Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 43 í Ka'rdají hóíst einstaklings- keppni i Mfl. karla og kvenna á íslandsmótinu í golfi. Geir Svansson hefur forystuna í Mfl. karla eftir fyrsta dag lék 18 holur á 74 höggum. Fyrri hring- inn lék Geir á 34 höggum sem var besti árangur sem náðist í gær- dag. Siðari hringinn lék hann á 40 höggum. í öðru og þriðja sæti eru þeir jafnir Björgvin Þorsteinsson og Sigurður Pétursson á 75 höggum. Björgvin lék á 36 og 39 og Sigurður á 37 og 38 höggum. Næstu menn eru Islandsmeistar- inn Hannes Eyvindsson sem lék á 76 höggum og gamla kempan Þorbjörn Kjærbo sem lék á 77 höggum. Þorbjörn lék fyrri hring á 41 höggi en náði glæsilegri spilamennsku á síðari hring, lék þá á 36 höggum. Vel gert. í Mfl. kvenna hefur Jakobína Guðlaugsdóttir GV forystu, lék 18 holur á 85 höggum. Fyrri hring lék hún á 38 höggum. Ásgerður Sverr- is dóttir er í öðru sæti með 88 högg og Steinunn Sæmundsdóttir í þriðja sæti með 89 högg. í 1. flokki hefur Guðrún Eiríks- dóttir forystu með 297 högg. Mótinu verður fram haldið í dag á Grafarholtsvellinum. - ÞR. Stórleikur á Skaganum í kvöld FYRSTI leikurinn í tólftu um ferð íslandsmótsins i knatt- spyrnu fer fram i kvöld og er það mikill stórleikur. Akranes mætir þá ÍBV á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 20.00. Leikur þessi hefur mikla þýðingu eins og allir leikir i íslandsmótinu úr þvi sem komið er, bæði eiga liðin möguleika á meistaratign, vinni þau leikinn. Það verður því hart barist. Laugavegi 20. Simi frá akipliborði I50SS. „Sagði mig vera orðinn áhugalausan" • Sveit Golfklúbbs Reykjavikur sem sigraði á íslandsmótinu sem nú stendur yfir á Grafarholtsvelli. Sveit GR hafði nokkra yfirburði í sveitakeppninni og lék á 306 höggum. Sveitina skipa frá vinstri: Sigurður Ágúst Jensson fyrirliði, Hannes Eyvindsson, Jóhann Guðmundsson, Geir Svansson, óskar Sæmundsson og Sigurður Hafsteinsson. Meistaramót Islands í golfi: Yfirburðasigur GR í sveitakeppninni Ljósm. Mbl. ÓS. GV 359 Marteinn Guðjónsson 84 högg Elvar Skarphéðinsson 86 högg Leifur Ársælsson 93 högg Guðmundur Þórarinsson 96 högg „Mér var tilkynnt rétt fyrir leik KR og Vals, að Skotinn Alec Stuart ætti héreftir að vera aðal- þjálfari KR og ég aðstoðarþjálf- ari. Á fundi tilkynnti Kristinn formaður knattspyrnudeildar- innar að nú ætti að framkvæma ákveðnar skipulagsbreytingar. Þórður Jónsson sagði mig vera orðinn áhugalausan og æfingar illa skipulagðar. Þá sagðist hann hafa heyrt á leikmönnum að ég mætti seint á æfingar, auk þess sem ég væri að byggja og mætti því ekki vera að þvi að sinna KR,“ sagði Magnús Jónatansson, brottrækur þjálfari KR á blaðamannafundi i gærkvöldi. Og Magnús hélt áfram. „Þetta eru fáránlegar ásakanir og get talið á fingrum annarar handar þau skipti sem ég hef mætt seint á æfingar og get sýnt hverjum sem er uppbyggingu æf- inga hjá mér án þess að skammast mín. Það er rétt, ég er að byggja, en það fara ekki meira en 3 klukkutímar á sólarhring að með- altali í það. Þessar skýringar eru því út í hött og það er illa gert gagnvart fleirum en mér, sérstak- lega þá leikmönnum liðsins, að vera að hringla með þetta rétt fyrir jafn mikilvægan leik og leikurinn gegn Val var. Tölurnar tala þar sínu máli. Samkvæmt samningi mínum við KR, var ég ráðinn sem aðalþjálfari og því get ég ekki annað séð en þarna hafi mér verið bolað burt á klaufalegan hátt.“ Enn hélt Magnús áfram: „Ég hef þjálfað hjá KR og kom liðinu á sínum tíma upp úr 2. deild. Þá vorum við ekki fjarri titlinum á síðasta keppnistímabili. En ég hef ekki haft þann vinnufrið sem æskilegt mætti telja. Það hefur spunnist ýmislegt í kring um val liðsins og þar hef ég í gegn um árin hleypt stjórnarmönnum KR of oft inn á gafl. Annars er aðalástæðan fyrir gremju minni sú, að mér finnst hér ekki aðeins höggvið óvægilega að sjálfum mér, heldur íslenskri þjálfarastétt í heild. Hún á ekki að vera gersam- lega réttindalaus gagnvart ein- hverjum útlendingum sem koma og fara. Þetta er „prinsip" mál.“ Þetta er sannarlega athyglis- vert mál og vert til umhugsunar. Fróðlegt væri að heyra álit stjórn- armanna KR á þessu máli. gg. SVEIT GR sigraði með nokkrum yfirburðum i sveitakeppninni á meistaramóti Islands i golfi. Lék sveitin á 306 höggum, eða 10 höggum minna heldur en næsta sveit, sem var sveit GA. Enginn í sveit GR lék á minna en 78 höggum, en i öðrum sveitum fóru menn allt upp í 96 högg. Skor einstakra manna varð sem hér segir: GR 306 Hannes Eyvindsson 74 högg Óskar Sæmundsson 76 högg BlovjumMnbib nmrniira Ragnar Ólafsson 78 högg Sigurður Hafsteinsson 78 högg GA 316 Björgvin Þorsteinsson 74 högg Gunnar Þórðarson 80 högg Magnús Birgisson 81 högg Jóhann Þór Gunnarsson 81 högg GK 321 Sveinn Sigurbergsson 76 högg Júlíus R. Júlíusson 80 högg Sigurður Thorarensen 82 högg Sigurjón Gíslason 83 högg NK 328 Magnús I. Stefánsson 81 högg Jón H. Guðlaugsson 82 högg Gunnlaugur Jóhannsson 82 högg Ásgeir Þórðarson 83 högg GS 329 Jóhann Benediktsson 79 högg Gylfi Kristinsson 80 högg Páll Ketilsson 85 högg Þorbjörn Kjærbo 85 högg Geir Svansson með forystu eftir 18 holu höggleik VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK I>1 AIGLVSÍR l M AI.LT LAND ÞRG.AR Þl' AIG-* I.ÝSIR 1 MORGINBLADIM atvTvaV^0 Vöruúrval Sértilboð í öllum búðum á samfestingum, Bullitt khaki-buxum, dömu- og herraskyrtum og dún vattjökkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.