ VAR ægilegt að gera þessi slæmu mistok, ég sá Svíann þar sem hann var rétt fyrir utan vítateig þegar ég ætlaði að spyrna knettinum aftur til Þor- steins markvarðar. En spyrna min var of laus, og Sviinn náði knettinum. Það má segja, að félagi minn Guðmundur Þor- björnsson hafi bjargað andliti minu með þvi að jafna nokkrum minútum siðar. Það hefði verið agalegt að tapa leiknum á þess- um slæmu mistökum minum. Það var mikil stemmning i liðinu og einnig meðal hinna 300 islensku áhorfenda sem hvöttu okkur óspart. Það heyrist oft meira í þessum fáu íslendingum sem eru erlendis, heldur en þegar við leikum heima með troðfullan Laugardalsvollinn,** sagði Albert Guðmundsson eftir leikinn. Mar- teinn fyrirliði Geirsson sagði: „Það hefði verið agalegt að tapa þessum leik á mistökum Alberts. Við sýndum stórleik og þetta er einhver albesti landsleikur sem ég hef tekið þátt í fyrir íslands hönd. Við höfum aldrei fengið jafn mörg góð marktækifæri og við fengum í þessum leik,“ sagði Marteinn og ljómaði eins og tungl í fyllingu. „Það er með ólíkindum hve ragir dómarar eru að dæma víta- spyrnur, þegar ísland er annars vegar," sagði Ásgeir Sigurvinsson og hélt svo áfram: „Ég var kominn einn í gegn, þegar maðurinn renndi sér beint í hælana á mér aftan frá og hjó mig niður. Ég tel annars að síðari hálfleikurinn hafi boðið upp á það besta sem íslenskt landslið hefur sýnt, við áttum tvímælalaust að vinna þennan leik, hver einasti leikmaður skilaði stöðu sinni mjög vel. „Islenska liðið lék allan tímann mjög vel,“ sagði Guðni Kjartans- son landsliðsþjálfari eftir leikinn, „liðið sýndi mikla baráttu og dugnað, sérstaklega var síðari hálfleikurinn góður. Allir stóðu sig mjög vel og liðið virkaði sem sterk heild. Það var ægilegt að fá ekki vítaspyrnuna þegar Ásgeir var felldur, en dómarinn þorði ekki að dæma vítaspyrnu," bætti Guðni við. „Ég átti jafna möguleika að ná til knattarins þegar Albert ætlaði að gefa aftur til mín, en sendingin var laus og ég hikaði aðeins að hlaupa út. Fyrir vikið náði Svíinn knettinum og skaut yfir mig og í netið,“ sagði Þorsteinn Ólafsson markvörður íslenska liðsins og bætti síðan við: „Ég ætla að njóta þess að lesa sænsku blöðin á morgun, því ég veit að við höfum komið þeim hressilega á óvart með góðum leik okkar, við hefðum átt að sigra miðað við gang leiksins og ég verð að segja eins og er, að ég átti ekki von á íslenska liðinu svona sterku." „Eftir að Ásgeir hafði verið felldur, rann knötturinn frá hon- um og náði égþá til hans,“ sagði markaskorari Islands, Guðmund- ur Þorbjörnsson, eftir leikinn. „Mér tókst að vippa knettinum yfir fót varnarmanns og skora í bláhornið fram hjá úthlaupandi markverðinum. Það var ólýsanleg tilfinning að sjá boltann í netinu. Við náðum vel saman og lékum af miklu sjálfstrausti, vorum ekkert smeykir við Svíana. Það hefði verið mjög slæmt að tapa út af mistökum Alberts, sem hafði sýnt mjög góðan leik,“ bætti Guðmund- ur við. Ég er mjög ánægður með leik- inn, við erum greinilega á réttri leið. Við vorum óheppnir í Noregi og jafnvel enn óheppnari nú, því við fengum mýmörg tækifæri til þess að skora og áttum tvímæla- laust að sigra í þessum leik. Þá var baráttuandinn fyrir hendi, þessi sem að margir hafa talið horfinn úr liðinu. Svíar mega mjög vel við una að sleppa með jafntefli," sagði Helgi Daníelsson, formaður landsliðsnefndar. örn Óskarsson, einn besti mað- ur íslenska liðsins, sagði: „Það var gaman að eiga við Nilson og taka hann úr umferð, en ég var orðinn óskaplega þreyttur í lokin. En við sýndum þeim í tvo heimana, sýndum þeim að við getum vel unnið þá.“ „Sigurviljinn í liðinu var ótak- markaður," sagði Sigurður Hall- dórsson, sera fékk það erfiða hlutverk að gæta Ralf Edström, miðherja Svía. „Edström er erfið- ur, hann er klókur leikmaður og sérstaklega sterkur skallamaður. Ég hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir mark Svía, en hugsaði of mikið um Edström og áttaði mig of seint á möguleikanum." „Við létum knöttinn vinna fyrir okkur og létum þá um að hlaupa," sagði Janus Guðlaugsson. „Við áttum algerlega miðjuna og lékum vel. Það var sérstaklega ánægju- legt hvernig við náðum að bæta við okkur í síðari hálfleik, en í stað þess að gefa eftir, lékum við þá enn betur,“ sagði Janus enn frem- ur. Janus átti stórgott marktæki- færi í leiknum, náði þrumuskoti að sænska markinu af stuttu færi. „Ég skil ekki hvernig markvörður- inn náði að teygja sig í knöttinn, skotið var alveg úti við stöngina." Arneson, þjálfari sænska liðs- ins, sagði: „Island kom bæði mér og liði mínu mjög á óvart með góðum leik. íslenska liðið átti algerlega siðari hálfleik, leikmenn liðsins voru sérlega duglegir og það kom mér sérstaklega á óvart hversu vel leikmenn liðsins héldu knettinum og léku vel saman." Miðherjinn sterki Ralf Edström sagði að íslenska liðið hefði leikið mjög vel í síðari hálfleik. „Við vorum heppnir að skora þetta eina mark okkar, sem íslendingar færðu okkur á silfurfati. Það er erfitt að draga einn leikmann íslenska liðsins úr öðrum framar, en Sigurður Halldórsson, sá sem gætti mín, lék mjög vel og er sterkur leikmaður. Þá fannstr~mér Pétur Ormslev vera góður frammi, leikinn leikmaður sem hefur góða yfirferð.“ Merki unga fólksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.