Morgunblaðið - 18.07.1980, Page 19

Morgunblaðið - 18.07.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980 Stjórn og samninganefnd V.R.: Átelja seinagang í samningamálum „STJÓRN og samninga- nefnd Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur átelja harðlega þann seinagang. sem verið hefur við gerð kjarasamninga. Samning- ar hafa nú verið lausir allt þetta ár og lítið hefur miðað í samkomulaRsátt.*' segir í samþykkt fundar stjórnar og samninga- nefndar V.R. 16. júlí. Segir einnig í samþykktinni að vinnuveitendur hafi alfarið neitað að ræða málin á annan hátt en út frá eigin tillögum þar sem sé gert ráð fyrir að samningsbundin rétt- indi verði stórskert, svo sem verðbætur á laun, sjúkrasjóðir afnumdir og vinnutími lengdur. Síðan segir í samþykkt V.R.: „Launþegasamtökum innan A.S.Í. er ljós sá vandi, sem við er að glíma í efnahagsmálum þjóðar- innar, enda hafa þau sett fram kjarakröfur, sem taka mið af því ástandi. Það er skoðun stjórnar og samninganefndar V.R., að núver- andi ástand sé í hæsta máta óviðunandi fyrir alla launþega í landinu og krefst þess, að vinnu- veitendur og ríkisvald fari nú að leggja sitt af mörkum, til þess að samningar geti tekist." Listamennirnir sem sýna i Djúpinu. F.v. Anna Gunnlaugsdóttir. Reynir Sigurðsson og Tom Einar Ege. Sýna í Djúpinu ÞRÍR ungir listamenn opna mál- verkasýningu i Galleri Djúpinu Hafnarstræti 15 i dag, föstudag- inn 18. júli. Sýningin mun standa frá 18. til 30. júli og er opin frá kl. 11—23 alla dagana. A sýningunni eru 12 olíumynd- ir, allar málaðar á síðustu tveim árum. Myndirnar sýna mannlífið frá ýmsum sjónarhornum og eru þær málaðar undir áhrifum frá „fólk-nýrealisma“, að sögn lista- mannanna, sem vilja þó taka það fram að ekki sé um neina sér- staka listastefnu að ræða á þess- ari sýningu. Flestar myndanna eru til sölu. Listamennirnir heita: Anná Gúnnlaugsdóttir, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1974—1978 og framhaldsnám í París 1977—1980; Tom Einar Ege, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1977—1980 og Reynir Sigurðsson, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1976-1980. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Sjónvarpið efnir til söng- lagakeppni SJÓNVARPIÐ hefur ákvcðið að efna til dægurlagakeppni og er skilafrestur til 10. ágúst n.k. Samkvæmt upplýsingum Jónu Finnsdóttur hjá Lista- og skemmtideild sjónvarpsins koma öll lög til greina sem telja má dægurlög, allt frá gömlu- dansalögum til rokklaga. Það er hins vegar skilyrði að um sé að ræða sönglög og verða textar að fylgja. Hver einstakur þátttak- andi má senda fleiri en eitt lag. Skal senda laglínuna á nótum eða kassettu en þáu lög sem valin verða mun sjónvarpið láta útsetja. Ætlunin er að- flytja lögin í fjórum þáttum í sjón- varpinu, 5—6 lög í hverjum þætti. í fimmta þættinum verða beztu lögin flutt aftur og greidd um þau atkvæði. Altíl.VSINGASLMINN jASÍMINN ER: 22480 jn«r0unt)I«bib Concordeflugið yfirAtlantshaf kemur nú islenskum btfieiða- stjórum til góða með SUPER PLUS Shell olíurnar hafa að baki sér ótrúlega langan reynslutíma. Ein af fyrstu reynsluferðunum, til að þrautreyna Shell smurolíu við erfiðar aðstæður, var farin árið 1907. Sextán þúsund kílómetra akstur, frá Peking til Parísar. Shell Super Plus, fékk eldskírn sína með 3V2 tíma flugi Concorde vélanna yfir Atl - antshafið. Verið var að kanna aðlögunarhæfni fjöl- þykktarolíu við snöggar hitabreytingar— frá 40° til 1250° Celcius. í dag selur Shell þér ekki aðeins nýjar 1 lítra umbúðir heldur einnig nýja gerð af olíu, Shell Super Plus. Shell Super Plus fjölþykktarolía, sem hæfir öllum gerðum bifreiða á öllum árstímum. Shell Super Plus gerir gangsetningu auðvelda í kulda og veitir hámarksvernd við mesta álags- hita. Shell Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur gert áður. Sem sagt: Sömu ,,Super“ gæðin — að- eins töluvert betri. Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir ,,SHELL“ vörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.