Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 32
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980 Síminn á afgreiöslunni er 83033 BlerjjunbUibife Tekinn á 110 km hraða HIN HÖRMULEGU slys í umferð- inni að undanförnu virðast ekki hafa haft mikil áhrif á mann nokkurn, sem lögreglan handtók í gær fyrir of hraðan akstur á Miklubraut við Elliðaárbrýrnar. Mældist bifreið hans á 110 km hraða. Maðurinn, sem er 27 ára gamall, var þegar fluttur á Lög- reglustöðina og sviptur ökuleyfi um óákveðinn tíma. Auk þess má hann búast við hárri sekt, líklega á annað hundrað þúsund krónur. Nægir fyrir liðlega hálfu prósentustigi I»ÁÐ fjármagn. sem rík- isstjórnin segist hafa til niðurgreiðslna á land- húnaðarvörum, sam- kvæmt fjárlögfum. þ.e. liðlega tveir milljarðar króna. nægja til þess að greiða niður liðlega hálft vísitölustig í verð- hótavísitölu, sem reikn- uð verður út í næsta mánuði með gildistöku 1. september n.k. Það kostar ríkið langleiðina í fjóra milljarða króna að greiða niður hvert vísitölustig í fram- færsluvísitölunni. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er sú hug- mynd uppi að greiða landbún- aðarverð niður um enn hærri upphæð, en áðurnefnda tvo milljarða króna. Því hefur verið spáð, að verðbótavísitalan muni hækka um því sem næst 10%, þegar hún verður reiknuð út í næsta mánuði. Tveir seldu TVÖ ÍSLENZK fiskiskip lönduðu afla sínum erlendis í gærmorgun. Ólafur bekkur ÓF seldi 119,6 tonn í Bremerhaven í Þýzkalandi fyrir 63,1 milljón króna, meðalverð 528 krónur fyrir kílóið. Þá seldi Siglu- vík SI 116,6 tonn í Hull í Bretlandi fyrir 64,6 milljónir króna, meðal- verð 554 krónur kílóið. Eigendur sjónvarps- tækja hlunnfarnir um hálfan milljarð? RÍKISÚTVARPIÐ hefur í trássi við reglugerð um Rikisútvarp. innheimt útvarpsgjald af eigend- um sjónvarpstækja, en í reglu- gerð er tekið fram, að greiðandi sjónvarpsgjalds hafi jafnframt fullnægt skyldum um greiðslu útvarpsgjalds. Þetta kom fram á fundi Neytendasamtakanna i gær og jafnframt, að samtökin hafi bréflega óskað aðgerða mennta- máiaráðuneytisins, en ekkert hafi verið gert af hálfu þess í málinu. Umrætt útvarpsgjald er kr. 8.600 og skv. heimildum úr „Hag- tölum mánaðarins" um mann- fjölda 1. des. sl. og fjölda sjón- varpstækja landsmanna er hér um að ræða rúmar 483 millj. kr., sem Ríkisútvarpið hefur þá af eigend- um sjónvarpstækja, umfram það sem því ber. Sjá „Greiðendur afnota- gjalds sjónvarps hlunnfarn- ir“ á bls. 3. Húsandarungar á Reykjavíkurtjörn Ljosm. ÓI.K. Mag. Móðirin var fjarstödd ... Þessir álftarungar voru á stjákli við Tjörnina í góða veðrinu þegar ljósm. Mbl. átti leið um i gær. Móðirin var fjarstödd en óliklegt er að hún hefði leyft myndatöku svona nærri. AÐ UNDANFÖRNU heíur staðið yfir tilraun til að auka fjöl- breytni fuglalifs á Reykjavikur- tjörn. Fengin voru 60 húsandar- egg frá Mývatni og sett í hreiður æðar- og dugganda i Vatnsmýr- inni. Þrettán húsandarungar eru nú komnir á legg og farnir að spóka sig á Tjörninni. Hliðstæð tilraun var gerð árið 1977 og komust þá upp þrir steggir en húsönd hefur aldrei verpt við Tjörnina. Að sögn umsjónarmanna heppnaðist varpið við Reykjavík- urtjörn mjög vel að þessu sinni, t.d. verpti þar rauðhöfðaönd í fyrsta sinn í mörg ár. Það hefur þó dregið mikið úr árangrinum að mikið ónæði hefur verið af fólki í varplandinu og virðast sumir koma til þess eins að eyðileggja. Þannig var um helmingur hreiðr- anna eyðilagður og nokkrir fuglar drepnir á hreiðrunum. Skuldir landsmanna í erlendum lánum árið 1979: 2080 þúsund á hvert mannsbam í landinu LÖNG ERLEND lán landsmanna i lok siðasta árs voru að upphæð tæplega 331.4 milljarðar króna, að viðbættum afborgunum upp á 24.5 milljarða króna og vaxta upp á 24.9 milljarða. Samtals eru þetta tæplega 380.7 milljarðar krona, eða rúmlega 1680 þúsund krónur á hvert einasta mannsbarn i landinu. Greiðslubyrði sem hlutfall af útflutningstekjum var á síðasta ári 12.8. Gengið er miðað við Bandarikjadollar 394.4 krónur. Sé hins vegar miðað við gengi í dag, 487.50 krónur hver dollar, er skuldin ásamt vöxtum og afborgunum 470.6 milljarðar króna og skuldin á hvert mannsbarn tæplega 2.080 þúsund krónur. Til samanburðar námu skuldir landsmanna í erlendum lánum á Tólf arnarungar komnir á legg VITAÐ er um tólf arnarunga, sem komist hafa á legg í sumar úr 7 hreiðrum, en alls eru hreiðrin talin vera um 20 og því viðbúið að talan eigi eftir að hækka nokkuð. Búið er að kanna hreiður á Snæfellsnesi og sums staðar við Breiðafjörð, en eftir er að kanna varpsvæði arnarins á hluta Barðastrandar og við ísafjarðardjúp. Mun betur horfir með varp í ár en á síðasta sumri þar sem tíð var þá köld. Talið er að arnar- stofninn telji liðlega 100 fugla, þ.e._ um 40 varpfugla og milli 60 og 70 ungfugla, en þeir ná kynþroskaaldri 5—6 ára. Sagði Ævar Petersen hjá Náttúru- fræðistofnun að ekki væri hægt að segja með vissu um fjölda ungviðis, en hreiðrin væru talin um 20. Fuglaverndarfélag ís- lands og Náttúrufræðistofnun vinna saman að því að fylgjast með arnarstofninum. Er búist við að könnun varpsins í ár ljúki seint í þessum mánuði eða í byrjun ágúst. Brýnt er að trufla ekki varp- svæði arnarins, sérstaklega með- an ungar eru litlir og ófleygir, en komið hefur fyrir að þeir drepist falli þeir úr hreiðrinu. Ennþá er því of snemmt að segja til um viðgang arnarstofnsins í ár, þótt vel horfi. árinu 1978 236.1 milljarði og greiðslubyrði sem hlutfall af út- flutningi var 13.3. Hækkunin milli ára var 40.32%, en gengið 1978 var miðað við Bandaríkja- dollar 317.7 krónur. Árið 1978 námu skuldir landsmanna því án vaxta og afborgana um 1050 þúsund krónum á hvert manns- barn. Sé litið enn lengra aftur í tímann, eða til ársins 1977, þá námu erlendar skuldir lands- manna í erlendum lánum um 134.2 milljörðum króna, eða um 603 þúsund krónum á hvert mannsbarn, fyrir utan vexti og afborganir. Hækkun milli áranna 1977 og 1978 varð mun meiri heldur en áranna 1978 og 1979, eða 75.80%. Greiðslubyrði, sem hlutfall af útflutningstekjum var 13.7 árið 1977. Þá var miðað við gengi Bandaríkjadollars 212.8 krónur. Á síðasta ári voru opinber lán að upphæð um 222 milljarðar króna, lán vegna lánastofnana um 57 milljarðar króna og lán einkaaðila um 52 milljarðar króna. Simamynd Dagens Nyheter Jafntefli í Svíþjóð Islendingar og Svíar skildu jafnir, 1 — 1,1 landsleik í knattspyrnu sem fram fór í Halmstad í Sviþjóð í gærkvöldi. Er þetta frábær árangur hjá íslenska liðinu, þar sem Sviar hafa löngum verið taldir standa okkur íslendingum mun framar á knattspyrnusviðinu. En i Halmstad í gærkvöldi var það íslenska liðið sem var mun sterkari aðilinn þó ekki nægði það til sigurs. Mark íslands i gærkvöldi skoraði Guðmundur Þorbjörnsson, en á myndinni er Albert Guðmundsson að kljást við sænska framherjann Torbjörn Nilson. Sjá nánar um leikinn á blaðsiðum 30 og 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.