Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980 25 félk f fréttum + EINS og sagt hefur verið frá 1 fréttum hefur einn bandarísku gislanna í sendiráðinu i Teheran Richard Queen verið látinn laus. Foreldrar hans Harold og Jeanette Queen tóku á móti honum við komuna til Ziirich en Queen dvelst nú á sjúkrahúsi í Wiesbaden í V-Þýskalandi. Jeanette Queen hefur ferðast vítt og breitt um Evrópu til að berjast fyrir frelsun gíslanna úr sendiráðinu. Nú hefur sonur hennar verið látinn laus, að vísu ekki fyrir hennar tilstilli en hann er nú alvarlega sjúkur. Til hamingju + KVIKMYNDALEIKAR- INN Gregory Peck sést hér óska ungum og upprennandi kvikmyndastjornum til ha- mingju með nýjustu kvik- mynd þeirra. Þetta eru þau Brooke Shields og Christopher Atkins en þau hafa nýlokið við að leika í mynd sem nefnist „The Blue Lagoon" eða „Bláa sælónið". Myndin fjallar um tvö börn sem lenda á paradisar- eyju eftir skipsstrand. Bátur knúinn sólarorku + BÁTUR sem geng- ur fyrir sólarorku gæti verið það sem koma skal. Að minnsta kosti virð- ist Svisslendingurinn Max Schick hafa trú á því. Hann siglir hér á bát sinum án hávaða og mengunar á Geneve- vatni. Báturinn er bú- inn mótor sem gengur fyrir sólarorku. Og svo er að fara fram af béuninni og það er gert i fyllstu alvöru eins og sjá má, en undir sitja nokkrir hraustir Eyjapeyjar og gefa bandið eftir samkvæmt upplýsingum frá brúnamanni sem fylgist með sigmanninum. Ljósmyndir: Guðlaugur Sigurgeirsson. nB[X9BnnBmÍ89V Sigið i bjarg Skiphellanna með stuðningi við sjálft Sprönguband- ið. Nám- skeið í bjarg- sigi ÆSKULÝÐSRÁÐ Vestmanna- eyja gengst um þessar mundir fyrir bjarsigsnámskeiði íyrir börn og unglinga, en í Eyjum hefur það lengi tiðkast að þjálfa börn og kenna þcim rétta hegðun i björgum. Sprangan í Skiphellum hefur verið aðalskólinn i þessum efnum, og stundum hefur Bjargveiðimannafélagið kynnt handtökin og fótatökin fyrir unga fólkinu, en nú hefur Æskulýðsráð tekið upp námskeiðahald i þessum efn- um og hefur það verið fjölsótt bæði af strákum og stelpum. Það hefur ekki alltaf verið hægt að ráða við unga fólkið í sambandi við klifur í klettum og björgum Vestmannaeyja og það hefur gefið góða raun að kenna þeim það sem varast' ber. Á námskeiðinu er sýnt hvernig á að bera sig að í bjargi, hvernig á að binda sig og nota reipið, hvernig að velja á leiðir svo að fyllsta öryggis sé gætt og svo framvegis, en einn af reyndustu bjargveiðimönnum í Eyjum Hlöðver Johnsen, hefur verið að kenna krökkunum að undanförnu, en Guðmundur Þ. B. Ólafsson æskulýðsfulltrúi hefur haft umsjón með nám- skeiðinu. Hlöðver sýnir hvernig sigmaðurinn er bundinn svo allt sé öruggt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.