Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 170. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mikið mannfall í herliði Rússa IVshaHRr. 30. júlí. AP. RÚSSAR hafa orðið fyrir miklu manntjóni og hrrnannatjóni bardóKum við skæruliða víðs vcKar í Afganistan undanfarna viku. að sögn pakistönsku fréttastofunnar í dax- Skæruliðar réðust fyrir tvoimur döKum á rússncskt herlið í Hclmand-fylki. fclldu nokkra Rússa ok eyðilöiíðu sjö skriðdreka. Rússar bcittu skriðdrckum. hrynvöjfnum. íallbyssuþyrlum og MIG-flugvélum. Skæruliðar misstu sjö menn fallna og 11 særðust. I Shahhoe Abqll-fylki felldu skæruliðar nokkra Rússa í árás á bílalest, eyðilögðu og brenndu sjö stríðsvagna og útvarpsbíl og lögðu hald á 24,500 kíló af hveiti. Þrír skæruliðar féllu, fjórir særðust. I Kandahar-fylki réðust skæruliðar á herbúðir og 10 Rússar féllu í bardögum, sem fylgdu í kjölfarið. Skæruliðar eyðilögðu eða skemmdu 15 skriðdreka, eina fallb.vssu, tvo br.vnvagna, þrjá vörubíla. Fjórir skæruliðar féllu, 200 særðust. í Asmar í Konar-fylki féllu átta Rússar og þrír voru teknir til fanga og í árás á bílalest milli Asmar og Narai féllu 69 Rússar og afganskir stuðningsmenn þeirra. Síðustu tvo í Moskvu segir verkalýðsblaðið „Trud“, að viðskiptabann Banda- ríkjamanna hafi ekki borið árang- ur, þar sem Rússar hafi pantað eða keypt frá öðrum löndum allt, sem Bandaríkin hefðu neitað að selja. Áskorun til Irans Teheran, 30. júlí. AP. BRÉF FRÁ 180 bandarískum þing- mönnum með áskorun um skjóta lausn gislamálsins var lesið upp I iranska þinginu i dag. f bréfinu segir að gislamálið hafi valdið hættuástandi i heiminum og hvatt til þess að málið verði látið sitja i fyrirrúmi. Átta biðu bana og 36 slösuðust af völdum sprengju, sem var komið fyrir í dag framan við hótel í Ahwaz, einni helztu borg olíuhéraðsins Khuzestan, þar sem Arabar hafa haldið uppi andófi gegn Khomeini- stjórninni. Átján kíló af gulli í skipsflaki Berwick. Louisiana. 30. júii. AP. KAFARAR sem hafa rannsak- að flak skips sem sökk á 18. öld undan strönd Louisiana hafa bjargað 18 kilóum af gulli að verðmæti 350.000 dollarar. 13.6 kg. af silfri og fimm lestum af kopar, auk margra poka af vel varðveittum munum. Dave Treen ríkisstjóri skýrði frá þessu í dag og sagði að þetta væri einn merkasti fornleifa- fundur í Louisiana og ef til vill við Mexíkóflóa. Hann sagði að enn væri ekki vitað hvort fleiri dýrmætir málmar væru enn í skipinu, sem sökk á 15—18 feta dýpi, rúmlega tvo km frá ströndinni. Rækjusjómaðurinn Curtis Blume sem fann flakið fær 75% af andvirði málmanna, en ríkið fær 25% málmanna og alla hlutina sem fundust auk þess sem það tekur að sér alla stjórn á björgunarstarfinu. daga segjast skæruliðar hafa frels- að sýslurnar Alinagar og Ningaraj og misst 60 menn fallna í árásum Rússa. Sagt er, að 300 Rússar hafi fallið í bardögum á Lalander- svæðinu og mikið magn vopna og skotfæra verið tekið herfangi. Rússar fá vítur við Jan Mayen Frá fréttarítara Mbl. I Ósló I gœr. FISKIMÁLASTJÓRNIN í Björgvin hefur snúið sér til sovézkra yfirvalda og farið fram á, að reglur um veiðar erlendra skipa á svæðinu við Jan Mayen séu virtar. Jafnframt hafa menn af strandgæzluskipinu „Stálás“ farið um borð i nokkur sovézk fiskiskip og minnt á þessar reglur. Sovézku skipin hafa hvorki tilkynnt komu sína á miðin né aflamagn eins og kveðið er á um í reglunum. íslenzk skip, sem veiða á svæðinu, hafa virt tilkynningarskylduna isamkvæmt heimildum Morg- i unblaðsins. Norsku reglurnar voru sendar Rússum í júní og það svar barst, að það tæki þrjá mánuði að þýða þær. Viðræð- ur munu fara fram í septem- ber eða október um veiðirétt- indi Rússa á svæðinu að sögn Geir Grung, talsmanns norska utanríkisráðuneytis- ins, í viðtali við norska út- varpið. Norðmenn munu einnig eiga slíkar viðræður við önn- ur lönd, sem hafa rétt til veiða á svæðinu umhverfis Jan Mayen. — Lauré Ileyskapur Langabakka. Hellnum. Breiðavikurhreppi. Snæf. Ljósm. Kristján. Forsetinn lét Billy fá ráðuneytisskjöl WashinKton, 30. júli. AP. BILLY Carter sagði fulltrúum dómsmálaráðuneytisins að Jimmy Cartcr, bróðir hans. hefði látið hann fá skjöl utanrikisráðuneytis- ins og hann hefði geymt þau heima hjá sér að sögn Harold Sawyer. þingmanns úr flokki repúblikana. i dag. Upplýsingar sinar kvaðst hann hafa úr skjölum, sem dóms- málaráðuneytið útvegaði dóms- málanefnd fulltrúadeildarinnar. Harold L. Volkmer, demókrati frá Missouri, kvað einnig skjölin sýna, að Billy Carter hefði sagt að hann hefði fengið skjöl frá forsetanum. Volkmer minntist þess hins vegar ekki, að minnzt hefði verið á utan- ríkisráðuneytið eða sagt að Billy Carter hefði geymt skjölin heima hjá sér. Bæði Sawyer og Volkmer sögðu, að Billy Carter hefði sagt að „Jimmy" hefði útvegað honum skjölin. Sawyer sagði, að þau fjölluðu um ferðir Billy Carter til Líbýu. 82% Bandaríkjamanna segja að „ósanngjarnt" sé að kenna Carter forseta um framferði Billy Carter, 16% eru ósammála ot 2% eru ekki vissir samkvæmt skoðanakönnun Louis Harris 18,—21. júlí. 75% telja, að ekki eigi að nota niálið gegn forsetanum og 76% að forsetabróðir eigi ekki að taka við fé frá erlendu ríki. Carter forseti viðurkennir að staða hans sé slæm samkvæmt skoðanakönnunum, og verið getur að hann forðist að taka þátt í kosn- ingabaráttu nýkjörinna þingmanna demókrata, sem óttast að það muni veikja líkur þeirra á að ná endur- kjöri. Þetta kom fram á fundi forsetans og 20 demókrata, sem náðu kjöri um leið og hann 1976. Ronald Reagan, forsetaefni repú- blikana segir, að hann telji hugsan- legt að Carter verði ekki í kjöri, en vill ekki bollaleggja hvort Edward Kennedy verður í kjöri eða cinhver málamiðlunarframbjóðandi. Hann kvaðst styðja þá ákvörðun Carters að mæta fyrir þingnefnd og ekki vera of bjartsýnn, þótt skoðana- könnun í Kaliforníu sýni að forset- inn sé dottinn niður í þriðja sæti. Nánar um mál Billy Cartcr: Sjá bls. 21. ísraelsþing samþykkir sameiningu Jerúsalem JcrÚHalcm. 3. júlf. AP. fSRAELSÞING samþykkti 1 dag með 69 atkvæðum gegn 15, en þrír sátu hjá. frumvarp, sem mun treysta yfirráð fsraelsmanna yfir Jcrúsalcm, þar á mcðal austurhlut- anum scm var innlimaður cftir striðið 1967 — þrátt fyrir gagnrýni á alþjóðavettvangi og mótmæli frá Bandarikjunum. „Það verður að liggja ljóst fyrir. að Jerúsalem er ekki samningsat- riði,“ sagði David Glass, þingmaður eins af stjórnarflokkunum. „Það er betra að heimurinn geri sér grein fyrir því fyrr en síðar. að við munum ekki hvika frá þeirri af- stöðu, að Jerúsalem á að vera sameinuð.“ Uri Avnery úr Sheli-flokknum, vinstrisinnuðum andstöðuflokki stjórnarinnar, sakaði þingið um að „beita Anwar Sadat forseta þrýst- ingi, sem hann gæti ekki þolað öllu lengur." Áður en atkvæðagreiðslan fór fram í þinginu hafði bandaríska utanríkisráðuneytið varað við þeim „rökrétta ugg“, að Egyptar kynnu að slíta aftur viðræðunum um heima- stjórn Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu. í Kaíró sagði Khaml Hassan Aly, utanríkisráðherra Egypta, í viðtali við AP eftir atkvæðagreiðsluna, að Egyptar mundu íhuga þann mögu- leika að slíta viðræðunum um pal- estínska heimastjórn og kalla heim sendiherra sinn frá Tel Aviv. Aly sagði, að hann mundi funda með öðrum ráðamönnum á morgun um tillögur um andsvör Egypta. Hann sagði að skýrsla yrði send Sadat forseta þar sem gerð væri grein fyrir þeim kostum, sem um væri að velja. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum ráðfærast Egyptar við Bandarikjamenn um ástandið. Þegar frumvarpið var lagt fram á ísraelsþingi í maí sleit Sadat heima- stjórnar viðræðunum. Tveggja daga fundur er ráðgerður á mánudag í Alexandríu. Urslitin á ísraelsþingi eru talin ögrandi svar við atkvæðagreiðslunni á Allsherjarþinginu í ga'r, þegar samþykkt var krafa um brottflutn- ing Israelsmanna frá öllum hertekn- um svæðum, þar á meðal Austur- Jerúsalem. ísraelsþing samþykkti fyrr í dag með 49 atkvæðum gegn 43 að fordæma samþykkt Allsherjar- þingsins og felldi tillögu um að stjórnin segði af sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.