Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 Spjall við Þórhildi Þorsteins- dóttur, sem hefur verið bú- sett í Barcelona í 12 ár GREIN: JÓHANNA KRISTJÓNS- DÓTTIR Frá Barcelona. fyrir fimm árum. Hann er ættað- ur frá Madrid „svo að við erum bæði hálfgildings útlendingar í Katalóníu" eins og hún segir. Það sem hún kann einna bezt við Spán er eðlisglaðværð fólksins og streituleysið. Þar er ekki þetta hamslausa lífsgæðakapphlaup sem byggist á því að eignast allt, eða að minnsta kosti eiga jafn- mikið og fínt og nágrannarnir — og kannski aðeins fínna. Hún segir að nú orðið myndi hún hreint ekki orka að taka þátt í slíku stríði. En hún er stolt af því að vera Islendingur og hér á hún sína fjölskyldu og kemur heim alténd einu sinni á ári. Síðustu árin hefur hún verið fararstjóri Útsýnar, lengst af á Costa Brava, en nú hefur hún verið á Costa del Sol frá því á páskum. — Skæruliðaiðja í Katalóníu er hverfandi, segir hún aðspurð. Ég tel að ástandið í heild sé harla gott. Um margt finnst mér Kata- lóníumenn líkari Norður Evrópu- búum en til dæmis Andalúsíu- menn. Eins og ég sagði eru þeir jarðbundnari og þeir eru ábyggi- legri til vinnu og stundvísari. Barcelona er auðvitað aðalborg- in, en þrjár aðrar tilheyra Kata- lóníu. Barcelona er mikil iðnað- arborg, þar er framleitt nánast allt milli himins og jarðar. Sum- um fyndist eðlilegast að Barce- lona væri höfuðborg Spánar, m.a. vegna þess að hún er hafnarborg og vegna þeirrar miklu fram- leiðslu, sem þar er, en ég hef nú ekki trú á að svo verði. Katalón- íumenn segja að þeir framleiði og Madridbúar eyði síðan því sem aflað hefur verið. Það er kannski of mikið sagt, en það eru mikil umsvif í Barcelona, það er óhætt að segja. Madrid finnst mér afar falleg borg, það er yfir henni reisn og myndugleiki, sem einnig kemur til af því, að þar er enginn iðnaður. — Hvað haldi Spáni í raun „Katalóníumenn kæra sig ekki um að segja sig úr lögum við Spán“ KATALÓNÍUMENN vilja ekki segja sig úr lögum við Spán. Eftir að látið var að þeim vilja þeirra að fá heimastjórn, hygg ég að þeir séu vel ánægðir með það. Það eru nú gefin út blöð á katalónsku. og þeir hafa fengið rás i sjónvarpinu, þar sem útvarpað er á þeirra máli. Eins og gefur að skilja hefur margt breytzt, eftir að Franco hvarf af sjónarsviðinu. í lýðræðisátt náttúrlega, þvi að áður var allt undir hæinum á stjórninni i Madrid. En hinu er þá ekki að neita, að með auknu frelsi hafa færzt i vöxt alis konar ókyrrð og óeirðir, innbrot og glæpir. Þetta segir Þórhildur Þor- steinsdóttir, islenzk kona. bú- sett í Barcelona, siðan 1968, þegar ég inni hana eftir þvi hvort hún telji að Katalóniu- menn vilji fara sömu leið og háværar raddir eru um i Baska landi, að þeir fyrrnefndu segi skilið við Spán og stofni sitt eigið riki. — Það byggist líka á því, að Katalóníumenn eru allt öðruvísi að upplagi en Baskar. Þeir eru glaðværari, jarðbundnari og um margt kannski traustari og ábyggilegri en víðar á Spáni. Fyrir nú utan að þeir eru ekki herskáir í eðli sínu eins og Baskarnir. Þórhildur hafði verið flug- freyja hjá flugfélagi íslands, en langaði að kynnast Spáni, fór þangað í ferð eins og gengur, en fékk áhuga á að læra málið, settist á skólabekk og talar nú bæði spönsku og katalónsku. Hún kynntist manni sínum Juan Carlos Roldan, sem var þá að læra verkfræði, og þau giftu sig saman? Út á við eru allir íbúar Spánar Spánverjar, þótt þeir séu að argast þetta innbyrðis. Aðeins katalónska og baskneska eru viðurkennd sérstök mál utan spönskunnar, á hitt galiskuna, asturiskuna o.fl. landshlutamál er litið sem mállízkur. Og ég held að hvert hérað á Spáni þurfi á hinu að halda og ég staðhæfi að það er hvergi ríkjandi nein al- vöru aðskilnaðarstefna nema í Elín Benediktsdóttir: .. fyrir munn allrar þjóÖarinnar“ Ólafur M. Jóhannesson fyllir þann flokk pennaglaðra manna sem í blaðagreinum finna sig iðulega knúna til að tala fyrir munn margra, og gerast jafnvel stundum sérlegir talsmenn al- mennings i landinu. Það er nánast aukaatriði um hvað boðskapur þeirra snýst, eftir því sem þeim hitnar meir í hamsi er gripið til þess ráðs að herma hann uppá stöðugt fleiri, og hann endar að lokum sem vilji almennings, krafa þjóðarinnar eða eitthvað í þeim dúr. En hver er sá sem ekki gín við honum stendur um leið berskjald- aður andspænis þessum almenn- ingsþurs og meðreiðarsveinum hans á dagblöðunum. Þegar Ólafur gerir tónlistar- dagskrá Ríkisútvarpsins að um- talsefni í Morgunblaðinu þann 24. júli talar hann, eins og við mátti búast, fyrir munn allrar þjóðar- innar. En hjá honum helst slappur ritstíll í hendur við þrálátar til- raunir til öfgakenndrar gaman- semi sem leiðir hann út i hálfgerð- ar ógöngur þó honum sé mikið niðri fyrir. Ef til vill er þessi gamansemi einráð þegar hann snemma í grein sinni lætur þess getið að sér hafi tekist „eftir margra mánaða með- vituð (og margra ára ómeðvituð) heilabrot að leysa gátuna: Hvers- vegna er svo mikið magn klass- ískrar tónlistar til útsendingar hjá íslenska Ríkisútvarpinu". En svo mikið er víst að einhver hefði þagað yfir niðurstöðunni eða gert minna úr erfiðinu ella. Því öll sleikjan er sú að einhverjir af starfsmönnum Riíkisútvarpsins geri sig seka um að flokka tónlist rangt. Eftir að hafa flokkað þessa tónlist sem klassíska sé hún kom- in í einhvern yfirflokk æðri tón- listar. Og sú fullyrðing fylgir að engin tónlist sé annarri æðri. Ég geri mér auðvitað fullkomlega ljóst hvílík fásinna það væri að reyna að hrekja svona tal, en ekki er úr vegi að spyrja hvernig hægt er að flokka tónlist rangt ef engin tegund er annarri æðri, eða hvern- ig skyldi þá rétt flokkun vera. En sjálfsagt er þetta gamansemi og má þá segja að honum séu jafn mislagðar hendur í gamni og alvöru. Því þegar hann segir skömmu síðar að tónlist lifi og verði til á því augnabliki og við þær aðstæð- ur sem hún er leikin, þá blandast mér ekki hugur um alvöruna sem að baki býr. Einhverjum kann að þykja það spámannlega sagt að tónlist verði til við þær aðstæður sem hún er leikin, en setningin skýtur samt einkennilega skökku við það sem á undan er komið. Eða hverjum finnst ekki fráleitt að tónlist sem „lifir og verður til“ öld fram af öld með síungri reisn skuli látin sæta því að vera lögð til jafns við þá semm heyrist i mánuð eða svo og sjaldan eða aldrei eftir það, með þeirri fullyrðingu að engin tónlist sé annarri æðri. Og hverjum finnst jafnvel ekki enn fráleitara að hægt sé að taka alvarlega grein sem að stórum hluta fjallar um klassíska tónlist þegar í öðru orðinu segir að hún sé sömu ættar og seigdrepandi skammdegið, en höfundurinn lýsi sig í hinu einlægan aðdáanda hennar. Og varla bætir úr skák að hann virðist auk þess hafa næsta þokukenndar hugmyndir um þetta viðfangsefni sitt. Allir sem einhver kynni hafa haft af tónlistardagskrá útvarps- ins vita að stór hluti t.d sinfón-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.