Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980 21 Arthúr Sumarliðason starfaði lengi hjá Síldarverksmiðjum ríkisins (á sumrin) og hjá Tunnu- verksmiðju SUN (á vetrum). Ennfremur starfaði hann hjá Síldarsöltunarstöð 0. Henriksen (hjá Henriksenbræðrum), en hann hafði sérhæft sig sem síldarmats- maður og beykir. Gat hann sér hvarvetna gott orð. sjálfstæðismaðurinn, var kjörinn í trúnaðarráð félagsins, en flokka- pólitík var oft hörð nyrðra fyrr- um. Árið 1960 flytur Arthúr frá Siglufirði. Hann aflar sér starfs- réttinda við fiskmat og verkstjórn í frystihúsum og starfar á þeim vettvangi um 15 ára skeið, m.a. í Sandgerði og á Akranesi. Eftir að hann settist að í Reykjavík hefur hann unnið hjá Pétri Snæland hf. Hann hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum hjá Iðju; átt sæti í fulltrúaráði samtakanna og verið þar endurskoðandi. Arthúr kvæntist Stefaníu Sig- mundsdóttur frá Hofsósi árið 1942. Eignuðust þau eina dóttur, Rósu, húsmóður í Reykjavík, sem fært hefur foreldrum sínum tvo efnilega dóttursyni. Arthúr og Stefanía slitu samvistum fyrir nokkru. Á þessum tímamótum í ævi Arthúrs, er hann horfir fram á sjöunda áratuginn, vil ég fyrir hönd siglfirzkra kunningja og vina, heima og heiman, þakka liðin ár og samleið og árna honum heilla á vegferðinni framundan. Gangi þér allt í haginn, góði vinur. Stefán Friðbjarnarson. Arthúr Sumarliðason er fæddur 18. júlí 1920 í Siglufirði. Foreldrar hans vóru Sigurlína Níelsdóttir, Þingeyingur að ætt, látin fyrir mörgum árum, og Sumarliði Guð- mundsson, skósmiður, eyfirzkrar ættar, nú vistmaður að Grund í Reykjavík, rúmlega níræður að aldri. Börn þeirra Sigurlínu og Sumarliða eru þrjú: Kári (fæddur 1916), starfsmaður hjá Þormóði ramma hf. í Siglufirði, og Hreinn (fæddur 1930), kaupmaður í Reykjavík, auk Arthúrs. Á Siglufjarðarárum sínum starfaði Arthúr mikið að félags- málum, ekki sízt á vettvangi íþrótta. Var hann um tíma for- maður frjálsíþróttafélags, sem þá starfaði, og átti sæti í íþróttaráði staðarins. Þá starfaði Arthúr í Bridgefélagi Siglufjarðar og í samtökum sjálfstæðisfólks í Siglufirði. Minnist ég þess sér- staklega að þegar ég hafði með að gera „Siglfirðing", málgagn sigl- firzkra sjálfstæðismanna, þá reit Arthúr af og til í blaðið, einkum ■ um verkalýðs- og íþróttamál. Síð- ast en ekki sízt starfaði Arthúr innan Verkamannafélagsins Þróttar — og það þótti saga til næsta bæjar á þeirri tíð er hann, AUGLYSINGASTOFA MYNDAMÓTA Adnlstræti 6 simi 25810 Sextugur: Arthúr Sumarliða- son frá Siglufirði Arthúr Sumarliðason frá Siglu- firði fæddist svo að segja inn í síldarævintýrið — þegar Siglu- fjörður var að vaxa úr fámennu og fátæku þorpi í höfuðstöðvar hinn- ar fyrstu stóriðju á Islandi: síldar- iðnaðarins. í uppvexti hans og á unglingsárum var Siglufjörður einn af hornsteinum útflutnings- framleiðslu og gjaldeyrisöflunar þjóðarbúsins: bær verðmætasköp- unar og vinnusemi. Og þangað sóttu „langskólamenn" fjármuni í hviku framleiðslunnar til að fjár- magna nám sitt: margbreytilega sérþekkingu, sem komið hefur þjóðfélaginu að góðu gagni. Tengslin við atvinnulífið urðu þeim þekkingar- og þroskagjafi og notadrjúgt vegarnesti. Arthúr Sumarliðason lifði og þá tíma, er síldin, undirstaða atvinnu og afkomu fólksins norður þar, var uppurin, m.a. vegna þess að veiðar og vinnsla héldust ekki í hendur við nauðsynlega þekkingu á stærð og eðlilegum afrakstri norsk-íslenzka síldarstofnsins. Þá komu hin mögru árin og margur maðurinn, þar á meðal Arthúr, þurfti að kanna nýjar slóðir í sjálfsbjargarviðleitni sinni. íbúa- tala Siglufjarðar lækkaði um þriðjung á fáum árum, enda er Siglfirðinga víða að finna í nýjum heimkynnum. Nýtt Neytendablað: Orkunotkun og orku- nýting meðal efnis KOMIÐ er út nýtt tölublað Neyt- endablaðsins. Er þar meðal annars fjallað um orkunotkun og butta orkunýtingu, lánakort, börn neyslusamfélagsins og börn í þjón- ustu auglýsinga svo eitthvað sé nefnt. Reynir Ármannsson ritar um Neytendasamtökin og segir þau vera í sókn, nýjar deildir hafi verið stofnaðar út um landið og þær hafi sýnt að neytendasamtök geti verið öflugt baráttutæki fyrir hagsmun- um landsmanna, ekki síst í dreif- býli. Björn Marteinsson arkitekt og verkfræðingur ritar um bætta orkunýtingu og ræðir m.a. um raforkunotkun, notkun heita vatns- ins og húshitun og.nefnir í því sambandi ýmis atriði til athugunar og orkusparnaðar, svo sem leiðni- tap byggingarhluta og ástand íbúð- arhúsnæðis, einangrun o.fl. Þá skrifar Anna Bjarnason blaðamað- ur um almennt neytendamál og fagnar því áhugamáli Neytenda- samtakanna að láta setja á laggirn- ar neytendadómstól hér á landi. Tvö Super-tæki í bílinn frá 523 Verð 89.600.- og 127.900.- ICD 3 SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Isetning á staðnum -Sendum um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.