Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13—14 FRÁ MÁNUDEGI ujAmrQi * tiKi'D ii og síðan málað með epoxymáln- ingu. Þ.B. þarf líka að fá að vita að þessi þáttur verksins var boðinn út enda auðvelt að skilgreina það sem gera þarf. í ár er ætlunin að ljúka glugga- viðgerðum og ennfremur að smiða tvo heitavatnspotta á svölunum. Ætlað er að viðgerðum á Sund- höllinni ljúki á næsta ári. Við sem erum í opinberri þjónustu munum þá gleðjast yfir loknu verki. Þ.B. getur e.t.v. fengið sér rommtoddy í heita pottinum og lesið blöðin, sem hann væntanlega kaupir sjálfur. Með sumarkveðju, Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur. • Vonsvikin með Gunna Þórðar Ég má til með að skrifa nokkrar línur. Svo vildi til að sl. miðvikudagskvöld voru SATT- hljómleikar í Klúbbnum. Hljómar komu fram eftir langt hlé og margir lögðu leið sína þangað til að endurvekja gamlar og góðar minningar. En „einhverra hluta vegna" var framkoma „vissra" hljómlistarmeðlima til skammar. Ég er virkilega vonsvikin. Hljóm- sveitin Messoforte var með af- brigðum góð og vandaði sig í alla staði. Einu mennirnir sem geta verið ánægðir í Hljómum með framkomu sína og söng eru Berti og Erlingur. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir. Þessir hringdu . . • Trúði ekki á sósíalisma Húsmóðir hringdi. Ég er komin á ellilaun og þá er lærdómsríkt að líta til baka og sjá breytingarnar og rekja söguna. Gleðjast yfir því sem leiddi til góðs og fordæma það sem fór úrskeiðis og læra af mistökunum. Ég bjó í timburhúsi. Þar var kolavél, olíulampar, og vatn sótt í brunn. Þetta var árangur af 1000 ára striti þjóðarinnar. Lífsbarátt- an var svo hörð að fólkið lifði ekki, nema það duglegasta og best gefna. Þeir sem af dugnaði og viti sköruðu framúr voru virtir af því, að af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Þá lét fólkið ekki blekkjast. Brauðstritið var ótrú- legt, en víða við sjávarsíðuna lagðist athafnalífið í hálfgerðan dvala þangað til á útmánuðum, þá var farið að dytta að veiðarfærun- um fyrir sumarið. Þá var ég svo heppin að afi minn gat kennt mér söguna og pólitíkina. Og ég sé það núna að hann hefur kennt mér það sem stenzt tímans önn. Hann barðist fyrir símanum og hann knúði á orkuna í landinu. Hefði hann lifað núna þá ætti hann mörg ófögur orð yfir þá sem börðust á móti rafvæðingunni, hitaveitunni og frjálsri verzlun. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Bialystok í Pól- landi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Krason, sem hafði hvítt og átti leik, og Gromek. Svartur drap í síðasta leik biskup á b3, en hvítur lét sig það engu skipta og lék: Hann trúði ekki á sósíalisma þar sem ekkert er frjálst og allt skammtað. Og hversu mjög sem lífskjörin versna þá á almenning- ur bara að trúa á theoríuna og hafa hana til matar og í allar lífsnauðsynjar. Alltaf er sagt frá 19. júní með miklu stolti að kvennalisti hefði komist í meiri- hluta í bæjarstjórn, en það er aldrei minnst á hvað konur gerðu. Fyrir lá annaðhvort að rafvæða Reykjavík eða hafa gas. Þær gleymdu vinnunni sem fór í að þrífa olíulampana og heftu komu rafmagnsins í mörg ár. HÖGNI HREKKVtSI > /N, * - , Viuro sm sú>ta í>jo^A..wgí2 eP g&næ* " SIGGA V/öGA g itLVtmi Innflutningsgjöld bila og þungaskatt- ur endurskoðað - meðal tillagna orkusparnaðarnefnd- ar um stefnumótun í orkusparnaði ORKUSPARNAÐARNEFND hef- ur nú haldið 36 fundi síðan hún var skipuð fyrir réttu ári. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagði á fundi með fréttamönnum i fyrradag að nefndin hefði unnið gott starf, en tilefni skipunar hennar hefði sem kunnugt er verið sihækkandi oliuverð. Er áætlað að verja i ár 40 milljónum króna tii orkusparnaðarstarfsins. til rann- sókna, ýmissa minni kannana. upp- lýsinga- og auglýsingastarfsemi o.fl. Meðal þess er nefndin leggur til í drögum sínum að stefnu í orkumál- um er að endurskoðuð verði inn- flutningsgjöld á fólksbílum, að þau verði stighækkandi með tilliti til eldsneytiseyðslu og stefnt að því að nýjar reglur taki gildi frá næstu áramótum, þungaskattur á dísilbíl- um verði endurskoðaður með það í huga að opinber gjöld á minni bílum verði ekki hlutfallslega hærri en á sambærilegum bensínbílum, til- raunum Háskólans verði haldið áfram með rafbílinn, en siðan taki Rafveita Reykjavíkur við þeim, haf- in verði ný herferð til bensínsparn- aðar og efnt verði til „hjólreiðaað- gerða". Orkusparnaðarnefndina skipa Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræð- ingur formaður, Bergsteinn Gissur- arson verkfræðingur, sem verið hef- ur varamaður Guðmundar G. Þórar- inssonar og Björn Friðfinnsson fjár- málastjóri. Þá hefur nefndin ráðið Finnboga Jónsson verkfræðing rit- ara sinn, og er gert ráð fyrir að hún fái aukinn starfskraft á árinu. Hér fer á eftir það helsta sem nefndin hefur unnið að síðustu mánuði: Rætt um verðjöfnun á orku og orkuskatt, upplýsingar sendar út um raforkusparnað á heimilum, gerð sjónvarpsauglýsing um bens- ínnotkun bíla, samin greinargerð um viðbrögð við hugsanlegu neyðar- ástandi í olíumálum og reynt hefur verið að fylgjast með gögnum frá Noregi og Svíþjóð um orkumál og orkusparnað. Þá er í ráðl að gefa út sérstök hitastigsspjöld, sem sýna kjörhita í íbúðum og gefa til kynna frávik frá honum, en ráðgert er að dreifa þessum spjöldum til notenda í haust. Þá hefur nefndin samið drög að stefnumótun í orkusparnaði fyrir 1. maí 1980 til jafnlengdar næsta ár. Meðal þess sem nefndin leggur til í drögum sínum er eftir- farandi: Veitt verði lán til orkusparandi endurbóta á olíukyntu húsnæði og minnt á bæklinga um orkusparnað í húshitun, sendar út áminningar um orkusparnað með orkureikningum næsta vetur, undirbúin raforku- sparnaðarherferð, fræðsla um orkusparnað í skólum verði efld, unnið að samvinnu skóla og heimila í orkusparnaðaraðgerðum og efnt til ritgerðarsamkeppni. Stuðlað verði að frekari notkun svartolíu í fiskiskipum, tekið verði upp í auknum mæli kvótakerfi við stjórnun fiskveiða m.t.t. orkusparn- aðar, herferð til olíusparnaðar í fiskiskipum, hvatt til að afgangs- varmi frá vélum verði notaður til hitunar skipa, lánareglur Fiskveiði- sjóðs taki mið af orkunotkun skipa og landrafmagn verði meira nýtt. Ljósm. Kristinn. Frá blaðamannafundi iðnaðarráðherra um orkusparnað. Frá hægri: Hjörleifur Guttormsson. Finnbogi Jónsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Bergsteinn Gissurarson. A fundinum kom m.a. fram að nokkur aukning hefur orðið á svart- olíusölu fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra, bensínsala hefur svo til staðið í stað og gasolíusala minnkað um 23% og er heildarminnkun besín-, gasolíu- og svartolíunotkunar á þessu tíma- bili rúm 10%. Þá hefur sala á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur minnkað um 1,6 millj. tonna á sama tíma eða um 7%. Raforkusala Landsvirkjunar til almennings- veitna hefur minnkað um 9,2%, en aukist um 13,2% til stóriðju fyrstu sex mánuði ársins. Efnt verði til orkusparnaðar í iðnfyrirtækjum, stutt við fyrirætl- anir Sementsverksmiðjunnar um kolanotkun og hagkvæmni hennar athuguð í fiskimjölsverksmiðjum, graskögglaverksmiðjur noti ínn- lenda crkugjafa, tilraunum verði haldið áfram með vindaflsstöð til varmavinnslu og gerð verði úttekt á orkunotkun í landbúnaði. Iðnaðar- ráðherra kvað þessi atriði og fleiri koma til athugunar hinna ýmsu ráðuneyta og aðila er þau snertu og sagði það von nefndarinnar að þau kæmust til framkvæmda smátt og smátt. 17. Rd5!! (Svartur verst auðveld- lega eftir 17. axb3 — De5) exd5, 18. Re6! — fxe6, 19. Dxg6+ — Kh8, 20. Dh6+ - Kg8, 21. g6 - Rf6, 22. Hxf6! - Hxf6, 23. Dh7+ — Kf8, 24. g7+ og svartur gaf, því að hvítur vekur upp nýja drottn- ingu með skák. , '$G BZ A9 Mpm x /S/áöAf wmwKNA'Z \ K0N«4<b'W\ „ om av w fá sí ) H\l ■SÍKe9&mr . , 'SifáHift vyffyydi í 5TO/9/NN/ x '*N6» t(U)KWÍ) a ymmkasLm MAK/.A ‘aiA SG m á wmwm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.